Brot á lögum um framleiðslu landbúnaðarvara

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:35:10 (1633)

1996-12-02 15:35:10# 121. lþ. 32.1 fundur 120#B brot á lögum um framleiðslu landbúnaðarvara# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:35]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvert hv. þm. er að fara með þessari orðræðu því það liggur í augum uppi, og hv. þm. viðurkennir það í síðari ræðu sinni, að það er ekki á verksviði dómsmrn. að hafa milligöngu um höfðun einkamáls. Það er ekki á verksviði dómsmrn. að fara með ákæruvaldið og þegar það liggur fyrir í síðari ræðu hv. þm. að hann viðurkennir þekkingu sína á þessum grundvallaratriðum þá skil ég ekki hvers vegna hann er að halda málinu að dómsmrn.