Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 14:48:01 (939)

1996-11-07 14:48:01# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[14:48]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka forsrh. fyrir þetta andsvar. Ég vonast til þess að í meðförum nefndar verði þetta ákvæði gert enn skýrar. Enn fremur vil ég benda á 15. gr. og 18. gr. Ég óska sömuleiðis eftir að það sem stendur þar út af í sambandi við miðstýringu og rekstrarform verði einnig gert skýrar en kveðið er á um í þessu frv.