Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 261 . mál.


1143. Nefndarálit



um till. til þál. um endurskoðun á lagaákvæðum um vernd trúnaðarsambands fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá dómsmálaráðuneytinu og Blaðamannafélagi Íslands.
    Tillagan fjallar um endurskoðun á gildandi lögum um vernd trúnaðarsambands fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra. Sérstaklega verði 53. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, skoðuð og mat lagt á hvort þörf sé á frekari löggjöf sem miði að því að tryggja aðstöðu blaðamanna og annars fjölmiðlafólks við störf sín.
    Í umsögn dómsmálaráðuneytisins er bent á að dómsmálaráðherra hafi þegar falið réttarfarsnefnd að framkvæma heildarendurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála og er þar lagt til að þetta mál verði tekið til sérstakrar athugunar í því sambandi. Með hliðsjón af framansögðu leggur allsherjarnefnd til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Jóhanna Sigurðardóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 31. maí 1996.



Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Ögmundur Jónasson.


form., frsm.



Guðný Guðbjörnsdóttir.

Hjálmar Jónsson.

Lúðvík Bergvinsson.



Jón Kristjánsson.

Katrín Fjeldsted.

Kristján Pálsson.