Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:07:25 (2064)

1996-12-11 16:07:25# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., GÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:07]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Á Íslandi eru ekki evrópskir vegir. Því er þessi breyting ekki tímabær. Hún verður ekki tímabær fyrr en það verður einn vegur frá Selfossi til Reykjavíkur og annar vegur frá Reykjavík til Selfoss; frá Reykjavík til Akureyrar, frá Akureyri til Reykjavíkur. Þá er það öryggi fyrir hendi sem gerir mögulegt að þessi breyting geti gengið fram.

Ég segi hér, hæstv. forseti, liggur nokkuð við? Já, líf liggur við. Slysin og hörmungarnar vegna hraðaksturs í umferðinni eru nægar. Þess vegna segi ég nei við þessari tillögu.