Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 421 . mál.


1145. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, PHB, EOK, VS, SP, GMS).



    Við 13. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Nú selur maður hlutabréf á árinu 1996 og skal þá hagnaður af sölu þeirra skattlagður með 10% skatthlutfalli, enda sé salan ekki þáttur í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi mannsins og hagnaðurinn nemi lægri upphæð en 3.000.000 kr. hjá einstaklingi eða 6.000.000 kr. hjá hjónum. Söluhagnaður sá er þessi málsgrein tekur til telst ekki til útsvarsstofns. Ákvæði lokamálsgreinar 17. gr., um heimild til frestunar á tekjufærslu og um ráðstöfun á söluhagnaði til kaupa á hlutabréfum, skulu gilda um söluhagnað umfram fjárhæðarmörk í 1. málsl.

























Prentað upp.