Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 18/120.

Þskj. 1172  —  76. mál.

Þingsályktun

um rannsóknir í ferðaþjónustu.


    Alþingi ályktar að brýnt sé að efla rannsóknir í ferðaþjónustu, tryggja með þeim hætti grundvöll stefnumótunar og langtímaáætlana í atvinnugreininni og stuðla að jafnvægi í fjárfestingu. Í því skyni verði gripið til eftirtalinna ráðstafana:
     1.     Stofnuð verði gagnamiðstöð við skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri sem hafi það hlutverk:
                   a.     að skipuleggja öflun upplýsinga um atvinnugreinina þannig að þær varpi sem skýrustu ljósi á stöðu og þróun greinarinnar og verði traustur grundvöllur rannsókna, þróunarstarfs og fjárfestingar í ferðamennsku;
                   b.     að safna upplýsingum um erlenda ferðamarkaði og safna gögnum um erlendar rannsóknir í ferðamálum;
                   c.     að varðveita þessar upplýsingar og birta reglulega fréttir um stöðu greinarinnar.
     2.     Stofnuð verði staða rannsóknarfulltrúa við skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri. Hlutverk hans verði að efla rannsóknir í ferðaþjónustu og skipuleggja samstarf Ferðamálaráðs við fyrirtæki og rannsóknastofnanir á sviði rannsókna og þróunarstarfs.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.