Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 421 . mál.


1115. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, PHB, GMS, SP, EOK, JónK).    Við 1. gr.
         
    
    Við síðasta málslið 4. tölul. bætist: í samráði við Seðlabanka Íslands.
         
    
    Í stað orðanna „falla til“ í 5. tölul. 1. gr. komi: koma til greiðslu.
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
         
    
    Í stað 2. mgr. koma tvær málsgreinar er orðast svo:
                            Hagnaður af sölu hlutabréfa telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar og kaupverði þeirra hins vegar. Kaupverð hlutabréfa, sem skattaðili hefur eignast við samruna hlutafélaga skv. 56. gr., skal ákvarðast jafnt kaupverði þeirra hlutabréfa er hann lét af hendi. Þegar ákveða skal hagnað af sölu hlutabréfa skal kaupverð hvers hlutabréfs teljast jafnt meðalkaupverði allra hlutabréfa sömu tegundar á hendi sama eiganda.
                            Nú er félagi slitið án þess að um samruna félaga sé að ræða, sbr. 56. gr., og skal þá litið á það sem sölu hlutafjár á hendi eiganda og úthlutunina sem söluverð. Sé hlutafé í hlutafélagi lækkað og það greitt út til hluthafa skal líta svo á að um sé að ræða sölu hlutafjár í hendi eiganda til hlutafélagsins.
         
    
    Í stað orðanna „á árinu 1990 og síðar“ í 1. málsl. 3. mgr. (er verður 4. mgr.) kemur: á árunum 1990–1996.
         
    
    Á eftir orðinu „fyrr“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: eða á árinu 1997 eða síðar.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Unnt er að fara fram á frestun á tekjufærslu söluhagnaðar manns af sölu hlutabréfa um tvenn áramót frá söludegi að svo miklu leyti sem fjárhæð hans er umfram 3.000.000 kr. hjá einstaklingum og 6.000.000 kr. hjá hjónum. Kaupi hann önnur hlutabréf í stað hinna seldu innan þess tíma færist söluhagnaðurinn til lækkunar á því kaupverði hinna nýju bréfa sem ákvörðun söluhagnaðar samkvæmt þessari grein miðast við. Nemi kaupverð hinna keyptu hlutabréfa lægri fjárhæð en söluhagnaðurinn telst mismunurinn til skattskyldra tekna á kaupári hinna keyptu bréfa. Ef hlutabréf eru ekki keypt innan tilskilins tíma telst hagnaðurinn með skattskyldum tekjum á því ári þegar hann myndast. Ákvæði þessarar málsgreinar taka ekki til söluhagnaðar sem myndaðist í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
         
    
    1., 2. og 3. tölul. B-liðar falla brott.
         
    
    Við lokamálsgrein 4. tölul. B-liðar (sbr. b–liður 2. gr. laga nr. 147/1994), er verður 1. tölul., bætist nýr málsliður er orðast svo: Frádráttur samkvæmt þessum lið heimilast frá þeim tekjum manna er greinir í A- og B-lið 7. gr.
         
    
    Við B-lið bætist nýr tölul., er verður 2. tölul., sem orðast svo: Nú verður greiðslufall á kröfu sem vextir, sbr. 2. mgr. 8. gr., hafa verið reiknaðir af og frestast þá greiðsla skatts af slíkum vöxtum.
                            Heimilt er að mótreikna tapaða vexti við fjármagnstekjur hafi skattur þegar verið greiddur af vöxtunum. Skal það gert á því ári þegar sýnt er að krafa sem vextir voru reiknaðir af fæst ekki greidd og skal gera grein fyrir henni í skattframtali viðkomandi tekjuárs. Með sama hætti fer um aðrar fjármagnstekjur, sbr. 3. mgr. 67. gr. Heimildin nær til fimm ára aftur í tímann frá og með tekjuári. Sé ekki um fjármagnstekjur að ræða á því tekjuári þegar mótreikningur á sér stað yfirfærist mótreikningsheimildin til næsta skattframtals í allt að fimm ár. Heimild samkvæmt þessari málsgrein tekur einungis til fjármagnstekna utan rekstrar hjá einstaklingum og þeirra lögaðila sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur.
                            Ákvæði 2. mgr. þessarar greinar um heimild til að draga frá beinan kostnað við öflun tekna gilda ekki um leigutekjur, vexti eða aðrar fjármagnstekjur.
         
    
    Orðin „í stað beins kostnaðar skv. 2. mgr.“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
         
    
    4. mgr. greinarinnar fellur brott.
    Við 6. gr. Efnisgreinin orðist svo:
                  Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en nemur 7% af nafnverði hlutafjár. Sé í eigu hlutafélags íbúðarhús, sumarhús, fólksbifreiðar, skemmtibátar eða aðrar eignir sem ekki tengjast rekstrarþörf félagsins og ætlaðar eru til einkaþarfa hluthafa, stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra félagsins eða skylduliðs þeirra manna skal verðmæti þeirra eigna dregið frá nafnverði áður en arður samkvæmt þessum tölulið er ákvarðaður. Nú nýtir hlutafélag ekki að fullu frádráttarheimild samkvæmt þessum tölulið og er þá heimilt að flytja ónýtta frádráttarheimild til næstu ára. Arður samkvæmt þessum tölulið er frádráttarbær frá tekjum þess árs sem hann er reiknaður af.
    Við 7. gr.
         
    
    Við 1. efnismgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til hagnaðar af sölu hlutabréfa, þar með talið við innlausn þeirra, t.d. við slit félags og lækkun hlutafjár, ef hagnaðurinn fer fram úr 3.000.000 kr. hjá einstaklingi og 6.000.000 kr. hjá hjónum. Fer um skatthlutfall og álagningu á slíkan söluhagnað eftir ákvæðum 1. mgr. þessarar greinar og skulu reglur 4. mgr. um tekjuviðmiðun ekki eiga við um umframfjárhæðina.
         
    
    Orðin „við útreikning tekjuviðmiðunar barnabótaauka samkvæmt lögum þessum eða“ í 3. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
         
    
    2. málsl. 3. mgr. B-liðar orðast svo: Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laganna, þó ekki tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr., að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr.
         
    
    3. málsl. 3. mgr. C-liðar fellur brott.
         
    
    2. málsl. 4. mgr. C-liðar orðast svo: Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laganna, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr.
    Við 10. gr.
         
    
    Í stað orðanna „1.–8. tölul. C-liðar 7. gr.“ í 1. efnismgr. komi: 3., 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr., svo og skv. 8. tölul. sama stafliðar 7. gr., að því er varðar söluhagnað af hlutabréfum.
         
    
    2. efnismgr. greinarinnar orðist svo:
                            Eftirtaldir aðilar eru undanþegnir ákvæðum 3. mgr.:
                   
    Lánasjóður íslenskra námsmanna, Byggðastofnun, Byggingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna, Framkvæmdasjóður fatlaðra, Framkvæmdasjóður aldraðra, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Lánasjóður sveitarfélaga, Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, Seðlabanki Íslands og lífeyrissjóðir, sbr. lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
                   
    Lánastofnanir sem skattskyldar eru samkvæmt lögum nr. 65/1982, um skattskyldu lánastofnana, með síðari breytingum, en fjármagnstekjur þeirra falla undir almenna skattskyldu samkvæmt þeim lögum.
    Á eftir 10. gr. komi ný grein, er verði 11. gr., svohljóðandi:
                  4. mgr. 110. gr. laganna orðast svo:
                  Álagða skatta, að frádregnu því sem greiða ber fyrir álagningu skv. 2. mgr. þessarar greinar auk mismunar sem fram kemur á álagningu tekjuskatts og staðgreiðslu launamanns, sbr. 35. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, að frádreginni staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og að frádregnum bótum skv. 69. gr., skal greiða með sem næst jöfnum greiðslum á þeim gjalddögum sem eftir eru á árinu þegar álagning fer fram.
    Við 12. gr., er verði 13. gr., bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Nú selur maður hlutabréf á árinu 1996 og skal þá hagnaður af sölu þeirra skattlagður með 10% skatthlutfalli, enda sé salan ekki þáttur í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi mannsins og hagnaðurinn nemi lægri upphæð en 3.000.000 kr. hjá einstaklingi eða 6.000.000 kr. hjá hjónum. Söluhagnaður sá er þessi málsgrein tekur til telst ekki til útsvarsstofns.
    Við 13. gr. er verði 14. gr.
         
    
    Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:

Jöfnunarverð hlutabréfa.


                            Á árunum 1997 og 1998 reiknast jöfnunarverðmæti hlutabréfa í samræmi við þetta ákvæði hjá þeim félögum sem skráð voru, sbr. 1. tölul. 2. gr. laga nr. 75/1981, í árslok 1996.
                            Jöfnunarverðmæti hlutabréfa í félagi skal vera nafnverð hlutabréfa í árslok 1996 að viðbættri þeirri fjárhæð sem heimilt væri að gefa út af jöfnunarhlutabréfum samkvæmt þeim reglum sem um það giltu í árslok 1996. Gera skal grein fyrir útreikningi jöfnunarverðmætis með framtalsskilum á árunum 1997, 1998 eða 1999. Skattstjóri skal staðfesta útreikninginn.
                            Jöfnunarverðmæti samkvæmt þessu ákvæði skal árlega tilgreina á skattframtali hlutafélagsins og á hlutafjármiðum. Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur og útbúa eyðublöð til notkunar við framkvæmd þessa ákvæðis.
                            Hafi seljandi hlutabréfa eignast hin seldu hlutabréf fyrir 1. janúar 1997 skal jöfnunarverðmætið skv. 2. mgr. þessa ákvæðis lagt til grundvallar sem kaupverð án framreiknings skv. 26. gr. laga nr. 75/1981 við útreikning á söluhagnaði hlutabréfa. Í stað jöfnunarverðmætis er heimilt að miða við upphaflegt kaupverð, að viðbættum breytingum samkvæmt verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. til ársloka 1996, sé það hærra. Um söluhagnað þeirra sem eignast hin seldu hlutabréf eftir gildistöku laga þessara fer eftir ákvæðum 2. mgr. 17. gr.
                            Hafi hlutafélag ekki gefið út jöfnunarhlutabréf eða, ef um einkahlutafélag er að ræða, tilkynnt nýtt nafnverð formlega til hlutafélagaskrár eða tilgreint jöfnunarverðmæti með þeim hætti sem áskilið er í 2. og 3. mgr. ákvæðis þessa í síðasta lagi með skattframtali 1999, vegna tekna á árinu 1998 og eigna í lok þess árs, skal jöfnunarverðmæti við sölu bréfanna vera nafnverð hlutabréfanna í árslok 1996.
                            Hlutafélögum er heimilt að gefa út jöfnunarhlutabréf eða, ef um einkahlutafélög er að ræða, tilkynna nýtt nafnverð formlega til hlutafélagaskrár, allt að því að heildarnafnverð hlutafjár nái jöfnunarverðmæti eins og það reiknast skv. 2. mgr. þessa ákvæðis. Jöfnunarverðmætið, ásamt heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa, skal síðan hækka eða lækka eftir verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. laga nr. 75/1981, í fyrsta sinn við útreikning á árinu 1998 samkvæmt verðbreytingarstuðli sem birtur er í árslok 1997. Hlutafélögum er, þannig að skattfrjálst sé hjá hluthöfum, jafnframt heimilt að gefa út jöfnunarhlutabréf eða, ef um einkahlutafélag er að ræða, tilkynna nýtt nafnverð formlega til hlutafélagaskrár, vegna innborgaðs hlutafjár eftir 1. janúar 1997, og takmarkast heimildin við innborgað hlutafé eftir að það hefur verið hækkað eða lækkað eftir verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. laga nr. 75/1981 frá innborgunarári til ársins á undan útgáfuári, að frádregnu nafnverði.
         
    
    Í stað orðanna: „fyrir 1. janúar 1997“ í ákvæði til bráðabirgða III komi: á árunum 1992–1996.
         
    
    Í stað orðsins „bótanna“ í ákvæði til bráðabirgða III komi: útborgaðra bóta.