Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 464 . mál.


1055. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Húnboga Þorsteinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneyti, Leif Eysteinsson, deildarstjóra í fjármálaráðuneyti, Eggert Jónsson borgarhagfræðing, Þórð Skúlason framkvæmdastjóra og Garðar Jónsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin fékk sendar athugasemdir um frumvarpið frá fjármálaráðuneytinu.
    Frumvarpið var samið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 22. maí 1996.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Siv Friðleifsdóttir.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.



Magnús Stefánsson.

Arnbjörg Sveinsdóttir.

Kristján Pálsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Pétur H. Blöndal,

Bryndís Hlöðversdóttir.


með fyrirvara.