Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 18:32:38 (4447)

1997-03-13 18:32:38# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[18:32]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er sérkennilegt ef menn skipta ekki um skoðun eftir að hafa heyrt þessa ræðu þingmannsins og ég verð að segja það að ég á erfitt með að skilja að það sé einhver mikil sterk og einlæg trú á bak við þessa stefnu. Ég held það hljóti að vera eitthvað annað því menn hljóta að hafa skoðað þessa breytingu frá öllum hliðum og reynt að átta sig á því hvort þetta væri skynsamleg ráðstöfun. Hvort þessi nýi banki gæti yfir höfuð staðið undir sér og hvort hann gæti staðið sig í samkeppninni almennt á lánamarkaðnum. Ég verð því að segja það enn og aftur, hæstv. forseti, að fyrir mér er þetta enn þá mjög illskiljanlegt en það skýrist kannski þegar hæstv. viðskrh. kemur hér í stólinn og svarar því sem hér hefur komið fram.