Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 17:29:47 (4295)

1997-03-11 17:29:47# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[17:29]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Af því talað er um sameiningu banka og hv. þm. Kristín Ástgeirsdóttir nefndi áðan að þingmaðurinn teldi að það hefði átti að sameina Búnaðarbanka og Landsbanka. Ég er þingmanninum sammála um að það þyrfti að búa til stærri heildir, stærri lánastofnanir á Íslandi. Að mörgu leyti teldi ég þó að æskilegra hefði verið að sameina Íslandsbanka og Búnaðarbanka. Mér er ljóst að sú sameining er ekki inni í þessari mynd en það hefði að mínu mati verið að mörgu leyti æskilegra heldur en að sameina ríkisbankana tvo en ég geri mér grein fyrir að það gerist ekki í þessari atrennu.