Ferill 39. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 39 . mál.


113. Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um orkukostnað.

    Hver hefur verið kostnaður á kílówattstund við hitun íbúðarhúsnæðis, miðað við 32.800 kwst. notkun á ári frá árinu 1990 mælt á föstu verðlagi ársins í ár, hjá eftirtöldum orkuveitum:
         
    
    Hitaveitu Reykjavíkur,
         
    
    Hitaveitu Suðurnesja,
         
    
    Orkubúi Vestfjarða,
         
    
    Rafmagnsveitum ríkisins,
         
    
    Hitaveitu Akureyrar?

    Samanburður á orkuverði til húshitunar er mjög erfiður og byggist ávallt á tilteknum forsendum sem eru umdeildar. Á fyrri hluta níunda áratugarins var slíkur samanburður gerður reglulega, en vegna ágreinings um forsendur var birtingu niðurstaðna hætt. Orkugjafarnir, rafmagn, olía og heitt vatn, eru ólíkir; rafmagn er selt í kílóvattstundum, hitaveitur selja vatn ýmist samkvæmt magnmæli (rúmmetrar) eða hámarksrennsli (lítrar á mínútu) og olía er seld í lítrum. Til að meta hversu mikið heitt vatn jafngildir 32.800 kwst. þarf bæði að- og frárennslishitastig vatnsins að vera þekkt. Aðrennslishitastig vatnsins er breytilegt og ræðst m.a. af veðri. Það er t.d. hærra þegar kalt er í veðri og rennsli um veitukerfið mikið. Frárennslishitastigið er háð veðurfari, en það ræðst einkum af öðrum atriðum, svo sem stærð ofna, stýringu hitakerfis, einangrun húss o.fl. Því þarf að áætla hvaða magn af heitu vatni eða hámarksrennsli jafngildir 32.800 kwst. Rauntölur um orkunotkun og orkukostnað sýna að slíkar áætlanir geta verið varasamar og ekki er unnt að gera einhlítan samanburð milli veitna á grundvelli slíkra áætlana. Leitað var til Orkustofnunar um svar við fyrirspurninni og byggist svar við 1. og 2. tölul. á forsendum og gögnum frá stofnuninni.
    Áætlaður kostnaður notenda í kr./kwst. við hitun íbúðarhúsnæðis á veitusvæðum þeirra veitna sem spurt er um miðað við 32.800 kwst. notkun á ári á verðlagi í október 1996 er eins og fram kemur eftirfarandi töflu. Fjárhæðir eru færðar til verðlags miðað við gildistöku nýrrar gjaldskrár. Neðsta línan sýnir kostnað notenda samkvæmt gildandi verðskrá. Í töflunni er tekið tillit til niðurgreiðslna ríkissjóðs, afsláttar Landsvirkjunar og dreifiveitna og endurgreiðslu á hluta af virðisaukaskatti. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis er 1,38 kr./kwst. fyrir allt að 30.000 kwst. notkun á ári sem jafngildir 41.400 kr. Afsláttur Landsvirkjunar er 0,39 kr./kwst. fyrir allt að 30.000 kwst. notkun á ári eða 11.700 kr. Auk þess veita dreifiveiturnar notendum sérstakan afslátt. Hjá Orkubúi Vestfjarða er hann 0,08 kr./kwst. eða 2.400 kr. á ári og hjá Rafmagnsveitum ríkisins 0,085 kr./kwst. eða 2.550 kr. á ári. Hitunarkostnaður hjá notendum Rafmagnsveitna ríkisins sem nota 32.800 kwst. á ári er 155.888 kr. miðað við gjaldskrá veitnanna og 14% virðisaukaskatt, en niðurgreiðslur ríkissjóðs, afsláttur orkufyrirtækja og endurgreiðsla hluta virðisaukaskatts lækka þá fjárhæð samtals um 70.593 kr. á ári og notendur greiða því 85.295 kr. eða um 55%. Hjá Orkubúi Vestfjarða er hitunarkostnaður samkvæmt gjaldskrá með 14% virðisaukaskatti 144.905 kr., en notendur greiða 75.319 kr. á ári eða 52%.

Hitaveita

Hitaveita

Orkubú

Rafmagnsveitur

Hitaveita


Reykjavíkur

Suðurnesja

Vestfjarða

ríkisins

Akureyrar


Dags.     Kostn.     Dags.     Kostn.     Dags.     Kostn.     Dags.     Kostn.     Dags.     Kostn.
gjaldskr.     kr./kwst.     gjaldskr.     kr./kwst.     gjaldskr.     kr./kwst.     gjaldskr.     kr./kwst.     gjaldskr.     kr./kwst.

1.12.89 1
,32     1.10.89 1 ,56     1.1.90 2 ,89     1.10.89 2 ,89     1.11.89
2 ,75
2.10.91 1
,33     1.7.90 1 ,59     1.2.90 2 ,85     1.2.90 3 ,03     1.12.90
3 ,14
1.11.92 1
,32     1.7.91 1 ,59     1.1.91 2 ,88     1.1.91 3 ,06     1.10.91
3 ,15
1.1.93 1
,48     1.1.93 1 ,67     1.6.91 2 ,32     1.6.91 2 ,54     1.1.93
3 ,22
1.8.93 1
,46     1.1.94 1 ,64     1.10.91 2 ,55     1.7.91 2 ,71     1.5.93
3 ,23
1.11.93 1
,48     
    1.1.93 2 ,54     1.10.91 2 ,85     1.8.93 3 ,22
1.5.96 1
,48     
    1.8.93 2 ,60     1.1.93 2 ,96     1.9.93 3 ,25
1.8.96 1
,52     
    1.1.94 2 ,78     1.8.93 3 ,03     1.10.93 3 ,24
         1.3.95 2 ,31     1.1.94 3 ,09     1.1.94 3 ,11
         1.4.96 2 ,33     1.3.95 2 ,62     1.1.95 3 ,05
              1.4.96 2 ,64     15.2.95 3 ,05
                   1.1.96 2 ,93
15.10.96 1
,52     15.10.96 1 ,55     15.10.96 2 ,30     15.10.96 2 ,60     15.10.96
2 ,87


    Hver hefur þessi orkukostnaður verið á sama tíma vegna olíuhitunar, mælt á sama verðlagi?
    Þar sem olía er seld í lítrum þarf að áætla hversu mikið magn olíu jafngildir 32.800 kwst. Áætlaður kostnaður við olíuhitun á verðlagi í október 1996 er eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. Fjárhæðir eru færðar til verðlags miðað við gildistöku verðbreytinga.

Meðaltal árin

Kostn. kr./kwst.

Árið 1996

Kostn. kr./kwst.



1990

2,89

    1. janúar til 29. febrúar

3,18


1991

3,10

    1. mars til 2. apríl

3,39


1992

2,51

    3. apríl til 31. ágúst

3,47


1993

3,11

    1. september til 30. september

3,56


1994

2,98

    Frá 1. október

3,68


1995

2,94




    Hvert hefur verið árlegt framlag ríkisins til niðurgreiðslu á raforku til húshitunar á árunum 1990–96 á verðlagi þessa árs?
    Framlag á fjárlögum til niðurgreiðslna á raforku til húshitunar á árunum 1990–96 miðað við verðlag í október 1996, hefur verið sem hér segir:

Ár

Millj. kr.


1990

307
,3

1991

341
,0 (hluti á fjáraukalögum)

1992

377
,2

1993

396
,1 (hluti á fjáraukalögum)

1994

415
,9

1995

460
,4

1996

447
,0

    Hver hefur verið árlegur afsláttur Landsvirkjunar af orkusölu til húshitunar á árunum 1990–96, reiknað í kr./kwst. á verðlagi þessa árs?
    Afsláttur Landsvirkjunar af raforkusölu til hitunar íbúðarhúsnæðis í kr./kwst., á verðlagi í september 1996 miðað við 32.800 kwst. notkun á ári, hefur verið sem hér segir:

Ár

Kr./kwst.


1990

0,226


1991

0,204


1992

0,202


1993

0,253


1994

0,281


1995

0,354


1996

0,357



    Auk Landsvirkjunar veita Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins notendum afslátt af rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis.

    Hvernig verður unnið að því markmiði stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að lækka húshitunarkostnað?
    Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að unnið verði að lækkun húshitunarkostnaðar. Að þessu stefnumiði hefur verið og verður unnið með margvíslegum hætti. Í fyrsta lagi hefur verið stuðlað að hagræðingu í rekstri orkufyrirtækja og lækkun rekstrarkostnaðar. Í því sambandi má benda á breytingar á skipulagi orkumála í Borgarfirði og endurskoðun á skipulagi og rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Í öðru lagi hafa lán Orkusjóðs til jarðhitaleitar verið aukin, jafnframt því sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa tekið þátt í jarðhitaleit, m.a. á Snæfellsnesi. Í þriðja lagi er unnið að undirbúningi átaks til orkusparnaðar við húshitun á köldu svæðunum sem væntanlega mun fyrst og fremst koma þeim húsráðendum til góða sem þurfa hlutfallslega mikla orku til hitunar. Í fjórða lagi var í erindisbréfi ráðgjafarnefndar um endurskoðun orkulaga lögð áhersla á að breytt skipan orkumála stuðli að jöfnun orkuverðs. Í fimmta lagi tókst með samningnum um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík að selja umframraforku sem bætir afkomu Landsvirkjunar verulega. Auk þessara sértæku aðgerða hefur meiri stöðugleiki í efnahagslífinu komið orkufyrirtækjunum til góða og stuðlað að lækkun orkuverðs. Í því sambandi má sérstaklega benda á lægri vexti á erlendum lánum sem bæta afkomu orkufyrirtækjanna.