Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 449 . mál.


1195. Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

(Eftir 2. umr., 4. júní.)1. gr.

    5. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
    Ef launamaður eða maki hans hefur eigi nýtt allan persónuafslátt launamannsins og ekki haft tekjur sem undanþegnar eru staðgreiðslu sem honum samsvarar er launamanni heimilt að sækja um útgáfu skattkorts sem hefur uppsafnaðan persónuafslátt frá ársbyrjun staðgreiðsluárs til næsta mánaðar á undan útgáfudegi. Ríkisskattstjóri annast útgáfu skattkorts með uppsöfnuðum persónuafslætti. Falla má frá skilyrðum um útgáfu skattkortsins ef óyggjandi upplýsingar liggja fyrir um uppsöfnun hans, t.d. skráning fyrri launagreiðanda á kortið um nýtingu afsláttarins.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.