Ferill 300. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 21/120.

Þskj. 1213 —  300. mál.


Þingsályktun

um úttekt og flutning á félagslegum verkefnum frá heilbrigðisráðuneyti
til félagsmálaráðuneytis.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp, m.a. með fulltrúum þingflokkanna, til að gera úttekt á og skilgreina hvaða stofnanir og verkefni á sviði heilbrigðisráðuneytis séu í raun félagsleg verkefni sem eðlilegra væri að heyrðu undir félagsmálaráðuneytið. Unnin verði áætlun um að flytja þau verkefni milli ráðuneyta.

Samþykkt á Alþingi 5. júní 1996.