Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 449 . mál.


1146. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og mælir með að það verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali, en þær felast í því að lagt er til að 1. og 3. gr. frumvarpsins falli brott. Felur það þá aðeins í sér efnisbreytingu á 5. mgr. 12. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem lýtur að nýtingu uppsafnaðs persónuafsláttar. Þannig verði hægt að nýta sér ónýttan persónuafslátt á árinu hversu lítill sem hann er og ekki er gert að skilyrði að sækja um útgáfu sérstaks skattkorts ef óyggjandi upplýsingar eru fyrir hendi um uppsöfnun afsláttarins.
    Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sólveig Pétursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 31. maí 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Ágúst Einarsson.


form., frsm.



Einar Oddur Kristjánsson.

Pétur H. Blöndal

Steingrímur J. Sigfússon.




Rannveig Guðmundsdóttir.