Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 437 . mál.


1093. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, StG, EOK, HjÁ, GHall, SighB, HjálmJ).    Við bætist ný grein, er verði 1. gr., og orðist svo:
                  Orðin „þó er óheimilt að breyta leyfðum heildarafla þorsks eftir 15. apríl“ í 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna falla brott.
    Á eftir 3. gr., er verði 4. gr., komi þrjár nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (5. gr.)
                            2. tölul. 3. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.
         
    
    (6. gr.)
                            Fyrri málsliður 6. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.
         
    
    (7. gr.)
                            Við 4. mgr. 12. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Tefjist skip frá veiðum í sex mánuði eða lengur innan fiskveiðiárs vegna tjóns eða meiri háttar bilana hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar aflahlutdeildar eða veiðileyfis samkvæmt þessari grein.
    Við 4. gr. bætist: nema ákvæði 2. gr. sem öðlast þegar gildi.
    Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr málsliður er orðist svo: Enn fremur skal heimild 2. mgr. 6. gr. a er varðar sjóstangaveiðimót þegar taka gildi.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Reikna skal sérstaka viðbótaraflahlutdeild til handa skipum sem stundað hafa línuveiðar á fiskveiðiárunum 1993/1994, 1994/1995 og 1995/1996 í mánuðunum nóvember, desember, janúar og febrúar þar sem afli var aðeins að hálfu talinn til aflamarks skv. 6. mgr. 10. gr. Skal samanlögð viðbótaraflahlutdeild þessara skipa vera jöfn hlutfallinu milli 30 af hundraði línuafla þeirra á þessum þremur árum í framangreindum mánuðum af þorski og ýsu og úthlutaðs heildaraflamarks af sömu tegundum á sömu árum að viðbættum samanlögðum hálfum línuafla í framangreindum mánuðum á sömu árum hins vegar. Skal aflahlutdeild allra skipa endurreiknuð að teknu tilliti til þessa.
                  Viðbótaraflahlutdeild línuskipa af hvorri tegund skv. 1. mgr. skal skiptast milli þeirra í hlutfalli við þann afla af tegundinni sem ekki taldist til aflamarks vegna reglna um línutvöföldun á tveimur bestu af framangreindum þremur fiskveiðiárum.