Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1227, 120. löggjafarþing 541. mál: þingfararkaup og þingfararkostnaður (biðlaun).
Lög nr. 104 14. júní 1996.

Lög um breyting á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingu.


1. gr.

     Við 13. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Nú tekur alþingismaður, er nýtur biðlauna skv. 1. mgr., við starfi í þjónustu ríkisins eða annars aðila áður en þriggja eða sex mánaða tímabilið er liðið og skulu þá launagreiðslur samkvæmt þessari grein falla niður ef laun þau er nýja starfinu fylgja eru jöfn eða hærri en biðlaunagreiðslur til hans. Ef launin í nýja starfinu eru lægri skal greiða honum launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. júní 1996.