Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 99 . mál.


102. Frumvarp til lagaum samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1995.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)1. gr.

Ríkisreikningur fyrir árið 1995 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1995

A-HLUTI


Tekjur:
     Skatttekjur
    Skattar á tekjur einstaklinga     
16.577.605

    Skattar á tekjur lögaðila     
4.596.729

    Tryggingagjöld     
11.631.618

    Eignarskattur     
3.969.173

    Virðisaukaskattur     
41.377.797

    Tollar, vörugjöld og önnur gjöld af innflutningi     
14.471.319

    Aðrir skattar á vöru og þjónustu     
6.638.644

    Skattar ótaldir annars staðar     
6.937.626

     Skatttekjur samtals     
106.200.531


     Rekstrartekjur
    Arðgreiðslur     
2.859.477

    Vaxtatekjur     
4.683.210

    Aðrar rekstrartekjur     
291.301

     Rekstrartekjur samtals     
7.833.988


     Sala eigna     
155.164


Tekjur samtals     
114.189.683


Gjöld:
    Æðsta stjórn ríkisins     
1.391.065

    Forsætisráðuneyti     
834.236

    Menntamálaráðuneyti     
17.336.801

    Utanríkisráðuneyti     
1.873.332

    Landbúnaðarráðuneyti     
6.481.175

    Sjávarútvegsráðuneyti     
1.114.234

    Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
6.186.072

    Félagsmálaráðuneyti     
9.649.575

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti     
49.641.837

    Fjármálaráðuneyti     
23.320.449

    Samgönguráðuneyti     
9.189.660

    Iðnaðarráðuneyti     
1.221.468

    Viðskiptaráðuneyti     
200.125

    Hagstofa Íslands     
149.535

    Umhverfisráðuneyti     
766.238

Gjöld samtals     
129.355.802


Tekjujöfnuður     
-15.166.119


EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1995

A-HLUTIEignir:
    Veltufjármunir

    Sjóður og bankareikningur     
5.136.169

    Óinnheimtar ríkistekjur     
23.336.884

    Skammtímakröfur, aðrar     
12.808.166

    Vöru- og efnisbirgðir     
359.070

     Veltufjármunir samtals     
41.640.289


    Langtímakröfur og áhættufjármunir
    Veitt löng lán     
57.382.327

    Hlutabréf     
2.969.429

    Stofnfjárframlög     
4.511.491

     Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals     
64.863.246


Eignir samtals     
106.503.535


Skuldir:
     Skammtímaskuldir
    Bankareikningar, hlaupareikningsskuld     
459.551

    Krafa á ríkistekjur og innheimtufé     
1.131.440

    Ógreidd gjöld (án vaxta)     
2.451.551

    Áfallnir ógjaldfallnir vextir     
7.103.157

    Tekin stutt lán     
16.992.124

    Aðrar skammtímaskuldir     
5.645.751

    Næsta árs afborganir af langtímaskuldum     
22.050.751

     Skammtímaskuldir samtals     
55.834.325


     Langtímaskuldir
    Áfallnir ógjaldfallnir vextir     
19.019.934

    Tekin löng innlend lán     
69.321.518

    Næsta árs afb. af innl. lánum fluttar á skammtímaskuldir     
-13.194.273

    Tekin löng erlend lán     
127.261.112

    Næsta árs afb. af erl. lánum fluttar á skammtímaskuldir     
-8.856.478

     Langtímaskuldir samtals     
193.542.813


     Lífeyrisskuldbindingar     
81.398.673


Höfuðstóll:
    Höfuðstóll í ársbyrjun     
-195.317.546

    Endurmat     
-13.788.611

    Tekjujöfnuður     
-15.166.119

     Höfuðstóll í árslok     
-224.272.276


Skuldir og höfuðstóll samtals     
106.503.535


2. gr.


    Ríkisreikningur fyrir árið 1995 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1995


B-HLUTI
Tekjur:
    Rekstrartekjur     
40.235.172

    Vaxtatekjur     
18.116.974

    Aðrar fjármunatekjur     
345.481

    Framlög samtals     
8.848.457

    Óreglulegar tekjur     
515.845


Tekjur samtals     
68.061.929


Gjöld:
     Rekstrargjöld
    Laun og launatengd gjöld     
10.060.200

    Hráefni og vörur til endursölu     
9.610.410

    Afskriftir     
2.909.345

    Önnur rekstrargjöld     
11.490.997

     Rekstrargjöld samtals     
34.070.952


    Vaxtagjöld     
18.117.360

    Önnur fjármagnsgjöld     
861.285

    Tilfærslur     
6.990.853

    Óregluleg gjöld     
1.531.295


Gjöld samtals     
61.571.745


Hagnaður til ráðstöfunar     
6.490.184EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1995

B-HLUTIEignir:
    Veltufjármunir

    Sjóður og bankainnistæður     
7.777.475

    Skammtímakröfur     
20.432.414

    Vöru- og efnisbirgðir     
1.981.211

     Veltufjármunir samtals     
30.191.100


     Langtímakröfur og áhættufjármunir
    Langtímakröfur/veitt löng lán     
242.927.044

    Afskriftarreikningur útlána     
-10.428.285

    Hlutafé og stofnfjárframlög     
769.080

     Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals     
233.267.839


     Varanlegir rekstrarfjármunir
    Farartæki og vélar     
11.417.785

    Fasteignir     
23.569.102

    Orkumannvirki     
10.693.835

    Aðrar eignir     
1.824.034

     Varanlegir rekstrarfjármunir samtals     
47.504.756


Eignir samtals     
310.963.695


Skuldir:
     Skammtímaskuldir
    Bankareikningar, hlaupareikningsskuld     
341.566

    Ógreidd gjöld     
3.589.314

    Viðskiptareikningar     
6.036.671

    Tekin stutt lán     
1.639.397

    Næsta árs afborganir af langtímaskuldum     
3.315.190

    Skammtímaskuldir samtals     
14.922.138


     Langtímaskuldir
    Langtímaskuldir/tekin löng lán samtals     
210.022.931

    Næsta árs afborganir fluttar á skammtímaskuldir     
-3.315.190

     Langtímaskuldir samtals     
206.707.741


     Lífeyrisskuldbindingar     
15.400.692


Eigið fé:
    Eigið fé í ársbyrjun     
86.493.661

    Ráðstöfun hagnaðar á eigið fé     
-758.836

    Lífeyrisskuldbindingar til ársloka 1994     
-13.396.485

    Aðrar breytingar     
1.594.784

     Eigið fé í árslok samtals     
73.933.124

    
Skuldir og eigið fé samtals     
310.963.695

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið eftir ríkisreikningi fyrir árið 1995 sem lagður var fyrir Alþingi með bréfi fjármálaráðherra til forseta í ágúst 1996.

Helstu niðurstöður.
    Á árinu 1995 nam tekjuhalli ríkissjóðs 15,2 milljörðum króna eða 13,3% af tekjum ársins. Árið á undan nam hallinn 15,6 milljörðum króna eða 14,1% af tekjum þess árs. Hallinn lækkaði því lítils háttar á milli ára. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 18,5 milljörðum króna á árinu 1995 sem jafngildir 4,0% af landsframleiðslu ársins, samanborið við 15,5 milljarða króna árið 1994 eða um 3,6% af landsframleiðslu þess árs.

Greiðslu-


Reikningur

Reikningur

Breyting

Breyting

uppgjör


Í milljónum króna

1995

1994

m.kr.

%

1995
Tekjur     
114.190
110.364 3.826 3,5 114.413
Gjöld          
129.356
125.939 3.417 2,7 123.344
Tekjujöfnuður     
-15.166
-15.575 409 . -8.931

Hrein lánsfjárþörf     
18.459
15.515 2.944 . 18.590

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, %

Tekjur     
25,0
25,5 . . 25,1
Þar af skatttekjur     
23,3
23,0 . . 23,5

Gjöld          
28,4
29,1 . . 27,1
Tekjujöfnuður     
-3,3
-3,6 . . -2,0

Hrein lánsfjárþörf     
4,0
3,6 . . 4,1


    Tekjur ríkissjóðs námu alls 114,2 milljörðum króna á árinu 1995 eða 25,0% af landsframleiðslu ársins. Frá árinu á undan hækkuðu þær um 3,8 milljarða króna eða um 3,5%.
    Hækkun tekna sundurliðast þannig að skatttekjur hækka um 6,4 milljarða króna, en vaxtatekjur og aðrar tekjur lækka um 2,6 milljarða króna. Hækkun skatttekna skiptist þannig að tekju- og eignarskattar hækka um 2,9 milljarða króna, virðisaukaskattur um 1,6 milljarða króna, tryggingagjöld um 0,9 milljarða króna og aðrir skattar á vöru og þjónustu um 1,0 milljarð króna.
    Tekjur ríkissjóðs á árinu 1995 skiptust þannig að skattar á tekjur námu 18,5%, tryggingagjöld og launaskattar 10,2%, eignarskattar 3,5% og skattar á vöru og þjónustu 60,8%. Þá voru fjármunatekjur 6,6% og aðrar tekjur 0,4%. Af sköttum á vöru og þjónustu er virðisaukaskattur stærstur og var sem fyrr helsti tekjustofn ríkissjóðs eða 36,2% af heildartekjunum, en skattar af framleiðslu og innflutningi námu 12,7%.
    Gjöld ríkissjóðs námu alls 129,4 milljörðum króna á árinu 1995 eða 28,4% af landsframleiðslu ársins. Gjöld ríkissjóðs hækkuðu um 3,4 milljarða króna eða um 2,7% á milli ára. Af einstökum liðum sem hækka á milli ára má nefna; lífeyris- og sjúkratryggingar um 1,4 milljarða króna, fjármagnskostnað ríkissjóðs um 1,6 milljarða króna, útgjöld til heilbrigðismála um 0,9 milljarða króna og framlög til Atvinnuleysistryggingasjóðs um 0,8 milljarða króna.
    Árið 1995 námu rekstrar- og viðhaldsgjöld um 39,9% af gjöldum ríkissjóðs, lífeyrisskuldbindingar 2,9%, fjármagnskostnaður 12,4%, stofnkostnaður 5,5% og tilfærslur 39,3%. Af einstökum gjaldaflokkum voru tryggingamál fjárfrekust eða um 22,3% af heildinni, heilbrigðismál 15,9% og mennta- og menningarmál 13,2%. Gjöld til þessara málaflokka að viðbættum vaxtagjöldum af lánum námu 63,8% af gjöldum ríkissjóðs á árinu 1995. Er það ívið hærra hlutfall en árið á undan en þá nam það 62,2%.
    Yfirlitið að framan sýnir einnig greiðsluuppgjör ársins 1995. Þar kemur fram að tekjuhalli ríkissjóðs eykst úr 8,9 milljörðum í greiðsluuppgjöri í 15,2 milljarða króna í reikningi eða um 6,3 milljarða króna. Í stuttu máli skýrast þessi frávik af því að við lokauppgjör þarf ávallt að taka tillit til ýmissa þátta sem hafa ekki greiðsluhreyfingar í för með sér en fela í sér skuldbindingar eða kröfur fyrir ríkissjóð. Stærstu liðir af þessu tagi í uppgjöri ársins 1995 eru 3,0 milljarðar króna vegna lífeyrisskuldbindingar ársins og áfallnir ógjaldfallnir vextir jukust um 3,1 milljarð króna á milli ára.

Skuldastaða og greiðslubyrði lána.
    Yfirlitið hér að neðan gefur vísbendingu um umsvif ríkissjóðs á fjármagnsmarkaði á árinu 1995. Af heildarlántökum ríkissjóðs var um fimmtungs aflað á innlendum markaði. Ákveðið var að selja ekki húsnæðisbréf til fjáröflunar Húsnæðisstofnunar á árinu og tók ríkissjóður að sér að hafa milligöngu um öflun lánsfjár til að brúa fjárþörf byggingarsjóðanna. Í reikningsskilunum kemur þetta fram sem lántaka ríkissjóðs og jafnframt sem lánveiting hans til sjóðanna. Á árinu 1995 veitti ríkissjóður Byggingarsjóði ríkisins rösklega 8,1 milljarð króna í langtímalán.

Staða í

Ný lán umfram

Endurmat

Staða í


Í milljónum króna

ársbyrjun

afborganir

ársins

árslokSkuldir
Spariskírteini     
52.161
2.115 854 55.130
Ríkisvíxlar/ríkisbréf     
20.193
1.980 - 22.173
Önnur innlend lán     
11.118
-2.204 95 9.009
Erlend lán samtals     
113.633
15.085 -1.457 127.261
Tekin lán samtals     
197.106
16.976 -508 213.575
Áfallnir ógjaldfallnir vextir af spariskírteinum     
16.824
2.187 - 19.011
Skuldir samtals     
213.929
19.163 -508 232.586

Lánveitingar
Veitt löng lán     
55.383
8.718 -38 64.064
Veitt stutt lán     
86
-16 - 70
Skammtímakröfur umfram skammtímaskuldir     
13.597
-466 -70 13.061
Lánveitingar samtals     
69.066
8.236 -107 77.195

Skuldir umfram lánveitingar     
144.863
10.927 -400 155.392


    Mismunur á teknum og veittum lánum gefur til kynna hver lánsfjárþörf ríkissjóðs er til eigin þarfa. Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 1995 námu 233 milljörðum króna, en að teknu tilliti til lánveitinga voru þær rúmlega 155 milljarðar króna eða rúm 34% af landsframleiðslu ársins.
    Vaxtagjöld og lántökukostnaður ríkissjóðs námu alls 16,0 milljörðum króna á árinu 1995 samanborið við 14,3 milljarða króna árið á undan. Vaxtatekjur ríkissjóðs lækkuðu hins vegar úr 5,0 milljörðum króna í 4,7 milljarða króna á milli ára.

Greiðslu-


Reikningur

Reikningur

Breyting

Breyting

uppgjör


Í milljónum króna

1995

1994

m.kr.

%

1995
Vaxtagjöld og lántökukostnaður
Innlend lán     
7.580
6.919 661 9 ,6 4.545
Erlend lán     
8.402
7.405 997 13 ,5 7.895
Vaxtagjöld og lántökukostnaður alls     
15.982
14.324 1.658 11 ,6 12.440

Vaxtatekjur
Dráttarvextir     
749
1.273 -524 -41 ,2 1.411
Vextir af skammtímakröfum     
194
164 30 18 ,3 140
Vextir af langtímakröfum     
3.741
3.574 167 4 ,7 3.587
Vaxtatekjur samtals     
4.683
5.010 -326 -6 ,5 5.138

Vaxtakostnaður umfram vaxtatekjur     
11.299
9.314 1.984 21 ,3 7.302


    Með stöðugum hallarekstri ríkissjóðs undanfarin ár hafa vaxtagjöld orðið sífellt fyrirferðarmeiri útgjaldaliður. Þannig námu vaxtagjöldin 12,4% af útgjöldum ríkissjóðs árið 1995 samanborið við 10,2% árið 1990. Vaxtatekjurnar námu hins vegar 4,1% af tekjum ríkissjóðs árið 1995 samanborið við 4,9% árið 1990.

Lífeyrisskuldbindingar.

    Með ríkisreikningi fyrir árið 1989 voru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar færðar í reikningshald ríkissjóðs. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafa verið metnar árlega út frá réttindum sem starfsmenn hafa áunnið sér og greiðslugetu hlutaðeigandi lífeyrissjóða. Gerðar hafa verið tryggingafræðilegar úttektir á lífeyrissjóðunum á þriggja ára fresti, þ.e. miðað við árslok 1989 og 1992. Önnur ár hafa skuldbindingarnar verið framreiknaðar með hliðsjón af launabreytingum.
    Vegna uppgjörs ríkisreiknings fyrir árið 1995 var við stjórnir opinberu sjóðanna, óskað eftir nýju tryggingafræðilegu mati á skuldbindingum þeirra. Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að bæta skráningu á réttindum þeirra sem eiga aðild að þessum sjóðum. Við matið nú voru ýmsir liðir endurmetnir í ljósi betri og aðgengilegri upplýsinga en áður. Úttektin á sjóðunum sýndi töluverða hækkun frá fyrra mati sem var nauðsynlegt að leiðrétta bæði vegna vanmats í fyrri úttektum og liða sem ekki hafði verið tekið tillit til áður. Niðurstöður matsins leiddu meðal annars í ljós að bókfærðar lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs eru vanmetnar í ríkisreikningi 1994 um 6,1 milljarð króna.
    Í ríkisreikningi fyrir árið 1994 var greint frá því að lífeyrisskuldbindingar vegna stofnana sem reknar eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum hafa ekki verið færðar hjá ríkissjóði. Skýrist það af því að ekki hefur legið fyrir hvernig skipta á þessum skuldbindingum á milli rekstraraðila. Nefnd á vegum fjármálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að samkomulagi um þessa skiptingu, en því starfi er ekki lokið. Við uppgjör ríkisreiknings 1995 var óskað eftir tryggingafræðilegu mati á skuldbindingum þessara aðila hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Til bráðabirgða var ákveðið að bókfæra hjá ríkissjóði 75% af þeim skuldbindingum sem þessir sjóðir geta ekki mætt af eignum sínum og nam það 4,3 milljörðum króna í ársbyrjun 1995.
    Við uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 1995 var tekið fullt tillit til niðurstöðu tryggingafræðilega matsins. Samkvæmt því námu áfallnar lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs 81,4 milljörðum króna í árslok 1995 og hækkuðu um 17,3 milljarða króna á árinu. Eftirfarandi yfirlit sýnir hvernig lífeyrisskuldbindingarnar skiptast:


Nýjar skuld-


Staða í

bindingar á

Greiðslur

Endurmat

Staða í


Í milljónum króna

ársbyrjun

árinu

á árinu

samtals

árslokLífeyrisskuldbindingar
Lífeyrissj. starfsmanna ríkisins (LSR)     
55.141
3.179 -479 11.557 69.398
Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna (LHK)     
4.012
204 -43 2.978 7.151
Lífeyrissjóður alþingismanna     
2.339
223 -89 -13 2.460
Lífeyrissjóður ráðherra     
311
31 -14 -22 306
Eftirlaunasj. fyrrv. starfsm. Útv.b. Ísl.     
1.907
33 -62 -147 1.731
Eftirlaunasj. fyrrv. bankastj. Útv.b. Ísl.     
350
8 -32 32 358
Ýmsar eftirlaunagreiðslur     
-
-5 - - -5
Lífeyrisskuldbindingar samtals     
64.060
3.673 -719 14.385 81.399

    Í greinargerð ríkisreiknings fyrir árið 1995 er fjallað ítarlega um lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og vísast til skýringa sem þar koma fram til frekari upplýsingar.
    Loks ber að nefna að við ársuppgjör 1995 var B-hluta aðilum gert að færa inn lífeyrisskuldbindingar, en þær hafa almennt ekki verið birtar í reikningshaldi þeirra. Í árslok 1995 voru lífeyrisskuldbindingar B-hluta aðila metnar alls um 15,4 milljarðar króna, þar af námu skuldbindingar Póst- og símamálastofnunar 9,4 milljörðum króna og Ríkisútvarps 1,6 milljörðum króna.

Höfuðstóll.
    Eftirfarandi yfirlit sýnir höfuðstól A-hluta ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi 1994 og 1995.

Reikningur

Reikningur


Í milljónum króna

1995

1994

    

Höfuðstóll
Höfuðstóll í ársbyrjun     
-195.318
-178.480
Tekjujöfnuður     
-15.166
-15.574
Endurmat, leiðrétting lífeyrisskuldbindinga í ársbyrjun     
-10.342
.
Endurmat, annað     
-3.446
-1.263
Höfuðstóll í árslok     
-224.272
-195.318

    Yfirlitið sýnir neikvæðan höfuðstól A-hluta ríkissjóðs í árslok 1995 að fjárhæð 224,3 milljarðar króna. Staðan versnaði um 29,0 milljarða króna á milli ára, þar af eru 13,8 milljarðar króna vegna endurmats og 15,2 milljarðar króna vegna tekjuhalla ársins. Fram hefur komið að í ársbyrjun 1995 voru lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs leiðréttar og voru þær færðar um endurmatsreikninginn samtals um 10,3 milljarðar króna.
    Í þessu samhengi ber að hafa í huga að reikningsskil ríkisins lúta ekki að öllu leyti sömu lögmálum og reikningsskil fyrirtækja. Meginfrávikið kemur einkum fram í A-hluta ríkisreiknings og ársreikningum A-hluta stofnana að því er varðar bókhaldslega meðferð á fjárfestingu og á eignarhlutum í fyrirtækjum. Sérreglan um fjárfestingu í A-hluta er að hana ber að gjaldfæra jafnóðum í rekstrarreikningi í stað þess að eignfæra hana í upphafi í efnahagsreikningi og afskrifa síðan í rekstri í samræmi við endingartíma eins og gert er í reikningsskilum fyrirtækja. Eignarhlutar í fyrirtækjum eru almennt ekki uppfærðir í efnahag ríkissjóðs nema um hlutabréfaeign sé að ræða. Höfuðstóll ríkissjóðs sýnir því ekki það sama og höfuðstóll hjá atvinnufyrirtækjum. Mismunurinn skýrist af ólíkri bókhaldslegri meðferð á fjárfestingu og eignarhlutum í fyrirtækjum. Samkvæmt ríkisreikningi er höfuðstóll ríkissjóðs verulega neikvæður. Hins vegar segir hann ekkert um heildareignir ríkissjóðs eða hæfi hans til að standa við skuldbindingar sínar þar sem ljóst er að ríkissjóður á miklar eignir sem ekki koma fram á efnahagsreikningi. Nægir að nefna miklar eignir ríkissjóðs í byggingum, samgöngumannvirkjum og ríkisfyrirtækjum.
    Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um fjárreiður ríkisins og tekur það meðal annars til reikningsskilareglna ríkisins og ríkisreiknings. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á vorþinginu en gert er ráð fyrir að það hljóti afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Samkvæmt því er ráðgert að færa reikningsskil ríkisins nær því sem tíðkast hjá fyrirtækjum og er þar meðal annars miðað við að eignarhlutar í ríkis- og atvinnufyrirtækjum verði færðir til eignar í efnahagsreikningi. Áfram er gert ráð fyrir að fjárfesting verði gjaldfærð á kaupári en jafnframt lögð rík áhersla á að komið verði upp hjá A-hluta stofnunum skrá yfir eignir og verðmæti þeirra. Vanhöld hafa verið á því að ákvæðum núgildandi bókhaldslaga um eignaskrá hafi verið framfylgt. A-hluta stofnunum hefur verið tilkynnt að þeim beri að gera eignaskrá og hefur fjármálaráðuneyti sent þeim hugbúnað og leiðbeiningar í því skyni.