Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 94 . mál.


1082. Breytingartillögur



við frv. til l. um framhaldsskóla.

Frá Ástu B. Þorsteinsdóttur og Lúðvík Bergvinssyni.



    Við 15. gr.
         
    
    Í stað orðanna „nám í sérstökum deildum“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: nám á ýmsum brautarkjörnum eða kjörsviðum.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Óheimilt er að synja nemanda um skólavist í framhaldsskóla vegna slæms aðgengis hreyfihamlaðra að húsnæði skólans, sbr. byggingarreglugerð.
    Við 19. gr. Í stað 2. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Tryggja skal nemendum sem eru fatlaðir námstilboð við hæfi og búa þeim aðgengilegar námsaðstæður og umhverfi.
                  Brautarkjarnar og kjörsvið, sem og frjálst val nemenda, skulu skipulögð í samræmi við lokamarkmið námsins og löguð að þörfum nemenda.
                  Nemanda, sem vegna þroskaskerðingar eða fötlunar getur ekki axlað sömu námskröfur og ófatlaðir, skal gert kleift að færast milli áfanga eða bekkja í samræmi við námsframvindu og aldur.