Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 121 . mál.


132. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)



1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
    Alvarez, Alba Lucia, húsmóðir í Reykjanesbæ, f. 1. desember 1952 í Kólumbíu.
    Ásdís Bjarnadóttir, nemi í Hveragerði, f. 23. maí 1977 í Suður-Kóreu.
    Buckley, Sarah Catherine Ruth, hljóðfæraleikari í Reykjavík, f. 12. október 1964 í Englandi.
    Burana, Ratree, fiskvinnslukona í Reykjavík, f. 25. apríl 1963 í Tælandi.
    Cuizon, Gina Barriga, saumakona í Reykjavík, f. 31. júlí 1965 á Filippseyjum.
    Dobrowolska, Renata Agnieszka, þjálfari í Grundarfirði, f. 10. mars 1971 í Póllandi.
    Dugay, Adela P., húsmóðir í Garðabæ, f. 17. ágúst 1969 á Filippseyjum.
    Gray, Gunnar George, stýrimaður á Ísafirði, f. 21. júní 1967 í Skotlandi.
    Pardillo, Anita Paraiso, fiskvinnslukona á Höfn, f. 23. desember 1954 á Filippseyjum.
    Saithong, Wannika, húsmóðir í Reykjavík, f. 4. október 1961 í Tælandi.
    dos Santos Alves, Alice, ræstingakona í Reykjavík, f. 6. september 1963 á Grænhöfðaeyjum.
    Somphakdee, Pornsawan, starfsstúlka í Reykjavík, f. 20. desember 1962 í Tælandi.
    Wang, Huasheng, rannsóknarmaður í Reykjavík, f. 30. júní 1951 í Kína.
    Wongsunant, Lamiad, þerna í Reykjavík, f. 10. ágúst 1953 í Tælandi.
    Wood, Patricia Ann, húsmóðir á Akureyri, f. 7. janúar 1933 í Skotlandi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið í lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum samkvæmt reglum Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar sem settar voru af allsherjarnefnd Alþingis 21. febrúar 1995.
    Frumvarp þetta er fyrra frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem borið er fram á 121. löggjafarþingi.
    Við gildistöku laga um mannanöfn, nr. 45 17. maí 1996, 1. janúar 1997 fellur niður sú krafa sem gerð hefur verið við veitingu ríkisborgararéttar allt frá árinu 1952 að erlendur ríkisborgari aðlagi nafn sitt íslenskum reglum um mannanöfn.
    Því er ekki tekið upp í frumvarp þetta ákvæði um nafnbreytingu þeirra sem lagt er til að veittur verði ríkisborgararéttur. Um nöfn þeirra gildir þá 11. gr. laga um mannanöfn, nr. 45 17. maí 1996, en þau lög öðlast gildi 1. janúar 1997, en þar segir svo í 1. og 2. mgr.:
    „Nú fær maður sem heitir erlendu nafni íslenskt ríkisfang með lögum og má hann þá halda fullu nafni sínu óbreyttu. Honum er þó heimilt að taka upp eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn í samræmi við ákvæði laga þessara.
    Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um börn manns, sem fær íslenskt ríkisfang með lögum, og öðlast íslenskt ríkisfang með honum, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 100/1952.“