Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 94 . mál.


1076. Breytingartillögurvið frv. til l. um framhaldsskóla.

Frá Svavari Gestssyni.    Við 6. gr. Í stað 2. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar/sveitarstjórna. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningu starfsmannafundar viðkomandi skóla og skal a.m.k. annar þeirra vera kennari en einn skipaður án tilnefningar og skal hann búsettur í sveitarfélagi sem á aðild að skólanum.
    Við 11. gr. 1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Menntamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar og umsögn kennarafundar viðkomandi skóla.
    Við 15. gr. 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 21. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í aðalnámskrá skal tilgreina mat á námi til námseininga.
    Við 22. gr.
         
    
    2. og 3. málsl. 2. mgr. falli brott.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Kennarafundur fjallar um skólanámskrá og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Skólameistari fylgist með framkvæmd hennar.
    Við 24. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 28. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af samtökum atvinnurekenda, launamanna og kennara í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ákvæði 3. gr. koma til framkvæmda þegar gerðir hafa verið kjarasamningar við starfsmenn skólanna á grundvelli þessara laga í fyrsta sinn.