Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 189 . mál.


1098. Nefndarálit



um till. til þál. um breytingu á merkingum þilfarsfiskiskipa.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pál Hjartarson frá Siglingamálastofnun ríkisins.
    Nefndin fékk sendar umsagnir um tillöguna frá Siglingamálastofnun ríkisins, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Slysavarnafélagi Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Landhelgisgæslu Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.
    Eftir skoðun nefndarinnar á tillögunni og ábendingar leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að breyta reglugerð nr. 493/1986, um merkingu skipa, þannig að krafa verði gerð um að þilfarsfiskiskip séu merkt með kallmerki skipsins til viðbótar öðrum merkingum sem gerð er krafa um í sömu reglugerð. Við útfærslu slíks ákvæðis og gildissvið skal tekið mið af alþjóðlegum tilmælum um merkingar fiskiskipa.

    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 29. maí 1996.



Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Kristján Pálsson.


form., frsm.



Egill Jónsson.

Stefán Guðmundsson.

Árni Johnsen.



Ásta R. Jóhannesdóttir.

Ragnar Arnalds.

Gísli S. Einarsson.