Ferill 61. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 16/120.

Þskj. 1170 —  61. mál.


Þingsályktun

um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að setja á stofn nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Nefndin vinni í samráði við Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands að því að efla íþróttir stúlkna og kvenna og leitist við að koma í veg fyrir eða minnka hið mikla brotthvarf stúlkna úr íþróttum. Þá skoði nefndin sérstaklega umfjöllun fjölmiðla um íþróttir stúlkna og kvenna, hvaða fjármagn sé veitt til stúlkna- og kvennaíþrótta, skiptingu kynjanna í forustu íþróttahreyfingarinnar og aðra þá þætti sem geta haft áhrif á stöðu stúlkna- og kvennaíþrótta. Meðal annars verði litið til þess sem gert hefur verið erlendis í átt til umbóta í þessum efnum.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.