Lok þinghalds fyrir jólahlé

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 21:20:32 (2682)

1996-12-20 21:20:32# 121. lþ. 54.95 fundur 158#B lok þinghalds fyrir jólahlé# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[21:20]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill segja að þegar hann settist hér í þennan stól núna til að halda áfram fundi, þá taldi hann nú að mál væru komin í það horf að við gætum lokið þingfundi um eða upp úr miðnætti. Og ég vissi ekki betur en að um það væri nokkuð mikil samstaða. Bæði hef ég rætt það við menn úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu þannig að ég held að við þurfum að ná samstöðu um að skerpa á því samkomulagi sem gert var. Það er hárrétt sem hæstv. forsrh. greindi frá. Eitt mál sem var í landbn. fór út af listanum og var gert í sátt í nefndinni eftir allmiklar umræður og þarf ekki meira um það að ræða. Forseti getur upplýst að þegar hann gekk til náða í gærkvöldi hélt hann að það væri komið á samkomulag, en hér lauk ekki fundi fyrr en klukkan átta í morgun. Síðan vonar forseti að það mál sér úr sögunni. Ég bið bæði stjórnarliða og stjórnarandstæðinga að ljúka þessum deilum sem allra fyrst svo við getum lokið þessu þingi fyrir jólin á skikkanlegum tíma. (Gripið fram í: Heyr.)