Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 139 . mál.


1153. Nefndarálit



um till. til þál. um nýtt mat á jarðskjálftahættu og styrkleika mannvirkja á Suðurlandi.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir frá Orkustofnun, Landsvirkjun, Norrænu eldfjallastöðinni, Veðurstofu Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og borgarverkfræðingnum í Reykjavík.
    Tillagan fjallar um úttekt á mannvirkjum á Suðurlandi með tilliti til jarðskjálftahættu, gerð áætlunar um úrbætur til að styrkja eða úrelda mannvirki sem talin eru ótraust og kortlagningu svæða með tilliti til staðbundinnar jarðskjálftahættu. Hafin er vinna að þessu á vegum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fleiri aðila, en nauðsynlegt er að samræma þær aðgerðir. Jafnframt er nú unnið að heildarendurskoðun laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985. Meðal þess sem þar er til endurskoðunar er hlutverk ofanflóðasjóðs með tilliti til annarra náttúruhamfara og forvarna, sbr. álit umhverfisnefndar um frumvarp til laga um breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum á þskj. 1030.
    Nefndin telur að með þingmálinu sé vakin athygli á verkefni og vinnu sem æskilegt sé að styðja og samræma öðrum þáttum er tengjast viðbrögðum við náttúruhamförum. Því leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Ásta R. Jóhannesdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk því sem fram kemur í áliti þessu.

Alþingi, 3. júní 1996.



Ólafur Örn Haraldsson,

Gísli S. Einarsson.

Árni M. Mathiesen.


form., frsm.



Ísólfur Gylfi Pálmason.

Tómas Ingi Olrich.

Hjörleifur Guttormsson.



Katrín Fjeldsted.

Kristín Halldórsdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.