Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 520 . mál.


1059. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 23. maí.)



1. gr.


    10. gr. laganna orðast svo:
    Sérstakur sjóður ríkisins, ofanflóðasjóður, er í vörslu Viðlagatryggingar Íslands. Ráðstöfunarfé sjóðsins er:
    Sérstakt gjald, forvarnagjald, sem lagt er á allar húseignir sem eru brunatryggðar hjá vátryggingafélagi sem starfsleyfi hefur hér á landi og nemur 0,2‰ af vátryggingarverðmæti. Um innheimtu gjaldsins fer skv. 3. og 5. mgr. 11. gr. og 23. gr. laga um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum. Álagning gjalds þessa skal ekki hafa áhrif til hækkunar á innheimtuþóknun til vátryggingafélaga.
    5% af árlegum heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar Íslands. Þó skal það á árunum 1996–2000, eða vegna fimm næstu iðgjaldaára, vera 38% af heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar Íslands.
    Á árunum 1996–1999, eða vegna fjögurra næstu iðgjaldaára, 10% aukaálag á iðgjöld viðlagatrygginga samkvæmt lögum nr. 36/1995.
    Árlegt framlag á fjárlögum í samræmi við framkvæmdaáætlun sem lögð skal fram við gerð fjárlaga hverju sinni.
    Vaxtatekjur, sbr. 11. gr.
    Aðrar tekjur.
    Lán til starfsemi sjóðsins sem eru með ábyrgð ríkissjóðs og háð samþykki fjármálaráðuneytisins.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
    Inngangur 1. mgr. orðast svo:
                  Fé ofanflóðasjóðs, sbr. 10. gr., skal notað til að greiða kostnað við rekstur sjóðsins, rekstur ofanflóðanefndar, sbr. 8. gr., og kostnað við varnir gegn ofanflóðum sem hér segir.
    3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skulu lánskjör vera hin sömu og sjóðnum standa til boða, sbr. 10. gr.

3. gr.


    13. gr. laganna fellur brott og breytist greinatala samkvæmt því.

4. gr.


Ákvæði til bráðabirgða.


    Á árinu 1996 er ofanflóðasjóði heimilt að taka lán að upphæð allt að 800 millj. kr.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.