Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 17/120.

Þskj. 1171 —  71. mál.

Þingsályktun

um menningar- og tómstundastarf fatlaðra
.


    Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að láta kanna á hvern hátt fatlaðir geti notið sumarleyfa, tómstunda, lista og menningarlífs á sama hátt og aðrir í þjóðfélaginu og gera tillögur um úrbætur. Tryggt verði að fulltrúar frá samtökum sveitarfélaga, svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp komi að málinu.


Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.