Íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:39:45 (1904)

1996-12-05 14:39:45# 121. lþ. 36.6 fundur 71. mál: #A íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins# (leiga, sala embættisbústaða) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:39]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég stend að áliti meiri hluta efh.- viðskn. í þessu máli vegna þess að komið var til móts við óskir okkar sem við gerðum grein fyrir í umræðu að ekki yrði lögbundið niðurgreiddir vextir í íslensku samfélagi. Því var breytt. Það er miðað við sömu vexti og húsbréf Húsnæðisstofnunar. Þetta teljum við vera mikilvægt mál og eins og kemur fram í nál. að húsaleiga skuli miðast við markaðsleigu og þá eigi leigugjald ekki að vera sett svo hátt að erfitt reynist að fá hæfa starfsmenn til starfa úti á landi. Við teljum að tekið hafi verið tillit til þeirra sjónarmiða og ábendinga sem við höfðum uppi um þetta mál. Við höfum að vísu vissar áhyggjur af því en í trausti þess að framkvæmd málsins verði með þeim hætti að ekki muni koma niður á landsbyggðinni þá lítum við svo á að þetta frv. sé að öðru leyti þannig að hægt sé að vinna með því. Ég segi já.