Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 540 . mál.


1204. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um eftirlaun alþingismanna, nr. 46/1965, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson, formann stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra sjóðsins.
    Frumvarpið felur aðallega í sér tvær efnisbreytingar. Sú fyrri lýtur að starfskjörum forseta Alþingis. Skv. 2. gr. laga um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, skal forseti Alþingis njóta sömu launa- og starfskjara og ráðherrar. Til starfskjara telst m.a. réttur til eftirlauna. Frumvarpið felur í sér að forseti skal, auk iðgjalds af þingfararkaupi, greiða iðgjald af forsetalaunum, þ.e. þeim launum sem hann hefur umfram þingfararkaup, í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og fá fyrir það sama lífeyrisrétt og ráðherrar hafa. Er það í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var er lögin um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað voru sett. Hitt efnisatriði frumvarpsins miðar að því að breyta rétti til makalífeyris þannig að réttur eftirlifandi maka varaþingmanns til eftirlauna, sem eru hærri en eftirlaun varaþingmanns, er afnuminn. Mun breytingin ekki hafa áhrif á lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku makalífeyris. Virkur lífeyrisréttur verður þannig ekki skertur. Í þessu efnisatriði frumvarpsins felst í raun að mati meiri hluta nefndarinnar leiðrétting á mistökum, sem rekja má til síðustu endurskoðunar laganna, en engin grundvallarbreyting.
    Varðandi ákvæði 4. gr. um barnalífeyri vill meiri hlutinn benda á að almenn regla um barnalífeyri úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er að hið látna foreldri hafi haft ráðningu a.m.k. til eins árs og hafi verið í starfi þegar andlát bar að. Ákvæði frumvarpsins er sett með hliðsjón af þeirri reglu.
    Meiri hlutinn mælir með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 4. júní 1996.Sólveig Pétursdóttir,

Jón Kristjánsson.

Sighvatur Björgvinsson.


starf. form., frsm.Árni R. Árnason.

Einar Oddur Kristjánsson.

Ísólfur Gylfi Pálmason.Svavar Gestsson.

Pétur H. Blöndal.