Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 22:29:43 (2347)

1996-12-17 22:29:43# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 147/1996, 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 143/1996, 151. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 142/1996, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[22:29]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill segja við þetta tækifæri að það var ekki seinna vænna að hefja þessar umræður. Þetta eru fyrstu umræðurnar um að þingmenn vilja ná samkomulagi hér í þingsalnum og tekur forseti undir það og vonar að þær verði til þess að viðræður forseta og þingflokksformanna fari í gang, en forseti vill segja við það tækifæri að það er ekki orðið kvöldsett, klukkan er 10.30 þannig að honum þætti vænt um að geta haldið áfram umræðunni. Forseta finnst að hv. þingmenn hafi komið sínum sjónarmiðum vel á framfæri og vill fá tækifæri til þess að kanna málið. Geta menn ekki fallist á það?