Ferill 39. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 39 . mál.


39. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um orkukostnað.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



    Hver hefur verið kostnaður á kílówattstund við hitun íbúðarhúsnæðis, miðað við 32.800 kwst. notkun á ári frá árinu 1990 mælt á föstu verðlagi ársins í ár, hjá eftirtöldum orkuveitum:
         
    
    Hitaveitu Reykjavíkur,
         
    
    Hitaveitu Suðurnesja,
         
    
    Orkubúi Vestfjarða,
         
    
    Rafmagnsveitum ríkisins,
         
    
    Hitaveitu Akureyrar?
    Hver hefur þessi orkukostnaður verið á sama tíma vegna olíuhitunar, mælt á sama verðlagi?
    Hvert hefur verið árlegt framlag ríkisins til niðurgreiðslu á raforku til húshitunar á árunum 1990–96 á verðlagi þessa árs?
    Hver hefur verið árlegur afsláttur Landsvirkjunar af orkusölu til húshitunar á árunum 1990–96, reiknað í kr./kwst. á verðlagi þessa árs?
    Hvernig verður unnið að því markmiði stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að lækka húshitunarkostnað?


Skriflegt svar óskast.