Fjárlög 1997

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 15:59:01 (2158)

1996-12-13 15:59:01# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[15:59]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Kristjánssyni, formanni fjárln., fyrir svörin. Hann staðfesti grun minn um hvað sé verið að gera með það framlag sem óskað er eftir til EFTA/EES-starfs. Í raun og veru lítur út fyrir að þessir peningar verði teknir af öðrum framlögum til samtaka launafólks.

Eins og hv. þm. benti á er þessum lið er skipt af félmrn. og úr því að hæstv. félmrh. situr hér inni, þá væri forvitnilegt að vita hvort hann hefði nú þegar ákveðið hvernig skipting á þessum lið ætti að vera og hvort hann liti svo á að þessar 2,5 millj. sem kæmu þarna til frádráttar mundu bitna eingöngu á framlagi til Alþýðusambandsins eða samtaka launafólks eða hvort hann liti svo á að þarna yrði um hlutfallslega skerðingu að ræða á alla sem fá útdeilt af þessum lið. Ef hann gæti veitt einhverjar upplýsingar um það, þá væri það mjög gott.