Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 529 . mál.


1125. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Sólveigu Guðmundsdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
    Frumvarpið felur í sér heimild fyrir ráðherra til að hækka tekjuviðmiðun lífeyrisþega sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta vegna örorku að frádregnum áætluðum örorkulífeyri og tekjutryggingu til framtíðar frá Tryggingastofnun ríkisins.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristín Ástgeirsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk því sem fram kemur í áliti þessu.

Alþingi, 30. maí 1996.Össur Skarphéðinsson,

Sigríður A. Þórðardóttir,

Sólveig Pétursdóttir.


form.

frsm.Jón Kristjánsson.

Ásta R. Jóhannesdóttir.

Katrín Fjeldsted.Guðmundur Hallvarðsson.

Ögmundur Jónasson.

Magnús Stefánsson.