Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 519 . mál.


1079. Breytingartillögurvið frv. til l. um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (SJS, ÁRÁ, StG, EOK, HjÁ, GHall, HjálmJ).    Við 3. gr. Í stað orðanna „skal setja“ komi: getur sett.
    Við 4. gr. 3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Því aðeins er heimilt að veita skipum leyfi samkvæmt þessari grein að eigendur þeirra og útgerðir fullnægi þeim skilyrðum til að stunda veiðar í efnahagslögsögu Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og í lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands.
    Við 5. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „utan hennar“ í 1. mgr. komi: íslenskum deilistofnum.
         
    
    Í stað „20%“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: 15%.
         
    
    Í stað „3%“ í lokamálsgr. komi: 5%.
    Við 6. gr. Í stað „10%“ í 3. mgr. 6. gr. komi: 7%.
    Við 8. gr. Í stað 3.–5. mgr. komi fjórar nýjar málsgreinar er orðist svo:
                  Útgerðir skipa, sem stunda veiðar á sjávardýrum úr stofnum sem um er rætt í 6. gr., skulu greiða sérstakt gjald — veiðieftirlitsgjald — vegna eftirlits með veiðum skipanna. Skal gjaldið renna til reksturs veiðieftirlits Fiskistofu. Gjald af hverju einstöku skipi skal vera 30 aurar á hvert aflakíló metið til þorskígilda í samræmi við verðmætastuðla sem ákveðnir eru á grundvelli laga um stjórn fiskveiða. Skulu útgerðir fiskiskipa greiða gjaldið í samræmi við ákvæði 4. og 5. mgr.
                  Útgerð skips, sem fær úthlutað veiðiheimildum á grundvelli 6. gr., skal greiða gjald skv. 3. mgr. fyrir hvert úthlutað aflakíló. Skal gjaldið greitt fyrir fram við útgáfu tilkynningar um aflamark er kveður á um heimild til að veiða tiltekið magn sjávardýra á viðkomandi fiskveiðiári, vertíð eða veiðitímabili og skal gjaldstofn miðaður við úthlutað aflamark. Gjaldið er ekki endurkræft þótt veiðiheimildir hafi ekki verið nýttar.
                  Fari stjórn veiða á þeim stofnum, er 6. gr. tekur til, fram með öðrum hætti en úthlutun veiðiheimilda til skipa skal gjald skv. 3. mgr. innheimt árlega eftir á samhliða gjaldi af almennu veiðileyfi skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, fyrir skip er hafa það leyfi. Innheimta af afla fiskiskipa, er hafa ekki leyfi til veiða í atvinnuskyni samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, fer fram á sama tíma. Skulu ákvæði 3. mgr. gilda um álagningu gjaldsins en gjaldstofn miðast við landaðan afla viðkomandi fiskiskips er veiðar stundar skv. 6. gr. á tólf mánaða tímabili frá 1. ágúst til 31. júlí fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs.
                  Hafi íslensk stjórnvöld á grundvelli milliríkjasamnings, eða með öðrum skuldbindandi hætti, samið um að eftirlit með veiðum fiskiskipa úr stofni, er kveðið er

Prentað upp.

        á um í 6. gr., skuli vera með þeim hætti að um borð í hverju fiskiskipi skuli starfa eftirlitsmaður skulu útgerðir skipa, er veiðar stunda úr þeim stofni, greiða 15.000 kr. á hvern dag er skipið stundar þær veiðar. Verði samið um minna eftirlit, þannig að veiðieftirlitsmaður verði við eftirlitsstörf um borð í hluta skipa er stunda veiðar úr viðkomandi stofni, skal hvert skip greiða gjald á hvern dag er skipið stundar þær veiðar er nemur sama hlutfalli af daggjaldinu skv. 1. málslið þessarar málsgreinar og umsömdu hlutfalli skipa með eftirlitsmenn um borð. Skal gjaldið greitt af öllum skipum er veiðarnar stunda án tillits til veru eftirlitsmanna um borð í einstökum skipum. Gjald vegna eftirlitsmanna samkvæmt þessari málsgrein greiðist árlega, eftir á, fyrir eftirlit á 12 mánaða tímabili í samræmi við ákvæði 5. mgr.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Ákvæðið orðist svo:
                  Við innheimtu gjalds skv. 3., 5. og 6. mgr. 8. gr., í fyrsta sinn þann 1. september 1996, skal miða innheimtuna við afla og veiðidaga viðkomandi fiskiskips á tveggja mánaða tímabili frá 1. júní 1996 til 31. júlí 1996.