Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 20/120.

Þskj. 1174 —  189. mál.


Þingsályktun

um breytingu á merkingum þilfarsfiskiskipa.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að breyta reglugerð nr. 493/1986, um merkingu skipa, þannig að krafa verði gerð um að þilfarsfiskiskip séu merkt með kallmerki skipsins til viðbótar öðrum merkingum sem gerð er krafa um í sömu reglugerð. Við útfærslu slíks ákvæðis og gildissvið skal tekið mið af alþjóðlegum tilmælum um merkingar fiskiskipa.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.