Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 180 . mál.


201. Frumvarp til lagaum lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)I. KAFLI
Um breytingu á lögum nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
A. Skipulag sjóðsins, aðild að honum, ávöxtun fjármuna sjóðsins o.fl.

1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Sjóðurinn heitir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum þessara laga.
    Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins starfar í tveimur fjárhagslega sjálfstæðum deildum, A-deild og B-deild, sem skipta með sér rekstrarkostnaði í hlutfalli við umfang hvorrar deildar í rekstri sjóðsins samkvæmt reglum er stjórn sjóðsins setur.


2. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Sjóðfélagar samkvæmt lögum þessum eru þeir einstaklingar sem greiða iðgjald til sjóðsins, þeir sem njóta elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum og þeir einstaklingar sem með iðgjaldagreiðslum hafa áunnið sér rétt í sjóðnum en greiða ekki lengur iðgjald og hafa ekki hafið töku lífeyris úr sjóðnum.

3. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Sjóðfélagar í A-deild sjóðsins skulu vera allir þeir starfsmenn ríkisins sem náð hafa 16 ára aldri og fá greidd laun á grundvelli kjarasamninga eða launaákvarðana samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, eða lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd. Heimilt er þó að semja svo um í kjarasamningi að tilteknir hópar starfsmanna ríkisins, sem uppfylla þessi skilyrði, greiði í aðra lífeyrissjóði.
    Starfsmenn annarra launagreiðenda en ríkissjóðs, sem rétt eiga á aðild að B-deild sjóðsins skv. 2. og 3. mgr. 4. gr. þessara laga, skulu jafnan eiga rétt til aðildar að A-deild hans, kjósi þeir að nýta sér heimild 4. mgr. 4. gr., og skulu launagreiðendur þeirra þá greiða iðjald þeirra vegna til sjóðsins skv. 13. gr. Sama gildir um þá hjúkrunarfræðinga sem hefur verið skylt að greiða iðgjald til Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna en kjósa fremur aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og hvílir þá sama skylda á launagreiðendum þeirra um iðgjaldagreiðslur til sjóðsins.
    Félagsmönnum aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands, sem ekki eiga aðild að sjóðnum skv. 1. og 2. mgr., er jafnframt heimilt að greiða iðgjald til A-deildar sjóðsins, enda hafi viðkomandi launagreiðandi samþykkt aðildina og þær skuldbindingar sem henni fylgja.
    Stjórn sjóðsins er heimilt að veita öðrum en þeim er að framan greinir aðild að A-deild sjóðsins, enda beri þeim ekki að greiða í annan lífeyrissjóð og fyrir liggi samþykki viðkomandi launagreiðenda fyrir aðildinni og þeim skuldbindingum sem henni fylgja. Nánari ákvæði um aðild að A-deild sjóðsins skulu vera í samþykktum hans.
    Þeir launagreiðendur, sem greiddu iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á árinu 1996 fyrir starfsmenn sína, hafa heimild til að tryggja þá starfsmenn hjá A-deild sjóðsins. Sama gildir um þá starfsmenn þessara launagreiðenda sem áunnu sér réttindi án iðgjaldagreiðslu á árinu 1996.


4. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga og réttindaávinnsla til ársloka 1996 skulu varðveitt í B-deild sjóðsins.
    Sjóðfélagar, sem greiddu iðgjald til sjóðsins eða áunnu sér réttindi án iðgjaldagreiðslu við árslok 1996, skulu eiga rétt til aðildar að B-deild lífeyrissjóðsins á meðan þeir gegna störfum hjá ríkinu, enda séu þeir skipaðir, settir eða ráðnir til a.m.k. eins árs eða ráðnir með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti og starf þeirra sé eigi minna en hálft starf. Sama á við um þá kennara og skólastjórnendur við grunnskóla sem voru í starfi við árslok 1996 á meðan þeir starfa við grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum, enda uppfylli ráðning þeirra sömu skilyrði um ráðningartíma og starfshlutfall.
    Þeir sem starfa hjá grunnskólum við annað en kennslu eða skólastjórnun, þeir sem starfa hjá skólaskrifstofum og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og aðild áttu að sjóðnum við árslok 1996 skulu eiga sama rétt til aðildar að B-deild sjóðsins meðan þeir gegna þessum störfum.
    Kjósi sjóðfélagi, sem 2. eða 3. mgr. tekur til, að greiða fremur iðgjald til A-deildar sjóðsins er honum það þó heimilt og fellur þá niður réttur hans til að greiða iðgjald til B-deildarinnar.
    Launagreiðendur, sem fengið höfðu heimild fyrir árslok 1996 til að greiða iðgjald til sjóðsins fyrir starfsmenn sína, hafa áfram sömu heimild til að greiða iðgjald til B-deildar sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína og aðra sjóðfélaga sem greiddu iðgjald til sjóðsins við árslok 1996. Hafi sjóðfélagi lokið iðgjaldagreiðslu fyrir árslok 1996 en áfram áunnið sér réttindi án iðgjaldagreiðslu vegna starfa hjá launagreiðanda sem um ræðir í þessari málsgrein skal hann halda sama rétti til réttindaávinnslu hjá B-deild sjóðsins.
    Einstaklingur, sem fengið hefur heimild til áframhaldandi aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins fyrir árslok 1996 vegna niðurlagningar á stöðu eða starfi, hefur sömu heimild til að greiða iðgjald til B-deildar sjóðsins.

5. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Sjóðfélagi, sem ekki greiddi iðgjald til lífeyrissjóðsins við árslok 1996, án þess þó að formlegu ráðningarsambandi hans og launagreiðanda sem tryggir starfsmenn sína hjá sjóðnum hafi verið slitið, hefur sama rétt til aðildar að B-deild sjóðsins og þeir einstaklingar sem falla undir 2., 3. og 5. mgr. 4. gr.
    Falli iðgjaldagreiðslur til B-deildar sjóðsins niður af öðrum ástæðum en segir í 1. mgr., t.d. vegna þess að viðkomandi sjóðfélagi hættir í starfi eða skiptir um starf, hefur sjóðfélagi áfram rétt til aðildar að B-deildinni, svo fremi hann hefji aftur starf sem veitir honum rétt til aðildar að deildinni innan tólf mánaða frá því að iðgjaldagreiðslur féllu niður. Ef iðgjaldagreiðslur til sjóðsins falla hins vegar niður í tólf mánuði eða lengur, eða réttindaávinnsla án iðgjaldagreiðslu fellur niður í jafnlangan tíma, á viðkomandi einstaklingur ekki framar rétt á aðild að B-deild sjóðsins.
    Sjóðfélagar, sem greiddu iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eða áunnu sér réttindi hjá sjóðnum án iðgjaldagreiðslu á árinu 1996, þó svo að þeir hafi ekki verið í starfi sem veitti þeim rétt til aðildar að lífeyrissjóðnum í lok þess árs, eiga rétt til aðildar að B-deild sjóðsins hefji þeir störf sem um ræðir í 2. og 3. mgr. 4. gr. á árinu 1997, enda uppfylli ráðning þeirra skilyrði 2. mgr. 4. gr. um ráðningartíma og starfshlutfall. Sömu heimild til iðgjaldagreiðslu fyrir starfsmenn sína hafa þeir launagreiðendur sem falla undir 5. mgr. 4. gr.

6. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn sjóðsins skal skipuð átta mönnum. Fjármálaráðherra skipar fjóra stjórnarmenn, stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja skipar tvo stjórnarmenn, stjórn Bandalags háskólamanna skipar einn stjórnarmann og stjórn Kennarasambands Íslands skipar einn stjórnarmann. Jafnframt skulu sömu aðilar skipa jafnmarga menn til vara. Skipunartími stjórnarmanna er þrjú ár. Stjórnin kýs formann úr sínum hópi til eins árs í senn.

7. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 7. gr. og orðast svo:
    Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiri háttar ákvarðanir varðandi stefnumótun sjóðsins og starfsemi. Hún skal sjá um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórn sjóðsins setur honum samþykktir í samræmi við ákvæði þessara laga og ákvæði annarra laga um lífeyrissjóði eftir því sem við á. Í samþykktum sjóðsins skal m.a. kveðið á um hvernig ávaxta skuli fé hans.
    Fjármálaráðherra staðfestir hvort samþykktir sjóðsins og breytingar á þeim séu í samræmi við þessi lög og önnur lög um lífeyrissjóði að fenginni umsögn bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.

8. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 8. gr. og orðast svo:
    Fyrir lok júní ár hvert skal stjórn lífeyrissjóðsins boða til ársfundar sjóðsins. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
    Á ársfundi verði eftir því sem við á gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum, fjárfestingarstefnu og breytingum á samþykktum sjóðsins.

9. gr.

    1. mgr. 7. gr. laganna, sem verður 9. gr., orðast svo:
    Stjórn lífeyrissjóðsins ákveður hvernig haga skuli afgreiðslu sjóðsins.

10. gr.

    8. gr. laganna fellur brott.

11. gr.

    9. gr. laganna, sem verður 10. gr., orðast svo:
    Stjórn lífeyrissjóðsins skal árlega láta fara fram tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins. Nánari reglur um framkvæmd athugunarinnar skal setja í samþykktir sjóðsins.

12. gr.

    22. gr. laganna verður 11. gr.
    18., 21., 23. og 24. gr. laganna falla brott.
    Röð eftirfarandi greina laganna breytist þannig:
    16. gr. verður 29. gr. og 20. gr. verður 32. gr.

B. Iðgjaldagreiðslur, lífeyrisréttindi, ábyrgð launagreiðenda o.fl.
13. gr.

    Á 10. gr. laganna, sem verður 23. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    Orðin „svo og iðgjaldagreiðslur launagreiðanda hans vegna“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Við 4. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður samkvæmt þessari málsgrein eða 4. mgr. 24. gr. greiðir launagreiðandi hans 10% af launum þeim sem tilgreind eru í 3. mgr. þessarar greinar í iðgjald til sjóðsins.
    6. og 7. mgr. falla brott.
    Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                  Taki sjóðfélagi ekki laun samkvæmt samningum eða öðrum launaákvörðunum sem miðast við kjarasamninga opinberra starfsmanna, Kjaradóm, kjaranefnd eða kjarasamninga sem sveitarfélög gera á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna skal stjórn sjóðsins ákveða þau viðmiðunarlaun sem iðgjöld eru greidd af, og skulu þau ákveðin með hliðsjón af launaákvörðunum sem gilda um ríkisstarfsmenn samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd.

14. gr.

    11. gr. laganna, sem verður 22. gr., orðast svo:
    B-deild sjóðsins greiðir sjóðfélögum ellilífeyri og örorkulífeyri og eftirlifandi maka þeirra og börnum, og eftir atvikum sambúðaraðila, lífeyri samkvæmt ákvæðum þeim sem hér fara á eftir. Auk ákvæða þessarar greinar gilda ákvæði 23.–34. gr. sérstaklega um deildina.

15. gr.

    Á 12. gr. laganna, sem verður 24. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    1. mgr. orðast svo:
                  Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjald til sjóðsins, á rétt á lífeyri frá næstu mánaðamótum eftir að hann verður 65 ára, enda hafi hann þá látið af þeim störfum sem veitt hafa honum aðild að sjóðnum.
    Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:
                  Eftir að taka lífeyris hefst skulu breytingar á lífeyrisgreiðslum ákveðnar til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 2. mgr. og skal Hagstofa Íslands reikna þær mánaðarlega.
    Við 2. mgr., sem verður 4. mgr., bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sjóðfélagi, sem nær 95 ára markinu eftir að hann nær 64 ára aldri, getur ekki nýtt sér heimild samkvæmt þessari málsgrein.
    3. mgr. sem verður 5. mgr. orðast svo:
                  Lífeyrisréttur hjá þeim sem njóta útreiknings skv. 4. mgr. skal aukast um 2% fyrir hvert ár í fullu starfi frá því að iðgjaldagreiðsluskyldu lýkur og þar til taka lífeyris hefst, en um hlutfallslega lægri hundraðshluta fyrir skemmra starfstímabil og minna starfshlutfall.
    4. og 5. mgr. falla brott.
    Í stað orðanna „á hverjum tíma“ í 1. málsl. 6. mgr., sem verður 2. mgr., kemur: við starfslok.
    9. mgr., sem verður 8. mgr., orðast svo:
                  Sjóðfélagi, sem gegnir starfi sem uppfyllir aðildarskilyrði að sjóðnum skv. 4. gr., á ekki auk launa jafnframt rétt til lífeyris meðan hann gegnir því starfi. Sama á við um þá sem fá greidd óskert laun, sem starfinu fylgja, eftir að þeir láta af störfum.

16. gr.

    8.–11. mgr. 12. gr. a í lögunum, sem verður 25. gr., falla brott.

17. gr.

    Á 13. gr. laganna, sem verður 26. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    Orðin: „í samráði við landlækni“ í 1. mgr. falla brott.
    Í stað „12. gr.“ í 2. og 3. mgr. kemur: 24. gr.

18. gr.

    Á 14. gr. laganna, sem verður 27. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    2. mgr. orðast svo:
                  Upphæð makalífeyris er helmingur af áunnum ellilífeyrisrétti hins látna sjóðfélaga. Makalífeyrir hækkar síðan um 20% af launum þeim er hann miðast við ef hinn látni sjóðfélagi hefur verið í fullu starfi við starfslok, en hækkunin verður hlutfallslega lægri ef sjóðfélaginn hefur verið í lægra starfshlutfalli við starfslok. Viðbótarlífeyrir þessi greiðist þó einungis ef hinn látni sjóðfélagi hefur uppfyllt eitt af þremur eftirgreindum skilyrðum:
         
    
    Hann hafi verið í starfi er veitti honum aðild að sjóðnum við andlátið.
         
    
    Hann hafi hafið töku lífeyris fyrir andlátið og upphaf lífeyristöku hans hafi verið í beinu framhaldi af starfi sem veitti honum aðild að sjóðnum.
         
    
    Hann hafi greitt iðgjöld til sjóðsins sem nema iðgjaldagreiðslum af fullu starfi í 15 ár eða meira og ekki greitt iðgjald til annars sjóðs eftir að greiðslum til þessa sjóðs lauk.
    3. mgr. fellur brott.
    Á eftir 5. mgr., sem verður 4. mgr., kemur ný málsgrein, er verður 5. mgr. og orðast svo:
                  Hafi hjúskap lokið vegna skilnaðar skal útreikningur makalífeyris miðast við þann tíma er hinn látni sjóðfélagi hafði átt aðild að sjóðnum þegar hjúskap var slitið. Viðbótarlífeyrir skv. 2. mgr. greiðist ekki í því tilviki.
    6. mgr. orðast svo:
                  Þegar sjóðfélagi, sem verið hefur tvígiftur, deyr og lætur eftir sig maka og fyrrverandi maka á lífi skiptist makalífeyririnn á milli þeirra þannig að réttur fyrrverandi maka ákvarðast samkvæmt reglu 5. mgr. en réttur maka telst frá þeim degi er hinum fyrra hjúskap var slitið. Hliðstæð regla gildir séu rétthafar makalífeyris fleiri en tveir.
    Í stað orðanna „Nú lætur sjóðfélagi ekki eftir sig maka“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: Hafi sjóðfélagi verið utan hjónabands við andlátið.

19. gr.

    Við 15. gr. laganna, sem verður 28. gr., bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
    Þegar lífeyrisgreiðslur skulu miðast við hærra launað starf en lokastarf skv. 1. eða 2. mgr. eða skv. 6. mgr. 24. gr. skal við ákvörðun um lífeyri miða við meðalhækkanir á launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu skv. 3. mgr. 24. gr. frá þeim tíma er starfsmaður lætur af sínu hærra launaða starfi og þar til taka lífeyris hefst.
    Hafi starfsmaður látið af hinu hærra launaða starfi fyrir árslok 1996 skal þó miða breytingar á lífeyri við breytingar á þeim launum, er starfinu fylgdu, fram til ársloka 1996. Eftir það skal farið eftir reglu 3. mgr.

20. gr.

    Á 17. gr. laganna, sem verður 30. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    Tilvísunin „sbr. 12. og 14. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
    3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Eigi sjóðfélagi réttindi hjá sjóðnum vegna þriggja ára eða lengri greiðslutíma reiknast lífeyrir þó samkvæmt reglum 3. og 4. mgr. 28. gr.
    Í stað „16. gr.“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: 29. gr.
    2. mgr. orðast svo:
                  Sé staða eða starfi sjóðfélagans lagður niður á hann rétt á að vera áfram í sjóðnum og greiða iðgjöld sem miðuð séu við þau laun er hann hafði er staða hans var lögð niður og frá þeim tíma skulu iðgjaldagreiðslur síðan breytast til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 3. mgr. 24. gr.

21. gr.

    Við 19. gr. laganna, sem verður 31. gr., bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Heimilt er að endurgreiða iðgjald til erlendra ríkisborgara sem flytjast úr landi, enda sé slíkt ekki óheimilt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland á aðild að.

22. gr.

    Á 25. gr. laganna, sem verður 33. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    1. mgr. orðast svo:
                  Nú verður hækkun á áður úrskurðuðum elli-, örorku- og makalífeyri vegna almennrar hækkunar á launum opinberra starfsmanna og endurgreiðir þá ríkissjóður og aðrir þeir launagreiðendur, sem tryggja starfsmenn sína í sjóðnum, þá hækkun er þannig verður á lífeyrisgreiðslum. Hafi sjóðfélagi greitt iðgjald til sjóðsins vegna starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda skal skipting á skuldbindingum milli launagreiðenda reiknast samkvæmt þeim launum sem áunninn réttur er reiknaður eftir og í hlutfalli við réttindaávinning hjá hverjum launagreiðanda.
    2. mgr. fellur brott.
    Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                  Hafi innan árs, áður en taka lífeyris hefst, verið gerðar breytingar á föstum launum fyrir dagvinnu hjá tilteknum sjóðfélaga, og þessar breytingar eru umfram almennar breytingar á launum opinberra starfsmanna, skal reikna skuldbindingar launagreiðenda skv. 1. mgr. út frá launum eins og þau voru fyrir þessa hækkun.

23. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 34. gr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 33. gr. skal ríkissjóður endurgreiða þá hækkun sem þar er kveðið á um vegna kennara og skólastjórnenda grunnskóla sem aðild eiga að B-deild sjóðsins. Til frádráttar endurgreiðslu ríkissjóðs samkvæmt sama ákvæði komi tekjur af viðbótariðgjaldi skv. 2. mgr. þessarar greinar.
    Til viðbótar iðgjaldi launagreiðenda skv. 23. gr. skulu launagreiðendur greiða 9,5% iðgjald til B-deildar sjóðsins af föstum launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót kennara og skólastjórnenda grunnskóla sem eru sjóðfélagar, ávinna sér lífeyrisréttindi hjá B-deild sjóðsins og starfa við skóla sem reknir eru af sveitarfélögum samkvæmt lögum um grunnskóla.

C. Stofnun nýrrar deildar við sjóðinn.
24. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 12. gr. og orðast svo:
    A-deild lífeyrissjóðsins greiðir sjóðfélögum ellilífeyri og örorkulífeyri og eftirlifandi maka þeirra og börnum, og eftir atvikum sambúðaraðila, lífeyri samkvæmt ákvæðum þeim sem hér fara á eftir. Auk ákvæða þessarar greinar gilda ákvæði 13.–21. gr. sérstaklega um deildina.

25. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 13. gr. og orðast svo:
    Iðgjald til A-deildar sjóðsins skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu og skal iðgjaldastofninn vera hinn sami og gjaldstofn tryggingagjalds, sbr. III. kafla laga nr. 113/1990, um tryggingagjald. Ökutækjastyrkur, dagpeningar, fæðispeningar og þess háttar greiðslur, sem eru endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, teljast þó ekki til iðgjaldastofns. Iðgjald launagreiðenda til deildarinnar skv. 4. mgr. telst sömuleiðis aldrei til iðgjaldastofnsins.
    Sjóðfélagar greiða 4% af launum skv. 1. mgr. í iðgjald til A-deildar sjóðsins. Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum eftir af launum sjóðfélaga og greiða þau sjóðnum innan tveggja vikna frá útborgun þeirra.
    Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbindingum deildarinnar nema með iðgjöldum sínum.
    Launagreiðendur greiða að lágmarki 6% af launum þeim er sjóðfélagar taka hjá þeim, sbr. 1. mgr. þessarar greinar, í iðgjald til A-deildar sjóðsins og skal greiða þau sjóðnum samtímis iðgjöldum sjóðfélaga. Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að iðgjald sjóðfélaga til sjóðsins ásamt mótframlagi atvinnurekenda dugi ekki til greiðslu á skuldbindingum sjóðsins skal stjórn sjóðsins hækka framlag launagreiðenda í samræmi við niðurstöðu athugunarinnar. Við ákvörðun á greiðslum launagreiðenda umfram 6% af launum sjóðfélaga ráði það sjónarmið að hrein eign A-deildar lífeyrissjóðsins til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda til A-deildarinnar séu á hverjum tíma jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda. Áætlun um framtíðariðgjöld og væntanlegan lífeyri skal miða við sjóðfélaga á þeim tíma sem tryggingafræðileg athugun tekur til.
    Iðgjald launagreiðenda skv. 4. mgr. skal endurskoða árlega og skal ákvörðun um hækkun þess eða lækkun liggja fyrir eigi síðar en 1. október fyrir komandi almanaksár.
    Heimilt er að setja ákvæði í samþykktir sjóðsins um að lífeyrissjóðurinn megi taka við viðbótariðgjaldi sem greitt verði umfram iðgjald skv. 2. og 4., sbr. 5. mgr., og að viðbótariðgjaldi þessu verði varið til ávinnslu réttinda hjá lífeyrissjóðnum eftir nánari reglum í samþykktum sjóðsins og í samræmi við tillögur tryggingafræðinga.

26. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 14. gr. og orðast svo:
    Samanlögð iðgjöld sjóðfélaga A-deildar hvert almanaksár skulu umreiknuð í stig sem mynda grundvöll lífeyrisréttinda hans.
    Til grundvallar stigaútreikningi skal leggja samanlögð grundvallarlaun almanaksársins. Grundvallarlaun miðað við janúar 1996 skulu vera 49.084 kr., og skulu þau taka sömu hlutfallsbreytingum og vísitala neysluverðs frá 174,2 stigum.
    Stig hvers árs reiknast þannig að í árslaun sjóðfélaga sem iðgjald er greitt af (þ.e. 4% iðgjald skv. 1. og 2. mgr. 13. gr. margfaldað með 25) er deilt með grundvallarlaunum ársins skv. 2. mgr.
    Stig ársins skal reikna með þremur aukastöfum.
    Stig verði ekki reiknuð eftir lok þess mánaðar sem sjóðfélagi nær 70 ára aldri, enda greiði sjóðfélagar ekki iðgjald til sjóðsins eftir að þeim aldri er náð.

27. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 15. gr. og orðast svo:
    Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjald til A-deildar sjóðsins, á rétt á lífeyri frá næstu mánaðamótum eftir að hann verður 65 ára.
    Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af grundvallarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda sjóðfélaga skv. 14. gr., margfölduðum með 1,90.
    Sjóðfélaga A-deildar er heimilt að hefja töku ellilífeyris áður en hann nær 65 ára aldri, en þó ekki fyrr en næstu mánaðamót eftir að hann verður 60 ára. Upphæð ellilífeyris skal þá lækka frá því sem segir í 2. mgr. um 0,5% af óskertum áunnum lífeyrisrétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur er taka lífeyris hefst.
    Sjóðfélaga A-deildar er heimilt að fresta töku lífeyris eftir að hann nær 65 ára aldri. Upphæð ellilífeyris vegna réttinda sem hann ávann sér fram til 65 ára aldurs skal þá hækka frá því sem segir í 2. mgr. um 0,8% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem töku lífeyris er frestað fram yfir 65 ára aldurinn, en þó ekki lengur en til 70 ára aldurs.
    Haldi sjóðfélagi í A-deild sjóðsins áfram að ávinna sér réttindi eftir að hann hefur hafið töku ellilífeyris skulu viðbótarstig hans reiknuð á ný þegar hann hefur náð 70 ára aldri. Réttindi, sem sjóðfélagi ávinnur sér eftir að taka lífeyris hefst, reiknast án hækkunar skv. 4. mgr. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. skulu stig samkvæmt þessari málsgrein margfölduð með 0,95 við útreikning ellilífeyris.


28. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 16. gr. og orðast svo:
    Sjóðfélagi, sem verður fyrir orkutapi sem telja verður að nemi 40% eða meira og hefur áunnið sér alls a.m.k. 2 stig, á rétt á örorkulífeyri úr sjóðnum í samræmi við áunnin stig fram að orkutapi.
    Réttur til örorkulífeyris stofnast aðeins ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Aldrei skal samanlagður örorkulífeyrir og barnalífeyrir skv. 18. gr. vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi sem sjóðfélaginn hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunnar.
    Hundraðshluta orkutaps og tímasetningu þess skal ákvarða að fengnum upplýsingum um heilsufarssögu og starfsorku umsækjanda aftur í tímann. Tryggingayfirlæknir skal meta hundraðshluta orkutaps og tímasetningu þess. Fyrstu fimm árin eftir orkutapið skal mat þess aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna því starfi er hann hefur gegnt og aðild hans að sjóðnum er tengd. Að því tímabili loknu skal hundraðshluti orkutaps ákvarðaður að nýju með tilliti til vanhæfni sjóðfélagans til að gegna almennum störfum.
    Heimilt er, að fengnu áliti tryggingayfirlæknis, að setja það skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris að sjóðfélagi fari í endurhæfingu sem bætt gæti heilsufar hans.
    Þegar skilyrði 1. mgr. og þessarar málsgreinar eru uppfyllt miðast hámark örorkulífeyris við áunninn lífeyrisrétt skv. 15. gr. að viðbættum lífeyri er svarar til þess stigafjölda sem sjóðfélaginn hefði áunnið sér fram til 65 ára aldurs, reiknuðum samkvæmt ákvæðum 9. mgr., margfölduðum með 1,90, enda hafi sjóðfélagi:
    greitt iðgjöld til sjóðsins a.m.k. þrjú af undanfarandi fjórum almanaksárum og áunnið sér eigi minna en 0,5 stig hvert þessara þriggja ára,
    greitt iðgjöld til sjóðsins a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi 12 mánuðum,
    ekki orðið fyrir orkutapi sem rekja megi til ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna.
    Eigi sjóðfélaginn jafnframt rétt á örorkulífeyri úr öðrum sjóði skal hann því aðeins njóta framreikningsréttinda úr þessum sjóði að hann hafi síðast greitt iðgjöld til hans.
    Þó svo að lífeyrissjóðurinn hafi gert samning við aðra lífeyrissjóði um réttindaflutninga samkvæmt heimild í 20. gr. stofnast ekki réttur til framreiknings í þessum sjóði ef sjóðfélagi hefur skipt um starf og af þeim sökum hafið iðgjaldagreiðslur til þessa sjóðs á síðustu 24 mánuðum fyrir orkutap og rekja má starfsskiptin til versnandi heilsufars sem leitt hefur til orkutapsins. Eigi sjóðfélagi, sem þessi málsgrein tekur til, ekki rétt á framreiknuðum örorkulífeyri úr öðrum lífeyrissjóði skal þó framreikna réttindi hjá þessum sjóði, enda hafi örorka sjóðfélaga skv. 1. mgr. komið til að mati tryggingayfirlæknis eftir að sjóðfélagi hóf iðgjaldagreiðslur til þessa sjóðs.
    Hafi sérstakar ástæður, svo sem aldur sjóðfélaga, búseta hans erlendis eða nám, orðið þess valdandi að hann hefur ekki getað uppfyllt tímaskilyrði þau sem nefnd eru í a-lið 5. mgr. er sjóðstjórn heimilt að stytta þann tíma sem þar er krafist í tvö undanfarandi almanaksár, enda verði talið fullvíst að orsök örorku verði ekki rakin til tíma fyrir orkutap.
    Eigi sjóðfélagi, sem ekki hefur náð 65 ára aldri er hann verður fyrir orkutapi, rétt skv. 5. mgr. á framreikningi stiga skal sá framreikningur vera reiknaður út frá meðaltali stiga sjóðfélaga næstu þrjú almanaksárin fyrir orkutapið. Telji sjóðstjórnin þetta þriggja ára meðaltal vera sjóðfélaganum óhagstætt vegna sjúkdómsforfalla eða atvinnuleysis er henni heimilt að leggja til grundvallar meðaltal stiga fleiri ár aftur í tímann og sleppa úr meðaltalinu því almanaksári sem lakast er.
    Hafi sjóðfélagi haft skerta almenna starfsorku fyrir þann tíma er hann hóf iðgjaldagreiðslur til sjóðsins og meta má þá starfsorkuskerðingu 50% eða meira skal reikna meðaltal stiga hans öll þau almanaksár sem hann hefur greitt iðgjald til sjóðsins. Skal þá í slíkum tilvikum miða framreikning við þetta meðaltal.
    Nú hafa iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga til lífeyrissjóða verið svo stopular að þær hafa fallið niður eða verið innan við 0,5 stig á ári fleiri en eitt almanaksár eftir lok þess árs er sjóðfélagi náði 25 ára aldri og sennilegt má telja að vanheilsa, áfengisneysla eða notkun lyfja og fíkniefna hafi átt þátt í stopulum greiðslum, og skal þá framreikningstími styttur í hlutfallinu milli fjölda almanaksára sem árleg stig hafa verið undir 0,5 og fjölda almanaksára frá 25 ára aldri fram til orkutaps. Sama gildir ef stopular iðgjaldagreiðslur stafa af undanskoti frá greiðsluskyldu til lífeyrissjóða.
    Nemi árlegt meðaltal sem miða skal framreikning við skv. 9. mgr. meira en sex stigum skal reikna með meðaltalinu allt að 10 árum, en síðan til 65 ára aldurs, reiknað með sex stigum á ári að viðbættum helmingi þeirra stiga sem umfram eru.
    Ef rekja má sjúkdóma þá sem valda orkutapi sjóðfélaga svo langt aftur í tímann að nemi a.m.k. helmingi almanaksára frá lokum þess árs er sjóðfélagi náði 16 ára aldri til þess tíma er orkutap telst hafa orðið skulu framreiknuð stig aldrei reiknast fleiri en þau stig sem sjóðfélaginn hefur áunnið sér í lífeyrissjóðum fram að orkutapi.
    Örorkulífeyrir er sami hundraðshluti af hámarksörorkulífeyri og orkutapið er metið, sbr. þó 1. mgr.
    Örorkulífeyrir greiðist einungis ef orkutap og tekjumissir vegna orkutaps vara í þrjá mánuði eða lengri tíma.
    Skylt er sjóðfélaga, sem sækir um örorkulífeyri úr sjóðnum eða nýtur slíks lífeyris, að láta stjórn sjóðsins í té allar þær upplýsingar um heilsufar sitt og atvinnutekjur sem nauðsynlegar eru til að dæma um rétt hans til lífeyris.
    Stjórn sjóðsins skal lækka eða fella niður örorkulífeyri þeirra sjóðfélaga sem fá starfsorku sína aftur að nokkru eða öllu leyti. Sömuleiðis ber henni að hækka örorkulífeyrinn ef örorkan vex til muna frá því sem hún var metin við fyrri ákvarðanir, enda hafi sjóðfélaginn á þeim tíma er örorkan óx ekki verið í starfi er veitti honum lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóði.
    Örorkulífeyrir fellur niður við 65 ára aldur. Ellilífeyrir skal þá ákveðinn þannig að auk áunninna stiga skal reikna að þeim hluta, er hundraðshluti örorku segir til um, stig sem við úrskurð örorkulífeyris voru reiknuð sjóðfélaganum fram til 65 ára aldurs. Aldrei skal þó slík viðbót við áunnin stig vera meiri en svo að heildarstigafjöldi hvert almanaksár verði hærri en almennt tíðkast í starfsgrein hlutaðeigandi sjóðfélaga.

29. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 17. gr. og orðast svo:
    Nú andast sjóðfélagi sem naut elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum eða greitt hafði iðgjald til hans a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi 12 mánuðum og lætur eftir sig maka og á þá hinn eftirlifandi maki rétt á lífeyri úr sjóðnum. Fullur makalífeyrir skal að lágmarki greiddur í 36 mánuði og 50% makalífeyrir í 24 mánuði til viðbótar.
    Láti sjóðfélagi eftir sig eitt barn eða fleiri innan 22 ára aldurs sem hann hefur átt með eftirlifandi maka sínum skal fullur makalífeyrir greiddur fram að 22 ára aldri yngsta barnsins, enda sé það á framfæri makans. Kjörbarn þeirra veitir sama rétt og börn samkvæmt þessari grein. Hafi ættleiðingin átt sér stað eftir 60 ára aldur sjóðfélagans, eftir að hann missti starfsorku sína eða innan árs áður en hann lést skal stjórn sjóðsins þó úrskurða um hvort greiða skuli eftirlifandi maka lífeyri samkvæmt þessari grein.
    Sé maki a.m.k. 50% öryrki skal greiddur makalífeyrir meðan sú örorka varir, enda sé eftirlifandi maki yngri en 67 ára við fráfall sjóðfélagans.
    Jafnframt skal greiða makalífeyri ótímabundið til eftirlifandi maka sjóðfélaga sem fæddir eru fyrir 1. janúar 1945 með þeim takmörkunum sem hér segir: Makalífeyrir skv. 6. mgr. skal lækka um 2% fyrir hvert ár sem makinn er fæddur eftir 1. janúar 1925, 2% að auki fyrir hvert ár sem makinn er fæddur eftir 1. janúar 1930, 2% að auki fyrir hvert ár sem makinn er fæddur eftir 1. janúar 1935 og 2% að auki fyrir hvert ár sem makinn er fæddur eftir 1. janúar 1940.
    Nú lætur sjóðfélagi ekki eftir sig maka og er þá stjórn sjóðsins heimilt að greiða lífeyri skv. 1.–3. mgr. til aðila sem sannanlega hefur annast heimili hins látna um langt árabil fyrir andlát hans.
    Upphæð óskerts makalífeyris er hundraðshluti af grundvallarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda sem sjóðfélaganum er reiknaður, margfölduðum með 0,95. Þegar skilyrði 1. mgr. um iðgjaldagreiðslutíma eru uppfyllt skal auk áunninna stiga telja þau stig sem ætla má að sjóðfélaginn hefði áunnið sér fram til 65 ára aldurs, reiknuð í samræmi við ákvæði 9. mgr. 16. gr. Hafi sjóðfélaginn notið örorkulífeyris úr sjóðnum skal reikna stig frá þeim tíma er honum var veittur örorkulífeyrir og til þess tíma er makalífeyrir er veittur, allt að 65 ára aldri, í samræmi við ákvæði lokamálsgreinar 16. gr., en síðan til 65 ára aldurs í samræmi við stig þau sem lögð voru til grundvallar örorkulífeyri. Veiti dauðsfallið eftirlifandi maka jafnframt rétt til lífeyris úr öðrum sjóði skal hann því aðeins njóta framreikningsréttinda úr þessum sjóði að hinn látni hafi síðast greitt iðgjöld til þessa sjóðs. Séu skilyrði 1. mgr. um iðgjaldagreiðslutíma ekki uppfyllt ákvarðast upphæð makalífeyris í samræmi við 2. mgr. 19. gr.
    Rétthafi samkvæmt þessari grein telst sá eða sú sem við andlátið var í hjúskap með sjóðfélaga, staðfestri samvist, sbr. lög nr. 87/1996, eða óvígðri sambúð, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát sjóðfélagans. Með óvígðri sambúð er hér átt við sambúð karls og konu sem eiga sameiginlegt lögheimili, eru samvistum, eiga barn saman eða konan er þunguð eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. eitt ár. Réttur til makalífeyris fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar, en gengur aftur í gildi ef síðara hjónabandinu er slitið án réttar til lífeyris.

30. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 18. gr. og orðast svo:
    Nú andast sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins eða notið úr honum örorkulífeyris í a.m.k. sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum, og eiga þá börn hans og kjörbörn sem hann lætur eftir sig og yngri eru en 22 ára rétt á lífeyri úr sjóðnum til 22 ára aldurs. Veiti fráfall sjóðfélagans börnunum jafnframt rétt til lífeyris úr öðrum lífeyrissjóði skal lífeyrir úr þessum sjóði þó bundinn því skilyrði að sjóðfélaginn hafi síðast greitt iðgjöld til þessa sjóðs.
    Fullur barnalífeyrir vegna fráfalls sjóðfélaga er 10.000 kr. með hverju barni fyrir hvern almanaksmánuð. Fjárhæð þessi breytist í hlutfalli við breytingu á grundvallarfjárhæð, sbr. 2. mgr. 14. gr. Fullur barnalífeyrir greiðist ef árleg stig, áætluð í samræmi við 6. mgr. 17. gr., eru a.m.k. 1 stig. Séu áætluð árleg stig færri lækkar barnalífeyrir frá sjóðnum hlutfallslega og fellur niður ef árlegur stigafjöldi er minni en 0,5.
    Sé sjóðfélaga, sem uppfyllir skilyrði a- og b-liðar 5. mgr. 16. gr., úrskurðaður örorkulífeyrir úr sjóðnum vegna 100% örorku öðlast börn hans, fædd fyrir orkutap eða á næstu tólf mánuðum þar á eftir, svo og kjörbörn sem ættleidd hafa verið fyrir orkutap, sama rétt og börn látins sjóðfélaga njóta skv. 2. mgr. með þeirri undantekningu að fjárhæð fulls barnalífeyris fyrir hvern almanaksmánuð er 7.500 kr. með hverju barni. Sé örorka skv. 16. gr. metin lægri en 100% skal barnalífeyrir sjóðsins vera hlutfallslega lægri. Barnalífeyrir, sem greiddur er vegna örorku sjóðfélaga, fellur ekki niður þó að sjóðfélaginn nái ellilífeyrisaldri.
    Fósturbörn og stjúpbörn, sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti, skulu eiga rétt á barnalífeyri. Skulu lífeyrisgreiðslur sjóðsins vegna slíkra barna vera hinar sömu og vera mundu ef um börn eða kjörbörn væri að ræða.
    Barnalífeyrir greiðist framfæranda barnsins til 18 ára aldurs þess, en eftir það til barnsins.

31. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 19. gr. og orðast svo:
    Tímabil er iðgjaldagreiðslur hafa sannanlega fallið niður vegna veikinda eða atvinnuleysis reiknast ekki með þegar úrskurða skal hvort skilyrði um iðgjaldagreiðslutíma eru uppfyllt.
    Réttur til elli-, örorku- og makalífeyris fellur ekki niður þótt sjóðfélagi hætti iðgjaldagreiðslu. Rétturinn miðast þá einungis við áunnin geymd stig, sbr. þó 1. mgr.

32. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 20. gr. og orðast svo:
    Í samþykktum sjóðsins er heimilt að hafa ákvæði um gerð samninga við aðra lífeyrissjóði um tilhögun réttindaflutninga.

33. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 21. gr. og orðast svo:
    Lífeyrir greiðist mánaðarlega eftir á, í fyrsta sinn fyrir næsta mánuð eftir þann mánuð þegar lífeyrisréttur myndaðist og í síðasta sinn fyrir þann mánuð þegar réttur til lífeyris fellur úr gildi. Sjóðfélagi, sem hefur töku lífeyris í beinu framhaldi af starfslokum og hefur fengið fyrir fram greidd laun, skal þó fá lífeyri greiddan fyrir fram.
    Nú nær lífeyrisgreiðsla ekki fjárhæð er svarar til a.m.k. eins stigs réttinda og fyrirsjáanlegt er að um sameiningu við önnur réttindi verður ekki að ræða, og er þá stjórn sjóðsins heimilt að inna greiðsluna af hendi í einu lagi samkvæmt reglum í samræmi við tillögur tryggingafræðinga.

D. Gildistaka og lagaskil.

34. gr.

    I. kafli laga þessara öðlast gildi 1. janúar 1997 og gildir um allar iðgjaldagreiðslur til sjóðsins og lífeyrisgreiðslur úr honum eftir gildistöku þeirra. Ákvæði um niðurfellingu 2. mgr. 25. gr. laga nr. 29/1963 tekur þó gildi 1. janúar 1998.
    Eftir gildistöku breytinga samkvæmt lögum þessum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 29/1963, skal fella meginmál breytinganna inn í þau lög, ásamt síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt. Skal lögunum þá kaflaskipt þannig að I. kafli nái yfir 1.–11. gr. og heiti: Almenn ákvæði. II. kafli nái yfir 12.–21. gr. og heiti: A-deild lífeyrissjóðsins. III. kafli nái yfir 22.–34. gr. og heiti: B-deild lífeyrissjóðsins og IV. kafli nái síðan yfir 35.–38. gr. og heiti: Gildistaka og lagaskil.

35. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 35. gr. og orðast svo:
    Sjóðfélagar sem hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi og þeir sem fá lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum við gildistöku laga þessara geta, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 24. gr. laganna og 1. mgr. 34. gr. laga þessara, valið hvort lífeyrisgreiðslur til þeirra breytist til samræmis við breytingar sem verða á launum er á hverjum tíma eru greidd fyrir það starf sem þeir gegndu síðast, eða eftir atvikum við breytingar á launum fyrir hærra launað starf samkvæmt ákvæðum 6. mgr. 24. gr. og 1. eða 2. mgr. 28. gr. laganna, eða hvort þær skuli breytast samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 24. gr. laganna. Setja skal nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins um með hvaða hætti vali sjóðfélaga samkvæmt þessu verði háttað og innan hvaða tímamarka þeir skuli tilkynna sjóðnum um þessa ákvörðun

36. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 36. gr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 30. gr. skal reikna lífeyri þeirra sjóðfélaga, sem greitt hafa skemur en þrjú ár til sjóðsins, þegar þeir hefja iðgjaldagreiðslu til A-deildar þannig að miðað verði við meðalhækkanir á launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu frá því að starfsmaður hættir iðgjaldagreiðslu til B-deildar sjóðsins og þar til taka lífeyris hefst samkvæmt reglum 3. mgr. 28. gr. og 3. mgr. 24. gr., enda sé samanlagður iðgjaldagreiðslutími til A-deildar og B-deildar a.m.k. þrjú ár.

37. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 37. gr. og orðast svo:
    Sjóðfélagar, sem rétt eiga á að greiða iðgjald til B-deildar lífeyrissjóðsins skv. 4. gr. en kjósa fremur að greiða til A-deildar, eiga ekki rétt til töku ellilífeyris úr B-deild á meðan þeir gegna störfum sem uppfylla aðildarskilyrði 4. gr.
    Að öðru leyti skal setja ákvæði í samþykktir sjóðsins til að koma í veg fyrir niðurfall réttinda eða tvítryggingu réttinda þegar sjóðfélagi flytur sig úr B-deild sjóðsins í A-deild.

38. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 38. gr. og orðast svo:
    Hafi sjóðfélagi, sem er látinn við gildistöku laga þessara, verið giftur oftar en einu sinni og látið eftir sig maka og fyrrverandi maka ákvarðast réttur til lífeyris milli fleiri en eins rétthafa makalífeyris eftir eldri lögum. Heimilt er þó að skipta rétti til makalífeyris milli fyrrverandi maka og síðari sambúðaraðila eftir gildistöku laga þessara samkvæmt ákvæðum 7. mgr. 27. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.

    Félagsmenn í stéttarfélögum, sem samkvæmt ákvæðum laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og laga nr. 16/1965, um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, hefðu átt skylduaðild að þessum sjóðum, skulu eiga rétt til aðildar að A-deild sjóðsins þar til samið hefur verið um lífeyrissjóðsaðild fyrir þessa starfsmenn, þó svo að ákvæði 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna taki ekki til þeirra, og skulu launagreiðendur þeirra þá greiða iðgjald þeirra vegna til sjóðsins samkvæmt ákvæðum 13. gr. laganna.

II.

    Iðgjald launagreiðenda skv. 4. mgr. 13. gr. laganna skal vera 11,5% á árinu 1997.


II. KAFLI
Um breytingu á lögum nr. 16/1965, um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna.
A. Efnisbreytingar á lögunum.
39. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Sjóðurinn heitir Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum þessara laga.


40. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum og skipar fjármálaráðherra tvo þeirra og stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tvo. Jafnframt skulu sömu aðilar skipa jafnmarga menn til vara. Skipunartími stjórnarmanna er þrjú ár. Stjórnin kýs formann úr sínum hópi til eins árs í senn.

41. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiri háttar ákvarðanir varðandi stefnumótun sjóðsins og starfsemi. Hún skal annast um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórn sjóðsins setur honum samþykktir í samræmi við ákvæði þessara laga og ákvæði annarra laga um lífeyrissjóði eftir því sem við á. Í samþykktum sjóðsins skal m.a. kveðið á um hvernig ávaxta skuli fé hans.
    Fjármálaráðherra staðfestir hvort samþykktir sjóðsins og breytingar á þeim séu í samræmi við þessi lög og önnur lög um lífeyrissjóði að fenginni umsögn bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.

42. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn lífeyrissjóðsins ákveður hvernig haga skuli afgreiðslu sjóðsins.


43. gr.

    Síðari málsliður 6. gr. laganna orðast svo: Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun án sérstakrar þóknunar.

44. gr.

    7. gr. laganna fellur brott.

45. gr.

    8. gr. laganna orðast svo:
    Hver sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjald til sjóðsins á rétt á lífeyri frá næstu mánaðamótum eftir að hann verður 65 ára, enda hafi hann þá látið af þeim störfum sem veitt hafa honum aðild að sjóðnum.
    Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af þeim föstu launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót samkvæmt kjarasamningum sem við starfslok fylgja stöðu þeirri fyrir fullt starf er sjóðfélagi gegndi síðast. Hundraðshluti þessi fer eftir iðgjaldagreiðslutíma og starfshlutfalli sjóðfélagans og er 2% fyrir hvert ár í fullu starfi sem iðgjöld hafa verið greidd fyrir, en hlutfallslega lægri fyrir minna starfshlutfall. Fyrir hvert fullt ársstarf eftir að iðgjaldagreiðslu lýkur og þar til sjóðfélaginn öðlast rétt til að láta af störfum og fá ellilífeyri bætist við 1% af föstum árslaunum fyrir fullt starf en 2% fyrir hvert fullt ársstarf eftir að iðgjaldagreiðslu er lokið og hann hefur öðlast rétt til að fá lífeyri.
    Eftir að taka lífeyris hefst skulu breytingar á lífeyrisgreiðslum síðan ákveðnar til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 2. mgr., og skal Hagstofa Íslands reikna þær mánaðarlega.
    Þegar sjóðfélagi hefur náð því að samanlagður lífaldur og iðgjaldagreiðslutími er 95 ár, hann er orðinn 60 ára og lætur af störfum, á hann rétt á lífeyri úr sjóðnum. Sjóðfélagi, sem notfærir sér þessa reglu, skal greiða iðgjald til sjóðsins þar til 95 ára markinu er náð. Lífeyrisréttur hans skal vera 2% fyrir hvert ár í fullu starfi sem iðgjöld hafa verið greidd fyrir, en hlutfallslega lægri fyrir skemmra starfstímabil og minna starfshlutfall, en þó ekki meira en 64% að náðu 95 ára markinu. Iðgjaldagreiðsluskylda sjóðfélaga fellur niður þegar 95 ára markinu er náð. Sjóðfélagi, sem nær 95 ára markinu eftir að hann nær 64 ára aldri, getur ekki nýtt sér heimild samkvæmt þessari málsgrein.
    Lífeyrisréttur hjá þeim sem njóta útreiknings skv. 4. mgr. skal aukast um 2% fyrir hvert ár í fullu starfi frá því iðgjaldagreiðsluskyldu lýkur og þar til taka lífeyris hefst, en um hlutfallslega lægri hundraðshluta fyrir skemmra starfstímabil og minna starfshlutfall.
    Hafi sjóðfélagi gegnt hærra launuðu starfi eða störfum í a.m.k. tíu ár fyrr á sjóðfélagatíma sínum í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga skal miða lífeyrinn við hæst launaða starfið, enda hafi hann gegnt því í a.m.k. tíu ár, ella skal miða við það hærra launaða starf sem hann að viðbættum enn hærra launuðum störfum gegndi í a.m.k. tíu ár.
    Heimilt er stjórn sjóðsins að greiða ellilífeyrisþegum á aldrinum 65 til 67 ára uppbót á lífeyri allt að einstaklingslífeyri almannatrygginga. Skilyrði fyrir slíkri uppbót er að sjóðfélaginn sé ekki lengur fullfær um að gegna starfi sínu. Til sönnunar því ber viðkomandi að leggja fram umsögn yfirmanns síns um starfshæfnina og vottorð tryggingayfirlæknis um heilsufar.
    Sjóðfélagi, sem gegnir starfi sem uppfyllir aðildarskilyrði að sjóðnum skv. 17. gr., á ekki auk launa jafnframt rétt til lífeyris meðan hann gegnir því starfi.

46. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 9. gr. og orðast svo:
    Vaktavinnufólk, þ.e. þeir sjóðfélagar sem hafa vinnutíma sem breytist reglubundið, skal fá rétt til sérstaks viðbótarlífeyris (ellilífeyris, örorkulífeyris eða makalífeyris) úr Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, enda sé því skylt að greiða iðgjald af vaktaálagsgreiðslum til sjóðsins.
    Sama gildir um það starfsfólk sem hefur vinnuskyldu eingöngu á nóttunni, þ.e. á tímabilinu frá kl. 22.00 til 9.00, og skal þá álagsgreiðslan verða grundvöllur iðgjalda og lífeyrisréttinda.
    Sjóðfélagi greiði 4% af vaktaálaginu í iðgjöld og launagreiðandi 6%.
    Stjórn lífeyrissjóðsins ákveður á hverjum tíma hver skuli vera viðmiðunarmánaðarlaun þau sem lífeyririnn ákvarðast af og iðgjaldið er metið eftir.
    Breyti stjórn lífeyrissjóðsins viðmiðunarmánaðarlaununum skal hún jafnframt ákveða hvort og þá hvernig skuli umreikna áunninn lífeyrisrétt fyrri ára.
    Iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga af vaktaálagi skulu ár hvert metnar þannig til lífeyrisréttinda að reiknað sé hvað iðgjaldagreiðslur ársins samsvara margra mánaða iðgjaldagreiðslu af viðmiðunarlaunum.
    Fyrir jafngildi hverrar 12 mánaða iðgjaldagreiðslu ávinnst réttur til ellilífeyris og örorkulífeyris sem nemur 2% af viðmiðunarlaunum og réttur til makalífeyris sem nemur 1% af viðmiðunarlaunum.

47. gr.

    Á 9. gr. laganna, sem verður 10. gr., verða eftirfarandi breytingar:
    1. og 2. mgr. orðast svo:
                  Hver sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins á rétt á örorkulífeyri ef hann verður fyrir orkutapi er tryggingayfirlæknir metur 10% eða meira. Örorkumat þetta skal aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna starfi því er hann hefur gegnt og aðild hans að sjóðnum er tengd. Þrátt fyrir örorku á enginn rétt á örorkulífeyri meðan hann heldur fullum föstum launum fyrir starf það er hann gegndi eða fær jafnhá laun fyrir annað starf sem veitir lífeyrissjóðsréttindi, og aldrei skal örorkulífeyrir vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi sem sjóðfélaginn hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunnar.
                  Hámark örorkulífeyris miðast við áunninn lífeyrisrétt skv. 8. gr. Hafi sjóðfélaginn greitt iðgjöld til sjóðsins undanfarin þrjú almanaksár og a.m.k. í sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum miðast hámark örorkulífeyris þó við áunninn lífeyrisrétt skv. 8. gr., að viðbættum einstaklingslífeyri almannatrygginga. Ef rekja má aðalorsök örorkunnar til starfs í þágu stöðu þeirrar sem öryrkinn gegndi skal þó reikna áunninn lífeyrisrétt eins og sjóðfélaginn hefði gegnt stöðu sinni til 65 ára aldurs.
    Í stað „60 ára“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: 65 ára.
    Síðari málsliður 4. mgr. fellur brott.
    Í stað orðsins „hjúkrunarkonur“ í síðari málslið 5. mgr. kemur: hjúkrunarfræðinga.
    6. mgr. fellur brott.

48. gr.

    10. gr. laganna verður 11. gr. og orðast svo:
    Nú andast sjóðfélagi og lætur hann eftir sig maka á lífi og á þá makinn rétt til lífeyris úr sjóðnum.
    Upphæð makalífeyris er helmingur af áunnum ellilífeyrisrétti hins látna sjóðfélaga. Makalífeyrir hækkar síðan um 20% af launum þeim er hann miðast við ef hinn látni sjóðfélagi hefur verið í fullu starfi við starfslok, en hækkunin verður hlutfallslega lægri ef sjóðfélaginn hefur verið í lægra starfshlutfalli við starfslok. Viðbótarlífeyrir þessi greiðist þó einungis ef hinn látni sjóðfélagi hefur uppfyllt eitt af þremur eftirgreindum skilyrðum:
    Hann hafi verið í starfi er veitti honum aðild að sjóðnum við andlátið.
    Hann hafi hafið töku lífeyris fyrir andlátið og upphaf lífeyristöku hans hafi verið í beinu framhaldi af starfi sem veitti honum aðild að sjóðnum.
    Hann hafi greitt iðgjöld til sjóðsins sem nemur iðgjaldagreiðslum af fullu starfi í 15 ár eða meira og ekki greitt iðgjald til annars sjóðs eftir að greiðslum til þessa sjóðs lauk.
    Nú hefur sjóðfélagi gengið í hjónaband eftir að hann var orðinn 60 ára eða á þeim tíma er hann naut lífeyris úr sjóðnum eða hann var lagstur banaleguna og úrskurðar þá stjórn sjóðsins hvort eftirlifandi maki hans skuli njóta lífeyris úr sjóðnum eða eigi.
    Réttur til lífeyris samkvæmt þessari grein fellur niður ef eftirlifandi maki gengur í hjónaband að nýju, en kemur aftur í gildi sé hinu síðara hjónabandi slitið, enda veiti það hjónaband eigi rétt til lífeyris úr sjóðnum. Veiti síðara hjónabandið einnig rétt til lífeyris má eftirlifandi maki velja um hvort hann tekur lífeyrinn eftir fyrri eða síðari makann.
    Hafi hjúskap lokið með skilnaði skal útreikningur makalífeyris miðast við þann tíma er hinn látni sjóðfélagi hafði átt aðild að sjóðnum þegar hjúskap var slitið. Viðbótarlífeyrir skv. 2. mgr. greiðist ekki í því tilviki.
    Þegar sjóðfélagi sem verið hefur tvígiftur deyr og lætur eftir sig maka og fyrrverandi maka á lífi skiptist makalífeyririnn á milli þeirra þannig að réttur fyrrverandi maka ákvarðast samkvæmt reglu 5. mgr. en réttur maka telst frá þeim degi er hinum fyrra hjúskap var slitið. Hliðstæð regla gildir séu rétthafar makalífeyris fleiri en tveir.
    Hafi sjóðfélagi verið utan hjónabands við andlátið, en einstæð móðir hans, ógift systir hans eða annar ógiftur aðili hefur sannanlega annast heimili hans um árabil fyrir andlát hans, þó eigi skemur en fimm ár, er stjórn sjóðsins heimilt að greiða hlutaðeigandi makalífeyri, svo sem um ekkju eða ekkil væri að ræða. Á sama hátt er sjóðstjórn heimilt að greiða sambúðarmanni og sambúðarkonu lífeyri ef sjóðfélagi lætur eftir sig barn innan 18 ára aldurs sem hann hefur átt með hinu eftirlifandi. Einnig er sjóðstjórn heimilt að greiða sambúðarkonu eða sambúðarmanni lífeyri í 24 mánuði þótt ekki sé fullnægt skilyrðum 1. málsl. um sambúðartíma, eða ef sambúðaraðili er 50% öryrki eða meira.

49. gr.

    11. gr. laganna verður 12. gr.

50. gr.

    Við 12. gr. laganna, sem verður 13. gr., bætast tvær nýjar málsgreinar og orðast svo:
    Þegar lífeyrisgreiðslur skulu miðast við hærra launað starf en lokastarf skv. 1. eða 2. mgr., eða skv. 6. mgr. 8. gr., skal við ákvörðun um lífeyri miða við meðalhækkanir á launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu skv. 3. mgr. 8. gr. frá þeim tíma er starfsmaður lætur af sínu hærra launaða starfi og þar til taka lífeyris hefst.
    Hafi starfsmaður látið af hinu hærra launaða starfi fyrir árslok 1996 skal þó miða breytingar á lífeyri við breytingar á þeim launum, er starfinu fylgdu, fram til ársloka 1996. Eftir það skal farið eftir reglu 3. mgr.

51. gr.

    13. gr. laganna verður 7. gr. og orðast svo:
    Sjóðfélagar greiða 4% af föstum launum sínum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót í iðgjald til sjóðsins. Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum eftir af launum sjóðfélaga og greiða þau sjóðnum innan tveggja vikna frá útborgun launanna.
    Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins nema með iðgjöldum sínum.
    Launagreiðendur greiða 6% af föstum launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót, er sjóðfélagi tekur hjá þeim, í iðgjöld til sjóðsins og skal greiða þau sjóðnum samtímis iðgjöldum sjóðfélaga.
    Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld til sjóðsins í 32 ár falla iðgjaldagreiðslur hans niður. Þó er sjóðfélaga, er gegnt hefur um lengri eða skemmri tíma hlutastarfi, heimilt að greiða áfram iðgjald til sjóðsins af föstum launum sínum fyrir dagvinnu allt að því marki að jafngildi iðgjaldagreiðslu af launum fyrir fullt starf í 32 ár. Launagreiðanda skal þá skylt að greiða iðgjald að sínum hluta, sbr. 3. mgr. Eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður samkvæmt þessari málsgrein eða 4. mgr. 8. gr. greiðir launagreiðandi hans 10% af launum þeim sem tilgreind eru í 3. mgr. í iðgjald til sjóðsins.

52. gr.

    14. gr. laganna orðast svo:
    Nú lætur sjóðfélagi af öðrum ástæðum en elli eða örorku af stöðu þeirri er veitti honum aðgang að sjóðnum og fellur þá niður réttur hans og skylda til að greiða framvegis iðgjöld til sjóðsins. Ellilífeyrir hans, örorkulífeyrir og lífeyrir eftirlifandi maka miðast þá við starfstíma hans og laun þau er hann hafði er hann lét af stöðu þeirri er veitti aðgang að sjóðnum, en tekur sömu breytingum og lífeyrir annarra eftir að taka lífeyris hefst. Eigi sjóðfélagi réttindi hjá sjóðnum vegna þriggja ára eða lengri greiðslutíma reiknast lífeyrir þó samkvæmt reglum 3. og 4. mgr. 13. gr. Hafi hann gegnt stöðunni skemur en 32 ár skal lífeyrir barna hans ákveðinn þannig að full upphæð skv. 12. gr. skal margfölduð með hlutfallinu á milli þess ellilífeyris sem hann hefur öðlast rétt til og þess ellilífeyris sem hann hefði öðlast rétt til ef hann hefði gegnt starfinu í 32 ár.
    Sé staða eða starfi sjóðfélagans lagður niður á hann rétt á að vera áfram í sjóðnum og greiða iðgjöld sem miðuð séu við þau laun er hann hafði er staða hans var lögð niður og frá þeim tíma skulu iðgjaldagreiðslur síðan breytast til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 3. mgr. 8. gr.

53. gr.

    Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein og orðast svo:
    Heimilt er að endurgreiða iðgjald til erlendra ríkisborgara sem flytjast úr landi, enda sé slíkt ekki óheimilt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland á aðild að.

54. gr.

    16. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn sjóðsins skal árlega láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag sjóðsins. Þyki honum rannsókn sín leiða í ljós að fjárhagsgrundvöllur sjóðsins sé ótryggur skal hann gera tillögur til stjórnar sjóðsins um aðgerðir til að efla hann.

55. gr.

    17. gr. laganna orðast svo:
    Allir hjúkrunarfræðingar, sem aðild áttu að sjóðnum við árslok 1996 og vinna hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, bæjar- og sveitarfélaga eða annarra opinberra stofnana eða við heilbrigðisstofnanir sem eru viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni, skulu eiga rétt til aðildar að sjóði þessum. Kjósi sjóðfélagi, sem þessi málsgrein tekur til, að greiða fremur iðgjald til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er honum það þó heimilt og fellur þá niður réttur hans til að greiða iðgjald til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.
    Heimild til aðildar að sjóðnum hafa einnig aðrir hjúkrunarfræðingar sem aðild áttu að sjóðnum við árslok 1996 á meðan þeir starfa að hjúkrun, enda sé viðkomandi eigi ráðinn til skemmri tíma en eins árs, eða með a.m.k. þriggja mánaða uppsagnarfresti.
    Hjúkrunarfræðingar, sem aðild áttu að sjóðnum við árslok 1996 og starfa að félagsmálum á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hafa jafnframt heimild til aðildar að sjóðnum, enda séu ráðningarkjör þeirra hin sömu og hjá öðrum sjóðfélögum.
    Sjóðfélagi, sem ekki greiddi iðgjald til sjóðsins við árslok 1996, án þess þó að formlegu ráðningarsambandi hafi verið slitið, hefur sama rétt til aðildar að lífeyrissjóðnum og þeir einstaklingar sem falla undir 1.–3. mgr.
    Falli iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga niður af öðrum ástæðum en tilgreindar eru í 4. mgr., t.d. vegna þess að viðkomandi sjóðfélagi hættir í starfi eða skiptir um starf, hefur sjóðfélagi áfram rétt til aðildar að sjóðnum, svo fremi hann hefji aftur starf sem veitir honum rétt til sjóðsaðildar innan tólf mánaða frá því að iðgjaldagreiðslur féllu niður. Ef iðgjaldagreiðslur til sjóðsins falla hins vegar niður í tólf mánuði eða lengri tíma, eða réttindaávinnsla án iðgjaldagreiðslu fellur niður í jafnlangan tíma, á viðkomandi einstaklingur ekki framar rétt á aðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga.
    Sjóðfélagar, sem greiddu iðgjald til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga eða áunnu sér réttindi hjá sjóðnum án iðgjaldagreiðslu á árinu 1996, þó að þeir hafi ekki verið í starfi sem veitti þeim rétt til aðildar að lífeyrissjóðnum í lok þess árs, eiga sama rétt til aðildar að þessum sjóði og þeir sem um ræðir í 1.–3. mgr. hefji þeir þar tilgreind störf á árinu 1997.

56. gr.

    20. og 22. gr. laganna falla brott.

57. gr

    21. gr. laganna, sem verður 20. gr., orðast svo:
    Nú verður hækkun á áður úrskurðuðum elli-, örorku- og makalífeyri vegna almennrar hækkunar á launum opinberra starfsmanna og endurgreiðir þá ríkissjóður og aðrir þeir launagreiðendur, sem tryggja starfsmenn sína í sjóðnum, honum þá hækkun er þannig verður á lífeyrisgreiðslum. Hafi sjóðfélagi greitt iðgjald til sjóðsins vegna starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda skal skipting á skuldbindingum milli launagreiðenda reiknast samkvæmt þeim launum sem áunninn réttur er reiknaður eftir og í hlutfalli við réttindaávinning hjá hverjum launagreiðanda.
    Hafi innan árs áður en taka lífeyris hefst verið gerðar breytingar á föstum launum fyrir dagvinnu hjá tilteknum sjóðfélaga, og þessar breytingar eru umfram almennar breytingar á launum opinberra starfsmanna, skal reikna skuldbindingar launagreiðenda skv. 1. mgr. út frá launum eins og þau voru fyrir þessa hækkun.

B. Gildistaka og lagaskil.
58. gr.

    II. kafli laga þessara öðlast gildi 1. janúar 1997 og gilda um þá sem hefja töku lífeyris eftir gildistöku þeirra. Lífeyrisréttur þeirra sem byrjaðir eru töku lífeyris fyrir gildistöku laga þessara, svo og lífeyrisréttur maka þeirra og maka sjóðfélaga sem látist hafa fyrir gildistöku laganna, fer eftir reglum laga nr. 16/1965. Ákvæði 3. mgr. 8. gr. um að breytingar á lífeyrisgreiðslum skuli ákveðnar til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu gildir þó um allar lífeyrisgreiðslur frá 1. janúar 1997.
    Eftir gildistöku breytinga samkvæmt lögum þessum á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, nr. 16/1965, skal fella meginmál breytinganna inn í þau lög, ásamt síðari breytingum, og gefa lögin út svo breytt.

59. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 21. gr. og orðast svo:
    Sjóðfélagar, sem hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi, og þeir sem fá lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum við gildistöku laga þessara geta, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 8. gr. laganna og 1. mgr. 58. gr. laga þessara, valið hvort lífeyrisgreiðslur til þeirra breytist til samræmis við breytingar sem verða á launum er á hverjum tíma eru greidd fyrir það starf sem þeir gegndu síðast eða eftir atvikum við breytingar á launum fyrir hærra launað starf samkvæmt ákvæðum 6. mgr. 8. gr. og 1. eða 2. mgr. 13. gr. laganna, eða hvort þær skuli breytast samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 8. gr. laganna. Setja skal nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins um með hvaða hætti vali sjóðfélaga samkvæmt þessu verði háttað og innan hvaða tímamarka þeir skuli tilkynna sjóðnum um þessa ákvörðun

60. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 22. gr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 4. mgr. 8. gr. á sjóðfélagi, sem náð hefur 55 ára aldri við gildistöku laga þessara, rétt á lífeyri frá næstu mánaðamótum eftir að hann verður 60 ára, enda hafi hann þá látið af þeim störfum sem veitt hafa honum aðild að sjóðnum.
    Jafnframt eiga sjóðfélagar, sem eru á aldrinum frá 45 ára til 55 ára við gildistöku laga þessara, rétt á að hefja töku lífeyris á aldrinum frá 60 ára til 65 ára, þó svo að þeir uppfylli ekki aldursskilyrði 4. mgr. 8. gr., enda hafi þeir þá látið af þeim störfum sem veitt hafa aðild að sjóðnum. Réttur til töku lífeyris samkvæmt þessari málsgrein ákvarðast þannig að við 60 ára aldursmarkið bætist 0,5 mánuðir fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem hlutaðeigandi sjóðfélaga vantar til að hafa náð 55 ára aldri við gildistöku laga þessara.


61. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 23. gr. og orðast svo:
    Við gildistöku laga þessara skal reikna áunninn lífeyrisrétt allra sjóðfélaga eftir iðgjaldagreiðslutíma og hæsta starfshlutfalli sem viðkomandi sjóðfélagi hefur greitt iðgjald af til sjóðsins, eða áunnið sér réttindi fyrir án iðgjalda, í a.m.k. eitt ár samfellt eða samtals í þrjú ár, en þó aldrei af hærra starfshlutfalli en 100%. Hafi sjóðfélagi þannig greitt iðgjald til sjóðsins af fullu starfi samfellt í a.m.k. eitt ár, eða samtals í þrjú ár ef ekki hefur verið um samfelldan tíma að ræða, skal reikna honum 2% réttindaávinning fyrir hvert iðgjaldagreiðsluár, og hlutfallslega fyrir hluta úr ári. Hafi hæsta starfshlutfall, sem sjóðfélagi hefur greitt iðgjald af til sjóðsins, eða áunnið sér réttindi fyrir án iðgjalda, í a.m.k. eitt ár samfellt eða samtals í þrjú ár, verið lægra en 100% skal hins vegar reikna hlutfallslega lægri réttindi fyrir hvert iðgjaldagreiðsluár. Útreiknuð réttindi samkvæmt þessu skulu þó aldrei vera lægri en réttur skv. 2. mgr. 8. gr.
    Hafi sjóðfélagi náð hæsta starfshlutfalli sínu samtals í eitt ár eða lengri tíma, án þess að um samfellu í iðgjaldagreiðslum í eitt ár hafi verið að ræða, er stjórn sjóðsins heimilt að leggja það til grundvallar útreikningi skv. 1. mgr., enda hafi sjúkdómsforföll, atvinnuleysi eða sambærilegar ástæður komið í veg fyrir samfelldar iðgjaldagreiðslur.

62. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 24. gr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 14. gr. skal reikna lífeyri þeirra sjóðfélaga, sem greitt hafa skemur en þrjú ár til sjóðsins, þegar þeir hefja iðgjaldagreiðslu til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þannig að miðað verði við meðalhækkanir á launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu frá því starfsmaður hættir iðgjaldagreiðslu til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og þar til taka lífeyris hefst samkvæmt reglum 3. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 8. gr., enda sé samanlagður iðgjaldagreiðslutími til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins a.m.k. þrjú ár.

63. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 25. gr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 7. gr. og 4. mgr. 8. gr., um niðurfellingu iðgjaldagreiðslu sjóðfélaga eftir 32 ár eða samkvæmt 95 ára reglu, þurfa þeir hjúkrunarfræðingar, sem lokið hafa iðgjaldagreiðslu í 30 ár skv. 7. gr. laga nr. 16/1965, ekki að greiða iðgjald til sjóðsins. Lífeyrissjóðnum er þó heimilt að taka við iðgjöldum frá viðkomandi hjúkrunarfræðingum, samkvæmt beiðni þeirra frá gildistöku laga þessara og þar til þeir hafa lokið iðgjaldagreiðslu skv. 4. mgr. 7. gr. eða 4. mgr. 8. gr.

64. gr.

    Við lögin bætist ný grein sem verður 26. gr. og orðast svo:
    Sjóðfélagar eiga ekki rétt til töku ellilífeyris úr Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga á meðan þeir gegna hjúkrunarstörfum sem veita þeim rétt til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Að öðru leyti skal setja ákvæði í samþykktir sjóðsins til að koma í veg fyrir niðurfall réttinda eða tvítryggingu réttinda þegar sjóðfélagi flytur sig úr Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í nóvember 1995 ákvað fjármálaráðherra að skipa nefnd til að yfirfara lífeyrismál opinberra starfsmanna og þá sérstaklega lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Óskað var eftir tilnefningu í nefndina frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Kennarasambandi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fulltrúar þessara aðila störfuðu síðan í nefndinni ásamt fulltrúum fjármálaráðherra. Í nefndinni störfuðu þessir einstaklingar: Áslaug Guðjónsdóttir, lögfræðingur í fjármálaráðuneyti, Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, Björn Arnórsson, hagfræðingur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna, Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti, Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, Martha Á. Hjálmarsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, Sigurður Ólafsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneyti, Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hvað tryggingafræðilega útreikninga og athuganir varðar hafa Bjarni Guðmundsson, Benedikt Jóhannesson og Vigfús Ásgeirsson liðsinnt nefndinni við samanburð á núgildandi réttindakerfi og réttindum í nýju kerfi. Nefndarmenn hafa orðið sammála um að mæla með því við fjármálaráðherra að frumvarp þetta verði lagt fram á Alþingi.

I. Meginmarkmið nefndarstarfsins.

    Í framhaldi af yfirferð við útreikninga, upprifjun eldri hugmynda og framlagningu frumvarpsdraga af hálfu fulltrúa fjármálaráðherra í nefndinni, sbr. drög dagsett 27. febrúar 1996, vann nefndin markvisst að endurskoðun laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna með það að markmiði að ná sameiginlegri niðurstöðu.
    Í stuttu máli voru eftirfarandi meginatriði höfð að leiðarljósi í nefndarstarfinu:
    Núverandi starfsmönnum verði tryggður réttur til áframhaldandi aðildar að núverandi lífeyriskerfi, en jafnframt gefinn kostur á að flytja sig yfir í nýtt kerfi.
    Nýir starfsmenn fái eingöngu aðild að nýju kerfi.
    Verðmæti heildarréttinda verði hliðstæð í nýju kerfi og þau eru hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Iðgjald verði greitt af heildarlaunum.
    Sjóðfélagar ávinni sér réttindi á grundvelli innborgaðra iðgjalda.
    Ákvæði um réttindi verði lögbundin, en iðgjald launagreiðenda breytilegt.
    Vægi ellilífeyris- og örorkulífeyrisréttinda verði aukið.
    Réttur til töku ellilífeyris verði ekki háður starfslokum.
    Réttindi verði verðtryggð miðað við neysluverðsvísitölu.
    Réttur til flýtingar/seinkunar á töku ellilífeyris verði almennur.

II. Helstu breytingar.

    Til þess að ná þessum markmiðum er með frumvarpi þessu lagt til, að núverandi réttindakerfum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna verði lokað fyrir nýjum starfsmönnum. Samhliða verði settar reglur um nýtt réttindakerfi sem nýráðnir starfsmenn greiði iðgjald til. Til nýja kerfisins verði greitt iðgjald af öllum launum, og réttindaávinnsla í því byggist á stigaútreikningi. Þá er lagt til að núverandi sjóðfélögum í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna verði gefinn kostur á vali milli þess að vera í eldra réttindakerfi eða því nýja.
    Í frumvarpinu er lagt til að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins verði skipt í tvær fjárhagslega sjálfstæðar deildir sem kallaðar verða A-deild og B-deild. Nýir sjóðfélagar og þeir sem kjósa að færa sig úr eldra kerfi í nýtt greiði til A-deildar sjóðsins. Þeir sem aðild eiga að sjóðnum við gildistöku laga samkvæmt þessu frumvarpi verði hins vegar í B-deild sjóðsins, svo fremi þeir kjósi ekki að færa sig yfir í A-deildina.
    Réttindareglur í B-deildinni verða að meginstofni til óbreyttar frá gildandi lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þó verða gerðar nokkrar breytingar á lögum sjóðsins að því er varðar deildina. Breytingar þessar eiga það flestar sammerkt að þær eru til þess fallnar að taka á ýmsum framkvæmdarörðugleikum og túlkunarvandkvæðum sem komið hafa upp við framkvæmd núgildandi laga sjóðsins.
    Helsta breyting, sem í frumvarpi þessu er lögð til á réttindum í B-deildinni, lýtur að framkvæmd svokallaðrar eftirmannsreglu. Lagt er til að í stað þess að miða lífeyri við þau laun sem á hverjum tíma eru greidd fyrir það starf er sjóðfélagi gegndi síðast verði breytingar á lífeyri miðaðar við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu. Lífeyrisréttur við upphaf lífeyristöku verði eftir sem áður reiknaður samkvæmt launum við starfslok. Á þennan hátt verður þessi breytta regla jafnverðmæt fyrir sjóðfélaga þegar á heildina er litið. Núverandi sjóðfélögum verði þó gefinn kostur á að velja um óbreytta eftirmannsreglu.
    Samhliða þessum breytingum er lagt til að gerðar verði ráðstafanir til að styrkja B-deildina þannig að hún verði betur í stakk búin til þess að mæta skuldbindingum sínum. Í fyrsta lagi er lagt til, að eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður samkvæmt 32 ára eða 95 ára reglu muni launagreiðendur greiða 10% iðgjald til sjóðsins. Samkvæmt gildandi lögum hefur iðgjald launagreiðanda hins vegar fallið niður samtímis niðurfellingu iðgjalda sjóðfélaga. Í öðru lagi er lagt til að sú grein í lögum sjóðsins verði felld brott, sem kveður á um að sjóðurinn eigi að verja hluta af ávöxtun sinni til greiðslu á lífeyrishækkunum sem launagreiðendur væru ella krafðir um. Báðar þessar breytingar eru til að styrkja B-deildina. Gagnvart launagreiðendum hefur breytingin hins vegar fyrst og fremst þau áhrif að flýta greiðslum til sjóðsins.
    Eins og að framan greinir er með frumvarpinu lagt til að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna verði lokað fyrir nýjum sjóðfélögum á sama hátt og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Nýráðnir hjúkrunarfræðingar fara samkvæmt frumvarpinu í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Jafnframt verður núverandi sjóðfélögum gefinn kostur á að flytja sig úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
    Samhliða þessu er lagt til að lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna verði breytt til samræmis við ákvæði sem gilda munu áfram um B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna hefur nánast ekkert verið breytt síðan árið 1965. Ýmsar breytingar, sem gerðar hafa verið á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins á undanförnum árum, hafa fram að þessu ekki verið gerðar til samræmis á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Með þessu frumvarpi er lagt til að reglur sjóðanna verði samræmdar að þessu leyti.
    Við gerð tillagna í frumvarpi þessu um nýtt réttindakerfi, þ.e. A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, var það meginsjónarmið haft að leiðarljósi að verðmæti réttinda í A-deild sjóðsins væru þegar á heildina er litið sambærileg réttindum samkvæmt núgildandi lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hins vegar eru reglur um A-deildina í verulegum atriðum frábrugðnar eldri réttindareglum.
    Þannig eru útreikningsreglur lífeyris í þessum tveimur kerfum mismunandi. Samkvæmt gildandi lögum fer lífeyrisréttur sjóðfélaga eftir því hversu lengi þeir hafa greitt iðgjald til sjóðsins, í hvaða starfshlutfalli þeir hafa verið á hverjum tíma og því starfi sem þeir gegna við starfslok. Hafi þeir fyrr á iðgjaldagreiðslutíma sínum verið í hærra launuðu starfi en því sem þeir gegndu síðast eru lífeyrisgreiðslur reiknaðar samkvæmt því starfi, enda hafi viðkomandi gegnt því í a.m.k. í 10 ár. Eftir að taka lífeyris hefst taka lífeyrisgreiðslur síðan þeim breytingum, sem verða á launum fyrir viðmiðunarstarf.
    Í frumvarpinu er hins vegar lagt til að lífeyrisréttur í A-deild verði reiknaður eftir stigakerfi, þar sem réttindaávinningur ársins fari eftir fjárhæð iðgjalda á hverjum tíma. Eftir að taka lífeyris hefst er síðan lagt til að hann breytist í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Samhliða þessari breytingu er lagt til að sjóðfélagar í A-deild greiði iðgjald af öllum launum alla starfsævi sína. Niðurfelling iðgjalda eftir 32 ár eða samkvæmt 95 ára reglu verður því afnumin hjá deildinni.
    Í frumvarpinu er lagt til að réttur til elli-, örorku- og makalífeyris ásamt rétti til barnalífeyris verði ákveðinn í lögum sjóðsins. Jafnframt er iðgjaldahluti launþega lögbundinn 4% samkvæmt frumvarpinu. Hins vegar er lagt til að iðgjald launagreiðenda verði breytilegt og endurskoðað árlega. Samkvæmt frumvarpinu á iðgjald launagreiðenda á hverjum tíma að vera við það miðað að iðgjöld til sjóðsins dugi til að hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu er lagt til að iðgjaldaprósenta launagreiðenda verði 11,5% af heildarlaunum sjóðfélaga á árinu 1997. Með greiðslu iðgjalda samkvæmt þessu hafa launagreiðendur þá staðið við allar skuldbindingar sínar gagnvart sjóðnum.
    Í frumvarpinu eru lagðar til verulegar breytingar á útreikningsreglum elli-, örorku- og makalífeyris hjá A-deildinni miðað við núgildandi lög sjóðsins. Að hluta til eru þessar breytingar til komnar vegna útreiknings samkvæmt stigakerfi, en að hluta til er um tilfærslu á milli einstakra tegunda lífeyris að ræða. Þannig má almennt segja að réttur til elli- og örorkulífeyris sé aukinn samkvæmt frumvarpinu, en á móti dregið úr makalífeyrisréttindum.

III. Helstu ástæður fyrir nauðsyn breytinga.

    Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar á starfsemi lífeyrissjóða, ýmist í kjölfar lagasetningar um lífeyrismál eða vegna breytinga á lögum og reglugerðum einstakra lífeyrissjóða. Mikil breyting hefur einnig orðið hjá lífeyrissjóðnum í fjárhagslegum efnum og á starfsumhverfi. Þá hefur á síðustu árum verið tekinn upp sá háttur að gjaldfæra og skuldfæra lífeyrisskuldbindingar í reikningum opinberra aðila. Þrátt fyrir þetta hafa þó litlar breytingar verið gerðar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna á undanförnum árum.
    Samkvæmt gildandi lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna hvílir sú ábyrgð á launagreiðendum sem tryggt hafa starfsmenn sína í sjóðunum að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta af lífeyrisgreiðslum. Greiðsla launagreiðenda samkvæmt þessu fer eftir hækkunum, sem verða á lífeyrisgreiðslum og hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eftir tekjum sem sjóðurinn hefur af skuldabréfum sem keypt hafa verið af ríkinu.
    Vegna þessa hvíla verulegar skuldbindingar á ríkissjóði og öðrum launagreiðendum sem greitt hafa iðgjöld til þessara sjóða. Samkvæmt ársreikningi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fyrir árið 1995 voru skuldbindingar alls metnar vera 123 milljarðar króna ef miðað var við 2% ávöxtun umfram launahækkanir, en 102 milljarðar króna ef miðað var við 3% ávöxtun. Í efnahagsreikningi sjóðsins kemur hins vegar fram að bókfærðar eignir voru á sama tíma 22,2 milljarðar króna, en samkvæmt endurmati voru eignirnar 24,7 milljarðar króna.
    Samkvæmt ársreikningi Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna fyrir árið 1995 voru skuldbindingar sjóðsins metnar vera 13,4 milljarðar króna ef miðað var við 2% ávöxtun umfram launahækkanir, en 10,6 milljarðar króna ef miðað var við 3% ávöxtun. Samkvæmt efnahagsreikningi sjóðsins voru bókfærðar eignir á sama tíma 3,5 milljarðar króna, en samkvæmt endurmati voru eignirnar 4 milljarðar króna.
    Við skoðun á þessum fjárhæðum eigna og skuldbindinga lífeyrissjóðanna verður að taka tillit til þess að við mat á eignum sjóðsins hefur ekki verið tekið tillit til krafna sjóðsins á hendur launagreiðendum um að þeir endurgreiði lífeyrissjóðnum í framtíðinni hluta af lífeyrisgreiðslum. Þó svo launagreiðendur hafi á undanförnum árum í auknu mæli tekið upp þá reglu að bókfæra skuldbindingar sínar í ársreikningum, eins og t.d. er gert í ríkisreikningi, hafa fyrrnefndir lífeyrissjóðir ekki fært þessar kröfur til eignar í sínum reikningum.
    Eins og að framan greinir fer greiðsla launagreiðenda á hverjum tíma vegna þessara skuldbindinga annars vegar eftir þeim hækkunum sem verða á lífeyrisgreiðslum og hins vegar eftir tekjum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af skuldabréfum sem keypt hafa verið af ríkinu. Greiðsla launagreiðenda á hverju ári umfram iðgjaldagreiðslu fer því hvorki eftir raunverulegri þörf lífeyrissjóðanna fyrir fé til greiðslu lífeyris né heldur eftir þeim skuldbindingum sem myndast hjá sjóðunum á hverjum tíma.
    Þær skuldbindingar, sem rætt er um hér að framan, hvíla að hluta til á ríkissjóði vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna hjá A-hluta ríkisstofnunum, að hluta til hjá B-hluta ríkisstofnunum og að hluta til hjá ýmsum öðrum launagreiðendum sem fengið hafa aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna samkvæmt heimild í lögum sjóðanna þar að lútandi. Meðal síðastgreindu launagreiðendanna má nefna rúmlega 50 sveitarfélög, nokkur samtök sveitarfélaga, stéttarfélög, líknarfélög, sjálfseignarstofnanir o.fl. Á öllum þessum launagreiðendum hvíla verulegar skuldbindingar gagnvart sjóðunum.
    Þegar einstaklingur hefur unnið hjá fleiri en einum launagreiðanda, sem greitt hefur iðgjald fyrir hann til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eða Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna, skiptist sú skuldbinding, sem til er stofnað, milli þessara launagreiðenda í tilteknum hlutföllum. Núverandi reglur um skiptingu skuldbindinga milli fleiri en eins launagreiðanda leiða oft til ósanngjarnrar niðurstöðu og hafa í för með sér óvissu um skuldbindingar hvers og eins ábyrgðaraðila.
    Eftir flutning grunnskólans til sveitarfélaganna hefur öðrum launagreiðendum en ríkissjóði, sem greiða iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fjölgað verulega. Sú breyting undirstrikar því enn frekar nauðsyn þess að breyta reglum um ábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum sjóðsins.
    Þegar gerð hefur verið breyting á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga hafa iðulega komið upp vandkvæði vegna gildandi reglna um útreikning lífeyris. Til dæmis komu þau berlega í ljós við verkaskipti sem urðu á árunum 1990 og 1991 samkvæmt lögum nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, og lögum nr. 75/1990, um breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu. Ýmsum spurningum, sem fram komu um lífeyrisréttindi starfsfólks við þau verkaskipti, er í raun enn ósvarað.
    Samsvarandi vandamál hafa komið upp í tengslum við einkavæðingu og verkefnatilflutning til einkaaðila. Einstaklingar, sem skipta um starf, koma til starfa hjá ríkinu eða hefja starf hjá öðrum launagreiðanda eftir að hafa unnið hjá ríkinu, hafa einnig orðið fyrir óþægindum og tapað eða misst af réttindum.
    Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna greiða einungis iðgjald af dagvinnulaunum, vaktaálagi, persónuuppbót og orlofsuppbót. Lífeyrisréttindi þeirra eru síðan einungis reiknuð af þessum launategundum. Skapar þetta ósamræmi milli sjóðfélaga í þessum sjóðum og sjóðfélaga í almennu sjóðunum, þar sem almennt eru greidd iðgjöld af öllum launum.
    Þá hefur stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins iðulega bent á nauðsyn þess að endurskoða ýmis ákvæði í lögum sjóðsins. Þessar ábendingar hafa verið gerðar vegna ýmissa örðugleika við framkvæmd á gildandi lögum. Einnig hefur stjórn sjóðsins bent á ýmis ákvæði í lögum sjóðsins, sem mættu vera skýrari.
    Loks má benda á erfiðleika við túlkun á svokallaðri eftirmannsreglu. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna gildir sú regla að lífeyrisréttur sjóðfélaga er reiknaður sem tiltekinn hundraðshluti af launum sem greidd eru fyrir það starf, sem sjóðfélagi gegndi síðast. Eftir að taka lífeyris hefst fylgja lífeyrisgreiðslur þeim breytingum sem verða á launum fyrir þetta tiltekna starf. Lífeyrisgreiðslur breytast þannig í hlutfalli við breytingar á launum eftirmanna í starfi.
    Þessi regla er mjög erfið í framkvæmd og í raun illframkvæmanleg. Störf breytast og verkefni launagreiðenda breytast. Í mörgum tilfellum er því erfitt að segja til um hver sé eftirmaður viðkomandi lífeyrisþega. Þá er samkvæmt verklagsreglum lífeyrissjóðanna leitast við að láta lífeyrisgreiðslur fylgja launaþróun hliðstæðra starfa. En slíkt mat verður alltaf erfitt í framkvæmd.
    Verði gerðar breytingar á launakerfi opinberra starfsmanna eða fyrirkomulagi launagreiðslna er gert ráð fyrir að teknar verði upp viðræður við heildarsamtök starfsmanna í þeim tilgangi að breytingar á lífeyrisgreiðslum svari til breytinga á launum fyrir dagvinnu, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins samkvæmt frumvarpinu.
    Hér að framan hefur verið minnst á helstu ástæður þess að nauðsynlegt er að breyta gildandi lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Nánar verður fjallað um þessi atriði og fleiri síðar í þessari greinargerð.

IV. Lagasetning.

    Með lögum nr. 51/1921 var settur á stofn lífeyrissjóður fyrir embættismenn og ekkjur þeirra. Lagasetning um eftirlaun embættismanna er þó talsvert eldri en frá 1921, en um miðja síðustu öld voru lögleidd á Íslandi lög um eftirlaun þeirra sem konungur hafði gert að embættismönnum og launaðir voru af sjóði ríkisins.
    Lögin frá 1921 um Lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra voru í gildi fram að gildistöku laga nr. 101/1943, en með þeim lögum var nafni sjóðsins breytt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Með lögunum frá 1943 var gerð veruleg breyting á lífeyrisréttindum starfsmanna ríkisins. Fyrir gildistöku laga nr. 101/1943 höfðu einungis þeir sem tóku laun eftir lögum um laun embættismanna greitt í Lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra. Eftir lagabreytinguna varð aðild að sjóðnum mun víðtækari. Meginreglan varð þá að allir ríkisstarfsmenn, sem uppfylltu ákveðin ráðningarskilyrði, urðu sjóðfélagar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Með lögunum nr. 101/1943 var grunnur lagður að því lífeyrisréttindakerfi fyrir starfsmenn ríkisins sem nú er við lýði. Á næstu árum eftir gildistöku laganna frá 1943 voru gerðar ýmsar breytingar á lögunum, en næstu heildarlög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins voru lög nr. 64/1955. Síðan voru sett ný lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 29/1963, sem nú gilda þótt á þeim hafi verið gerðar ýmsar breytingar í gegnum árin.
    Hjúkrunarkonur höfðu ekki aðild að lífeyrissjóði fyrr en með lögum nr. 103/1943, en í greinargerð með þeim lögum voru tilgreindar ýmsar ástæður fyrir því að heppilegra þótti að hafa sérstakan lífeyrissjóð fyrir hjúkrunarkonur heldur en að taka þær inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Lögum þessum var breytt með lögum nr. 34/1955 og aftur voru sett ný lög um sjóðinn á árinu 1965. Núgildandi lög sjóðsins eru nr. 16/1965 og hafa þau nánast verið óbreytt frá setningu þeirra.

V. Tryggingafræðilegar forsendur.

    Við samningu þessa frumvarps voru tryggingafræðingar fengnir til að leggja mat á verðmæti réttinda samkvæmt núgildandi lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og á verðmæti þeirra réttinda sem gert er ráð fyrir í A-deild sjóðsins. Við mat á heildarréttindum hins nýja kerfis og núverandi kerfis byggðu tryggingafræðingarnir á tilteknum forsendum sem notaðar voru við samanburð á kerfunum. Þannig var útreikningur miðaður við tryggingafræðilegar forsendur um lífslíkur, starfsorku og barneignalíkur, hlutfall sjóðfélaga í hjónabandi, skiptingu þeirra eftir aldri og kyni, aldursmun hjóna í sjóðnum, ávöxtun iðgjalda og þróun launa miðað við neysluverð og meðaltal yfirvinnugreiðslna.
    Það var mat tryggingafræðinganna að verðmæti launa og lífeyris starfsmanna ríkisins væri sambærilegt í eldra kerfi og hinu nýja, ef árlegur ellilífeyrir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins næmi 1,9% af heildarlaunum starfsmannsins yfir starfsævina miðað við 65 ára ellilífeyrisaldur. Hefji starfsmaður töku ellilífeyris á aldrinum 60 til 65 ára skerðist rétturinn um 0,5% fyrir hvern mánuð sem vantar á 65 ára aldurinn, en ef ellilífeyrir er tekinn á aldrinum frá 65 til 70 ára þá aukist réttindin sem áunnin voru við 65 ára aldurinn um 0,8% fyrir hvern mánuð sem töku ellilífeyris er frestað fram yfir 65 ára aldurinn.
    Í skýrslu tryggingafræðinganna er jafnframt bent á að sjóðfélagar í A-deild sjóðsins fái að meðaltali meiri lífeyrisréttindi en samkvæmt núgildandi lögum, enda greiði þeir í staðinn 4% iðgjald af heildarlaunum allan starfstímann í stað 4% af föstum launum fyrir dagvinnu í eldra kerfi og þá ekki alla starfsævi. Aukning lífeyrisréttinda í hinu nýja kerfi eigi því að samsvara þessum auknu iðgjaldagreiðslum starfsmanna.
    Í skýrslu tryggingafræðinganna er síðan lagt mat á iðgjaldaþörf A-deildar sjóðsins og hún áætluð 15,5% af heildarlaunum. Til frekari útskýringar á samanburði réttinda í núgildandi kerfi og fyrirhugaðri A-deild er vísað til skýrslu tryggingafræðinganna sem fylgir með þessu frumvarpi.

VI. Breytingar á greiðslum til sjóðanna.

    Þegar lagt er mat á breytingar á greiðslum til sjóðanna er rétt að skoða hvora deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fyrir sig og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna sérstaklega. Jafnframt þarf að hafa í huga að fjárhagsleg áhrif breytinganna fyrir sjóðina eru ekki þau sömu og fyrir ríkið m.a. vegna þess að aðeins hluti sjóðfélaganna eru starfsmenn ríkisins.

     B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Breytingar á greiðslum til þessarar deildar sjóðsins koma einkum fram í þremur atriðum:
    Gera þarf ráð fyrir lækkun iðgjaldagreiðslna vegna þess að engir nýir sjóðfélagar munu hefja iðgjaldagreiðslur í stað þeirra sem hætta. Einnig þarf að gera ráð fyrir lækkun iðgjaldagreiðslna vegna þess að hluti sjóðfélaga mun færa sig úr B-deild sjóðsins í A-deild hans. Óvíst er hversu margir munu færa sig á milli deildanna.
    Áætlað er að niðurfelling 2. mgr. 25. gr. gildandi laga sjóðsins, sbr. 22. gr. frumvarpsins, auki innstreymi til sjóðsins um 750 m.kr. þegar sú breyting tekur gildi árið 1998. Eins og greint er frá í athugasemdum við 22. gr. hefur greiðsla þessi, og greiðsla samkvæmt næsta lið hér á eftir, fyrst og fremst áhrif varðandi það hvenær launagreiðendur fullnusta skuldbindingar sínar gagnvart sjóðnum.
    Í 13. gr. frumvarpsins er lagt til að launagreiðendur greiði 10% iðgjald til B-deildar sjóðsins, eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður vegna 32 ára eða 95 ára reglu. Gert er ráð fyrir að auknar greiðslur vegna þessa verði tæplega 100 m.kr. á árinu 1997.

     A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Vegna þessarar deildar er rétt að skoða eftirfarandi atriði:
    Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins er lagt til að aðildarskilyrði að deildinni verði rýmkuð frá því sem nú er. Einstaklingar, sem áður greiddu til Söfnunarsjóðsins, munu eftir breytinguna greiða til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Áætla má að iðgjöld vegna þessara einstaklinga verði um 180 m.kr.
    Reikna má með að u.þ.b. 1.700 nýráðnir einstaklingar hefji greiðslu til A-deildarinnar á árinu 1997. Iðgjöld vegna þeirra eru áætluð um 170 m.kr.
    Stærsti óvissuþátturinn við mat á greiðslum til A-deildarinnar varðar það hversu margir munu flytja sig úr B-deild sjóðsins til A-deildar.

     Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Vegna áhrifa á greiðslur til sjóðsins þarf að hafa tvö atriði sérstaklega í huga:
    Gera þarf ráð fyrir lækkun iðgjaldagreiðslna vegna þess að engir nýir sjóðfélagar munu hefja iðgjaldagreiðslur í stað þeirra sem hætta. Einnig þarf að gera ráð fyrir lækkun iðgjaldagreiðslna vegna þess að hluti sjóðfélaga mun færa sig úr sjóðnum í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Óvíst er hversu margir munu færa sig frá sjóðnum til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Í 51. gr. frumvarpsins er lagt til að launagreiðendur greiði 10% iðgjald til sjóðsins eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður. Gert er ráð fyrir að auknar greiðslur vegna þessa verði u.þ.b. 10 m.kr. á árinu 1997.

VII. Skipting frumvarpsins í kafla.

    Frumvarpi þessu er skipt í tvo kafla sem hér segir:
    I. kafli skiptist í fjóra undirkafla og fjallar sá fyrsti um breytingu á þeim ákvæðum laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem varða skipulag hans, aðild að sjóðnum, ávöxtun fjármuna o.fl. atriði sem gilda fyrir báðar deildir sjóðsins.
    Annar undirkaflinn fjallar um breytingar á ákvæðum laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins varðandi iðgjaldagreiðslur, lífeyrisréttindi, ábyrgð launagreiðenda o.fl. Samkvæmt frumvarpinu munu þessi ákvæði eingöngu gilda fyrir B-deild sjóðsins.
    Í þriðja undirkaflanum eru ný ákvæði um iðgjaldagreiðslur, lífeyrisréttindi o.fl. ákvæði sem eingöngu gilda fyrir A-deild sjóðsins.
    Í fjórða undirkaflanum eru ákvæði um gildistöku breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og um lagaskil á milli eldri og nýrri réttindareglna hjá sjóðnum.
    II. kafli fjallar um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Hann skiptist í tvo undirkafla.
    Í síðari kaflanum eru ákvæði um gildistöku breytinga á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, um lagaskil milli eldri og nýrri réttindareglna hjá sjóðnum og um lagaskil milli réttindareglna hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.

    Með 1. gr. eru gerðar breytingar á 1. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Í 1. mgr. er hlutverk sjóðsins skilgreint nánar en gert er í gildandi lögum. Þar er jafnframt tilgreint að heimili hans og varnarþing sé í Reykjavík.
    Í 2. mgr. er tilgreint að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins skuli starfa í tveimur fjárhagslega sjálfstæðum deildum, A-deild og B-deild. Ákvæði um hverjir skuli greiða til hvorrar deildar um sig og um starfsemi hvorrar deildar eru í seinni greinum frumvarpsins.
    Samkvæmt 2. mgr. eiga A-deild og B-deild sjóðsins að skipta með sér rekstrarkostnaði í hlutfalli við umfang hvorrar deildar í rekstri sjóðsins. Hlutdeild deildanna á þannig að miðast við það hversu stór hluti af rekstrarkostnaði hvers árs er vegna vinnu fyrir hvora deild um sig. Stjórn sjóðsins er ætlað að setja reglur um þessa skiptingu.

Um 2. gr.

    Í þessari grein er fjallað um það hverjir teljist sjóðfélagar samkvæmt lögunum og kemur hún í stað 2. gr. í gildandi lögum. Samkvæmt greininni teljast þeir sjóðfélagar, sem greiða iðgald til sjóðsins, þeir sem njóta elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum og þeir sem eiga geymd réttindi hjá sjóðnum en hafa hætt iðgjaldagreiðslu án þess að vera byrjaðir að taka lífeyri.

Um 3. gr.

    Greinin fjallar um hverjir skuli eiga aðild að A-deild sjóðsins, hverjir eigi rétt til aðildar að deildinni þó svo ekki sé um skylduaðild að ræða og um heimildir stjórnar til að veita öðrum aðild að A-deild sjóðsins en þeim sem skulu eiga aðild eða er sjálfkrafa heimil aðild. Greinin kemur í stað 3. gr. gildandi laga.
    Í 1. mgr. eru ákvæði um aðild starfsmanna ríkisins að A-deildinni. Samkvæmt greininni skulu allir þeir starfsmenn ríkisins, sem náð hafa 16 ára aldri og fá greidd laun á grundvelli kjarasamninga eða launaákvarðana samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna eða lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd, vera sjóðfélagar í A-deild sjóðsins, sbr. þó 2. og 4. mgr. 4. gr. Þó er heimilt samkvæmt ákvæðum greinarinnar að semja svo um í kjarasamningi að tilteknir hópar starfsmanna ríkisins, sem uppfylla skilyrði til aðildar að sjóðnum, geti greitt í aðra lífeyrissjóði. Þetta síðastnefnda getur t.d. átt við um lækna, verkfræðinga og tæknifræðinga sem þannig geta samið svo um í kjarasamningi að þeir greiði til annars lífeyrissjóðs en Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Ákvæði 1. mgr. verður síðan að skoða með hliðsjón af 2.–4. mgr. 4. gr. Þar kemur fram sú meginstefna að þeir sem áttu skylduaðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins fyrir breytinguna geti áfram átt aðild að B-deild sjóðsins, sem að mestu leyti byggir á óbreyttu réttindakerfi. Kjósi þeir hins vegar að greiða fremur iðgjald til A-deildarinnar er þeim það þó heimilt.
    Samkvæmt 3. gr. gildandi laga um lífeyrissjóðinn nr. 29/1963, er aðild starfsmanna ríkisins að sjóðnum takmörkuð vegna ákvæða um ráðningartíma og ráðningarkjör. Aðild að sjóðnum hafa þannig átt þeir starfsmenn ríkisins sem skipaðir eru, settir eða ráðnir með föstum launum til ekki skemmri tíma en eins árs eða með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda sé starf þeirra aðalstarf hlutaðeigandi og a.m.k. hálft starf. Þessi takmörkun verður ekki lengur til staðar hjá A-deild skv. 3. gr. frumvarpsins. Eftir breytinguna hafa t.d. lausráðnir starfsmenn ríkisins, þeir starfsmenn ríkisins sem fá greidd laun samkvæmt tímakaupi og þeir sem eru í minna en hálfu starfi rétt til aðildar að sjóðnum. Á móti kemur að í 3. gr.eru skýrari ákvæði en í gildandi lögum um að aðild að sjóðnum verður takmörkuð við þá starfsmenn ríkisins sem fá greidd laun á grundvelli kjarasamninga eða launaákvarðana samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna eða lögum um Kjaradóm og kjaranefnd.
    Hjúkrunarfræðingar hafa fram til þessa átt aðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna sem starfað hefur samkvæmt lögum nr. 16/1965. Í II. tölul. 3. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, hefur því verið ákvæði sem hefur undanþegið hjúkrunarfræðinga er starfa hjá ríkinu frá aðildarskyldu að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Slíkt ákvæði er ekki í 3. gr. samkvæmt frumvarpi þessu. Eftir þessa breytingu og þá breytingu, sem gerð er samhliða á Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna, munu hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá ríkinu, greiða iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins verði ekki samið um aðra skipan mála í kjarasamningi. Hjúkrunarfræðingar, sem eru í starfi við árslok 1996, geta þó verið áfram í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna.
    2. mgr. fjallar um aðildarrétt að A-deildinni fyrir kennara og skólastjórnendur grunnskóla, þá sem starfa hjá grunnskólum við annað en kennslu eða skólastjórnun, þá sem starfa hjá skólaskrifstofum og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og aðild eiga að sjóðnum við árslok 1996. Jafnframt fjallar málsgreinin um aðildarrétt að A-deildinni fyrir hjúkrunarfræðinga sem höfðu skylduaðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna við árslok 1996 og vinna í þjónustu annarra launagreiðenda en ríkissjóðs. Þessir einstaklingar eiga samkvæmt gildandi lögum rétt til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eða Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Þeir eiga áfram rétt til aðildar að B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eða Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Kjósi þeir hins vegar að hefja greiðslu til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafa þeir rétt til þess. Varðandi nánari skýringu á ákvæðum 2. mgr. vísast til greinargerðar með 4. gr.
    Eins og greint er frá hér að framan á 2. mgr. einungis við um þá starfsmenn sem gegna tilteknum störfum og aðild eiga að sjóðnum við árslok 1996. Um kennara og skólastjórnendur grunnskóla og hjúkrunarfræðinga, sem ráðnir verða til starfa eftir árslok 1996, gilda hins vegar bráðabirgðaákvæði I í gildistökukafla þessara laga.
    Það er sameiginlegt með ákvæðum 1. og 2. mgr. að sjóðfélagar, sem þar um ræðir, eiga sjálfkrafa rétt á aðild að A-deild lífeyrissjóðsins. Á launagreiðendum þeirra hvílir því sú skylda að greiða iðgjald þeirra vegna til sjóðsins, nema um annað sé samið. Heimild til aðildar skv. 3.–5. mgr. er hins vegar alltaf háð samþykki viðkomandi launagreiðanda.
    Samkvæmt 3. mgr. er félagsmönnum aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands, sem ekki eiga aðild að sjóðnum skv. 1. og 2. mgr., heimilt að greiða iðgjald til A-deildar sjóðsins ef launagreiðendur þeirra samþykkja aðildina og þær skuldbindingar sem henni fylgja. Þetta ákvæði á þannig m.a. annars við um félagsmenn í þessum samtökum sem starfa hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum í eigu ríkisins, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum.
    Heimildir skv. 3. mgr. eru nokkuð breyttar frá því sem er í gildandi lögum sjóðsins. Skv. 4. gr. laga sjóðsins, nr. 29/1963, er stjórn hans heimilt að taka í tölu sjóðfélaga starfsmenn hjá þar tilgreindum launagreiðendum. Meðal launagreiðenda, sem taldir eru upp í greininni, eru sveitarfélög og uppeldis- og heilbrigðisstofnanir sem reknar eru af sjálfstæðum styrktar- og líknarfélögum. Skv. 4. gr. gildandi laga leggur stjórn sjóðsins því hverju sinni mat á það hvort heimila skuli viðkomandi launagreiðanda að greiða iðgjald til sjóðsins fyrir starfsmenn sína. Eftir reglu 3. mgr. geta félagsmenn í aðildarfélögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aðildarfélögum Bandalags háskólamanna og Kennarasambandi Íslands samið um það við launagreiðendur að iðgjöld fyrir starfsmennina verði greidd til sjóðsins. Þarf þá ekki samþykki stjórnar sjóðsins fyrir aðildinni eins og nú er.
    Félagsmenn í framangreindum samtökum opinberra starfsmanna starfa í dag hjá fleiri launagreiðendum en þeim sem taldir eru upp í 4. gr. gildandi laga. Þannig starfa sumir t.d. hjá einkaaðilum. Þessir einstaklingar hafa ekki, að óbreyttum lögum, heimild til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Sama gildir um starfsmenn sem ráðast til starfa hjá fyrirtækjum eða stofnunum ríkisins eftir að þeim hefur verið breytt í hlutafélög. Eftir reglu 3. mgr. geta einnig þessir launagreiðendur greitt iðgjald til sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína sem eru í áðurnefndum samtökum opinberra starfsmanna.
    Breyting þessi á heimildum til aðildar að sjóðnum er möguleg í ljósi þeirra breytinga sem með frumvarpi þessu eru gerðar á iðgjaldagreiðslum launagreiðenda til samræmis við þær skuldbindingar sem stofnað er til á hverjum tíma. Iðgjald, sem greitt er til sjóðsins samkvæmt gildandi lögum, dugar hins vegar hvergi til greiðslu lífeyris. Því hafa verið settar þröngar skorður varðandi það hverjir hafa haft heimild til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Samkvæmt 4. mgr. greinarinnar er stjórn sjóðsins heimilt að veita öðrum en þeim sem ákvæði 1.–3. mgr. ná til aðild að A-deild sjóðsins, svo framarlega sem þeir eigi ekki skylduaðild að öðrum lífeyrissjóði og fyrir liggi að viðkomandi launagreiðandi hafi samþykkt aðildina og þær skuldbindingar sem henni fylgja. Ákvæði greinarinnar tilgreinir ekki frekari takmarkanir en þær sem leiðir af skylduaðild að öðrum sjóði. Samkvæmt málsgreininni á stjórn sjóðsins að setja ákvæði í samþykktir sínar um hvernig þessu heimildarákvæði verði beitt.
    Meginreglan verður sú að sjóðfélagar séu félagsmenn í aðildarfélögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna eða í Kennarasambandi Íslands. Skv. 4. mgr. er stjórn sjóðsins hins vegar heimilt að veita öðrum aðild að sjóðnum. Samkvæmt ákvæðum málsgreinarinnar skulu nánari reglur um aðild þessa vera í samþykktum sjóðsins. Stjórn sjóðsins verður síðan hverju sinni að samþykkja aðild samkvæmt þessari málsgrein.
    Í 5. mgr. greinarinnar er loks ákvæði, er heimilar þeim launagreiðendum, sem greiddu iðgjald til sjóðsins fyrir starfsmenn sína á árinu 1996, að greiða áfram iðgjald til sjóðsins fyrir þessa sömu starfsmenn. Skv. 5. mgr. 4. gr. hafa þessir launagreiðendur heimild til að greiða iðgjald til B-deildar fyrir þá starfsmenn sem hér um ræðir. Og samkvæmt 5. mgr. þessarar greinar hafa þeir sömu heimild til aðildar að A-deildinni.
    Þar sem félagsmönnum aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands er með 3. mgr. þessarar greinar veitt heimild til aðildar að A-deildinni svo framarlega sem launagreiðendur þeirra samþykki aðildina. Þá hefur ákvæði 5. mgr. eingöngu þýðingu gagnvart þeim starfsmönnum launagreiðenda sem aðild áttu að sjóðnum á árinu 1996 og ekki eru í framangreindum bandalögum opinberra starfsmanna. Þetta ákvæði á þannig t.d. við um þá einstaklinga sem greitt hafa iðgjald til sjóðsins af launum sem greidd eru samkvæmt samningi bankamanna, s.s. starfsmenn Byggðastofnunar, Þjóðhagsstofnunar og starfsmenn nokkurra sparisjóða, og um starfsmenn stjórnmálaflokka.


Um 4. gr.

    Meginefni greinarinnar er að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga og réttindaávinnsla til ársloka 1996 skuli varðveitast í B-deild sjóðsins. Sjóðfélagar, sem aðild áttu að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins við árslok, geta síðan áfram verið í B-deildinni, eða fært sig yfir í A-deild sjóðsins kjósi þeir svo. Greinin kemur í stað 4. gr. gildandi laga, nr. 29/1963, sem fjallar um heimildir stjórnar sjóðsins til að veita öðrum en starfsmönnum ríkisins aðild að lífeyrissjóðnum, en ákvæði um þau málefni eru í 3. og 4. gr. þessa frumvarps.
    Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skulu sjóðfélagar, sem greiddu iðgjald til sjóðsins eða áunnu sér réttindi án iðgjaldagreiðslu við árslok 1996, eiga rétt til aðildar að B-deild sjóðsins á meðan þeir starfa hjá ríkinu og ráðning þeirra uppfyllir sömu skilyrði og þarf samkvæmt gildandi lögum til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Skilyrði þessi eru að viðkomandi sé skipaður, settur eða ráðinn til a.m.k. eins árs eða með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti og að starf hans sé ekki minna en hálft starf. Uppfylli ráðningarkjör viðkomandi einstaklings þessi skilyrði og hafi hann verið í starfi, sem veitti honum aðild að lífeyrissjóðnum við árslok 1996, á hann rétt til aðildar að B-deild sjóðsins. Skiptir þá ekki máli hvort hann hafi verið ríkisstarfsmaður eða starfað hjá öðrum launagreiðendum sem tryggja starfsmenn sína hjá sjóðnum á þeim tíma.
    Í seinni málslið 2. mgr. er síðan ákvæði um réttindi þeirra kennara og skólastjórnenda við grunnskóla sem voru í starfi er veitti þeim rétt til aðildar að sjóðnum við árslok 1996 og í 3. mgr. eru ákvæði um réttindi annarra starfsmanna við grunnskóla, starfsmanna á skólaskrifstofum og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem aðild áttu að sjóðnum við sama tímamark.
    Samkvæmt lögum nr. 98/1996, um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, eiga kennarar og skólastjórnendur, sem ráðnir eru samkvæmt ákvæðum laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla og starfa við skóla, sem eru reknir af sveitarfélögum samkvæmt lögum um grunnskóla, aðild að lífeyrissjóðnum. Sama gildir um aðra starfsmenn grunnskóla og fræðsluskrifstofa sem ráðnir voru af ríkinu og áttu aðild að lífeyrissjóðnum 31. júlí 1996 við gildistöku breytingarlaganna og ráðnir voru til áframhaldandi starfa við grunnskóla sveitarfélaga og skólaskrifstofur þeirra. Og samkvæmt lögum nr. 156/1995, sem einnig eru breytingarlög við lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, eiga þeir starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem við árslok 1995 greiddu til sjóðsins vegna starfa hjá Sjálfseignarstofnuninni St. Jósefsspítala í Reykjavík, rétt til aðildar að sjóðnum meðan þeir starfa hjá sjúkrahúsinu.
    Samkvæmt ákvæðum 2. og 3. mgr. að því er þessa hópa varðar hafa þeir sama rétt til aðildar að B-deild sjóðsins eins og þeir höfðu til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins við árslok 1996.
    Sjóðfélögum, sem rétt eiga á aðild að B-deild sjóðsins samkvæmt ákvæðum 2. og 3. mgr., er heimilt að greiða iðgjald til A-deildarinnar samkvæmt ákvæðum 4. mgr., kjósi þeir það fremur. Hafi þeir hins vegar valið að greiða til A-deildarinnar fellur niður réttur þeirra til að greiða iðgjald til B-deildar sjóðsins.
    Í 5. mgr. eru ákvæði um að launagreiðendur, sem fengið höfðu heimild fyrir árslok 1996 til að greiða iðgjald fyrir starfsmenn sína, hafa áfram sömu heimild til að greiða iðgjald til B-deildar sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína sem voru aðilar að sjóðnum við þetta tímamark. Heimild þessi nær bæði til þeirra starfsmanna sem voru í starfi hjá viðkomandi launagreiðanda við árslok 1996 og einnig til þeirra starfsmanna sem þeir ráða til starfa síðar, ef þeir hafa við árslok 1996 átt aðild að sjóðnum og fullnægja að öðru leyti ákvæðum um samfellu í iðgjaldagreiðslum.
    Þeir launagreiðendur, sem hér um ræðir, eru m.a. fjöldi sveitarfélaga og stofnana í eigu sveitarfélaga, stéttarfélög, líknarfélög og heilbrigðisstofnanir á vegum líknarfélaga, stjórnmálaflokkar o.fl. aðilar sem fengið hafa heimild skv. 4. gr. laga nr. 29/1963, ásamt síðari breytingum, til að greiða fyrir starfsmenn sína til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Samkvæmt 5. mgr. hafa þessir launagreiðendur „sömu heimild“ til að greiða iðgjald til B-deildarinnar og þeir höfðu til að greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þarna er bæði verið að vísa til greiðsluheimildarinnar sem slíkrar, og eins til þess að heimildin nái einungis til þeirra starfsmanna sem ráðnir eru með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti og í a.m.k. hálft starf.
    Starfsmenn ríkisins, kennarar við grunnskóla og aðrir sjóðfélagar, sem heyra undir ákvæði 2. og 3. mgr., eiga rétt til aðildar að B-deild sjóðsins óháð samþykki launagreiðenda þar að lútandi. Þeir hafa þannig sama rétt til aðildar að B-deildinni og þeir hafa fyrir árslok 1996 til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Aðild þeirra að B-deildinni sem falla undir 5. mgr. er hins vegar háð samþykki viðkomandi launagreiðenda. Aðild þeirra samkvæmt gildandi lögum sjóðsins er háð samþykki launagreiðenda svo aðstaða þeirra verður óbreytt að þessu leyti. Á sama hátt þarf samþykki launagreiðenda, til að þessir einstaklingar geti hafið iðgjaldagreiðslur til A-deildarinnar fremur en að greiða áfram til B-deildar.
    Loks er ákvæði í 6. mgr. greinarinnar um að einstaklingur, sem fengið hefur heimild til áframhaldandi aðildar að lífeyrissjóðnum samkvæmt ákvæðum 2. mgr. laga nr. 29/1963, hafi áfram sömu heimild til þess að greiða iðgjald til B-deildarinnar.


Um 5. gr.

    Greinin kemur í stað 5. gr. gildandi laga, sem fellur brott. Sú grein er nú óþörf. Í reynd hefur ekki verið um það að ræða að nein réttindakaup hafi verið heimiluð skv. 5. gr. gildandi laga síðan 1980. Hér er ekki þörf á heimild fyrir réttindakaup svo sem um ræðir í greininni þar sem öllum launþegum og sjálfstæðum atvinnurekendum er nú skylt að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs.
    Samkvæmt 4. gr. er meginreglan að heimild til aðildar að B-deildinni sé takmörkuð við þá sem aðild eiga að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins við árslok 1996. Frá þessu eru undantekningar í þessari grein.
    Í 1. mgr. segir að sjóðfélagi, sem ekki greiddi iðgjald til sjóðsins við árslok 1996 án þess þó að formlegu ráðningarsambandi hafi verið slitið, hafi rétt til aðildar að B-deildinni. Þarna er t.d. átt við einstaklinga sem voru við þetta tímamark í launalausu leyfi eða framlengdu barnsburðarleyfi eða þau tilvik þegar launagreiðslur í veikindum hafa fallið niður. Samkvæmt málsgreininni hafa þessir einstaklingar „sama rétt“ til aðildar að B-deildinni og þeir sem falla undir 2., 3. og 5. mgr. 4. gr. Með sama rétti er þarna bæði vísað til skilyrða um ráðningartíma og starfshlutfall og einnig til skilyrða um áframhaldandi aðild án þess að ráðningarsambandi hafi verið slitið.
    Í 2. mgr. greinarinnar er fjallað um rétt sjóðfélaga í B-deild sjóðsins til þess að hefja aftur iðgjaldagreiðslur til deildarinnar, eftir að þær hafa fallið niður, vegna þess að sjóðfélagi hafi hætt í starfi eða skipt um starf. Reglan er þá þannig að líða megi allt að 12 mánuðir án þess að réttur til aðildar að B-deildinni falli niður. Falli iðgjaldagreiðslur hins vegar niður í tólf mánuði eða lengri tíma á viðkomandi einstaklingur ekki lengur rétt til aðildar að deildinni.
    Þá er í 3. mgr. greinarinnar fjallað um réttarstöðu þeirra sem áunnið hafa sér rétt hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins einhvern tímann á árinu 1996, án þess þó að þeir hafi verið í starfi sem veitti þeim rétt til aðildar að lífeyrissjóðnum í lok þess árs. Í slíkum tilvikum eiga einstaklingar rétt til aðildar að B-deild sjóðsins hefji þeir störf á árinu 1997. Skiptir þá ekki máli að iðgjaldagreiðslur hafi fallið niður lengur en í tólf mánuði.


Um 6. gr.

    Greinin fjallar um skipan stjórnar lífeyrissjóðsins. Samkvæmt henni verður stjórnarmönnum fjölgað úr sex í átta. Við stjórn sjóðsins bætist einn stjórnarmaður skipaður af stjórn Kennarasambands Íslands og stjórnarmönnum sem fjármálaráðherra skipar fjölgar úr þremur í fjóra.

Um 7. gr.

    Þessi grein er ný í lögum sjóðsins og fjallar hún um verksvið og skyldur stjórnar lífeyrissjóðsins. Í greininni er kveðið á um að stjórn sjóðsins fari með yfirstjórn hans og að hún skuli fjalla um allar meiri háttar ákvarðanir varðandi stefnumótun sjóðsins og starfsemi. Þá er í greininni kveðið á um eftirlitsskyldu stjórnar með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins.
    Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar á stjórn sjóðsins að setja honum samþykktir í samræmi við þessi lög og önnur lög um lífeyrissjóði að fenginni umsögn bankaeftirlits Seðlabankans. Ákvæði þetta kemur að hluta til í stað 21. gr. gildandi laga, sem fellur brott, en í þeirri grein er reglugerðarheimild samkvæmt lögum sjóðsins nr. 29/1963. Þrátt fyrir þetta ákvæði í 21. gr. hefur slík reglugerð aldrei verið sett.
    Gildissvið samþykkta sjóðsins samkvæmt þessari grein er mun víðtækara en reglugerðarheimildin í gildandi lögum. Í þessu frumvarpi er á nokkrum stöðum kveðið á um að nánari ákvæði um tiltekin atriði skuli setja í samþykktir sjóðsins. Þannig segir í 3. gr. frumvarpsins, þar sem kveðið er á um breytingu á 3. gr. laganna, að nánari ákvæði um aðild að A-deild sjóðsins skuli vera í samþykktum hans. Í lokamálsgrein 25. gr. frumvarpsins, sem á við um 13. gr. laganna, er ákvæði um að heimilt sé að hafa ákvæði í samþykktum sjóðsins um að lífeyrissjóðurinn megi taka við viðbótariðgjaldi, sem varið verði til réttindaávinnings samkvæmt nánari reglum í samþykktunum. Í 32. gr. þessa frumvarps, sem á við um 20. gr. laganna, segir að í samþykktum sjóðsins sé heimilt að hafa ákvæði um gerð samninga við aðra lífeyrissjóði um tilhögun réttindaflutninga. Í 35. gr. frumvarpsins segir að setja skuli nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins um val núverandi lífeyrisþega og virkra sjóðfélaga á viðmiðunarreglu til útborgunar lífeyris. Loks má nefna 37. gr. frumvarpsins, en samkvæmt henni á að setja nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins til að koma í veg fyrir niðurfall réttinda eða tvítryggingu réttinda þegar sjóðfélagi flytur sig úr B-deild sjóðsins í A-deild.
    Samkvæmt 7. gr. skal kveðið á um það í samþykktum sjóðsins hvernig ávaxta skuli fé hans. Ákvæði um þetta eru nú í 8. gr. laganna sem felld verður brott með gildistöku þessara laga. Eðlilegra þykir að hafa ákvæði um ávöxtun á fé sjóðsins í samþykktum hans. Í þessu sambandi má benda á að fyrirhugað er að setja rammaákvæði um það atriði í almenna löggjöf um rekstur og starfsemi lífeyrissjóða.
    Ekki er gert ráð fyrir að tæmandi upptalning sé í lögunum á því hvaða atriðum skuli skipað með ákvæðum í samþykktum sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir að nánari ákvæði um ýmis atriði verði sett í samþykktirnar.
    Samhliða ákvæðum um samþykktir sjóðsins er á ýmsum stöðum í þessum lögum kveðið á um skyldu stjórnar lífeyrissjóðsins. Þessar skyldur eru á ýmsan hátt viðtækari en þær sem lagðar eru á herðar stjórnar samkvæmt gildandi lögum. Sem dæmi má nefna ákvæði 9. gr. frumvarpsins, sem er breyting á 7. gr. laganna, en þar er stjórn sjóðsins m.a. falið að ákveða hvar afgreiðsla sjóðsins skuli vera. Þá má nefna d-lið 13. gr. frumvarpsins, sem er breyting á 10. gr. gildandi laga, en þar er stjórn sjóðsins falið að ákveða viðmiðunarlaun, sem iðgjöld eru greidd af fyrir þá sem taka laun eftir öðrum launaákvörðunum en þeim sem almennt gilda fyrir opinbera starfsmenn. Loks má svo nefna 4. og 5. mgr. 25. gr. frumvarpsins, sem á við um 13. gr. laganna, en þar er stjórn sjóðsins falið að ákveða hvaða hundraðshluta launagreiðendur eigi að greiða í iðgjald til sjóðsins í samræmi við niðurstöðu tryggingafræðilegrar athugunar.
    Samkvæmt framansögðu eru því á ýmsan hátt lagðar ríkari skyldur á herðar stjórnar sjóðsins en verið hefur samkvæmt gildandi lögum. Þessar auknu skyldur lúta ekki hvað síst að samningu samþykkta sjóðsins og eins og að framan segir einnig að ýmiss konar ákvarðanatöku sem áður var skipað með löggjöf.
    Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. þarf fjármálaráðherra að staðfesta samþykktir sjóðsins og breytingar á þeim til þess að þær öðlist gildi. Gert er ráð fyrir að staðfesting þessi fari fram að fenginni umsögn bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. Samkvæmt málsgreininni á ráðherra að staðfesta hvort samþykktir sjóðsins séu í samræmi við þessi lög og önnur lög um lífeyrissjóði. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því með setningu þessa ákvæðis að fjármálaráðherra fjalli efnislega um einstök ákvæði í samþykktum sjóðsins.

Um 8. gr.

    Þessi grein fjallar um ársfund lífeyrissjóðsins og er hún ný í lögum hans. Fyrirmynd að greininni er sótt í reglugerðir ýmissa lífeyrissjóða, m.a. til ákvæða í grunnreglugerð SAL-sjóða. Ekki er þó gert ráð fyrir að ársfundur fari með ákvörðunarvald í málefnum sjóðsins. Slíkt er ekki framkvæmanlegt þar sem sjóðurinn verður eftir sem áður lögbundinn.
    Samkvæmt greininni verður ársfundur sjóðsins opinn öllum sjóðfélögum. Hlutverk fundarins verður að veita upplýsingar um starfsemi lífeyrissjóðsins. Á ársfundi skal þannig eftir því sem við á gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum, fjárfestingastefnu og breytingum á samþykktum sjóðsins.

Um 9. gr.

    Með þessari grein, sem er breyting á 7. gr. gildandi laga sjóðsins, er verður 9. gr. laganna, er það ákvæði fellt brott úr lögunum að Tryggingastofnun ríkisins eigi að annast reikningshald og daglega afgreiðslu lífeyrissjóðsins. Í stað þess á stjórn sjóðsins að ákveða hvernig haga skuli afgreiðslu hans. Samkvæmt þessu ákvæði er gerð sú breyting að stjórn sjóðsins á að ákveða hvar sjóðurinn verði til húsa, hvernig afgreiðslu verði háttað og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til starfrækslu sjóðsins. Þessi breyting þarf ekki að leiða til þess að sjóðurinn flytji afgreiðslu sína úr Tryggingastofnun ríkisins. Eftir sem áður er stjórn sjóðsins heimilt að semja við Tryggingastofnun um afgreiðslu sjóðsins. Hins vegar er sú breyting gerð að ekki verður lengur bundið í lögum að Tryggingastofnun eigi að annast þessa afgreiðslu.

Um 10. gr.

    Með þessari grein er 8. gr. gildandi laga sjóðsins, sem fjallar um ávöxtun á fé hans, felld brott. Reglur um þetta verða eftir breytinguna í samþykktum sjóðsins, sbr. nánar í athugasemdum við 7. gr. frumvarpsins.

Um 11. gr.

    Í greininni er fjallað um skyldu stjórnar sjóðsins til að láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag hans. Skv. 9. gr. gildandi laga á stjórn sjóðsins að láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag hans fimmta hvert ár. Þessu er breytt þannig að slík athugun skuli gerð árlega. Að öðru leyti segir í greininni að setja skuli nánari reglur um framkvæmd athugunarinnar í samþykktir sjóðsins.

Um 12. gr.

    Með þessari grein eru nokkrar greinar í gildandi lögum sjóðsins felldar brott og breyting gerð á röð annarra greina.
    Í fyrsta lagi er sú breyting gerð að 22. gr. gildandi laga verður 11. gr.
    Eftir breytingu á lögum sjóðsins samkvæmt þessu frumvarpi verður þeim kaflaskipt þannig að í I. kafla, sem nær yfir 1.–11. gr., verða sameiginleg ákvæði um A-deild og B-deild sjóðsins. Ákvæði um bann við framsali lífeyrisréttinda sem er í 22. gr. gildandi laga á við um báðar deildir sjóðsins og því er hún færð til.
    Í öðru lagi eru fjórar greinar úr gildandi lögum felldar brott.
    18., 23. og 24. gr. gildandi laga eru allar orðnar úreltar og því felldar brott. 21. gr., sem fjallar um setningu reglugerðar, er hins vegar felld brott í tengslum við setningu ákvæða í 7. gr. frumvarpsins um samþykktir sjóðsins og vísast í því sambandi til athugasemda við þá grein.
    Í þriðja lagi er gerð breyting á röð tveggja greina í gildandi lögum, en þær verða eftir breytinguna í þeim kafla laganna, sem fjallar um B-deild lífeyrissjóðsins.


Um 13. gr.

    Með greininni eru gerðar breytingar á 10. gr. gildandi laga sjóðsins, sem fjallar um iðgjaldagreiðslur til B-deildar hans. Eftir breytinguna verður greinin 23. gr. laganna.
    Samkvæmt 4. mgr. 10. gr. laga nr. 29/1963 falla iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga og launagreiðanda hans vegna niður þegar sjóðfélaginn hefur greitt iðgjald til sjóðsins í 32 ár. Skv. 2. mgr. 12. gr. sömu laga skal hann þó greiða iðgjald þar til samanlagður iðgjaldagreiðslutími og aldur sjóðfélaga er 95 ár notfæri hann sér þá reglu sem þar eru ákvæði um. Með a-lið þessarar greinar er þessu breytt þannig að launagreiðendur eiga að halda áfram iðgjaldagreiðslu þó að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falli niður samkvæmt ákvæðum þessum.
    Breytingar skv. b-lið þessarar greinar haldast í hendur við þær breytingar sem um er fjallað í næstu málsgrein hér að undan. Samkvæmt því sem tiltekið er í b-lið þessarar greinar á launagreiðandi að greiða 10% iðgjald til B-deildar sjóðsins eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður.
    Eftir þessa breytingu verða reglur um iðgjaldagreiðslur til B-deildarinnar þannig að sjóðfélagar greiða 4% af föstum launum sínum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót í iðgjald til sjóðsins. Launagreiðendur greiða síðan 6% iðgjald af þessum sömu launum. Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjald til sjóðsins í 32 ár, eða þegar samanlagður aldur sjóðfélaga og iðgjaldagreiðslutími hans nær 95 árum, falla iðgjaldagreiðslur hans niður. Frá þeim tíma greiðir launagreiðandi 10% iðgjald til sjóðsins fyrir þennan sjóðfélaga þar til hann lætur af störfum.
    Rétt er að geta þess að auk iðgjaldagreiðslna samkvæmt framansögðu greiðir vaktavinnufólk jafnframt iðgjald til sjóðsins af launum fyrir vaktavinnu. Um þær iðgjaldagreiðslur gilda ákvæði sem í gildandi lögum eru í 12. gr. a. en eftir breytingu samkvæmt frumvarpinu í 25. gr.
    Í 6. og 7. mgr. gildandi laga eru sérstakar reglur um iðgjaldagreiðslur héraðslækna, sóknarpresta og starfsmanna stjórnmálaflokka. Ekki er ástæða til að hafa sérstakar reglur um iðgjaldagreiðslur þessara launþega. Ákvæði þessara málsgreina eru því úrelt og með c-lið þessarar greinar eru þau felld úr gildi. Sérreglur um iðgjaldagreiðslur héraðslækna og sóknarpresta voru settar á þeim tíma er aukatekjur höfðu áhrif á föst laun þessara stétta. Jafnframt má benda á að ákvæði d-liðar þessarar greinar frumvarpsins geta átt við um starfsmenn stjórnmálaflokka eins og um aðra, sé þörf á því.
    Í d-lið þessarar greinar er ákvæði sem er nýtt í lögum sjóðsins og verður það 6. mgr. þeirrar greinar sem verður 23. gr. laganna. Samkvæmt því skal stjórn lífeyrissjóðsins ákveða þau viðmiðunarlaun, sem iðgjöld sjóðfélaga í B-deild sjóðsins eru greidd af, ef sjóðfélagar taka ekki laun samkvæmt samningum eða launaákvörðunum sem miðast við kjarasamninga opinberra starfsmanna, Kjaradóm, kjaranefnd eða kjarasamninga sem sveitarfélög gera á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Viðmiðunarlaun þessi eiga að vera ákveðin með hliðsjón af launaákvörðunum sem gilda um ríkisstarfsmenn samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd.
    Vitað er að sumir launagreiðendur sem fengið hafa heimild til að greiða iðgjald til sjóðsins fyrir starfsmenn sína greiða laun sem ekki eru í samræmi við laun ríkisstarfsmanna. Þessir launagreiðendur hafa nánast haft sjálfdæmi um það hvaða viðmiðunarlaun það eru sem iðgjald er greitt af, aðeins ef þau eru kölluð dagvinnulaun. Með þessu hefur skapast ákveðið misræmi, með því að nokkrir einstaklingar geta í krafti ráðningarsamninga öðlast lífeyrisrétt sem er í miklu ósamræmi við það sem almennt gerist hjá sjóðfélögum. Jafnframt getur með þessu skapast mikið misræmi milli innborgaðra iðgjalda hjá tilteknum sjóðfélaga og þess lífeyrisréttar sem hann ávinnur sér þar sem lífeyrisgreiðslur eru eingöngu miðaðar við síðasta starf viðkomandi.

Um 14. gr.

    Með þessari grein eru gerðar breytingar á 11. gr. gildandi laga sjóðsins, nr. 29/1963, sem verður 22. gr. laganna. Eftir breytinguna hefur greinin fyrst og fremst það hlutverk að halda utan um þær greinar sem fjalla eingöngu um B-deild sjóðsins. Tekið er fram í greininni að auk þessarar greinar gilda ákvæði 23.–34. gr. laganna, eins og þau eru eftir breytingu samkvæmt þessu frumvarpi, sérstaklega um deildina. Ákvæði þessara greina eiga því eingöngu við um B-deild sjóðsins, þótt það sé ekki sérstaklega tekið fram hverju sinni.

Um 15. gr.

    Með þessari grein eru gerðar breytingar á 12. gr. gildandi laga, sem verður 24. gr. laganna. Greinin fjallar eftir breytingu samkvæmt þessu frumvarpi um útreikning og greiðslu ellilífeyris hjá B-deild sjóðsins.
    Með þeirri breytingu sem lögð er til í a-lið þessarar greinar á 1. mgr. eru tekin af öll tvímæli um að réttur til lífeyris hefjist næstu mánaðamót eftir að maður verður 65 ára. Jafnframt er í 1. mgr. áréttað að miðað sé við að sjóðfélagi hafi látið af þeim störfum, sem veittu honum aðild að sjóðnum, til þess að hann eigi rétt á lífeyri frá B-deild sjóðsins.
    Í b-lið greinarinnar er ný málsgrein, sem verður 3. mgr., og í henni felst veigamesta breytingin sem gerð er í frumvarpinu á tilhögun lífeyrisgreiðslna úr B-deild sjóðsins. Hún lýtur að breytingum á þeirri kauptryggingu lífeyris sem sjóðfélagar í B-deild njóta. Í stað þess að miða breytingar á lífeyrisgreiðslum við þær breytingar, sem verða á launum sem fylgja þeirri stöðu er sjóðfélaginn gegndi síðast, verður miðað við „meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu“.
    Hér er þó rétt að benda á ákvæði 35. gr. frumvarpsins þar sem þeim sem hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi og þeim sem þegar eru byrjaðir að taka lífeyri er gefinn kostur á að velja á milli „eftirmannsreglunnar“, sem hefur verið í gildi fram að þessu og nýju reglunnar samkvæmt b-lið þessarar greinar. Um nánari skýringar á þessu vali vísast til athugasemda við 35. gr. frumvarpsins.
    Í nýrri 3. mgr. skv. b-lið þessarar greinar er vísað til 2. mgr. (sem var 6. mgr.) til áréttingar því hvaða laun taka skuli til viðmiðunar þegar meðalbreytingar á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu eru metnar. Samkvæmt því skal taka inn í þann útreikning breytingar sem verða á þeim launum sem iðgjöld eru almennt greidd af og lífeyrir reiknast eftir, þ.e. á föstum launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót samkvæmt kjarasamningi. Samkvæmt málsgreininni á Hagstofa Íslands að reikna mánaðarlega þær breytingar sem verða á þessum launum.
    Ástæður þess að þessar breytingar eru gerðar á tilhögun lífeyrisgreiðslna eru að núgildandi „eftirmannsregla“ verður æ örðugri í framkvæmd. Víða er störfum svo háttað að illgerlegt er að segja fyrir um hver er eftirmaður hvers. Þá hafa opinberar stöður í mörgum tilvikum verið lagðar niður. Blasir þá við hvílíkum vandkvæðum er bundið að finna viðmiðun eftirlauna. Í öðrum tilvikum hafa stöður breyst og heilu stofnanirnar gjörbreyst, sem gerir illmögulegt að segja fyrir um hvort um sama starf er að ræða eða ekki.
    Ætla verður að sjóðfélagar njóti þrátt fyrir þessa breytingu jafnverðmætra lífeyrisréttinda og áður þegar á heildina er litið. Lífeyrisgreiðslur eru áfram miðaðar við síðasta starf og launakjör við starfslok. Það eina sem breytist er , að ekki er nákvæmlega fylgt þeim breytingum, sem verða á launum hjá eftirmanni hvers og eins lífeyrisþega. Í stað þess verður fylgt meðalbreytingum sem verða á launum hjá opinberum starfsmönnum.
    Með c- og d-lið greinarinnar eru gerðar breytingar á þeim málsgreinum, sem fjalla um útreikning lífeyris samkvæmt 95 ára reglunni. Með breytingu skv. d-lið á 3. mgr., sem verður 5. mgr., er fallið frá endurgreiðslu iðgjalda umfram 32 ár, þó svo að sjóðfélagi sem valið hefur 95 ára regluna fari ekki á lífeyri fyrr en eftir 64 ára aldur. Samhliða breytast útreikningsreglur lífeyrisréttinda þannig, að hundraðshluti lífeyisréttinda verður reiknaður samkvæmt 95 ára reglunni, þó að sjóðfélagi hefji ekki töku lífeyris fyrir 64 ára aldur. Eftir þessa breytingu er sjóðfélagi, sem velur 95 ára regluna, að taka ákvörðun um tvennt: Hvenær hann á möguleika á að fara á lífeyri og um útreikningsregluna.
    Breyting skv. c-lið greinarinnar er eðlileg afleiðing breytinga samkvæmt d-lið. Skv. 3. mgr. 12. gr. gildandi laga sjóðsins þurfa sjóðfélagar að hafa farið á lífeyri fyrir 64 ára aldur til þess að geta notfært sér 95 ára regluna. Sá viðbótarmálsliður, sem með c-lið þessarar greinar er bætt við 2. mgr., sem verður 4. mgr., felur því ekki í sér neina efnisbreytingu.
    Í e-lið greinarinnar eru ákvæði um niðurfellingu 4. og 5. mgr. 12. gr. gildandi laga sjóðsins. Þessar málsgreinar fjalla um rétt þeirra sem gerðust sjóðfélagar fyrir gildistöku laga nr. 32/1955 til að halda rétti samkvæmt eldri 95 ára reglu. Á þessar málsgreinar reynir ekki lengur, og því er eðlilegt að fella þær brott úr lögum sjóðsins.
    Í f-lið greinarinnar felst að 6. mgr. verði 2. mgr. Útreikningsregla sú sem fram kemur í 6. mgr. 12. gr. gildandi laga sjóðsins á einungis við um þá sem fara á lífeyri samkvæmt hinni almennu reglu í 1. mgr. Eðlileg uppröðun þessarar lagagreinar er því að fjalla tæmandi um hina almennu reglu, áður en komið er að sérreglunni, þ.e. 95 ára reglunni. Ætla verður að sú framsetning geri greinina ljósari en nú er.
    Jafnframt er í f-lið þessarar greinar frumvarpsins kveðið á um það, að í stað orðanna „á hverjum tíma“ í gildandi 6. mgr., sem verður 2. mgr., komi orðin „við starfslok“. Eftir þessa breytingu fjallar málsgreinin eingöngu um það, hvernig reikna eigi lífeyri sjóðfélaga við starfslok. Eftir þessa breytingu er hins vegar ekkert sagt um það í málsgreininni, hvernig lífeyrisgreiðslur breytist, eftir að taka lífeyris hefst. Um það vísast til skýringa með b-lið hér að framan.
    Með g-lið þessarar greinar eru gerðar breytingar á 9. mgr. 12. gr. gildandi laga sjóðsins, sem verður 8. mgr. 24. gr. Núgildandi 9. mgr. 12. gr. er að ýmsu leyti óljós og hefur valdið erfiðleikum í framkvæmd. Ekki hefur verið óalgengt að menn starfi áfram eftir að taka lífeyris hefst. Frá þeirri ráðningu hefur verið gengið með ýmsum hætti. Vafi hefur leikið á í hvaða tilvikum menn eigi engu að síður rétt á lífeyri, þrátt fyrir áframhaldandi störf, ýmist í sambærilegu starfi eða ólíku. Málsgrein þessari er því ætlað að taka af öll tvímæli. Í henni er tvennt tiltekið:
    Í fyrsta lagi það að ef sjóðfélagi gegnir starfi sem uppfyllir aðildarskilyrði að B-deild sjóðsins skv. 4. gr. laga hans, eigi hann ekki rétt á lífeyri. Samkvæmt þessu á sjóðfélagi hins vegar rétt á lífeyri eftir að hann hefur látið af þeim störfum, sem veitt geta honum rétt til aðildar að B-deild sjóðsins skv. 4. gr., að því tilskyldu að hann hafi þá náð þeim aldri að hann eigi rétt á lífeyri. Breytir þá engu þótt hann stundi launaða vinnu sem ekki getur veitt aðild að B-deildinni.
    Í öðru lagi er tiltekið í málsgreininni að ef sjóðfélagar fá áfram óskert laun sem starfinu fylgja eftir að þeir láta af störfum, eigi þeir ekki jafnframt rétt til lífeyris.
    Þetta ákvæði er óbreytt frá gildandi lögum.

Um 16. gr.

    Samkvæmt greininni falla 8.–11. mgr. 12. gr. a í gildandi lögum brott. Málsgreinarnar fjalla um rétt vaktavinnufólks til að kaupa lífeyrisrétt fyrir vaktavinnu sem unnin var á árunum 1974–80. Umsóknir um slík réttindakaup þurftu að hafa borist stjórn sjóðsins fyrir árslok 1981, ella félli þessi réttur niður. Efni greinanna hefur því enga þýðingu lengur.

Um 17. gr.

    Með þessari grein eru gerðar tvær breytingar á 13. gr. laganna sem fjallar um rétt sjóðfélaga í B-deild til örorkulífeyris. Ákvæði um þessa tegund lífeyris verða eftir þessa breytingu í 26. gr.
    Samkvæmt 1. mgr.13. gr. gildandi laga metur tryggingayfirlæknir orkutap sjóðfélaga í B-deild sjóðsins að höfðu samráði við landlækni. Þetta samráð við landlækni virðist óþarft. Í samræmi við það sem lagt er til að gildi um framkvæmd örorkumats hjá A-deild sjóðsins er lagt til í a-lið greinarinnar að tryggingayfirlæknir meti orkutap sjóðfélaga í B-deild sjóðsins og ekki þurfi þá við það mat að hafa samráð við landlækni.
    Í b-lið greinarinnar eru lagfæringar á tilvísunum í greinar. Þarfnast þær ekki frekari skýringa.

Um 18. gr.

    Í greininni eru breytingar sem gerðar eru á 14. gr. gildandi laga, sem verður 27. gr., en hún fjallar um rétt maka til lífeyris úr B-deild sjóðsins eftir látinn sjóðfélaga.
    Með a-lið greinarinnar er gerð breyting á orðalagi 2. mgr. Sú breyting sem hér er lögð til felur ekki í sér efnisbreytingu. Breytingin er gerð til að taka af tvímæli um, hvernig reikna skuli 20% viðbótarlífeyri til maka þegar látinn sjóðfélagi hefur verið í skertu starfshlutfalli.
    Með b-lið greinarinnar er 3. mgr. 14. gr. gildandi laga felld brott, enda orðin úrelt. Þegar sú málsgrein var sett í lög var tekið tillit til greiðslna frá almannatryggingum við útreikning makalífeyris. Skv. 2. mgr. 14. gr., sem verður 27. gr., er það ekki lengur gert. Ákvæði 3. mgr. á því ekki lengur við og því er rétt að fella hana brott.
    Í c-lið greinarinnar er ný málsgrein sem bætt er við þá grein í lögum sjóðsins sem fjallar um greiðslu makalífeyris úr B-deild hans. Í gildandi lögum eru ekki bein ákvæði um það hvernig fari ef hjúskap hefur verið slitið vegna skilnaðar og hinn látni sjóðfélagi hefur ekki gengið í hjúskap að nýju. Til að taka af tvímæli eru með c-lið þessarar greinar sett ákvæði um að sá tími sem iðgjöld hafa verið greidd fyrir eftir að hjúskap lauk skuli ekki tekinn með í útreikning makalífeyris. Miðað er við þann dag er skilnaður að borði og sæng átti sér stað en lögskilnað hafi skilnaður að borði og sæng ekki verið undanfari lögskilnaðar. Hins vegar er gengið út frá að réttindatími fyrir stofnun hjónabands reiknist með við útreikning makalífeyris.
    Með d-lið þessarar greinar eru gerðar breytingar á 6. mgr. 14. gr., sem verður 27. gr. Í núgildandi 6. mgr. 14. gr. er fjallað um skiptingu makalífeyris í þeim tilvikum þegar sjóðfélagi lætur eftir sig tvo maka á lífi. Þessi grein er á margan hátt óljós og vandskýrð. Erfið túlkunarvandkvæði hafa komið upp vegna hennar. Þykir því nauðsynlegt að kveða á um með gleggri hætti en í gildandi lögum hvernig réttindi hins látna sjóðfélaga skuli skiptast milli tveggja eða fleiri eftirlifandi maka. Meginregla skiptingar samkvæmt þeim breytingum, sem kveðið er á um í d-lið þessarar greinar, er að fyrri maki njóti alls réttindatíma hins látna sjóðfélaga fram til þess er hjúskapnum var slitið. Síðari maki nýtur hins vegar alls réttar sem ávinnst eftir það. Jafnframt felst í þessu sú breyting að breyting á hjúskaparstöðu annars hinna eftirlifandi maka skal ekki hafa áhrif á lífeyrisrétt hins.
    Með e-lið greinarinnar er gerð breyting á 7. mgr. 14. gr. gildandi laga, sem verður 27. gr. Samkvæmt orðalagi 7. mgr. 14. gr. núgildandi laga er ekki heimilt að greiða sambúðaraðila lífeyri ef sjóðfélagi lætur eftir sig fyrrverandi maka. Breytingin sem kveðið er á um í e-lið þessarar greinar miðar að því að greiðsla sambúðarlífeyris samkvæmt greininni sé ekki útilokuð í því tilviki að sjóðfélaginn hafi áður verið giftur og sá fyrrverandi maki sé á lífi.
    Með c-lið þessarar greinar er kveðið á um að hafi hjúskap lokið með skilnaði skuli útreikningur makalífeyris miðast við þann réttindatíma er hinn látni sjóðfélagi hefur áunnið sér fram til þess er hjúskapnum var slitið. Við þessar aðstæður er tæpast eðlilegt að réttur fyrrverandi maka girði fyrir heimild til að greiða seinni sambúðaraðila lífeyri.

Um 19. gr.

    Breyting sú sem gerð er með þessari grein á 15. gr. gildandi laga, sem verður 28. gr., er til samræmis við þá breytingu sem gerð er með b-lið 15. gr. frumvarpsins. Þar er einstaklingsbundin eftirmannsregla afnumin, en í stað þess lagt til að breytingar á lífeyrisgreiðslum fari eftir meðalbreytingum á launum opinberra starfsmanna. Í þeim tilvikum þar sem fyrsta greiðsla lífeyris miðast við annað starf en það sem sjóðfélagi gegndi síðast samkvæmt heimild í 1. eða 2. mgr. 28. gr. eða 6. mgr. 24. gr., eins og númer greinanna verða eftir breytingu samkvæmt þessu frumvarpi, skal samkvæmt því sem kveðið er á um í þessari grein miðað við meðalbreytingar frá þeim tíma er sjóðfélaginn skipti um starf.
    Í 2. mgr. þessarar greinar er fjallað um þá stöðu að sjóðfélaginn hefur látið af hinu hærra launaða starfi fyrir gildistöku laga þessara. Við þær breytingar er óhjákvæmilegt að miða breytingar á lífeyri við breytingar á þeim launum sem starfinu fylgdu fram til gildistöku laganna, enda er ekki gert ráð fyrir neinum útreikningum á meðalbreytingum launa aftur fyrir gildistöku laga þessara.

Um 20. gr.

    Með greininni eru gerðar breytingar á þeirri grein í lögum sjóðsins sem fjallar um réttarstöðu þeirra sem eiga geymd réttindi hjá B-deild sjóðsins. Þessi ákvæði eru í 17. gr. gildandi laga, sem verður 30. gr.
    Samkvæmt a-lið greinarinnar er tilvísun í þar tilgreindar greinar felld brott. Tilvísanir þessar eru óþarfar og eftir breytingar á lögunum er vísað í rangar greinar. Því er eðlilegast að fella tilvísanirnar brott.
    Með b-lið greinarinnar eru gerðar tvenns konar breytingar á 1. mgr. 17. gr. gildandi laga:
    Í fyrsta lagi er gerð sú breyting á því orðalagi í 3. málsl. þar sem segir að hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í þrjú ár eða lengur „vegna starfs í þjónustu launagreiðanda, sem aðild á að sjóðnum“, að lífeyrisgreiðslur skuli miðast við laun eins og þau eru þegar lífeyrisgreiðslur byrja. Samkvæmt breytingunni í b-lið greinarinnar nægir að sjóðfélagi eigi réttindi vegna þriggja ára hjá sjóðnum til að lífeyrisréttur hans njóti fullrar verðtryggingar. Þarna getur verið munur á ef sjóðfélagi á rétt hjá sjóðnum vegna fleiri en þriggja ára, en innan við þrjú ár af þeim tíma eru iðgjaldagreiðslur af launum fyrir starf „í þjónustu launagreiðanda, sem aðild á að sjóðnum“ og hluti af réttindunum eru komin til vegna réttindaflutnings úr öðrum lífeyrissjóði.
    Í öðru lagi er sú breyting gerð í b-lið greinarinnar að verðtrygging á geymdum rétti vegna þriggja ára eða lengri greiðslutíma reiknist samkvæmt breytingum á meðallaunum á sama hátt og gert er ráð fyrir í 19. gr. frumvarpsins. Vísast í þessu sambandi til athugasemda við þá grein.
    Með c-lið þessarar greinar er gerð lagfæring á tilvísun í lagagrein. Þarfnast það ekki frekari skýringa.
    Þá er í d-lið greinarinnar gerð breyting á ákvæði 2. mgr. 17. gr. gildandi laga sjóðsins, sem verður 30. gr. Í þeirri grein er fjallað um rétt sjóðfélaga til áframhaldandi aðildar að sjóðnum eftir að staða hefur verið lögð niður. Með breytingu skv. d-lið þessarar greinar skulu iðgjaldagreiðslur eftir það breytast til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu. Breyting þessi er í eðlilegu samræmi við sambærilegar breytingar skv. b-lið 15. gr., 19. gr. og b-lið 20. gr. frumvarpsins. Vísast í því sambandi til athugasemd við þessar greinar.

Um 21. gr.

    Samkvæmt greininni verður heimilt að endurgreiða iðgjald til erlendra ríkisborgara sem flytjast af landi brott, enda brjóti það ekki í bága við milliríkjasamninga sem Ísland á aðild að. Heimild sem þessi hefur ekki verið í lögum sjóðsins. Hins vegar er heimildarákvæði þetta eðlilegt í ljósi þess að í 5. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, er almenn heimild til setningar slíkra ákvæða í reglugerðir einstakra lífeyrissjóða.

Um 22. gr.

    Með þessari grein eru gerðar breytingar á 25. gr. gildandi laga sjóðsins, sem verður 33. gr. eftir breytingarnar. Í greininni eru ákvæði sem skylda launagreiðendur sem tryggt hafa starfsmenn sína hjá sjóðnum, til að endurgreiða lífeyrissjóðnum hluta af lífeyrisgreiðslum. Greiðsluskylda launagreiðenda samkvæmt þessu fer annars vegar eftir þeim hækkunum, sem orðið hafa á lífeyrisgreiðslum, og hins vegar eftir ávöxtun á þeim skuldabréfum sem keypt hafa verið af ríkissjóði. Með þessari grein frumvarpsins eru gerðar þrjár breytingar á lagagreininni:
    Í a-lið er breyting á 1. mgr. 25. gr. gildandi laga. Ákvæði gildandi laga hafa ekki verið nógu skýr að því er varðar skiptingu skuldbindinga milli fleiri en eins launagreiðenda, sem greitt hafa iðgjald til sjóðsins fyrir tiltekinn sjóðfélaga. Markmiðið með breytingu á orðalagi 25. gr. er að taka af allan vafa um hvernig þessi skipting skuli vera. Skv. a-lið þessarar greinar á skipting skuldbindinga milli fleiri en eins launagreiðenda að vera í beinu hlutfalli við þá réttindaprósentu, sem viðkomandi sjóðfélagi hefur áunnið sér hjá hverjum launagreiðanda. Til skýringar á þessu má taka dæmi um sjóðfélaga sem vann hjá tveimur launagreiðendum, A og B, á þeim tíma sem hann ávann sér réttindi hjá sjóðnum. Með störfum hjá A ávann sjóðfélaginn sér 40% lífeyrisrétt, en með störfum hjá B ávann hann sér 20%. Launagreiðandi A greiðir þá tvöfalt hærri fjárhæð til sjóðsins samkvæmt þessari grein en launagreiðandi B. Skiptir þá ekki máli þótt launin sem sjóðfélaginn fékk fyrir þessi tvö störf væru mishá. Til frekari skýringa á þessum lið vísast til skýringa með b-lið greinarinnar.
    Með b-lið er 2. mgr. 25. gr. gildandi laga felld brott. Tilgangur með þeirri breytingu er að styrkja fjárhagsstöðu B-deildar sjóðsins.
    25. gr. laga nr. 29/1963, ásamt síðari breytingum, fjallar eins og komið hefur fram um endurgreiðslur launagreiðenda á hluta af lífeyrisgreiðslum. Fyrri málsgrein greinarinnar kveður á um að ríkissjóður og aðrir launagreiðendur sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins skuli endurgreiða sjóðnum þann hluta af lífeyrisgreiðslum sem er hækkun á áður úrskurðuðum lífeyri. Samkvæmt síðari málsgreininni eru þessar endurgreiðslur launagreiðenda á lífeyrisgreiðslum þó takmarkaðar. Lífeyrissjóðurinn á samkvæmt henni að ávaxta a.m.k. 40% af heildarútlánum sínum í skuldabréfum ríkissjóðs og öllum þeim tekjum sem sjóðurinn hefur í vexti og verðbætur af þessum skuldabréfum á sjóðurinn að verja til lækkunar á þeim hluta lífeyris sem launagreiðendur ættu ella að greiða.
    Ákvæði um að ríkissjóður skuli endurgreiða lífeyrissjóðnum þann hluta af lífeyrisgreiðslum, sem stafa af hækkunum á áður úrskurðuðum lífeyri, var fyrst sett í lög sjóðsins með lögum nr. 29/1963. Í athugasemdum við 25. gr. laganna var tekið fram að sambærileg ákvæði hefðu áður verið sett með ýmsum lagaákvæðum fyrir árið 1963, en heppilegra virtist að hafa ákvæði um endurgreiðslu lífeyrishækkana í lögunum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
    1. mgr. 25. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hefur verið óbreytt frá setningu laga nr. 29/1963, að öðru leyti en því að með 12. gr. laga nr. 98/1980 var ákvæðið um endurgreiðslur lífeyrishækkana látið ná til annarra launagreiðenda en ríkissjóðs, á sama hátt og til ríkissjóðs.
    Það ákvæði sem nú er í 2. mgr. 25. gr. um að sjóðurinn skuli verja hluta tekna af vöxtum og verðbótum til að greiða lífeyrishækkanir sem launagreiðendur ættu ella að greiða var fyrst sett í lög lífeyrissjóðsins með bráðabirgðalögum nr. 67/1980, sem síðan voru staðfest sem lög nr. 98/1980. Þar sem ákvæði þetta var fyrst sett með bráðabirgðalögum fylgdi engin greinargerð breytingarlögunum. Í framsöguræðu þáverandi fjármálaráðherra kom hins vegar fram að litið væri á breytinguna sem fyrsta skrefið í þá átt að „draga úr tvöfaldri verðtryggingu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins“.
    Í ársskýrslu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fyrir árið 1995 er greint frá því að skv. 2. mgr. 25. gr. laga sjóðsins hafi hann varið 712 m.kr. á árinu 1995 til greiðslu á lífeyrishækkunum sem launagreiðendur yrðu ella krafðir um. Í skýrslunni er bent á að lagareglan hafi skert raunávöxtun sjóðsins um 74% á árinu 1995. Reglan hafi því óhjákvæmilega mikil áhrif á möguleika til uppbyggingar sjóðsins. Í tilvitnaðri ársskýrslu kemur fram að á árunum 1980 til 1995 hafi skerðing á tekjum sjóðsins vegna ákvæða 2. mgr. 25. gr. laga lífeyrissjóðsins, á núvirði og reiknuð með vöxtum verið 7,3 milljarðar kr.
    Samkvæmt því sem greint er frá hér að framan ráðstafaði Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 712 m.kr. á árinu 1995 til greiðslu lífeyrishækkana, sem launagreiðendur yrðu ella krafðir um. Alls 522 m.kr. var varið til lækkunar á kröfum á ríkissjóð, 131 m.kr. til lækkunar á kröfum á hendur ýmsum B-hluta ríkisstofnunum og 59 m.kr. fóru til lækkunar á kröfum á hendur ýmsum sveitarfélögum, stéttarfélögum, líknarfélögum, sjálfseignarstofnunum og fleiri launagreiðendum, sem greitt hafa iðgjald til sjóðsins fyrir starfsmenn sína.
    Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fékk Talnakönnun hf. til þess að gera tryggingafræðilega úttekt á stöðu sjóðsins í árslok 1995. Í skýrslu Talnakönnunar er m.a. rætt um stöðu sjóðsins í framtíðinni. Er þar sérstaklega bent á að með núgildandi reglum um endurgreiðslu á hluta ávöxtunar til launagreiðenda sé komið í veg fyrir æskilega sjóðsmyndun. Bent er á það í skýrslunni að þessi útdeiling á hluta af ávöxtun sjóðsins leiði til þess að sjóðurinn geti ekki staðið við sinn hlut í lífeyrisgreiðslum. Miðað við óbreyttar reglur megi því búast við að eignir sjóðsins þverri.
    Hér að framan var greint frá því að á árunum 1980 til 1995 hafi skerðing á tekjum sjóðsins vegna ákvæðis 2. mgr. 25. gr. laga sjóðsins, að núvirði og reiknuð með vöxtum, numið 7,3 milljörðum kr. Stærstur hluti þeirrar fjárhæðar hefur í raun farið í að seinka greiðslum launagreiðenda til lífeyrissjóðsins.
    Með frumvarpi þessu er fyrst og fremst brugðist við þeim vanda, sem uppsöfnun skuldbindinga umfram innborganir samkvæmt gildandi lögum hefur í för með sér, með því að loka núverandi réttindakerfi fyrir nýjum sjóðfélögum. En það dugar ekki eitt og sér. Þau réttindi sem sjóðfélagar hafa þegar áunnið sér verða áfram í B-deild sjóðsins og þar með hvíla skuldbindingar umfram bókfærðar eignir áfram á þeirri deild sjóðsins. Núverandi sjóðfélagar eiga einnig kost á því að vera í óbreyttu réttindakerfi. Þá verður að hafa í huga að fjárinnstreymi til deildarinnar minnkar og engir nýir sjóðfélagar bætast við.
    Með þeirri breytingu að fella 2. mgr. 25. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins brott, er því stefnt að því að styrkja B-deild hans með því að flýta greiðslum til hans þannig að hann geti betur staðið við skuldbindingar sínar í framtíðinni.
    Samkvæmt gildistökuákvæðinu í 34. gr. frumvarpsins, öðlast sú breyting sem mælt er fyrir um í b-lið þessarar greinar, að 2. mgr. 25. gr. laga lífeyrissjóðsins falli brott, ekki gildi fyrr en 1. janúar 1998. Breyting þessi hefur áhrif á útgjöld ríkissjóðs, B-hluta ríkisstofnana og annarra launagreiðenda sem greitt hafa iðgjald til sjóðsins. Því er eðlilegt að hafa nægan aðdraganda að gildistöku þessarar breytingar þannig að unnt verði að taka tillit til hennar við gerð fjárhagsáætlana og fjárlaga fyrir árið 1998.
    Við greinina er bætt nýrri málsgrein þar sem mælt er fyrir um að lífeyrisgreiðslur skuli reiknast eftir launum sjóðfélaga við starfslok og eftir að taka lífeyris hefst eigi síðan að miða hækkanir á lífeyrisgreiðslum við meðalhækkanir sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu.
    Samkvæmt gildandi lögum fara hækkanir á lífeyrisgreiðslum eftir hækkunum sem verða á launum sem á hverjum tíma eru greidd fyrir það starf er sjóðfélagi gegndi síðast. Lífeyrisgreiðslur miðast þannig við laun eftirmanna í starfi. Hækkun launa við starfslok hefur þannig ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur nema eftirmaður fái samsvarandi hækkun. Eftir að einstaklingsbundin „eftirmannsregla“ hefur verið aflögð geta breytingar á launum við starfslok því haft meiri áhrif á lífeyrisgreiðslur og því er þessi breyting gerð. Samkvæmt henni bera launagreiðendur sjálfir ábyrgð á auknum skuldbindingum vegna hækkana sem gerðar eru á föstum launum sjóðfélaga fyrir dagvinnu innan árs áður en taka lífeyris hefst, ef þessi hækkun launa er umfram almennar launahækkanir hjá opinberum starfsmönnum.

Um 23. gr.

    Með lögum nr. 98/1996, um breyting á lögum nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, var kennurum og skólastjórnendum gert að greiða áfram iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eftir að rekstur grunnskólans var fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Lögin voru í samræmi við ákvæði a-liðar 1. mgr. 57. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, en samkvæmt þeirri lagagrein var það meðal skilyrða fyrir því að grunnskólalögin tækju gildi 1. ágúst sl. að Alþingi samþykkti fyrir þann tíma breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem tryggði öllum þeim kennurum og skólastjórnendum við grunnskóla sem rétt höfðu átt til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins aðild að sjóðnum.
    Hinn 4. mars 1996 gerðu ríki og sveitarfélög með sér samkomulag um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans. Var það í samræmi við grunnskólalögin, en þau gerðu ráð fyrir að allur launakostnaður vegna kennslu í grunnskólum flyttist frá ríki til sveitarfélaga, þar á meðal kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna, samhliða nauðsynlegum breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir því að sveitarfélögin bæru ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum vegna áunnina réttinda kennara og skjólastjórnenda í þjónustu þeirra frá 1. janúar 1997, en ríkissjóður bæri ábyrgðina til þess tíma. Jafnframt var gengið út frá því að sveitarfélög gætu fullnustað lífeyrisskuldbindingum með samtímagreiðslum til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þannig var í samkomulaginu miðað við að framlag sveitarfélaga til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins yrði hækkað með viðbótariðgjaldi og að tekjur samsvarandi kostnaðaraukningunni yrðu fluttar frá ríki til sveitarfélaga með breytingum á tekjustofnalögum sveitarfélaga.
    Þegar samkomulag ríkis og sveitarfélaga var gert 4. mars sl. voru uppi aðrar hugmyndir um breytingar á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en þær sem felast í þessu frumvarpi. Þannig var til dæmis ekki gert ráð fyrir því að núverandi sjóðfélagar gætu átt áfram aðild að óbreyttu kerfi eða geymt þar réttindi og flutt sig yfir í nýtt réttindakerfi. Þá var gert ráð fyrir að áunnin réttindi sjóðfélaga í núverandi kerfi yrðu gerð upp og flutt í nýja kerfið, sem eins og A-deild samkvæmt frumvarpinu átti að grundvallast á jafnvægi milli iðgjalda og skuldbindinga. Við mat á iðgjaldaþörf var jafnframt miðað við 5,5% raunávöxtun, en ekki 3,5% eins og gengið er út frá í tryggingafræðilegum útreikningum í tengslum við þetta frumvarp.
    Ákvæði 23. gr. eru í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 4. mars sl., en endurspegla jafnframt breyttar aðstæður. Í 1. mgr. er lagt til að ríkissjóður ábyrgist og taki á sig allan kostnað vegna hækkana í kjölfar almennra launabreytinga á úrskurðuðum lífeyri kennara og skólastjórnenda eftir að þeir hefja töku lífeyris. Jafnframt er lagt til að til frádráttar komi viðbótariðgjald sveitarfélaga, sem sé áætlað þannig að sveitarfélögin komist eins nálægt því og kostur er að fullnusta þeim skuldbindingum sem stofnað er til með samtímagreiðslum.
    Ábyrgð og mat á kostnaði ríkisins samkvæmt málsgreininni byggist á því að mögulegar breytingar á launakerfi eða fyrirkomulagi launagreiðslna til kennara og skólastjórnenda breyti ekki vægi viðmiðunarlauna við ákvörðun lífeyrisgreiðslna umfram það sem gerist hjá öðrum starfshópum sem eiga aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Komi hins vegar til þess að hlutfall viðmiðunarlauna og heildarlauna kennara og skólastjórnenda breytist á annan hátt en hjá öðrum starfshópum verður ekki hjá því komist að endurskoða ábyrgð ríkisins samkvæmt málsgreininni.
    Í 2. mgr. er lagt til að viðbótariðgjald sveitarfélaga vegna kennara og skólastjórnenda verði 9,5%. Þar með er gert ráð fyrir að iðgjald þeirra verði 15,5% (6 + 9,5%) af dagvinnulaunum, en iðgjald sjóðfélaga verði eftir sem áður 4%. Með þessu iðgjaldi er áætlað að sveitarfélögin geti fullnustað lífeyrisskuldbindingum sínum með samtímagreiðslu, sbr. 11,5% iðgjald launagreiðenda af heildarlaunum til A-deildar sjóðsins.
    Óvissuatriði varðandi iðgjaldaþörf til B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eru mun fleiri en vegna A-deildarinnar, en talið er nauðsynlegt að iðgjald launagreiðenda til A-deildar komi árlega til endurskoðunar. Því er ekki ólíklegt að í framtíðinni þurfi að endurskoða viðbótariðgjaldið til B-deildarinnar. Mikilvægi endurskoðunarinnar mun hins vegar ráðast af ýmsum þáttum, m.a. af fjölda kennara og skólastjórnenda sem kýs að flytja sig úr B-deild yfir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Í samræmi við ákvæði 2. mgr. og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga er gert ráð fyrir breytingum á lögum um tekju- og eignarskatt og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þannig er miðað við að tekjuskattur lækki og útsvar hækki frá 1. janúar 1997 til samræmis við aukinn kostnað sveitarfélaga með 9,5% viðbótariðgjaldi til B-deildarinnar vegna kennara og skólastjórnenda.


Um 24. gr.

    Greinin hefur fyrst og fremst það hlutverk að halda utan um þær greinar sem fjalla eingöngu um A-deild sjóðsins. Tekið er fram í greininni að auk hennar gildi ákvæði 13.–21. gr. laganna, eins og þau verða eftir breytingu samkvæmt frumvarpinu, sérstaklega um deildina. Ákvæði þessara greina eiga því eingöngu við um A-deild sjóðsins, þó að það sé ekki sérstaklega tekið fram hverju sinni.

Um 25. gr.

    Í þessari grein er fjallað um iðgjaldagreiðslur til A-deildar sjóðsins. Hún felur í sér veigamiklar breytingar frá reglum 10. gr. gildandi laga, sem gilt hafa um iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fram til þessa, og munu gilda áfram að meginstofni til að því er B-deildina varðar.
    Fyrst má nefna að eftir breytingu samkvæmt greininni eiga sjóðfélagar í A-deild sjóðsins og launagreiðendur þeirra að greiða iðgjald til sjóðsins svo lengi sem sjóðfélagar eru í starfi sem uppfyllir aðildarskilyrði að sjóðnum. Niðurfelling iðgjalda vegna 32 ára iðgjaldagreiðslu eða samkvæmt 95 ára reglunni verður því afnumin.
    Þá er einnig munur á iðgjaldastofni. Skv. 1. mgr. greinarinnar á að greiða iðgjald til A-deildar sjóðsins af heildarfjárhæð greiddra launa, í stað þess að samkvæmt gildandi lögum er einungis greitt iðgjald af föstum launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót, orlofsuppbót og vaktaálagi. Nánar tiltekið á iðgjaldastofninn að vera sá sami og gjaldstofn tryggingagjalds, sbr. III. kafla laga nr. 113/1990. Samkvæmt þessu á að greiða iðgjald til sjóðsins af öllum tegundum launa og þóknana fyrir starf, hverju nafni sem þær nefnast. Þó er sérstaklega tekið fram í greininni að ekki skuli greiða iðgjald vegna greiðslna sem eru endurgreiðsla á útlögðum kostnaði og að iðgjald launagreiðenda til sjóðsins teljist sömuleiðis aldrei til iðgjaldastofnsins. Verði gerð breyting á gjaldstofni tryggingagjalds getur orðið nauðsynlegt að endurskoða þetta ákvæði.
    Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður iðgjald sjóðfélaga áfram 4%. Skv. 4. mgr. hækkar iðgjald launagreiðenda hins vegar frá því sem nú er. Það verður að lágmarki 6% af fyrrgreindum launum. Leiði athugun tryggingafræðings í ljós að þessi greiðsla launagreiðenda ásamt iðgjaldi sjóðfélaga dugi ekki til greiðslu á skuldbindingum sjóðsins, hvílir sú skylda á stjórn sjóðsins að hækka iðgjald launagreiðenda umfram 6% í samræmi við niðurstöðu athugunarinnar.
    Í 5. mgr. greinarinnar er síðan ákvæði um að iðgjald launagreiðenda skuli endurskoða árlega og að ákvörðun um hækkun þess eða lækkun skuli liggja fyrir eigi síðar en 1. október fyrir komandi almanaksár, sbr. þó bráðbirgðaákvæði II. í I. kafla frumvarpsins.
    Þetta er ein veigamesta breytingin á lögum sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Með henni er lagt til að A-deild sjóðsins eigi jafnan fyrir skuldbindingum sínum þannig að eignir og skuldbindingar standist á. Gert er ráð fyrir fullri eignamyndun til að tryggja að deildin standi við þær skuldbindingar, sem réttindareglur sjóðsins segja til um. Kveðið er á um það í greininni að við mat á eignum og skuldbindingum skuli taka tillit til væntanlegra iðgjaldagreiðslna vegna starfandi sjóðfélaga og þeirra skuldbindinga er af þeim hljótast, auk áfallinna skuldbindinga.
    Í 6. mgr. greinarinnar er síðan ákvæði sem er nýtt í lögum sjóðsins. Samkvæmt því verður heimilt að setja ákvæði í samþykktir sjóðsins um að lífeyrissjóðurinn megi taka við viðbótariðgjaldi sem greitt verði umfram iðgjald samkvæmt fyrri málsgreinum þessarar greinar og að viðbótariðgjaldi þessu verði varið til réttindaávinnings hjá lífeyrissjóðnum eftir nánari reglum í samþykktum sjóðsins og í samræmi við tillögur tryggingafræðinga.
    Í málsgreininni eru ekki ákvæði sem takmarka það hvert þetta iðgjald megi vera, né settar fastar reglur um hvaða réttindi greiðsla þess eigi að veita. Hins vegar er við setningu þessa ákvæðis fyrst og fremst horft til þess að heimilt verði að semja svo um í kjarasamningi fyrir tiltekinn hóp sjóðfélaga að greitt verði viðbótariðgjald til sjóðsins. Sama gæti þá átt við um annars konar launaákvarðanir sem í gildi eru fyrir opinbera starfsmenn. Skv. 6. mgr. þessarar greinar er heimilt að setja ákvæði um þessi atriði í samþykktir sjóðsins.
    Í málsgreininni eru, eins og fyrr greinir frá, engin ákvæði um það á hvern hátt viðbótariðgjaldi samkvæmt þessu verði varið til réttindaávinnslu hjá sjóðnum. Þannig er því í raun haldið opnu að sá réttindaávinningur geti hvort sem er orðið í formi viðbótarréttinda samkvæmt lögum um A-deild sjóðsins eða til réttindaávinnings í formi séreignar.

Um 26. gr.

    Með greininni er gerð grundvallarbreyting á útreikningi lífeyris hjá sjóðnum og mun þessi breytti útreikningur gilda fyrir alla í A-deild hans. Í stað þess að reikna lífeyri eftir iðgjaldagreiðslutíma, starfshlutfalli á hverjum tíma og launum við starfslok, eins og gert er samkvæmt gildandi lögum, verður lífeyrisréttur reiknaður eftir stigakerfi þar sem réttindaávinningur ársins fer eftir fjárhæð iðgjalda á hverjum tíma. Með þessari breytingu er stefnt að því að samræmi verði á milli innborgaðra iðgjalda og réttindaávinnings.
    Útreikningur samkvæmt þessari tillögu er þannig að ef sjóðfélagi greiðir iðgjald á tilteknu ári af launum, sem eru jafnhá samanlögðum grundvallarlaunum almanaksársins, reiknast honum eitt stig fyrir það ár. Greiði hann iðgjald af hærri fjárhæð fær hann meira en eitt stig, og minna ef hann greiðir af lægri fjárhæð. Við starfslok eru síðan stig allra iðgjaldagreiðsluára lögð saman og mynda þau þannig grundvöll lífeyrisréttinda hans. Með þessu reiknast lífeyrisréttur í samræmi við greidd iðgjöld allra þeirra ára, sem iðgjöld voru greidd til sjóðsins, í stað hlutfalls af lokalaunum.
    Eftir þessa breytingu verður ein útreikningsregla, sem gildir fyrir alla sjóðfélaga í A-deild sjóðsins, í stað 95 ára og 32 ára reglu í núgildandi lögum.
    Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar munu grundvallarlaun þau, sem réttindastig eru reiknuð eftir og lífeyrisprósenta reiknast af, breytast í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Sú skipan er heppileg með tilliti til þess að lífeyrisréttur hjá sjóðnum verður þá verðtryggður með sömu vísitölu og meginhluti eigna sjóðsins er verðtryggður með.
    Í 2. mgr. greinarinnar er tilgreint að grundvallarlaun miðað við janúar 1996 skuli vera 49.084 kr. og að þau taki sömu breytingum og vísitala neysluverðs frá þeim tíma. Fjárhæð þessi er sú sama og gildir hjá lífeyrissjóðum innan Sambands almennra lífeyrissjóða og hjá fleiri sjóðum. Hagræði er af því að hafa samræmi þarna á milli, sérstaklega ef til flutnings iðgjalda kemur á milli sjóða.
    Þó að grundvallarfjárhæð sé ákveðin 49.084 kr. í þessari grein hefur þessi fjárhæð lítil áhrif á réttindaávinnslu og lífeyrisrétt. Því lægri sem fjárhæð grundvallarlauna væri ákveðin þeim mun hærri væri stigaávinningur sjóðfélaga á tilteknu ári og þar með réttindaprósenta þeirra. Réttindaprósentan er síðan reiknuð af þessum sömu grundvallarlaunum þegar til töku lífeyris kemur. Þannig væri útkoman í raun sú sama hver svo sem fjárhæð grundvallarlaunanna væri ákveðin.
    Ákvörðun um fjárhæð grundvallarlauna í þessu frumvarpi getur þó haft áhrif ef til greiðslu örorkulífeyris kemur, sbr. ákvæði 5., 11. og 12. mgr. 28. gr. frumvarpsins, sem verður 16. gr. laganna.
    Í lokamálsgrein þessarar greinar er kveðið á um, að sjóðfélagar, sem náð hafa 70 ára aldri, skuli ekki greiða iðgjald til A-deildar sjóðsins. Sambærilegt ákvæði er ekki í gildandi lögum lífeyrissjóðsins.

Um 27. gr.

    Í greininni eru ákvæði um útreikning og greiðslu ellilífeyris til sjóðfélaga í A-deild sjóðsins og samsvarar hún 12. og 15. gr. núgildandi laga að því er lífeyrisgreiðslur varðar.
    Samkvæmt greininni er útreikningi lífeyris breytt í samræmi við þá reglu í 26. gr. frumvarpsins að umreikna iðgjöld í stig, reiknuð samkvæmt grundvallarlaunum. Útreikningur lífeyris breytist einnig vegna þeirra breytinga sem kveðið er á um í 25. gr. frumvarpsins að greiða iðgjöld alla starfsævi. Reglur um 1% ávinning réttinda fyrir hvert ár eftir að iðgjaldagreiðsluskyldu lýkur og þak við 64% ávinning innan 95 ára reglu eiga því ekki lengur við.
    Samkvæmt breytingum á þessari grein og 26. gr. verður núgildandi eftirmannsregla afnumin. Í stað hennar verður tekin upp sú regla að lífeyrisgreiðslur til allra lífeyrisþega breytast hlutfallslega jafnt og að þessar breytingar taki mið af breytingum sem verða á vísitölu neysluverðs.
    Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er miðað við að aldur við upphaf lífeyristöku sé 65 ár. Eins og fram kemur í 3. og 4. mgr. greinarinnar geta sjóðfélagar þó bæði byrjað lífeyristöku fyrr og eins seinkað lífeyristöku fram yfir 65 ára aldurinn. Breytist þá útreikningur lífeyris til hækkunar eða lækkunar, eftir því hvenær taka lífeyris hefst. Þannig eiga allir sjóðfélagar rétt á að hefja töku lífeyris frá 60 ára aldri, en lífeyrisgreiðslur skerðast þá samkvæmt ákvæðum 3. mgr. Verður nánar fjallað um þá reglu hér á eftir. 65 ára aldursmarkið í 1. mgr. hefur því fyrst og fremst áhrif á útreikning lífeyris, en ekki á það hvenær sjóðfélagi megi hefja töku lífeyris. Við 65 ára aldur á sjóðfélagi rétt á lífeyri sem reiknast þannig að samanlagður stigafjöldi hans er margfaldaður með 1,90.
    Ekki er gerð krafa um að sjóðfélagi í A-deild sjóðsins þurfi að hafa látið af störfum til þess að hann geti hafið töku lífeyris frá þeirri deild sjóðsins. Sjóðfélagar geta því hvenær sem er á aldrinum frá 60 til 70 ára ákveðið að byrja að taka lífeyri frá A-deild sjóðsins.
    Samkvæmt 2. mgr. reiknast lífeyrir til sjóðfélaga í A-deildinni þannig að upphæð ellilífeyris verður tiltekinn hundraðshluti af grundvallarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda sjóðfélaga, margfölduðum með 1,90. Margföldunarstuðull þessi er byggður á því áliti tryggingafræðinga, sem önnuðust útreikninga vegna samningu þessa frumvarps, að þannig ákveðinn tryggi hann að verðmæti launa og lífeyris starfsmanna ríkisins verði sambærileg í nýju réttindakerfi og því eldra.
    Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar geta sjóðfélagar farið á lífeyri fyrir 65 ára aldur, sem verður áfram almennur aldur til töku lífeyris. Ákvæði 3. mgr. koma að þessu leyti í stað núgildandi 95 ára reglu. Samkvæmt ákvæðum þessarar málsgreinar geta sjóðfélagar hafið töku lífeyris eftir að 60 ára aldri er náð óháð því hversu lengi þeir hafa greitt iðgjald til sjóðsins. Þetta er breyting frá núgildandi lögum, en samkvæmt þeim getur sjóðfélagi einungis hafið töku lífeyris fyrir 65 ára aldur ef hann hefur náð svokallaðri 95 ára reglu.
    Ef sjóðfélagi notfærir sér heimild til að hefja töku lífeyris fyrir 65 ára aldur skerðist áunninn réttur um 0,5% fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris er flýtt fyrir 65 ára aldurinn. Ef sjóðfélagi flýtir töku lífeyris samkvæmt þessu er því fjöldi þeirra mánaða sem töku lífeyris er flýtt fyrir 65 ára aldur margfaldaður með 0,5 og áunninn réttindi skerðast þá um þann hundraðshluta. Skerðing þessi nemur því 6% af áunnum rétti fyrir hvert ár sem töku lífeyris er flýtt.
    Samkvæmt 4. mgr. gildir sambærileg regla ef sjóðfélagar láta af störfum eftir 65 ára aldur. Þá hækkar sá réttur, sem sjóðfélaginn hafði áunnið sér við 65 ára aldurinn, um 0,8% fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris er frestað, eða sem nemur 9,6% fyrir hvert ár. Skv. 4. mgr. geta sjóðfélagar frestað töku lífeyris og fengið reiknaða hækkun á áunninn rétt við 65 ára aldur um allt að fimm ár, eða til 70 ára aldurs. Sjóðfélagi sem lætur af störfum og byrjar töku lífeyris við 70 ára aldurinn hefur því hækkað þann rétt sem hann hafði áunnið sér við 65 ára aldurinn um 48%. Réttindi sem áunnin eru eftir 65 ára aldur fá hins vegar ekki sérstaka hækkun samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
    Ástæður fyrir þeim lækkunar- og hækkunarreglum sem kveðið er á um í 3. og 4. mgr. þessarar greinar eru að því yngri sem sjóðfélagi er þegar taka lífeyris hefst þeim mun fleiri ár er líklegt að hann taki lífeyri úr sjóðnum. Fresti sjóðfélagi hins vegar að taka lífeyri greiðir lífeyrissjóðurinn honum lífeyri í færri ár. Reglur um skerðingu lífeyris samkvæmt þessu um 0,5% og hækkun um 0,8% eru þannig byggðar á mati tryggingafræðinga á því að lífeyrir verði jafnverðmætur hvenær sem taka hans hefst á bilinu frá 60 ára aldri til 70 ára aldurs, auk þess sem tekið er tillit til vaxtaávinnings af frestuninni fyrir sjóðinn.
    Eins og áður hefur komið fram, þurfa sjóðfélagar í A-deild sjóðsins ekki að hafa látið af störfum til þess að þeir geti hafið töku lífeyris. Í 5. mgr. þessarar greinar eru ákvæði um hvernig reikna eigi réttindi sem áunnin eru eftir að taka lífeyris hefst. Þar segir að viðbótarstig sem áunnin eru samkvæmt þessu skuli reiknuð á ný þegar viðkomandi hefur náð 70 ára aldri. Þannig verður lífeyrisréttur fyrst endurreiknaður við 70 ára aldurinn. Skiptir þá ekki máli þótt sjóðfélagi hafi látið af störfum fyrir þann tíma.
    Jafnframt segir í 5. mgr. að réttindi sem áunnin eru eftir að taka lífeyris hefst skuli reiknast án hækkunar skv. 4. mgr. og að stig sem þannig eru áunnin skuli margfölduð með 0,95 við útreikning ellilífeyris, í stað 1,90 ella. Lægri margföldunarstuðull vegna þessara réttinda byggist á þeim forsendum að sjóðurinn hafi iðgjöld sem greidd eru eftir að taka lífeyris hefst einungis til ávöxtunar í fá ár.

Um 28. gr.

    Greinin fjallar um rétt sjóðfélaga í A-deild sjóðsins til að fá greiddan örorkulífeyri úr sjóðnum. Reglur um greiðslu örorkulífeyris eru í 13. gr. gildandi laga sjóðsins, en sú grein gildir áfram að því er varðar sjóðfélaga í B-deild. Reglur um rétt sjóðfélaga í A-deild sjóðsins til að fá greiddan örorkulífeyri eru samkvæmt greininni að umtalsverðu leyti frábrugðnar reglum gildandi laga. Fyrirmyndin að þeim reglum sem kveðið er á um í þessari grein er sótt til almennu lífeyrissjóðanna, einkum til grunnreglugerðar Sambands almennra lífeyrissjóða. Helstu breytingar frá gildandi lögum eru þessar:
    Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er örorkulífeyrir greiddur ef orkutap er metið 40% eða meira, en samkvæmt gildandi lögum er miðað við 10% orkutap.
    Í 13. gr. gildandi laga er sagt að örorkulífeyrir skuli aldrei vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi, sem sjóðfélaginn hefur orðið fyrir. Skv. 2. mgr. þessarar greinar verður þarna miðað við samanlagðan örorkulífeyri og barnalífeyri.
    Í 13. gr. gildandi laga er sagt að örorkumat skuli aðallega miða við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna starfi því, er hann hefur gegnt, og aðild hans að sjóðnum er tengd. Skv. 3. mgr. þessarar greinar verður áfram miðað við vanhæfni til starfs sjóðfélaga, en þó aðeins tímabundið í fyrstu fimm ár eftir orkutap. Eftir það skal miða örorkumatið við vanhæfni til almennra starfa.
    Samkvæmt 4. mgr. greinarinnar er heimilt að setja það skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris að sjóðfélagi fari í endurhæfingu, sem bætt geti heilsufar hans. Slíkt ákvæði er ekki í gildandi lögum.
    Í athugasemdum við 26. og 27. gr. var fjallað um breytingar á lífeyrisgreiðslum vegna útreiknings lífeyris samkvæmt stigakerfi. Að þessu leyti verður sama breyting á útreikningi örorkulífeyris og ellilífeyris. Skv. 5. mgr. 28. gr. skal samanlagður stigafjöldi, sem sjóðfélagi hefur áunnið sér, margfaldaður með 1,90 við útreikning örorkulífeyris. Margföldunarstuðullinn er því sá sami og gildir vegna útreiknings ellilífeyris.
    Samkvæmt núgildandi lögum er framreikningur réttinda vegna ókomins tíma bundinn við þau tilvik þegar rekja má aðalorsök örorkunnar til starfs í þágu stöðu þeirrar, sem sjóðfélagi gegndi. Takmörkun á rétti til framreiknings við þau tilvik þegar rekja má örorku sjóðfélaga til starfs hans er hins vegar ekki að finna í ákvæðum þessarar greinar. Því verður framreikningur réttinda vegna ókomins tíma meginregla hjá A-deild sjóðsins. Sjóðfélagar deildarinnar munu samkvæmt þessu njóta mun betri réttar til örorkulífeyris en núgildandi lög kveða á um. Í 5.–13. mgr. greinarinnar eru ítarleg ákvæði um framreikning réttinda vegna ókomins tíma.
    Samkvæmt 15. mgr. greinarinnar verður örorkulífeyrir einungis greiddur ef orkutap og tekjumissir vegna orkutaps vara í þrjá mánuði eða lengri tíma. Slík takmörkun er ekki í gildandi lögum.
    Samkvæmt gildandi lögum er örorkulífeyrir almannatrygginga tekinn með við útreikning lífeyrisréttar hjá þeim sem metnir eru minna en 75% öryrkjar. Samkvæmt ákvæðum þessarar greinar er þessum þætti sleppt við útreikning lífeyris.
    Loks er rétt að geta ákvæða 18. mgr. greinarinnar, en þar er að finna ítarlegri ákvæði en eru í gildandi lögum sjóðsins um það hvernig með skuli fara þegar öryrki, sem fengið hefur framreiknuð réttindi, verður 65 ára og byrjar að fá greiddan ellilífeyri í stað örorkulífeyris.

Um 29. gr.

    Í greininni eru ákvæði um greiðslu makalífeyris úr A-deild sjóðsins. Ákvæði um rétt eftirlifandi maka til makalífeyris eru nú í 14. gr. laganna, sem að stofni til mun áfram gilda fyrir þá sem verða í B-deildinni. Reglur þær sem hér er kveðið á um eru í grundvallaratriðum frábrugðnar makalífeyrisreglum gildandi laga.
    Samkvæmt 14. gr. gildandi laga sjóðsins er upphæð makalífeyris helmingur af áunnum ellilífeyrisrétti látins sjóðfélaga. Þar við bætast 20% af launum þeim er hann miðast við, ef hann hefur uppfyllt eitt þeirra skilyrða, sem tilgreind eru í lagagreininni. Makalífeyrir er samkvæmt gildandi lögum greiddur svo lengi sem eftirlifandi maki lifir, en fellur þó niður ef eftirlifandi maki gengur í hjónaband að nýju.
    Eftir breytingu samkvæmt þessari grein verður meginreglan að makalífeyrir greiðist tímabundið úr A-deild sjóðsins. Við útreikning makalífeyris verða réttindi framreiknuð vegna ókomins tíma á sama hátt og við útreikning örorkulífeyris. Makalífeyrisgreiðslur verða í mörgum tilvikum samkvæmt þessu hærri úr A-deild sjóðsins fyrst eftir andlát sjóðfélaga, en vera mundi í óbreyttu réttindakerfi. Sérstaklega á það við um þá makalífeyrisþega sem eru ungir að árum þegar þeir missa maka sinn. Á móti kemur að þeir fá almennt einungis greiddan makalífeyri í takmarkaðan tíma.
    Fyrirmyndin að ákvæðum þessarar greinar er sótt til almennu lífeyrissjóðanna á sama hátt og fyrirmyndin að ákvæðum 28. gr. að því er reglur um örorkulífeyri varðar. Í fyrstu fjórum málsgreinum þessarar greinar er tilgreint hverjir eigi rétt á lífeyri samkvæmt henni.
    Í 1. mgr. kemur fram sú meginregla að fullur makalífeyrir skuli að lágmarki greiddur í 36 mánuði og 50% makalífeyrir í 24 mánuði til viðbótar eftir andlát sjóðfélaga sem notið hafði elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum, eða greitt hafði iðgjald til hans a.m.k. í 6 mánuði af undanfarandi 12 mánuðum.
    Ef sjóðfélagi hefur látið eftir sig eitt barn eða fleiri innan 22 ára aldurs, sem hann hefur átt með eftirlifandi maka sínum, skal skv. 2. mgr. greinarinnar greiða fullan makalífeyri fram að 22 ára aldri yngsta barnsins, enda sé barnið á framfæri makans. Í þessum tilvikum er heimilt að greiða fullan makalífeyri lengur en í þau þrjú ár sem tilgreind eru í 1. mgr.
    Samkvæmt 3. mgr. er einnig heimilt að greiða makalífeyri lengur en í þann tíma, sem tilgreindur er í 1. mgr., ef eftirlifandi maki er a.m.k. 50% öryrki, enda hafi hann verið yngri en 67 ára við fráfall sjóðfélagans. Þegar svo stendur á skal greiða makalífeyri meðan örorkan varir.
    Samkvæmt 4. mgr. skal jafnframt greiða fullan makalífeyri ótímabundið til eftirlifandi maka sjóðfélaga, ef makinn er fæddur fyrir 1. janúar 1925. Ef hann er fæddur á tímabilinu frá 1. janúar 1945 til 1. janúar 1925 skal einnig greiddur makalífeyrir ótímabundið, en greiðslur til þeirra sem fæddir eru á þessu árabili skulu þó skerðast hlutfallslega fyrir hvert ár sem makinn er fæddur eftir 1. janúar 1925. Sá sem fæddur er eftir 1. janúar 1945 á hins vegar ekki rétt samkvæmt þessari málsgrein. Réttur hans fer því alfarið eftir 1.–3. mgr. þessarar greinar. Réttur eftirlifandi maka sem fellur undir ákvæði þessarar málsgreinar verður þó aldrei lægri en réttur skv. 1. mgr.
    Í 5. mgr. er ákvæði sem að hluta til er sambærilegt við ákvæði 7. mgr. 14. gr. gildandi laga sjóðsins. Samkvæmt því er heimilt, þegar hinn látni sjóðfélagi hefur ekki látið eftir sig maka, að greiða lífeyri skv. 1.–3. mgr. til aðila sem sannanlega hefur annast heimili hins látna um langt árabil fyrir andlát hans. Það verður síðan háð mati stjórnar sjóðsins hverju sinni hvort greiða skuli lífeyri samkvæmt þessu heimildarákvæði. Rétt er að vekja athygli á því að regla 4. mgr. á ekki við þegar lífeyrir er greiddur samkvæmt heimild í 5. mgr.
    Í 6. mgr. greinarinnar eru síðan reglur um það hvernig skuli reikna upphæð makalífeyris úr A-deild sjóðsins. Útreikningsreglur makalífeyris eru þær sömu og útreikningsreglur örorkulífeyris. Réttindum vegna ókomins tíma er bætt við áunnin réttindi á sama hátt og við útreikning örorkulífeyris. Við útreikning makalífeyris eru þó áunnin stig og framreiknuð stig margfölduð með 0,95, í stað 1,90, eins og við útreikning örorkulífeyris. Makalífeyrir verður því í raun helmingur þess örorkulífeyris sem sjóðfélaginn hefði fengið.
    Í 7. mgr. er tilgreint hverjir eru rétthafar makalífeyris samkvæmt greininni, en þeir eru:
    Í fyrsta lagi sá eða sú sem við andlátið var í hjúskap með hinum látna sjóðfélaga. Í öðru lagi sá eða sú sem var í staðfestri samvist samkvæmt lögum nr. 87/1996 með hinum látna sjóðfélaga, en tilvitnuð lög fjalla um staðfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni. Í þriðja lagi sá eða sú sem var í óvígðri sambúð með hinum látna sjóðfélaga, enda hafi sambúðin uppfyllt þau skilyrði, sem tilgreind eru í greininni.
    Eftir breytingu samkvæmt þessari grein breytist réttur þeirra sem eru í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð. Samkvæmt gildandi lögum sjóðsins eiga þeir aldrei sjálfkrafa rétt á makalífeyri. Þó getur verið heimilt að greiða þessum aðilum sambúðarlífeyri samkvæmt heimildarákvæðinu í 7. mgr. 14. gr. gildandi laga, að uppfylltum þar tilgreindum skilyrðum. Skv. 7. mgr. eiga þessir aðilar hins vegar sama rétt til makalífeyris eftir látinn sjóðfélaga og þegar um hjúskap hefur verið að ræða.
    Með þessari grein er auk þess sem að framan greinir gerð breyting á réttarstöðu fráskilins maka. Skv. 14. gr. gildandi laga sjóðsins á fráskilinn maki rétt á lífeyri eftir látinn sjóðfélaga. Jafnframt eru ákvæði í þeirri grein um skiptingu lífeyris milli tveggja eða fleiri maka, sem gilda þegar hinn látni sjóðfélagi hefur verið giftur oftar en einu sinni. Sambærileg ákvæði eru ekki í þessari grein. Fráskilinn maki á því ekki rétt til lífeyris úr A-deild sjóðsins eftir látinn sjóðfélaga.

Um 30. gr.

    Greinin fjallar um greiðslu barnalífeyris úr A-deild hans. Ákvæði um greiðslu barnalífeyris eru í 16. gr. gildandi laga sjóðsins, en sú grein mun áfram gilda um greiðslu barnalífeyris úr B-deildinni. Grein þessi er í nokkrum atriðum frábrugðin eldri greininni:
    Samkvæmt 1. mgr. er barnalífeyrir greiddur til barna látins sjóðfélaga og til barna þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri úr sjóðnum. Aftur á móti eiga börn ellilífeyrisþega ekki rétt á barnalífeyri úr A-deild sjóðsins samkvæmt greininni, en skv.16. gr. gildandi laga sjóðsins eiga börn ellilífeyrisþega rétt á barnalífeyri á sama hátt og börn látinna sjóðfélaga og börn öryrkja.
    Barnalífeyrir verður greiddur til 22 ára aldurs úr A-deild sjóðsins samkvæmt ákvæðum 1. mgr. Skv. 16. gr. gildandi laga er barnalífeyrir hins vegar greiddur til 18 ára aldurs.
    Skv. 16. gr. gildandi laga sjóðsins er algengast að fullur barnalífeyrir sé jafnhár og hálfur barnalífeyrir almannatrygginga. Samkvæmt þessari grein er barnalífeyrir ákveðinn tiltekin fjárhæð, sem tekur síðan breytingum til samræmis við breytingar á vísitölu neysluverðs. Horfið verður því frá tengingu við barnalífeyri almannatrygginga hjá A-deild sjóðsins.
    Í gildandi lögum sjóðsins er fjárhæð barnalífeyris sú sama, hvort sem barnalífeyrir er greiddur vegna andláts sjóðfélaga eða til barna örorku- eða ellilífeyrisþega. Í þessari grein er hins vegar gerður greinarmunur eftir því hvort lífeyrir er greiddur til barna vegna andláts sjóðfélaga eða til barna örorkulífeyrisþega. Skv. 2. mgr. er fullur barnalífeyrir vegna fráfalls sjóðfélaga 10.000 kr. með hverju barni á mánuði. Fjárhæð fulls barnalífeyris til barna öryrkja er hins vegar 7.500 kr. með hverju barni á mánuði skv. 3. mgr. greinarinnar. Báðar þessar fjárhæðir taka síðan þeim breytingum, sem verða á vísitölu neysluverðs frá janúar 1996.
    Samkvæmt 5. mgr. á að greiða barnalífeyri til framfæranda barnsins til 18 ára aldurs þess, en eftir það til barnsins sjálfs. Er þarna miðað við að eftir að barnið verður fjárráða verði það sjálft viðtakandi lífeyrisgreiðslunnar. Í 16. gr. gildandi laga sjóðsins eru engin ákvæði um það hvort greiða skuli barnalífeyri til barnsins eða framfæranda.

Um 31. gr.

    Í fyrri málsgrein greinarinnar er ákvæði um að ef iðgjaldagreiðslur hafi sannanlega fallið niður vegna veikinda eða atvinnuleysis reiknist sá tími ekki með þegar úrskurða skal um hvort skilyrði um iðgjaldagreiðslutíma eru uppfyllt. Á þetta getur reynt vegna nokkurra ákvæða í frumvarpinu. Þar má sérstaklega nefna b-lið 5. mgr. 28. gr. og 1. mgr. 29. gr.
    Í síðari málsgrein greinarinnar er síðan ákvæði sem gildir um þau tilvik þegar sjóðfélagi á geymdan rétt hjá sjóðnum. Réttur til lífeyris fellur ekki niður í slíkum tilvikum, heldur reiknast hann þá einungis miðað við áunnin geymd stig. Reglur um framreikning við útreikning örorku- eða makalífeyris eiga þá ekki við.
    Þegar skilyrði 1. mgr. 29. gr. frumvarpsins um iðgjaldagreiðslutíma eru ekki uppfyllt ákvarðast upphæð makalífeyris í samræmi við þetta ákvæði í síðari málsgrein þessarar greinar. Hafa þarf þetta í huga við túlkun á þessum lagagreinum. Á sama hátt ákvarðast upphæð örorkulífeyris eftir þessari málsgrein þegar skilyrði 1. mgr. 28. gr. eru ekki uppfyllt.

Um 32. gr.

    Í greininni er kveðið á um að heimilt sé að setja ákvæði í samþykktir sjóðsins um gerð samninga við aðra lífeyrissjóði um tilhögun réttindaflutninga. Með þessu ákvæði er bæði horft til þess að í samþykktir sjóðsins verði sett ákvæði um réttindaflutninga í einstökum tilfellum og eins til þess að A-deild lífeyrissjóðsins geti orðið aðili að samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða og réttindaflutninga á milli sjóða.

Um 33. gr.

    Grein þessi fjallar um tvö aðskilin efni. Í fyrri málsgreininni er ákvæði sem segir að lífeyrir skuli greiðast mánaðarlega eftir á. Þó er tiltekið að sjóðfélagar sem hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfslokum og fengið hafa fyrir fram greidd laun skuli fá lífeyri greiddan fyrir fram.
    Í síðari málsgreininni er síðan heimild til handa stjórn til að inna lífeyrisgreiðslu af hendi í einu lagi, í stað mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna, ef lífeyrisgreiðsla nær ekki fjárhæð sem svarar til a.m.k. eins stigs réttinda. Getur slík eingreiðsla verið heppileg, bæði fyrir lífeyrissjóðinn og eins fyrir sjóðfélagann.

Um 34. gr.

    Ákvæði um gildistöku breytinga samkvæmt þessu frumvarpi eru í þessari grein. Skv. 1. mgr. öðlast lögin gildi 1. janúar 1997. Ákvæði um niðurfellingu 2. mgr. 25. gr. gildandi laga sjóðsins sem felst í b-lið 22. gr. frumvarpins, öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 1998. Til skýringar á því ákvæði vísast til athugasemda við 22. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er ákvæði um að fella skuli breytingar samkvæmt þessu frumvarpi inn í lög sjóðsins og að gefa þau út svo breytt. Þetta ákvæði þarfnast ekki skýringar.

Um 35. gr.

    Með b-lið 15. gr. þessa frumvarps er nýrri 3. mgr. bætt við 12. gr. gildandi laga sjóðsins sem verður 24. gr. Þessi nýja málsgrein fjallar um á hvern hátt lífeyrisgreiðslur í B-deild sjóðsins taki breytingum. Samkvæmt greininni eiga þær að breytast til samræmis við almennar breytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, í stað þess að breytast samkvæmt einstaklingsbundnu viðmiði áður. Breytingin á skv. 1. mgr. 34. gr. frumvarpsins, að taka gildi 1. janúar 1997.
    Samkvæmt greininni geta þeir sjóðfélagar, sem í framtíðinni munu hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi, og þeir sem við gildistöku laga þessara eru byrjaðir að taka lífeyri, valið hvort lífeyrisgreiðslur þeirra fylgi einstaklingsbundnu viðmiði eða hvort þær breytist til samræmis við meðalbreytingar á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu. Setja á nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins um með hvaða hætti val sjóðfélaga samkvæmt þessu eigi að fara fram.

Um 36. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. gildandi laga sjóðsins, sem verður 30. gr. laganna eftir breytingu samkvæmt 20. gr. frumvarpsins, reiknast lífeyrir vegna geymds réttar hjá B-deild sjóðsins á mismunandi vegu eftir því hvort sjóðfélagi á réttindi hjá sjóðnum fyrir a.m.k. þrjú ár eða styttri tíma. Ef réttindatíminn er styttri en þrjú ár reiknast lífeyrir við upphaf lífeyristöku eftir krónutölu launa eins og þau voru þegar iðgjöld voru síðast greidd til sjóðsins. Lífeyrisrétturinn nýtur þannig ekki verðtryggingar á tímabilinu frá því að sjóðfélagi greiddi síðast til sjóðsins og þar til taka lífeyris hefst. Eigi sjóðfélagi hins vegar réttindi vegna þriggja ára eða lengri greiðslutíma á hins vegar að reikna lífeyri í samræmi við meðalbreytingar sem orðið hafa á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu frá því iðgjöld voru síðast greidd til sjóðsins.
    Samkvæmt þessari grein á lífeyrisréttur hjá B-deild sjóðsins að vera verðtryggður í samræmi við meðalbreytingar á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu ef samanlagður iðgjaldagreiðslutími hjá A- og B-deild nær þremur árum. Skiptir þá ekki máli þó réttindatíminn hjá B-deildinni sé fyrir styttri tíma. Þetta á bæði við um þá sjóðfélaga sem greiða iðgjöld til sjóðsins við gildistöku þessara laga, ef þeir kjósa að færa sig yfir í A-deild sjóðsins, og eins þá sem við gildistöku þessara laga eiga geymd réttindi vegna styttri tíma en þriggja ára, en hefja síðar greiðslu til A-deildarinnar.


Um 37. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. 24. gr., eins og hún verður eftir breytingu skv. 15. gr. frumvarpsins, eiga sjóðfélagar í B-deild sjóðsins ekki rétt á lífeyri á meðan þeir gegna störfum sem uppfylla aðildarskilyrði að sjóðnum. Greinin er að þessu leyti óbreytt frá gildandi lögum sjóðsins. Ákvæði 1. mgr. 37. gr. frumvarpsins er til áréttingar því að sama gildi þó svo að sjóðfélagi, sem aðild hefur átt að B-deild sjóðsins, hefji iðgjaldagreiðslu til A-deildar hans. Þetta gildir um þá sjóðfélaga sem aðild eiga að sjóðnum við gildistöku þessara laga og færa sig yfir í A-deildina. Og þetta gildir einnig um þá sjóðfélaga sem eiga geymdan rétt í sjóðnum við gildistöku þessara laga en hefja síðar iðgjaldagreiðslu til A-deildar sjóðsins vegna starfa þar sem aðildarskilyrðum B-deildar um ráðningartíma og starfshlutfall er fullnægt.
    Samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar á að setja ákvæði í samþykktir sjóðsins til að koma í veg fyrir niðurfall réttinda eða tvítryggingu réttinda þegar sjóðfélagi flytur sig úr B-deild sjóðsins í A-deild hans. Meðal ákvæða, sem setja þarf í samþykktir samkvæmt þessu, eru ákvæði um að þegar úrskurða skuli hvort skilyrðum um iðgjaldagreiðslutíma sé fullnægt, t.d. vegna reglna um framreikning réttinda vegna greiðslu örorku- eða makalífeyris, skuli tími í B-deild sjóðsins reiknaður með.

Um 38. gr.

    Með d-lið 18. gr. frumvarpsins er gerð breyting á því ákvæði í lögum sjóðsins sem fjallar um skiptingu makalífeyris milli fleiri en eins rétthafa hjá B-deildinni. Eftir breytinguna verður þetta ákvæði í 6. mgr. 27. gr. laganna. Ákvæði 38. gr. frumvarpsins eru sett til þess að ekki þurfi að koma til endurreiknings á skiptingu makalífeyris milli fleiri en eins rétthafa ef sjóðfélagi hefur látist fyrir gildistöku þessara laga.
    Samkvæmt síðari málslið greinarinnar er þó heimilt að skipta rétti til makalífeyris úr B-deildinni milli fyrrverandi maka og síðari sambúðaraðila, þó svo að sjóðfélagi hafi látist fyrir gildistöku þessara laga. Slíkt mun ekki breyta réttarstöðu fyrrverandi maka, en vera til hagsbóta fyrir síðari sambúðaraðila.

Um ákvæði til bráðabirgða I.

    Kennarar og skólastjórnendur, sem ráðnir eru samkvæmt ákvæðum laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla og starfa við skóla sem reknir eru af sveitarfélögum skv. lögum um grunnskóla, eiga fyrir gildistöku laga þessara skylduaðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins skv. 3. gr. laga sjóðsins, nr. 29/1963, sbr. breytingalög nr. 98/1996. Gildir þetta bæði um þá sem aðild áttu að sjóðnum fyrir breytingu samkvæmt lögum nr. 98/1996 og eins fyrir þá sem ráðnir hafa verið til starfa eftir þá breytingu. Samkvæmt óbreyttum lögum mundu nýráðnir kennarar í framtíðinni þannig eiga aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Eftir breytingu samkvæmt frumvarpinu á aðildarreglum að sjóðnum eiga kennarar og skólastjórnendur, sem ráðast til starfa við grunnskóla, því aðeins rétt til aðildar að A-deild sjóðsins ef launagreiðendur þeirra hafa samþykkt aðildina og þær skuldbindingar sem henni fylgja, sbr. 2. og 3. mgr. 3. gr. Eftir gildistöku þessara laga þarf því að semja um til hvaða lífeyrissjóðs þessir starfsmenn eigi að greiða. Samkvæmt þessu bráðabirgðaákvæði skal greiða iðgjald til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fyrir nýráðna kennara og skólastjórnendur við grunnskóla, þar til samið hefur verið um lífeyrissjóðsaðild fyrir þessa starfsmenn.
    Sambærileg sjónarmið eiga við um hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 16/1965, um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, skulu allar hjúkrunarkonur, sem vinna hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, bæjar- og sveitarfélaga eða annarra opinberra stofnana eða við heilbrigðisstofnanir sem eru viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni, vera aðilar að sjóðnum. Með gildistöku þessara laga verður Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna lokað fyrir nýjum sjóðfélögum. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem ráðast til starfa hjá ríkissjóði eftir lagabreytinguna, munu greiða iðgjald til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins skv. 1. mgr. 3. gr. laga samkvæmt þessum breytingum. Nýráðnir hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá öðrum en ríkissjóði og að óbreyttu hefðu átt skylduaðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna, fá hins vegar því aðeins heimild til aðildar að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins ef launagreiðendur þeirra hafa samþykkt aðildina og þær skuldbindingar sem henni fylgja, sbr. 2. og 3. mgr. breyttra laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Eftir gildistöku þessara laga þarf því að semja um lífeyrissjóðsaðild þessara hjúkrunarfræðinga á sama hátt og fyrir kennara. Bráðabirgðaákvæði I er til þess að tryggja lífeyrissjóðsaðild þessara starfsmanna á meðan ósamið er um hana.

Um ákvæði til bráðabirgða II.

    Samkvæmt 4. og 5. mgr. 13. gr. laganna eftir breytingu, sbr. 25. gr. þessa frumvarps, skal iðgjald launagreiðenda vera breytilegt. Samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum á tryggingafræðingur að meta hver iðgjaldaprósenta launagreiðenda þurfi að vera til þess að sjóðurinn eigi jafnan fyrir skuldbindingum sínum. Stjórn sjóðsins skal síðan árlega endurskoða iðgjaldahluta launagreiðenda í samræmi við niðurstöðu hinnar tryggingafræðilegu athugunar. Ákvörðun um iðgjaldaprósentuna á síðan að liggja fyrir eigi síðar en 1. október fyrir komandi almanaksár.
    Þó svo að stjórn sjóðsins sé falið að ákveða iðgjaldaprósentuna samkvæmt framansögðu, eftir tillögu tryggingafræðings, þykir heppilegra að kveðið verði á um það í lögum þessum hvert iðgjald launagreiðenda skuli vera á árinu 1997. Frumvarp þetta er ekki lagt fyrir Alþingi fyrr en seint á árinu 1996. Því er nauðsynlegt að iðgjaldaprósenta launagreiðenda liggi fyrir strax eftir breytingar á lögum sjóðsins.
    Þær tryggingafræðilegu forsendur, sem liggja að baki útreikningi á iðgjaldaþörf sjóðsins á árinu 1997, eru þær sömu og lagðar eru til grundvallar við ákvarðanatöku um lífeyrisréttindi hjá A-deild sjóðsins. Að mati tryggingafræðinga, sem önnuðust útreikninga vegna samningar þessa frumvarps, er iðgjaldaþörf sjóðsins 15,5% af heildarlaunum þannig að hlutur launagreiðenda verður 11,5% á árinu 1997.

Um 39. gr.

    Með þessari grein er nafni sjóðsins breytt úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Breytingin er gerð vegna þess að í hópi sjóðfélaga eru bæði karlar og konur.

Um 40. gr.

    Grein þessi fjallar um skipun stjórnar sjóðsins og er breyting á 3. gr. laganna. Samkvæmt gildandi lögum er stjórn sjóðsins skipuð þremur mönnum, formanni Hjúkrunarfélags Íslands (nú Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga), landlækni og einum manni tilnefndum af ríkisstjórninni. Eftir breytingu samkvæmt greininni verður stjórnin hins vegar skipuð fjórum mönnum og á fjármálaráðherra að skipa tvo þeirra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tvo.

Um 41. gr.

    Þessi grein er ný í lögum sjóðsins og fjallar hún um verksvið og skyldur stjórnar lífeyrissjóðsins. Í greininni er kveðið á um að stjórn sjóðsins fari með yfirstjórn hans og að stjórnin skuli fjalla um allar meiri háttar ákvarðanir varðandi stefnumótun sjóðsins og starfsemi. Þá er í greininni kveðið á um eftirlitsskyldu stjórnar með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins.
    Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar á stjórn sjóðsins að setja honum samþykktir í samræmi við þessi lög og önnur lög um lífeyrissjóði. Þetta ákvæði er nýtt í lögum sjóðsins, og sambærilegt ákvæði er ekki í eldri lögum hans. Í frumvarpinu er á nokkrum stöðum kveðið á um að nánari ákvæði um tiltekin atriði skuli setja í samþykktir sjóðsins. Þannig segir í 59. gr. frumvarpsins, að setja skuli nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins um val núverandi lífeyrisþega og virkra sjóðfélaga á viðmiðunarreglu til útborgunar lífeyris. Samkvæmt 64. gr. þessa frumvarps, sem verður 26. gr. laganna, á að setja nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins til að koma í veg fyrir niðurfall réttinda eða tvítryggingu réttinda þegar sjóðfélagi flytur sig úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna og til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Samkvæmt þessari grein frumvarpsins skal kveðið á um það í samþykktum sjóðsins hvernig ávaxta skuli fé hans. Ákvæði um þetta eru nú í 4. gr. laganna, en eftir þessa breytingu verða reglur um ávöxtun á fé sjóðsins í samþykktum hans. Eðlilegra þykir að hafa þetta svo, enda er fyrirhugað að setja rammaákvæði um það atriði í almenna löggjöf um rekstur og starfsemi lífeyrissjóða.
    Ekki er gert ráð fyrir að tæmandi upptalning sé í lögunum á því hvaða atriðum skuli skipað með ákvæðum í samþykktum sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir að nánari ákvæði um ýmis atriði verði sett í samþykktirnar.
    Samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar þarf fjármálaráðherra að staðfesta samþykktir sjóðsins og breytingar á þeim til þess að þær öðlist gildi. Gert er ráð fyrir að staðfesting þessi fari fram að fenginni umsögn bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. Samkvæmt málsgreininni á fjármálaráðherra að staðfesta hvort samþykktir sjóðsins séu í samræmi við þessi lög og önnur lög um lífeyrissjóði. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því með setningu þessa ákvæðis að fjármálaráðherra fjalli efnislega um einstök ákvæði í samþykktum sjóðsins.

Um 42. gr.

    Með þessari grein, sem er breyting á 5. gr. gildandi laga sjóðsins, er það ákvæði fellt úr lögum hans að Tryggingastofnun ríkisins eigi að annast reikningshald hans. Í stað þess á stjórn sjóðsins að ákveða hvernig haga skuli afgreiðslu hans. Samkvæmt þessu ákvæði er gerð sú breyting að stjórn sjóðsins á að ákveða hvar sjóðurinn verði til húsa, hvernig afgreiðslu verði háttað og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til starfrækslu sjóðsins. Þessi breyting þarf ekki að leiða til þess að sjóðurinn flytji afgreiðslu sína frá Tryggingastofnun ríkisins. Eftir sem áður er stjórn sjóðsins heimilt að semja við Tryggingastofnun um áframhaldandi afgreiðslu sjóðsins. Hins vegar er sú breyting gerð að það verður ekki lengur bundið í lögum að Tryggingastofnun eigi að annast þessa afgreiðslu.

Um 43. gr.

    Breyting samkvæmt þessari grein frumvarpsins er gerð í tengslum við breytingu samkvæmt næstu grein hér á undan. Samkvæmt þeirri grein er það ákvæði fellt úr lögum sjóðsins að Tryggingastofnun skuli annast reikningshald hans. Eftir þessa breytingu á 6. gr. laga sjóðsins, verða ákvæði um endurskoðun hans með sama hætti og gildir hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, sbr. 9. gr. laga um þann sjóð eftir breytingu skv. 9. gr. þessa frumvarps.

Um 44. gr.

    Í 7. gr. gildandi laga er kveðið á um þrennt: Að sjóðfélagi þurfi að lágmarki að hafa greitt iðgjald til sjóðsins í fimm ár til að eiga rétt á lífeyri, við hvaða aldur sjóðfélagar eigi rétt á töku lífeyris og að iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga og launagreiðenda hans vegna falli niður þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld í 30 ár.
    Með þessari grein frumvarpsins er 7. gr. gildandi laga sjóðsins felld niður. Eftir þá breytingu verða engin ákvæði í lögum sjóðsins um lágmarksiðgjaldagreiðslutíma til þess að réttur til lífeyris skapist. Ákvæði um það hvenær sjóðfélagi eigi rétt á að hefja töku ellilífeyris verða hins vegar samkvæmt þessu frumvarpi í 8. gr. laganna, sbr. 45. gr. frumvarpsins. Jafnframt verða ákvæði um stöðvun iðgjaldagreiðslu færð til, og eftir þessa breytingu verða þau í 7. gr. laganna, sbr. 51. gr. þessa frumvarps.

Um 45. gr.

    Með þessari grein frumvarpsins er reglum um útreikning og greiðslu ellilífeyris breytt til samræmis við ákvæði laga um B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, eins og þeim er breytt með 15. gr. frumvarpsins. Til skýringa á þessu ákvæði vísast því til athugasemda við 15. gr. og til eldri skýringa á 12. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
    Með þessari breytingu verða eftirfarandi breytingar gerðar á ákvæðum um útreikning og greiðslu ellilífeyris úr Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga:
    Samkvæmt gildandi lögum eiga sjóðfélagar rétt á lífeyri frá mismunandi tíma eftir því hvort þeir hafa valið að vera með makalífeyristryggingu eða ekki. Þeir sem ekki eru með makalífeyristryggingu eiga rétt á lífeyri frá 60 ára aldri. Hafi sjóðfélagi hins vegar sótt um það til sjóðsins að tryggja maka sínum rétt til makalífeyris, á hann hins vegar ekki rétt á lífeyri fyrr en við 65 ára aldur. Þessari reglu um mismunandi aldursmörk er breytt með þessu frumvarpi í tengslum við breytingar á reglum um greiðslu makalífeyris. Samkvæmt þessari grein frumvarpsins verður meginreglan sú að sjóðfélagar eiga rétt á töku lífeyris frá 65 ára aldri. Við skýringu á þessu ákvæði þarf þó að hafa í huga ákvæði um 95 ára regluna í 4. mgr. 8. gr. eins og hún verður eftir þessa breytingu, og 60. gr. þessa frumvarps, sem verður 22. gr. laganna, en þar er kveðið á um ákveðinn aðlögunartíma að þessari breytingu.
    Við útreikning lífeyris eftir breytinguna verður tekið mið af meðaltalsstarfshlutfalli sjóðfélaga eftir gildistöku þessara laga í stað viðmiðunar við starfshlutfall við starfslok. Varðandi ávinnslu réttinda fyrir gildistöku laganna vísast til 61. gr. þessa frumvarps, sem verður 23. gr. laganna og til skýringa við þá grein frumvarpsins.
    95 ára reglan, eins og hún hefur gilt hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, verður tekin upp hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga.
    Viðmiðun lífeyris fyrir 10 ár í hærra launuðu starfi verður tekin upp á sama hátt og hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
    Sérreglur um mat á réttindum fyrir nematíma hjúkrunarfræðinga verða felldar niður.

Um 46. gr.

    Í 46. gr. frumvarpsins eru ákvæði um lífeyrisréttindi vaktavinnufólks og eru þau í samræmi við gildandi reglur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Um 47. gr.

    Með þessari grein frumvarpsins eru gerðar breytingar á þeirri grein laga sjóðsins sem fjallar um rétt sjóðfélaga til örorkulífeyris. Eftir breytinguna verða reglur sjóðsins um örorkulífeyrisréttindi eins hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga og hjá B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Reglur þessara tveggja sjóða hafa verið sambærilegar hingað til. Þó hefur verið einn reginmunur þar á, en hann er sá að hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið örorkulífeyri vegna geymds réttar hjá sjóðnum. Eftir þessa breytingu fá þeir hins vegar þennan rétt.

Um 48. gr.

    Samkvæmt 10. gr. gildandi laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna eiga eftirlifandi makar látinna sjóðfélaga því aðeins rétt á makalífeyri úr sjóðnum ef sjóðfélagi hefur sótt um slíka tryggingu til sjóðsins. Sjóðfélagar, sem sótt hafa um makalífeyristryggingu samkvæmt þessu, eiga þá samkvæmt 7. gr. gildandi laga sjóðsins ekki rétt á greiðslu ellilífeyris fyrr en við 65 ára aldur í stað 60 ára ella.
    Með breytingu samkvæmt þessri grein verður ákvæðum um makalífeyri frá sjóðnum breytt þannig að eftirlifandi maki látins sjóðfélaga á eftir breytinguna alltaf rétt á makalífeyri. Reglur um makalífeyrisrétt hjá sjóðnum verður eftir breytinguna þær sömu og hjá B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Til frekari skýringa vísast því til skýringa með 18. gr. þessa frumvarps, sem verður 27. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Um 49. gr.

    Greinin fjallar aðeins um breytta uppröðun greina og þarfnast ekki skýringa.

Um 50. gr.

    Með þessari grein er tveimur nýjum málsgreinum bætt við 12. gr. gildandi laga sjóðsins sem verður 13. gr. eftir breytingu samkvæmt frumvarpinu. Breytingin er samhljóða breytingu sem gerð er með 19. gr. þessa frumvarps á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Til skýringa á þessari grein frumvarpsins vísast því til skýringa við 19. gr.

Um 51. gr.

    Í þessari grein frumvarpsins, sem verður 7. gr. laganna, eru ákvæði um iðgjaldagreiðslur til sjóðsins. Ákvæði um þær eru nú í 13. gr. laga sjóðsins.
    Samkvæmt 13. gr. gildandi laga á iðgjaldaprósenta sjóðfélaga að vera breytileg eftir upphæð launa, frá 2,25% til 4,25% að hámarki. Í framkvæmd hefur iðgjaldaprósentan þó verið 4% mörg undanfarin ár.
    Þær breytingar frá gildandi ákvæðum og framkvæmd þeirra sem felast í þessari grein frumvarpsins, eru þessar:
    Iðgjöld verða greidd til sjóðsins af persónu- og orlofsuppbót, en ekki er heimild til þess samkvæmt gildandi lögum sjóðsins.
    Sjóðfélagar greiða iðgjald til sjóðsins í 32 ár í stað 30 ára samkvæmt gildandi lögum.
    Samkvæmt gildandi lögum sjóðsins falla iðgjaldagreiðslur launagreiðenda niður, þegar sjóðfélagi hefur lokið iðgjaldagreiðslu í 30 ár. Eftir breytingu samkvæmt þessari grein frumvarpsins eiga launagreiðendur að greiða 10% iðgjald til sjóðsins eftir að iðgjald launþega fellur niður vegna iðgjaldagreiðslu hans í 32 ár.
    Eftir breytingar samkvæmt þessu hefur reglum um greiðslu iðgjalda til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga verið breytt til samræmis við reglur B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Um 52. gr.

    14. gr. gildandi laga sjóðsins fjallar um á hvern hátt eigi að reikna lífeyri vegna geymds réttar hjá lífeyrissjóðnum. Hafi sjóðfélagi látið af störfum og hætt greiðslum til sjóðsins áður en hann á rétt á lífeyri skal samkvæmt ákvæðum þeirrar greinar reikna lífeyri eftir krónutölu launa eins og þau voru þegar iðgjöld voru síðast greidd til sjóðsins. Þessu ákvæði er breytt með 52. gr. frumvarpsins. Eftir þá breytingu gilda sömu reglur um réttindi vegna geymds réttar hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga og gilda hjá B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Til frekari skýringa vísast því til skýringa með 20. gr.

Um 53. gr.

    Samhljóða breyting og þessi er gerð á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins með 21. gr. þessa frumvarps. Til frekari skýringa vísast því til athugasemda við þá grein.

Um 54. gr.

    Með þessari grein frumvarpsins er kveðið á um að stjórn sjóðsins skuli láta gera tryggingafræðilega úttekt á sjóðnum árlega í stað úttektar á fimm ára fresti áður.

Um 55. gr.

    Í greininni er fjallað um það hverjir eigi rétt til að greiða iðgjald til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga eftir gildistöku breytinga samkvæmt þessu frumvarpi. Meginefni greinarinnar er að heimild til að greiða iðgjald til sjóðsins verður takmörkuð við þá sem greiddu iðgjald til sjóðsins við árslok 1996. Að öðru leyti fjallar þessi grein um sömu álitaefni og 4. og 5. gr. frumvarpsins fjallar um að því er Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins varðar. Til frekari skýringar á þessari grein vísast því til skýringa við þær greinar.

Um 56. gr.

    Með þessari grein frumvarpsins eru felldar niður tvær greinar úr lögum sjóðsins sem báðar eru úreltar.

Um 57. gr.

    Samhljóða breyting og þessi er gerð á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins með 22. gr. þessa frumvarps. Til frekari skýringa vísast því til athugasemda við þá grein.


Um 58. gr.

    Í greininni er ákvæði um gildistöku breytinga samkvæmt þessu frumvarpi á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Samkvæmt 1. mgr. öðlast lögin gildi 1. janúar 1997 og gilda einungis um þá sem hefja töku lífeyris eftir gildistöku þeirra. Tekið er fram í fyrri málsgrein til áréttingar þessu að lífeyrisréttur þeirra sem byrjaðir eru töku lífeyris fyrir gildistöku þessara laga, svo og lífeyrisréttur maka þeirra og maka sjóðfélaga sem látist hafa fyrir gildistöku þeirra, fari eftir eldri lögum.
    Í síðari málsgrein er ákvæði um að fella skuli breytingar samkvæmt þessu frumvarpi inn í lög sjóðsins og gefa þau út svo breytt. Þetta ákvæði þarfnast ekki skýringar.

Um 59. gr.

    Með 45. gr. þessa frumvarps er breyting gerð á 8. gr. laganna. 3. mgr. greinarinnar fjallar um á hvern hátt lífeyrisgreiðslur hjá sjóðnum taki breytingum eftir að taka lífeyris hefst. Samkvæmt greininni eiga þær að breytast til samræmis við meðalbreytingar sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu í stað breytinga samkvæmt einstaklingsbundinni viðmiðun áður. Breyting þessi á skv. 1. mgr. 58. gr. þessa frumvarps að taka gildi 1. janúar 1997.
    Samkvæmt greininni geta þeir sjóðfélagar sem í framtíðinni munu hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi og þeir sem við gildistöku laga þessara eru byrjaðir að taka lífeyri, valið hvort lífeyrisgreiðslur þeirra fylgja einstaklingsbundinni viðmiðun samkvæmt gildandi reglum eða hvort þær breytist til samræmis við meðalbreytingar á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu. Setja á nánari ákvæði í samþykktir sjóðsins um með hvaða hætti val sjóðfélaga samkvæmt þessu eigi að fara fram.

Um 60. gr.

    Samkvæmt 7. gr. laga nr. 16/1965, um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, eiga sjóðfélagar, sem látið hafa af störfum, rétt á töku lífeyris við 60 ára aldur ef þeir hafa ekki makalífeyristryggingu hjá sjóðnum, en ella við 65 ára aldur. Samkvæmt ákvæðum þessa frumvarps verður reglum um aldur hjúkrunarfræðinga við upphaf lífeyristöku breytt. Meginreglan verður sú að sjóðfélagar eiga rétt á lífeyri frá 65 ára aldri, sbr. 45. gr. frumvarpsins sem verður 8. gr. laganna. Sjóðfélagar geta þó hafið töku lífeyris fyrr samkvæmt svokallaðri 95 ára reglu skv. 4. mgr. sömu greinar ef samanlagður aldur þeirra og iðgjaldagreiðslutími nær 95 árum.
    Ef þessar breyttu reglur um aldur sjóðfélaga við upphaf lífeyristöku væru settar án eðlilegrar aðlögunar, væri staðan sú að fjöldi sjóðfélaga, sem að óbreyttu ætti rétt á að láta af störfum og hefja töku lífeyris, missti þann rétt. Þetta mundi þá eiga við um fjölda sjóðfélaga á aldrinum 60 til 65 ára. Á sama hátt mundu þeir sjóðfélagar, sem nú eru farnir að nálgast 60 ára aldurinn og gætu að óbreyttu farið á lífeyri við þann aldur, missa þann rétt.
    Ákvæðum þessarar greinar frumvarpsins er ætlað að koma í veg fyrir réttindaskerðingu sem þessa og að vera eðlileg aðlögunarregla að breytingum á reglum um aldur við upphaf lífeyristöku.

Um 61. gr.

    Lífeyrisréttur sjóðfélaga hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna hefur verið reiknaður eftir iðgjaldagreiðslutíma sjóðfélaga, síðasta starfi hans og starfshlutfalli við starfslok. Hefur þá ekki skipt máli þó að starfshlutfall við starfslok hafi verið annað en starfshlutfall viðkomandi meginþorra starfsævi hans. Margir sjóðfélagar hafa á undanförnum árum farið í fullt starf úr hlutastarfi rétt áður en taka lífeyris hefst og hafa þeir þannig tryggt sér ellilífeyri eins og um fullt starf hafi verið að ræða alla starfsævina. Síðustu ár hefur þetta ekki þótt jafnsjálfsagt og áður og þar með skapað mikla og óviðunandi óvissu fyrir sjóðfélagana.
    Einn megintilgangur með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna gagnvart þeim sem áfram verða í sjóðnum er að breyta þessari reglu. Skv. 2. og 4. mgr. 8. gr. eins og þær verða eftir breytingu á lögum sjóðsins reiknast áunninn réttur eftir 1. janúar 1997, sbr. 58. gr. þessa frumvarps, eftir meðaltalsstarfshlutfalli yfir starfsævina. Þessi breyting er þó ekki látin virka að fullu aftur í tímann. Regla sú sem kveðið er á um í þessari grein og verður 23. gr. laganna er því sett til að draga úr áhrifum þessarar breytingar vegna liðins tíma.


Um 62. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga sjóðsins, eftir breytingu samkvæmt 52. gr. þessa frumvarps, reiknast lífeyrir vegna geymds réttar hjá lífeyrissjóðnum á mismunandi vegu eftir því hvort sjóðfélagi á réttindi hjá sjóðnum vegna a.m.k. þriggja ára eða styttri tíma. Ef réttindatíminn er styttri en þrjú ár reiknast lífeyrir við upphaf lífeyristöku eftir krónutölu launa eins og þau voru þegar iðgjöld voru síðast greidd til sjóðsins. Lífeyrisrétturinn nýtur þannig ekki verðtryggingar á tímabilinu frá því sjóðfélagi greiddi síðast til sjóðsins og þar til taka lífeyris hefst. Eigi sjóðfélagi hins vegar réttindi vegna þriggja ára eða lengri greiðslutíma á hins vegar að reikna lífeyri í samræmi við meðalbreytingar sem orðið hafa á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu frá því að iðgjöld voru síðast greidd til sjóðsins.
    Samkvæmt þessari grein á lífeyrisréttur hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga að vera verðtryggður í samræmi við meðalbreytingar á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu ef samanlagður iðgjaldagreiðslutími hjá sjóðnum og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nær þremur árum. Skiptir þá ekki máli þó að réttindatíminn hjá sjóðnum sé vegna styttri tíma. Þetta á bæði við um þá sjóðfélaga sem greiða iðgjöld til sjóðsins við gildistöku þessara laga, ef þeir kjósa að færa sig yfir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og eins þá sem við gildistöku þessara laga eiga geymd réttindi vegna styttri tíma en þriggja ára en hefja síðar greiðslu til A-deildarinnar.

Um 63. gr.

    Í greininni eru ákvæði um rétt þeirra sem þegar hafa lokið iðgjaldagreiðslu til Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna fyrir gildistöku breytinga samkvæmt þessu frumvarpi. Samkvæmt greininni þurfa þessir sjóðfélagar ekki að hefja iðgjaldagreiðslu að nýju, þó svo að breytt lög um sjóðinn kveði á um lengri iðgjaldagreiðslutíma. Þeir geta þó haft hagsmuni af því, og er þeim það þá heimilt.

Um 64. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. 8. gr., eins og hún verður eftir breytingu skv. 45. gr. þessa frumvarps, eiga sjóðfélagar ekki rétt á lífeyri á meðan þeir gegna störfum sem uppfylla aðildarskilyrði að sjóðnum. Greinin er að þessu leyti óbreytt frá gildandi lögum sjóðsins. Ákvæði 1. mgr. 64. gr. þessa frumvarps er til áréttingar því að sama gildi þó svo að sjóðfélagi, sem aðild hefur átt að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna, hefji iðgjaldagreiðslu til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þetta gildir um þá sjóðfélaga sem aðild eiga að sjóðnum við gildistöku þessara laga og færa sig yfir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Og þetta gildir einnig um þá sjóðfélaga sem eiga geymdan rétt í sjóðnum við gildistöku þessara laga en hefja síðar iðgjaldagreiðslu til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna starfa þar sem aðildarskilyrðum að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna er fullnægt.
    Samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar á að setja ákvæði í samþykktir sjóðsins til að koma í veg fyrir niðurfall réttinda eða tvítryggingu réttinda þegar sjóðfélagi flytur sig úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.


Fylgiskjal I.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins.Meginatriði frumvarpsins.
    Með lagafrumvarpi þessu er fyrirhugað að endurnýja löggjöf um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins, en núgildandi lög eru að mestu byggð á lögum nr. 101/1943 og því að stofni til orðin um 50 ára gömul. Frumvarpið tengist nýrri starfsmannastefnu sem ríkisstjórnin hefur sett sér og miðar að því að laga fyrirkomulag starfsmannahalds og launamála að breyttum aðstæðum. Markmið frumvarpsins er þó ekki síður að draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir um fjárhag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna (LHK). Hún stafar af því að samkvæmt gildandi lögum ávinna ríkisstarfsmenn sér lífeyrisréttindi sem eru verulega umfram samanlagðar iðgjaldagreiðslur þeirra og ríkisins til sjóðsins. Áætlað er að áfallin en ógreidd lífeyrisskuldbinding A-hluta ríkissjóðs vegna sjóðfélaga LSR og LHK hafi numið um 75 milljörðum króna í árslok 1995. Að óbreyttum lögum verður ekki unnt að uppfylla slíkar skuldbindingar nema komandi kynslóðir taki á sig samsvarandi skattahækkanir. Frumvarpið miðar að því að koma í veg fyrir að þessi vandi haldi áfram að stigmagnast. Það verði gert með því móti að allur áunnin lífeyrisréttur nýrra starfsmanna verði eftirleiðis fjármagnaður með hærri samtímagreiðslum iðgjalda frá launagreiðendum og launþegum. Þannig verði tryggt að eignir og skuldbindingar haldist jafnan í hendur í stað þess að skuldirnar safnist upp og að greiða þurfi uppbætur vegna hækkana á lífeyri eftir að taka hans hefst. Þessi meginbreyting kæmi einkum fram í því að iðgjaldagreiðslur launagreiðenda yrðu ákvarðaðar þannig, að undangenginni árlegri tryggingafræðilegri úttekt, að þær dugi til að mæta að fullu þeim réttindum sem stofnað er til á hverjum tíma. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir að iðgjöld ríkisins hækki verulega frá því sem nú er, eða úr 6% í 11,5% af greiddum launum. Iðgjöld launþega yrðu óbreytt, eða 4%.
    Annað helsta markmið frumvarpsins er að færa lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna nær því sem gildir fyrir flesta aðra launþega í landinu. Í meginatriðum yrði þetta gert með því að reikna réttindaávinning nýrra starfsmanna og núverandi starfsmanna sem það kjósa miðað við stigakerfi, líkt og hjá almennu lífeyrissjóðunum, þannig að réttindin ráðist af iðgjaldagreiðslum sem inntar hafa verið af hendi. Við þá breytingu yrðu afnumin ákvæði um að iðgjöld falli niður og að réttindaávinningur skerðist eftir að 32 ára greiðslutíma er náð eða eftir að samanlagður lífaldur og greiðslutími er orðinn 95 ár. Þá yrðu lífeyrisiðgjöldin ekki aðeins greidd af föstum launum, heldur einnig af öllum öðrum launum, s.s. yfirvinnu. Jafnframt yrði fallið frá því að miða lífeyrisgreiðslur við laun eftirmanns lífeyrisþega þar sem þær mundu nú ráðast af meðallaununum sem iðgjöldin voru greidd af. Í þeirri breytingu felst einnig að lífeyrisbæturnar yrðu verðtryggðar með neysluvöruvísitölu í stað þess að fylgja launabreytingum hjá eftirmönnum. Loks færi fram nokkur tilfærsla á réttindum frá makalífeyri yfir í elli- og örorkulífeyri. Þótt reglur um lífeyrisréttindin yrðu þannig hliðstæðar þeim sem gilda hjá almennum lífeyrissjóðum yrði verðmæti þeirra eftir sem áður talsvert meira. Það birtist m.a. í því að hlutfall ellilífeyris af heildarlaunum yfir starfsævina yrði hærra hjá LSR, auk þess sem ellilífeyrisaldur yrði lægri.
    Framangreindar breytingar á lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna byggja á þeirri meginforsendu að þegar á heildina er litið verði lífeyrisréttindi samkvæmt frumvarpinu sambærileg við þau sem ákvörðuð eru í núgildandi lögum. Úttekt tryggingafræðinga í fylgiskjali með frumvarpinu bendir til að sú forsenda geti staðist.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að hið nýja fyrirkomulag lífeyrismála verði starfrækt sem sérstök A-deild í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og gildi fyrir alla þá sem hefja störf hjá ríkinu eftir að það verður að lögum. Eldra fyrirkomulagið yrði fellt undir B-deild sjóðsins og yrði nær óbreytt frá því sem nú gildir. Núverandi sjóðfélagar gætu valið um að halda áfram að ávinna sér lífeyrisréttindi þar eða að færa sig yfir í nýja fyrirkomulagið, án þess að glata þeim réttindum sem þeir hafa þegar áunnið sér. Sama yrði látið gilda um sjóðfélaga Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna.
    Rétt er að benda á að frumvarpið tekur ekki á því misvægi sem er á milli núverandi eigna LSR og þeirra lífeyrisskuldbindinga sem þegar eru áfallnar nema að takmörkuðu leyti. Sama gildir um skuldbindingar sem eiga eftir að myndast vegna þeirra ríkisstarfsmanna sem kjósa að eiga áfram aðild að B-deild sjóðsins.

Helstu kostnaðaráhrif fyrir ríkissjóð.
    Ríkissjóður og aðrir launagreiðendur bera ábyrgð á skuldbindingum LSR umfram iðgjöld og aðrar tekjur. Allar breytingar til hækkunar eða lækkunar á gjöldum og tekjum sjóðsins miðað við það sem hefði orðið að óbreyttum lögum, s.s. breytingar á lífeyrisréttindum eða iðgjaldagreiðslum, geta því haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs til lengri tíma litið. Í greinargerð með frumvarpinu eru raktar ítarlega fjölmargar slíkar breytingar sem lagt er til að verði látnar gilda fyrst um sinn fyrir alla nýja ríkisstarfsmenn en munu síðan með tímanum ná til þeirra allra. Ekki þykir tilefni til þess að kostnaðarmeta hverja slíka breytingu á réttindum eða iðgjöldum fyrir sig. Frumvarpið er þannig úr garði gert að þegar á heildina er litið verður verðmæti lífeyrisréttindanna sambærilegt og samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, að undanskildum þeim auknu réttindum sem fjármagnast af viðbótariðgjöldum launþega vegna annarra launa en fastra launa. Auknar tekjur A-deildar LSR vegna hækkunar á iðgjaldahlutfalli ríkissjóðs í 11,5% og útvíkkunar á iðgjaldastofninum til allra launagreiðslna ganga til að mæta þessum sömu skuldbindingum, sem hefðu ella komið til greiðslu síðar. Frumvarpið hefði því fyrst og fremst þau áhrif á útgjöld A-hluta ríkissjóðs að greiðslur færðust til í tíma. Með öðrum orðum, þótt framlög ríkisstofnana til LSR mundu aukast verulega frá og með fjárlögum ársins 1997, þá mundu ógreiddar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs lækka í sama mæli á rekstrargrunni. Þessar greiðsluhreyfingar verða hins vegar talsvert umfangsmiklar og því er greint frá þeim helstu hér á eftir.
    Veigamestu greiðsluáhrif frumvarpsins á ríkissjóð yrðu væntanlega þau sem snúa að hækkun iðgjaldagreiðslna til A-deildar LSR. Við mat á þeim þarf að taka mið af ýmsum óvissuþáttum. Til þess að gefa til kynna stærðargráðu þessara greiðslna er hér valin sú leið að áætla útgjöldin fyrsta árið eftir gildistöku laganna miðað við eftirfarandi forsendur:

    *    Fjöldi þeirra sem koma nýir til starfa verði um 900 á árinu (450 ársverk).
    *    Allir ríkisstarfsmenn með aðild að Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda færist yfir í A-deild LSR.
    *    30% núverandi sjóðfélaga í LSR og LHK velji í upphafi árs að færa sig í A-deild LSR.

    Að þessu gefnu má reikna með að útgjaldaaukning A-hluta ríkissjóðs á árinu 1997 gæti orðið um 500 m.kr. á greiðslugrunni vegna hækkunar á samtímagreiðslum lífeyrisiðgjalda.
    Annar þýðingarmikill þáttur varðandi greiðsluáhrif frumvarpsins leiðir af ákvæði sem ætlað er til að treysta fjárhagsstöðu B-deildar LSR og vega á móti skuldbindingum umfram iðgjöld sem þar verða áfram til staðar. Samkvæmt ákvæðinu yrði fallið frá þeirri tilhögun núgildandi laga að draga vexti og verðbætur af verðbréfaeign sjóðsins frá þeim uppbótum sem launagreiðendum ber að standa skil á vegna lífeyrishækkana í kjölfar almennra kjarasamninga. Ef frumvarpið verður að lögum kemur þetta ákvæði til framkvæmda í byrjun ársins 1998. Miðað við áætlun um vaxtatekjur á móti lífeyrisuppbótum ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997 má gera ráð fyrir að útgjöldin gætu aukist um 550 m.kr. á ári af þessari ástæðu.
    Annað ákvæði frumvarpsins sem lýtur að því að styrkja greiðslugetu B-deildar sjóðsins kveður á um að iðgjaldaframlög launagreiðenda falli ekki niður þegar sjóðfélagar hætta að greiða sín iðgjöld samkvæmt svonefndri 32-ára reglu eða 95 ára reglu. Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs af þessari breyttu tilhögun geti numið um 70–80 m.kr. á árinu 1997. Hér er um að ræða flýtingu á greiðslum til LSR sem leiðir til samsvarandi lækkunar á ríkisútgjöldum í framtíðinni, líkt og á við um liðina hér að framan.
    Að samanlögðu má þannig reikna með að ákvæði frumvarpsins gætu aukið útgjöld A-hluta ríkissjóðs um 600 m.kr. á árinu 1997 og um allt að 1.200 m.kr. frá og með árinu 1998 miðað við uppgjör á greiðslugrunni.
    Útgjaldaaukning á rekstrargrunni er óviss, en gera má ráð fyrir að hún verði af stærðargráðunni 100–200 m.kr. Þannig má gera ráð fyrir auknum útgjaldagreiðslum ríkisins vegna þess að núverandi sjóðfélagar fá samkvæmt frumvarpinu að velja um hvort þeir halda áfram í núverandi réttindakerfi eða færa sig yfir í hið nýja. Að því gefnu að sjóðfélagar velji það sem kemur þeim best má t.d. gefa sér að starfsmenn með mikla yfirvinnu sæki að öðru óbreyttu frekar í A-deildina en þeir sem eru án yfirvinnu. Þar að auki má gera ráð fyrir auknum iðgjaldagreiðslum til að byrja með vegna þeirra sem færast frá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda yfir í A-deild LSR. Hins vegar má gera ráð fyrir að tekið verði tillit til þessara áhrifa í kjarasamningum og við launaákvarðanir í framtíðinni.
    Bent skal á að áhrif frumvarpsins á fjárreiður ríkisaðila í B-hluta yrðu með svipuðum hætti og lýst er hér að framan varðandi A-hluta ríkissjóðs. Í meginatriðum yrði um að ræða tilfærslu á greiðslum í tíma þar sem samtímagreiðslur mundu aukast vegna hærri iðgjalda en skuldbindingar lækka að sama skapi. Líkt og í A-hlutanum mundu greiðsluáhrifin fyrst um sinn einungis taka til nýrra starfsmanna og þess hluta núverandi starfsmanna sem kýs að ganga inn í nýja lífeyriskerfið. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar B-hluta aðila í árslok 1995 námu 15 milljörðum króna og voru þá 80% þeirra færðar í reikninga þessara aðila þar sem eignir LSR samsvöruðu aðeins um 20% þeirra.
    Loks má nefna að forsendur fyrir fjármögnun á lífeyrisréttindum grunnskólakennara og skólastjórnenda hafa breyst nokkuð frá því gengið var frá samkomulagi við sveitarfélög um þau atriði sl. sumar. Skýrist það af því að þau frumvarpsdrög sem þá var miðað við gerðu ráð fyrir að breytingar á lögum um LSR yrðu með öðrum hætti en stefnt er að með þessu frumvarpi. Þar má t.d. nefna að ekki var gert ráð fyrir að hluti sjóðfélaga gæti áfram átt aðild að núverandi lífeyriskerfi og að iðgjaldaþörf var metin miðað við 5,5% raunvexti í stað 3,5% nú. Að teknu tilliti til breyttra forsendna er nú miðað við að iðgjöld sveitarfélaga vegna þessara starfsmanna verði 15,5% af föstum launum í stað 6% áður, til þess að þau standi að fullu undir áunnum réttindum með samtímagreiðslum. Talið er að færa þurfi nærri 380 m.kr. úr tekjuskatti yfir í útsvar til að mæta þessum útgjaldaauka hjá sveitarfélögunum. Á móti kemur að samkvæmt frumvarpinu dregst viðbótarframlag sveitarfélaganna frá ábyrgð ríkissjóðs á greiðslu uppbóta á lífeyrinn. Þessar breytingar ættu ekki að valda útgjöldum hjá ríkissjóði fyrr en þessir sjóðfélagar hefja töku lífeyris.


Fylgiskjal II.


LÍFEYRISRÉTTINDI STARFSMANNA RÍKISINSSamanburður á núverandi réttindum og réttindum


fyrirhugaðrar A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.


Skýrsla unnin fyrir fjármálaráðuneytið af Talnakönnun hf.


og Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi.


(Nóvember 1996.)
(7 síður myndaðar.)