Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 189 . mál.


210. Frumvarp til lagaum breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)I. KAFLI

FORSÆTISRÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 59/1928, um friðun Þingvalla.

1. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Þingvallanefnd ræður framkvæmdastjóra. Hann ræður annað starfslið.
    

Breyting á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands.


2. gr.

    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Forsætisráðherra felur starfsmanni forsætisráðuneytis að gegna störfum ritara ráðherrafunda.
    

3. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra kveður á um skiptingu ráðuneytis í skrifstofur og starfsdeildir eftir verkefnum.
    

4. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
    1. mgr. orðast svo:
                  Skrifstofu ráðuneytis stýrir skrifstofustjóri og starfsdeild deildarstjóri undir umsjón ráðuneytisstjóra.
    2. mgr. fellur brott.
    3. mgr. orðast svo:
                  Nú er starfsmaður ráðuneytis ráðinn deildarstjóri og þarf þá eigi að auglýsa stöðuna sem hann er fluttur í.

5. gr.

    Við 12. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Heimilt er þó ráðherra að ráða starfsmenn í ráðuneyti undir öðrum starfsheitum.

6. gr.

    13. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra til fimm ára í senn.
    Aðrir starfsmenn ráðuneytis eru ráðnir.

7. gr.


    Í stað orðsins „deildarstjóri“ í 14. gr. laganna kemur: skrifstofustjóri.

Breyting á lögum nr. 54/1974, um Þjóðhagsstofnun.


8. gr.

    2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Stofnunin nefnist Þjóðhagsstofnun og heyrir undir forsætisráðherra. Ráðherra skipar forstjóra hennar til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögum nr. 64/1985, um Byggðastofnun.


9. gr.

    1. tölul. 5. gr. laganna fellur brott og breytist röð annarra liða í samræmi við það.

10. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Forsætisráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn til að annast daglega stjórn stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 12/1986, um ríkisendurskoðun.


11. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna:
    1. málsl. orðast svo: Forseti Alþingis skipar forstöðumann stofnunarinnar til fimm ára í senn og nefnist hann ríkisendurskoðandi.
    4. og 5. málsl. falla brott.

Breyting á lögum nr. 13/1987, um umboðsmann Alþingis.


12. gr.

    1. og 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Kjör umboðsmanns Alþingis fer fram á Alþingi. Kosningin gildir til fimm ára.

13. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Um rétt til biðlauna fer samkvæmt ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
    

14. gr.

    Síðari málsliður 14. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis.


15. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Forseti Alþingis skipar skrifstofustjóra til fimm ára í senn.

16. gr.

Breyting á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna.


    1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar umboðsmann barna til fimm ára í senn.

II. KAFLI


DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTI


Breyting á lögum nr. 94/1962, um almannavarnir, með síðari breytingu.


17. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. mgr. 6. gr. laganna eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 85/1985:
    1. málsl. orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra almannavarnaráðs til fimm ára í senn að fengnum tillögum ráðsins.
    2. málsl. orðast svo: Framkvæmdastjóri ræður annað starfslið.
    Í stað orðsins „skipaður“ í 4. málsl. kemur: ráðinn.

18. gr.

    Í stað orðsins „skipar“ í 1. málsl. 4. mgr. 8. gr. laganna, eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 85/1985, kemur: ræður.

Breyting á lögum nr. 25/1967, um Landhelgisgæslu Íslands.


19. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn til þess að stjórna Landhelgisgæslunni, svo og til að vera ráðherra til aðstoðar um allt er lýtur að málefnum hennar.
    

20. gr.

    Í stað orðanna „lög nr. 56/1963 og lög nr. 82/1961, V. kafli“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: lög um lögreglumenn og lög um meðferð opinberra mála.
    

Breyting á lögum nr. 56/1972, um lögreglumenn.


21. gr.

    Við 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna bætist: til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 75/1973, um Hæstarétt Íslands, með síðari breytingu.


22. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 39/1994, orðast svo: Forseti Íslands skipar hæstaréttardómara ótímabundið.

23. gr.

    1. mgr. 8. gr. laganna, eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 67/1982, orðast svo:
    Forseti Hæstaréttar skipar dóminum ritara til fimm ára í senn og ræður sérfróða aðstoðarmenn og annað starfslið.

Breyting á lögum nr. 18/1975, um trúfélög.


24. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Hann skal hafa almenn hæfisskilyrði til opinberra starfa, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Breyting á lögum nr. 108/1976, um rannsóknarlögreglu ríkisins, með síðari breytingu.


25. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 5/1978:
    1. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar yfirmann rannsóknarlögreglu ríkisins til fimm ára í senn og nefnist hann rannsóknarlögreglustjóri ríkisins.
    1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar jafnframt vararannsóknarlögreglustjóra ríkisins til fimm ára í senn.
    4. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar lögreglumenn rannsóknarlögreglunnar til fimm ára í senn. Rannsóknarlögreglustjóri ræður annað starfslið, þar á meðal löglærða deildarstjóra og/eða fulltrúa.

Breyting á lögum nr. 96/1980, um biskupskosningu.


26. gr.

    Við 2. mgr. 6. gr. laganna bætist: til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögum nr. 44/1987, um veitingu prestakalla.


27. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 3. mgr. 6. gr. laganna:
    Aftan við orðið „embættið“ kemur: til fimm ára í senn.
    Aftan við orðið „veitingu“ kemur: til sama tíma.

28. gr.

    Í stað orðanna „en eigi lengur en til fjögurra ára í senn“ í 2. málsl. i.f. 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: til fimm ára í senn.

29. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 17. gr. laganna:
    Aftan við orðið „ráðherra“ í 1. málsl. kemur: til fimm ára í senn.
    Við 2. málsl. bætist: til fimm ára í senn.

Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingu.


30. gr.

    3. mgr. 114. gr. laganna, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 12/1992, orðast svo:
    Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Umferðarráðs til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar þess.

Breyting á lögum nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist.


31. gr.

    1. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra fangelsismálastofnunar til fimm ára í senn.

32. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstöðumann fangelsis til fimm ára í senn.

33. gr.


    2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar fangaverði til fimm ára í senn, en forstöðumaður stofnunar ræður aðra starfsmenn.

Breyting á lögum nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og


umboðsvalds í héraði, með síðari breytingu.


34. gr.


    1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar héraðsdómara ótímabundið.

35. gr.

    Á eftir orðinu „héraðsdómstól“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 80/1995, kemur: til fimm ára í senn.

36. gr.

    1. málsl. 14. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar sýslumenn til fimm ára í senn.
    

37. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 15. gr. laganna:
    Í stað orðsins „skipa“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ráða.
    Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: sýslumaður.

Breyting á lögum nr. 62/1990, um skipan prestakalla og prófastsdæma


og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands.


38. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Þingvallaprestakalli skv. 1. gr. gegnir prestur er ráðherra skipar til fimm ára í senn að fengnum tillögum biskups og Þingvallanefndar.

39. gr.

    Aftan við orðið „embætti“ í 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: til fimm ára í senn.

40. gr.

    Í stað orðanna „skilyrðum 3. gr. laga nr. 38/1954,“ í 5. tölul. 16. gr. laganna kemur: starfsgengisskilyrðum laga.

41. gr.

    Í stað orðanna „sbr. m.a. lög nr. 38/1954“ í 18. gr. laganna kemur: sbr. meðal annars lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

42. gr.

    Í stað orðanna „26. gr. laga nr. 38/1954“ í 23. gr. laganna kemur: lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

43. gr.

    Í stað orðanna „Kirkjumálaráðherra skipar prófasta úr hópi þjónandi presta í prófastsdæminu“ í upphafi 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: Ráðherra skipar prófast úr hópi þjónandi presta í prófastsdæminu til sama tíma og skipun hans í prestsembætti stendur til.

44. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 35. gr. laganna orðast svo: Forseti Íslands skipar biskup til fimm ára í senn.

45. gr.

    1. mgr. 43. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar vígslubiskupa til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála.


46. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 25. gr. laganna:
    2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hann skal skipaður af ráðherra ótímabundið og fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt.
    2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Honum til aðstoðar eru vararíkissaksóknari og saksóknarar sem ráðherra skipar til fimm ára í senn.
    Í stað orðanna „dómsmálaráðherra eftir tillögu ríkissaksóknara“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: ríkissaksóknari.

Breyting á lögum nr. 84/1996, um breyting á lögum um meðferð opinberra mála,


nr. 19 26. mars 1991, með síðari breytingum.


47. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. laganna:
    2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Hann skal skipaður af ráðherra ótímabundið og fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við hæstarétt.
    Við 2. málsl. 3. mgr. bætist: til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögreglulögum nr. 90/1996.


48. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 28. gr. laganna:
    Í stað orðanna „Forseti Íslands skipar“ í 1. mgr. kemur: Ráðherra skipar til fimm ára í senn.
    Aftan við orðið „lögreglustarfa“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: til fimm ára í senn.

49. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 37. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar skólastjóra Lögregluskóla ríkisins til fimm ára í senn.
    Við 2. mgr. bætist: til fimm ára í senn.
    

III. KAFLI

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingu.

50. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 20. gr. laganna, sbr. a-lið 5. gr. laga nr. 75/1996:
    2. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra ræður einnig vararíkissáttasemjara til fimm ára í senn og skal hann fullnægja sömu skilyrðum og ríkissáttasemjari.
    Í stað orðsins „skipað“ í 4. mgr. kemur: tilnefnt.
    

Breyting á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti


og öryggi á vinnustöðum.


51. gr.

    1. mgr. 76. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar forstjóra Vinnueftirlits ríkisins til fimm ára í senn og setur honum erindisbréf, hvort tveggja að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.


52. gr.

    Í stað 1. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Jafnréttisráð hefur skrifstofu og skipar ráðherra framkvæmdastjóra þess til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn.

Breyting á lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál.


53. gr.

    Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: fimm.
    

Breyting á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.


54. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa til fimm ára í senn að fenginni umsögn svæðisráða.

55. gr.

    3. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstöðumann til fimm ára í senn og ræður framkvæmdastjóra, hvorutveggja að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.
    

Breyting á lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins.


56. gr.

    Í stað orðsins „sex“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: fimm.
    

IV. KAFLI

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings

og fjárlaga, með síðari breytingu.

57. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 90. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 84/1985, laganna orðast svo: Hann ber ábyrgð á störfum ríkisbókhaldsins og skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak.


58. gr.

    1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til fimm ára í senn. Forstjóri ræður aðra starfsmenn.

Breyting á lögum nr. 103/1974, um lántökur ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja.


59. gr.

    Í stað orðanna „III. kafla laga nr. 38/1954,“ í 6. gr. laganna kemur: lögum.

Breyting á lögum nr. 94/1976, um skráningu og


mat fasteigna, með síðari breytingu.


60. gr.

    7. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 51/1994, orðast svo:
    Fasteignamat ríkisins starfar undir stjórn forstjóra sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Forstjóri ræður starfsfólk og kaupir sérfræðilega aðstoð eftir því sem nauðsyn ber til og heimildir fjárlaga hverju sinni segja til um.

Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og


eignarskatt, með síðari breytingum.


61. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 86. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar skattstjóra til fimm ára í senn.

62. gr.

    Í stað orðsins „skipa“ í 1. málsl. 1 mgr. 87. gr. laganna kemur: ráða.
    

63. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 88. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar ríkisskattstjóra til fimm ára í senn.
    2. mgr., eins og henni var breytt með 13. gr. laga nr. 111/1992, orðast svo:
                  Þá ræður ráðherra vararíkisskattstjóra sem skal fullnægja sömu skilyrðum og ríkisskattstjóri.

64. gr.

    1. málsl. 89. gr. laganna, eins og henni var breytt með 14. gr. laga nr. 111/1992, orðast svo: Ráðherra skipar skattrannsóknarstjóra ríkisins til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögum nr. 51/1985, um ríkislögmann.


65. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar ríkislögmann til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga


opinberra starfsmanna, með síðari breytingu.


66. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 1. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. tölul. 56. gr. laga nr. 70/1996:
    1. tölul. orðast svo: Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd.
    Í stað orðanna „3.–5. tölul.“ í 5. tölul. kemur: 6.–8. tölul.
    

67. gr.

    1. tölul. 1. mgr. 19. gr. laganna, eins og honum var breytt með 1. tölul. 56. gr. laga nr. 70/1996, orðast svo: Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd.
    

68. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 26. gr. laganna:
    4. tölul. fellur brott og breytist röð annarra töluliða í samræmi við það.
    Í stað orðanna „3.–6. tölul.“ í 5. tölul., sem verður 4. tölul., kemur: 5.–8. tölul.
    

Breyting á lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup.


69. gr.

    Í stað orðsins „fjögurra“ í 1. málsl. 4. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á tollalögum nr. 55/1987, með síðari breytingu.


70. gr.

    Á eftir orðinu „ríkistollstjóra“ í 1. mgr. 31. gr. laganna, eins og henni var breytt með a-lið 17. gr. laga nr. 69/1996, kemur: til fimm ára í senn.

71. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 36. gr. laganna, eins og henni var breytt með f-lið 17. gr. laga nr. 69/1996:
    Á eftir orðinu „Reykjavík“ í 2. mgr. kemur: til fimm ára í senn.
    4. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar tollverði til fimm ára í senn. Tollstjórar ráða aðra tollstarfsmenn og skipta með þeim störfum og starfa þeir í umboði og á ábyrgð viðkomandi tollyfirvalds.

Breyting á lögum nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.


72. gr.

    1. málsl. 8. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra Lánasýslu ríkisins til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm


og kjaranefnd, með síðari breytingu.


73. gr.

    Við 2. mgr. 8. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. tölul. 2. tölul. 56. gr. laga nr. 70/1996, bætist nýr málsliður er orðast svo: Ennfremur ákveður nefndin laun og starfskjör heilsugæslulækna og prófessora enda verði talið að þeir gegni þeim störfum að aðalstarfi.

Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


74. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 22. gr. laganna:
    Í stað orðanna „og héraðsdómarar“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: héraðsdómarar og fulltrúar þeirra.
    7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sýslumenn, ríkislögreglustjóri, vararíkislögreglustjóri, lögreglustjórinn og varalögreglustjórinn í Reykjavík, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins og lögreglumenn.
    8. tölul. 1. mgr. orðast svo: Ríkistollstjóri, tollstjórinn í Reykjavík og tollverðir.
    9. tölul. 1. mgr. orðast svo: Forstjóri fangelsismálastofnunar, forstöðumenn fangelsa og fangaverðir.
    Á eftir 9. tölul. 1. mgr. koma fjórir nýir töluliðir, sem orðast svo:
                  10.     Ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri ríkisins, yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi og skattstjórar.
                  11.     Héraðslæknar og héraðshjúkrunarfræðingar.
                  12.     Yfirdýralæknir, héraðsdýralæknar og dýralæknir fisksjúkdóma.
                  13.     Forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir.
    Í stað orðsins „9. tölul. þessarar greinar“ í 2. mgr. kemur: 13. tölul. 1. mgr.

75. gr.

    Á eftir 1. málsl. 24. gr. laganna kemur nýr málsliður, er verður 2. málsl., og orðast svo: Jafnframt má setja mann til reynslu í embætti, áður en hann er skipaður í það, til eins árs í senn, þó aldrei lengur en tvö ár.

76. gr.

    Á 7. mgr. ákvæðis laganna til bráðabrigða verða eftirtaldar breytingar:
    1.–3. tölul. falla brott.
    Við bætist nýr töluliður, er verður 4. tölul., og orðast svo:
        4.        Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 22. gr. skulu rannsóknarlögreglustjóri og vararannsóknarlögreglustjóri teljast til embættismanna.

V. KAFLI

HAGSTOFA ÍSLANDS

Breyting á lögum nr. 24/1913, um hagstofu Íslands, með síðari breytingu.

77. gr.

    5. gr. laganna, eins og henni var breytt með 8. gr. laga nr. 71/1919, orðast svo:
    Hagstofunni stýrir hagstofustjóri skipaður af ráðherra til fimm ára í senn. Vanalega hefur sá einn rétt til þess starfa er lokið hefur háskólaprófi í stjórnfræði.
    

VI. KAFLI

HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI

Breyting á áfengislögum nr. 82/1969.

78. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 26. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar sér til aðstoðar áfengisvarnaráðunaut til fimm ára í senn.
    Í stað orðsins „ríkisstjórnin“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ráðherra.
    Í stað orðanna „kjarasamninga opinberra starfsmanna“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Breyting á lögum nr. 35/1980, um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.


79. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára að fengnum tillögum stjórnar. Framkvæmdastjóri ræður yfirlækni, að fengnum tillögum stöðunefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, og aðra starfsmenn stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 18/1984, um Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra.


80. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar yfirlækni til fimm ára í senn að fengnum tillögum stöðunefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.

Breyting á lögum nr. 117/1985, um geislavarnir.


81. gr.

    1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar forstöðumann stofnunarinnar til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar.

Breyting á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingu.


82. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 3. mgr. 3. gr. laganna:
    1. málsl. orðast svo: Ráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn.
    Í stað orðsins „skipar“ í 3. málsl. kemur: ræður.
    

83. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna, eins og henni var breytt með 7. gr. laga nr. 148/1994:
    Í stað orðsins „fjögurra“ í 1., 2. og 4. málsl. 2. mgr. kemur: fimm.
    Í stað orðsins „fjögurra“ í 3. mgr. kemur: fimm.

84. gr.

    5. málsl. 3. mgr. 21. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík til fimm ára í senn og hafa þeir sömu skyldur og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 29. gr., sbr. og 8. mgr. 30. gr.

85. gr.

    Í 6. mgr. 29. gr. laganna falla brott orðin „yfirlæknum, hjúkrunarforstjórum og“.
    

86. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 30. gr. laganna:
    Í stað 4. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Við ríkisspítalana skal starfa einn forstjóri skipaður af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnarnefndar. Ráðherra ræður meðlimi framkvæmdastjórnar ríkisspítalanna samkvæmt stjórnskipulagi ríkisspítala til fimm ára í senn.
    Í stað orðsins „ráða“ í 4. málsl. 6. mgr. kemur: skipa.
    Við 6. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Framkvæmdastjórar sjúkrahúsa ríkisins eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórna sjúkrahúsanna.
    Við 7. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra staðfestir stjórnskipulag ríkisspítala að fengnum tillögum stjórnarnefndar og forstjóra.
    8. mgr. orðast svo:
                  Forstjóri ríkisspítala skv. 1. mgr. og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 3. mgr. ráða annað starfslið sjúkrahúsa ríkisins. Um ákvörðun launa fer samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
    

87. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 31. gr. laganna:
    Í stað orðanna „skipaðir af ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ráðnir af forstjóra skv. 1. mgr. 30. gr. eða framkvæmdastjóra skv. 5. mgr. 29. gr. eftir því sem við á.
    Í stað orðanna „skipaðir af ráðherra“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: ráðnir af forstjóra skv. 1. mgr. 30. gr. eða framkvæmdastjóra skv. 5. mgr. 29. gr. eftir því sem við á.
    Í stað orðsins „Skipa“ í 5. mgr. kemur: Ráða.

Breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar.


88. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. laganna:
    1. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fimm ára í senn og tryggingayfirlækni, hvorn um sig að fengnum tillögum tryggingaráðs.
    2. mgr. orðast svo:
                  Forstjóri ræður skrifstofustjóra, tryggingafræðing, aðalgjaldkera og deildarstjóra að fengnum tillögum tryggingaráðs og tryggingalækni að fengnum tillögum tryggingaráðs og tryggingayfirlæknis. Forstjóri ræður einnig aðra starfsmenn.

89. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

VII. KAFLI

IÐNAÐARRÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu

atvinnuveganna, með síðari breytingu.

90. gr.

    1. mgr. 50. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 107/1974, orðast svo:
    Ráðherra skipar forstjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Forstjóri ræður sérfræðinga við stofnunina að fengnum tillögum stjórnar.
    

91. gr.

    2. mgr. 55. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 107/1974, orðast svo:
    Ráðherra ákveður deildaskiptingu í rannsóknastofnunum. Forstjóri ræður deildarstjóra að fengnu áliti stjórnar viðkomandi stofnunar. Deildarstjórar og sérfræðingar skulu hafa lokið meistaraprófi eða öðrum hliðstæðum háskólaprófum í fræðigrein sinni. Þó skal forstjóra heimilt að víkja frá þessu ákvæði hafi umsækjandi á annan hátt sannað vísindalega hæfni sína.

Breyting á lögum nr. 47/1968, um vörumerki.


92. gr.

    2. málsl. 12. gr. laganna orðast svo: Skráninguna annast vörumerkjaskráritari er ráðherra skipar til fimm ára í senn.

Breyting á orkulögum, nr. 58/1967, með síðari breytingu.


93. gr.

    1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Orkustofnunar til fimm ára í senn.
    

94. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr. laganna:
    1. málsl. orðast svo: Orkumálastjóri ræður fasta starfsmenn Orkustofnunar.
    Í 2. málsl. falla brott orðin „nr. 55/1962“.

95. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 60. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 53/1985:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra Rafmagnsveitna ríkisins til fimm ára í senn.
    1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Rafmagnsveitustjóri ríkisins ræður fasta starfsmenn.
    Í 2. málsl. 2. mgr. falla brott orðin „nr. 55/1962“.
    

Breyting á lögum nr. 41/1978, um Iðntæknistofnun.


96. gr.

    Í stað orðsins „4ra“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: fimm.

97. gr.

    1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
    Forstjóri ræður framkvæmdastjóra aðaldeilda að fengnum tillögum stjórnar.
    

98. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna:
    Orðin „í umboði stjórnar og“ í 1. mgr. falla brott.
    2. mgr. orðast svo:
                  Starfslið stofnunarinnar skal ýmist ráðið ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti eða til ákveðins tíma, t.d. til ákveðinna verkefna.
    

Breyting á lögum nr. 60/1979, um Rafmagnseftirlit ríkisins.


99. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Rafmagnseftirlits ríkisins til fimm ára í senn.

100. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Rafmagnseftirlitsstjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar.

VIII. KAFLI

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 91/1936, um garðyrkjuskóla ríkisins.

101. gr.

    1. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Við garðyrkjuskólann skal skipaður skólastjóri til fimm ára í senn og honum fengin aðstoð við kennslu og annan rekstur eftir þörfum.

Breyting á lögum nr. 3/1955, um skógrækt.


102. gr.

    2. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar skógræktarstjóra til fimm ára er annast framkvæmd þessara mála.
    

103. gr.

    1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Skógræktarstjóri ræður skógarverði.

Breyting á lögum nr. 17/1965, um landgræðslu, með síðari breytingum.


104. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 54/1975 og 8. gr. laga nr. 73/1996:
    Við 1. mgr. bætist: til fimm ára í senn.
    1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Landgræðslustjóri ræður fulltrúa landgræðslustjóra og skulu þeir fullnægja hliðstæðum menntunarskilyrðum.

105. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Landgræðslustjóra er heimilt að ráða landgræðsluverði sér til aðstoðar.

Breyting á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu


atvinnuveganna, með síðari breytingu.


106. gr.

    Í stað 1. málsl. 32. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 107/1974, koma tveir málsliðir sem orðast svo: Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn. Forstjóri ræður sérfræðinga við Rannsóknastofnun landbúnaðarins að fengnum tillögum stjórnarinnar.

Breyting á lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingu.


107. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 86. gr. laganna, eins og henni var breytt með 6. gr. laga nr. 63/1994, orðast svo: Ráðherra skipar veiðimálastjóra til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögum nr. 55/1978, um búnaðarfræðslu.


108. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar skólastjóra til fimm ára í senn og hafa þeir á hendi stjórn skóla, skólabús, rannsókna og annarrar starfsemi skólans.
    

109. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. laganna:
    1. mgr. orðast svo:
                  Skólastjóri ræður fasta kennara og stundakennara.
    3. mgr. orðast svo:
                  Ráða má bústjóra við skólabúin með sömu kjörum og kennara, enda hafi þeir sambærilega menntun.

110. gr.

    1. og 2. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
    Skólastjóri ræður fasta kennara sem fullnægja skulu sömu kröfum og gerðar eru til háskólakennara og njóta sömu kjara.
    Ráða skal a.m.k. 5 aðalkennara og auk þess aðstoðarkennara, að fengnum tillögum deildarstjórnar. Skólastjóri ræður einnig stundakennara.

Breyting á lögum nr. 77/1981, um dýralækna, með síðari breytingu.


111. gr.

    1. mgr. 5. gr. laganna, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 54/1989, orðast svo:
    Ráðherra skipar yfirdýralækni, héraðsdýralækna og dýralækni fisksjúkdóma til fimm ára í senn.

112. gr.

    Í stað orðsins „launalögum“ í 3. málsl. 16. gr. laganna, eins og henni var breytt með 41. gr. laga nr. 108/1988, kemur: ákvörðun kjaranefndar.

Breyting á lögum nr. 63/1989, um Hagþjónustu landbúnaðarins.


113. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist við ný málsgrein, 3. mgr., er orðast svo:
    Ráðherra skipar forstöðumann til fimm ára í senn.

114. gr.

    1. tölul. 4. gr. laganna fellur brott og breytist röð annarra töluliða í samræmi við það.

Breyting á lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.


115. gr.

    Í stað 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna koma tveir málsliðir sem orðast svo: Skal það nefnast aðfangaeftirlit og skipar ráðherra forstöðumann þess til fimm ára í senn. Forstöðumaður hefur á hendi umsjón með framkvæmd laga þessara og reglugerða sem settar verða samkvæmt þeim.

IX. KAFLI

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI

Breyting á íþróttalögum, nr. 49/1956.

116. gr.

    3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 38/1965, um Myndlista- og handíðaskóla Íslands.


117. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. laganna:
    3. mgr. orðast svo:
                  Skólastjóri skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum skólastjórnar. Fastir kennarar skulu ráðnir af skólastjóra að fengnum tillögum skólastjórnar.
    4. mgr. fellur brott.

118. gr.


    1. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 24/1970, um æskulýðsmál.


119. gr.

    4. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 65/1972, um Íþróttakennaraskóla Íslands.


120. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. laganna:
    1. mgr. orðast svo:
                  Skólastjóri skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn. Fastir kennarar og aðrir fastir starfsmenn skólans skulu ráðnir af skólastjóra og skal áður leitað umsagnar skólaráðs og skólanefndar.
    Í stað orðsins „skipaður“ í 2. mgr. kemur: ráðinn.

121. gr.

    1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Launakjör skjólastjóra skulu ákveðin samkvæmt lögum um kjaranefnd. Launakjör kennara og annarra fastra starfsmanna skulu ákveðin samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Breyting á lögum nr. 66/1972, um Tækniskóla Íslands.


122. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra fer með yfirstjórn skólans og skipar skólanefnd. Ráðherra skipar rektor til fimm ára í senn.

123. gr.

    3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Ennfremur ræður hann kennara og annað starfsfólk skólans.
    

124. gr.

    Í stað orðsins „skipa“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráða.

Breyting á lögum nr. 70/1972, um Stofnun Árna Magnússonar.


125. gr.


    2. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Þeir skulu ráðnir af forstöðumanni að fenginni umsögn stjórnarnefndar.
    

Breyting á lögum nr. 10/1973, um Fósturskóla Íslands.


126. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 17. gr. laganna:
    2. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar skólastjóra til fimm ára í senn. Skólastjóri ræður kennara og aðra starfsmenn að fengnum tillögum skólanefndar. Greini skólastjóra og skólanefnd á, skulu tillögur skólastjóra lagðar fyrir ráðuneytið jafnframt tillögum skólanefndar.
    3. mgr. fellur brott.
    

Breyting á lögum nr. 37/1975, um Leiklistarskóla Íslands.


127. gr.

    1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Við skólann starfar skólastjóri sem skipaður skal af ráðherra til fimm ára í senn.
    

Breyting á lögum um almenningsbókasöfn, nr. 50/1976.


128. gr.

    2. og 3. málsl. 10. gr. laganna falla brott.

Breyting á lögum nr. 58/1978, um Þjóðleikhús.


129. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna:
    Í stað orðanna „ræður þjóðleikhússtjóra til fjögurra ára í senn“ í 1. mgr. kemur: skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn.
    2. mgr. orðast svo:
                  Skipaður skal maður með staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Starfið skal auglýsa samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Endurnýja má skipun þjóðleikhússtjóra einu sinni til næstu fimm ára, ef meiri hluti þjóðleikhúsráðs mælir með því. Ella skal skipa annan þjóðleikhússtjóra, eftir að starfið hefur verið auglýst að nýju og að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs.

130. gr.

    Í stað orðanna „menntamálaráðuneytið skipar“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: þjóðleikhússtjóri ræður.

131. gr.

    Í stað orðsins „ráðinn“ í 2. málsl. 10. gr. laganna kemur: skipaður.

132. gr.

    Í stað orðsins „ráðinn“ í 1. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: skipaður.
    

Breyting á lögum nr. 35/1982, um Blindrabókasafn Íslands.


133. gr.

    3. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Forstöðumaður Blindrabókasafns ræður starfslið stofnunarinnar að fengnum tillögum stjórnar Blindrabókasafns og með samþykki menntamálaráðuneytis.

134. gr.

    Í stað orðsins „þriggja“ í 3. málsl. 6. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 94/1984, um kvikmyndamál.


135. gr.

    1. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra sjóðsins til fimm ára í senn, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar.

Breyting á lögum nr. 40/1985, um Þroskaþjálfaskóla Íslands.


136. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
    Í stað orðanna „og fastráðna kennara“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólanefndar.
    1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Skólastjóri ræður kennara að skólanum eftir ábendingum skólastjórnar.

Breyting á lögum nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands.


137. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. laganna:
    4. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar þjóðskjalavörð til fimm ára í senn að fenginni umsögn stjórnarnefndar safnsins. Þjóðskjalavörður annast daglegan rekstur og stjórn safnsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við.
    5. mgr. orðast svo:
                  Þjóðskjalavörður ræður skjalaverði og aðra fasta starfsmenn að fenginni tillögu stjórnarnefndar. Við safnið starfi skjalfræðingur eða sagnfræðingur með skjalfræðimenntun.

Breyting á útvarpslögum nr. 68/1985.


138. gr.

    1. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar útvarpsstjóra til fimm ára í senn. Útvarpsstjóri annast rekstur Ríkisútvarpsins, sér um fjárreiður þess og semur ár hvert fjárhagsáætlun þess.

139. gr.

    Í stað orðsins „skipaðir“ í 2. málsl. 6. mgr. 21. gr. laganna kemur: ráðnir.

Breyting á lögum nr. 75/1985, um fjárhagslegan stuðning


við tónlistarskóla, með síðari breytingu.


140. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna, eins og henni var breytt með 71. gr. laga nr. 87/1989, fellur brott.

Breyting á lögum nr. 50/1986, um Rannsóknadeild fisksjúkdóma.


141. gr.

    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði ræður deildarstjóra Rannsóknadeildar fisksjúkdóma, sbr. lög nr. 67/1990, og setur honum erindisbréf.

Breyting á lögum nr. 29/1988, um Kennaraháskóla Íslands.


142. gr.

    4. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
    Heimilt er að tillögu skólaráðs að ráða dósent eða lektor tímabundið til allt að tveggja ára í senn. Um tilhögun slíkrar ráðningar skal setja ákvæði í reglugerð.

143. gr.


    Eftirtaldar breytingar verða á 32. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra ræður prófessora, en rektor ræður dósenta og lektora.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: prófessorsstarf.
    Í stað orðsins „skipa“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ráða.
    

144. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 33. gr. laganna:
    1. mgr. fellur brott.
    1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Rektor ræður, að fengnum tillögum skólaráðs, fulltrúa rektors, fjármálastjóra, kennslustjóra, aðalbókavörð, bókaverði, endurmenntunarstjóra, aðstoðarmenn endurmenntunarstjóra, námsráðgjafa, deildarstjóra, húsverði, forstöðumann gagnasmiðju, tækjavörð og annað starfslið við stjórnsýslu eftir því sem fé er veitt á fjárlögum.

Breyting á lögum nr. 58/1988, um Listasafn Íslands.


145. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
    Í stað orðsins „ræður“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skipar.
    Í stað orðsins „Ráðinn“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Skipaður.
    Í stað orðsins „ráðningu“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: skipun.
    Í stað orðsins „ráðningar“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: skipunar.

146. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Forstöðumaður ræður nauðsynlegt starfslið.

Breyting á þjóðminjalögum, nr. 88/1989, með síðari breytingu.


147. gr.

    Orðin „til fimm ára í senn“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 98/1994, falla brott.

148. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr. laganna, eins og henni var breytt með 4. gr. laga nr. 98/1994:
    3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Þjóðminjavörður ræður safnstjóra að fengnum tillögum þjóðminjaráðs.
    4. málsl. 4. mgr. fellur brott.

Breyting á lögum nr. 2/1990, um Íslenska málnefnd.


149. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
    2. mgr. orðast svo:
                  Að fengnum tillögum málnefndar ræður forstöðumaður starfsfólk eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Forstöðumaður stjórnar daglegum rekstri málstöðvarinnar, gefur árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar og leysir af hendi önnur þau verkefni sem málnefndin felur honum.
    3. mgr. fellur brott.

Breyting á lögum nr. 58/1990, um launasjóð stórmeistara í skák.


150. gr.

    Orðin „nr. 38/1954“ í 5. gr. laganna falla brott.

Breyting á lögum nr. 67/1990, um Tilraunastöð Háskóla Íslands


í meinafræði að Keldum.


151. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. laganna:
    3. málsl. fellur brott.
    4. málsl. orðast svo: Um ráðningu hans fer eins og segir í háskólalögum um prófessora.

152. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna:
    Í stað orðanna „Menntamálaráðherra skipar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Forstöðumaður ræður.
    Orðin „forstöðumanns og“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
    Í stað orðsins „þriggja“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: tveggja.

Breyting á lögum nr. 129/1990, um Samskiptamiðstöð


heyrnarlausra og heyrnarskertra.


153. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Forstöðumaður ræður annað starfsfólk að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar í samræmi við starfsmannaheimildir.

Breyting á lögum nr. 131/1990, um Háskóla Íslands.


154. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna:
    Í stað orðanna „veitingu slíkrar kennarastöðu“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: ráðningu í slíkt kennarastarf.
    3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðning í slíkt starf má vera tímabundin til allt að tveggja ára í senn.
    Í stað orðsins „stöðuveitingu“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: ráðningu.
    Í stað orðsins „stöðuveitinga“ í 6. málsl. 3. mgr. kemur: ráðninga.
    Í stað orðsins „prófessorsembætta“ í 7. málsl. 3. mgr. kemur: prófessorsstarfs.
    4. mgr. orðast svo:
                  Heimilt er, með samþykki háskólaráðs að tillögu háskóladeildar, að ráða dósent eða lektor tímabundinni ráðningu til allt að tveggja ára í senn. Um tilhögun slíkrar ráðningar skal setja ákvæði í reglugerð.
    Í stað orðanna „til tveggja ára hið skemmsta“ í 6. mgr. kemur: tímabundið til allt að tveggja ára í senn.

155. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra ræður prófessora, en rektor ræður dósenta og lektora.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 2. mgr. kemur: prófessorsstörf.
    Orðin „embættinu eða“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
    Orðin „embættinu eða“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 4. málsl. 4. mgr. kemur: prófessorsstarf.
    Orðin „embættið eða“ í 4. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Orðin „embættið eða“ í 6. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 6. mgr. kemur: prófessorsstarf.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 7. mgr. kemur: prófessorsstarf.

156. gr.

    12. gr. laganna orðast svo:
    Þegar sérstaklega stendur á, getur rektor, samkvæmt tillögu háskóladeildar og með samþykki háskólaráðs, boðið vísindamanni að taka við kennarastarfi við háskólann, án þess að það sé auglýst laust til umsóknar.
    Rektor skal heimilt, samkvæmt tillögu háskóladeildar, að auglýsa kennarastarf laust til umsóknar, svo að starfið verði veitt ári áður en hinn nýráðni kennari hefur kennslu sína. Kveða skal á um það hverju sinni, frá hvaða tíma launagreiðslur hins nýráðna kennara hefjist.

Breyting á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.


157. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. mgr. 4. gr. laganna:
    Í stað orðsins „ræður“ í 1. málsl. kemur: skipar.
    Í stað orðsins „fjögurra“ í 1. málsl. kemur: fimm.
    Orðin „að fenginni heimild ráðuneytisins, sbr. ákvæði laga nr. 97/1974“ í 2. málsl. falla brott.

Breyting á lögum nr. 51/1992, um Háskólann á Akureyri, með síðari breytingu.


158. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: ráðherra.

159. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 70/1994:
    2. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra ræður prófessora, en rektor ræður dósenta, lektora og stundakennara.
    Í stað orðsins „skipa“ í 3. mgr. kemur: ráða.
    Í stað orðsins „embættinu“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: starfinu.
    Í stað orðsins „embættið“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: starfið.
    Í stað orðsins „embætti“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: starf.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: prófessorsstarf.

Breyting á lögum nr. 76/1993, um Rannsóknastofnun


uppeldis- og menntamála.


160. gr.

    Í stað orðsins „ráðinn“ í 1. málsl. 5. gr. laganna kemur: skipaður.
    

Breyting á lögum nr. 61/1994, um Rannsóknarráð Íslands.


161. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar framkvæmdastjóra til fimm ára í senn.

Breyting á lögum nr. 71/1994, um Landsbókasafn – Háskólabókasafn.


162. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar landsbókavörð til fimm ára í senn.
    

163. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
    Orðin „til sex ára í senn“ í 1. málsl. falla brott
    2. málsl. fellur brott.

X. KAFLI

SAMGÖNGURÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 119/1950, um stjórn flugmála, með síðari breytingu.

164. gr.

    2. gr. laganna, sbr. lög nr. 26/1954, orðast svo:
    Ráðherra skipar flugmálastjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri veitir Flugmálastjórn Íslands forstöðu og annast daglega stjórn hennar undir yfirstjórn samgönguráðherra. Í erindisbréfi flugmálastjóra, er ráðherra setur að fengnum tillögum flugráðs, skal nánar kveðið á um störf hans.
    Ráðherra ræður framkvæmdastjóra að fengnum tillögum flugmálastjóra og flugráðs. Flugmálastjóri ræður aðra starfsmenn flugmálastjórnar.
    Hlutverk flugmálastjórnar er að fara með framkvæmdarvald samkvæmt lögum um loftferðir og öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum á sviði flugmála.

Breyting á vegalögum nr. 45/1994.


165. gr.

    Í stað 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Til að stjórna framkvæmdum í þessum málum skipar ráðherra vegamálastjóra til fimm ára í senn og veitir hann Vegagerðinni forstöðu. Ráðherra ræður aðstoðarvegamálastjóra að fengnum tillögum vegamálastjóra. Vegamálastjóri ræður aðra starfsmenn vegagerðarinnar.

Breyting á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.


166. gr.

    1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Að fenginni umsögn Ferðamálaráðs skipar ráðherra ferðamálastjóra til fimm ára í senn. Ferðamálastjóri annast daglega stjórn Ferðamálaráðs samkvæmt því sem ráðið ákveður.

XI. KAFLI


SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTI


Breyting á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu


atvinnuveganna, með síðari breytingu.


167. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 13. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 72/1984:
    Við 1. málsl. bætist: til fimm ára í senn.
    Í stað orðsins „skipar“ í 2. málsl. kemur: ræður.
    3. málsl. fellur brott.

168. gr.

    22. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn og ræður aðstoðarforstjóra, hvorttveggja að fengnum tillögum stjórnar. Ráðherra ræður forstöðumenn sviða að fengnum tillögum stjórnar og forstjóra. Forstjóri ræður sérfræðinga við stofnunina og annað starfsfólk. Forstjóri skal hafa lokið prófi í raunvísindum og vera sérfróður um fiskiðnað. Ráðherra ákveður stjórnskipulag Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.

Breyting á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu.


169. gr.

    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar forstöðumann Fiskistofu, fiskistofustjóra, til fimm ára í senn.

XII. KAFLI

UMHVERFISRÁÐUNEYTI

Breyting á skipulagslögum nr. 19/1964.

170. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar skipulagsstjóra ríkisins til fimm ára í senn að fengnum tillögum skipulagsstjórnar.

Breyting á lögum nr. 30/1985, um Veðurstofu Íslands.


171. gr.

    2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Veðurstofustjóri ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 31/1985, um Landmælingar Íslands.


172. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti


og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingu.


173. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 14. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 70/1995:
    Í stað orðsins „fjögurra“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: fimm.
    5. málsl. 3. mgr. orðast svo: Þeir skulu ráðnir af framkvæmdastjóra að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar.

Breyting á lögum nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.


174. gr.

    4. málsl. 7. gr. laganna orðast svo: Forstjóri ræður deildarstjóra og sérfræðinga að fengnum tillögum stjórnar.

Breyting á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar


á villtum fuglum og villtum spendýrum.


175. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar veiðistjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar um villt dýr.

XIII. KAFLI

UTANRÍKISRÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 39/1971, um utanríkisþjónustu Íslands.

176. gr.

    Í stað orðanna „sem til þess eru skipaðir“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: sem það er falið.

177. gr.

    Í stað orðsins „embættismanna“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: starfsmanna.
    

178. gr.

    9. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar til fimm ára í senn þá starfsmenn sem taldir eru í 1. og 2. flokki 8. gr. Heimilt er þó að skipa kjörræðismenn ótímabundið. Aðrir starfsmenn eru ráðnir.

179. gr.

    10. gr. laganna orðast svo:
    Starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru skyldir til að starfa sem fulltrúar utanríkisþjónustunnar erlendis eða í utanríkisráðuneytinu samkvæmt ákvörðun ráðherra. Eigi þarf nýja skipun þótt embættismaður sé fluttur milli staða eða starfa innan sama flokks skv. 8. gr. en skipunartími hans framlengist við flutninginn til fimm ára í senn.

180. gr.

    Í stað orðsins „embættismenn“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: starfsmenn.

XIV. KAFLI

VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands.

181. gr.

    Í stað orðsins „sex“ í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: fimm.
    

182. gr.

    Í stað orðsins „sex“ í 2. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á samkeppnislögum nr. 8/1993.


183. gr.

    Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi.


184. gr.

    Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 3. mgr. 50. gr. laganna kemur: fimm.

Breyting á lögum nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.


185. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 29. gr. laganna orðast svo: Bankastjórn ríkisviðskiptabanka skal skipuð þremur bankastjórum sem skulu eigi skipaðir til lengri tíma en fimm ára í senn.

XV. KAFLI

GILDISTAKA

186. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd nýrri stefnu í starfsmannamálum ríkisins í samræmi við ákvæði nýrra starfsmannalaga sem Alþingi samþykkti á 120. löggjafarþingi og staðfest voru og birt sem lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hér eftir auðkennd stml.). Ákvæði slíkra laga sem almennra laga víkja þó eftir sem áður fyrir sérákvæðum í öðrum lögum eins og hnykkt er á í 3. gr. stml. Markmið starfsmannastefnunnar ná því ekki að fullu fram að ganga nema sérákvæði um einstaka embættismenn og hópa starfsmanna verði í öllu verulegu færð til samræmis við meginreglur almennu laganna. Í þessu felst samnefnari allra þeirra breytinga sem hér er lagt til að gerðar verði og teljast þessar helstar:
     Afnám æviráðningar.
    Í 1. mgr. 23. gr. stml. er lögfest sú meginregla að skipun í embætti verði framvegis tímabundin til fimm ára í senn. Til að festa þá reglu í sessi er lagt til að öllum sérákvæðum um skipun í embætti verði breytt í samræmi við meginreglu stml. nema skipun í dómaraembætti sem óvarlegt þykir að tímabinda með hliðsjón af 61. gr. stjórnarskrárinnar.
     Skipun í embætti.
    Í 2. mgr. 5. gr. stml. er lögfest sú meginregla að forstöðumenn stofnana og aðrir starfsmenn sem taldir eru í 1. mgr. 22. gr. s.l. komi að störfum sínum með skipun í embætti. Í samræmi við þetta er nokkrum ákvæðum sem mæla fyrir um að forstöðumenn skuli ráðnir til starfa, tímabundið eða ótímbundið, breytt í tímabundna skipun. Í nokkrum tilvikum er lagt til að staðgenglar þeirra eða næstráðendur verði ráðnir til starfa fyrir atbeina ráðherra.
    Jafnframt er lagt til að lögbundinn atbeini forseta Íslands til að veita önnur embætti en hæstaréttardómara og biskupsins yfir Íslandi falli brott. Með því er fram haldið þróun sem orðið hefur í löggjafarstefnu síðari ára og veitingarvaldið falið ráðherra berum orðum. Það samræmist og betur því markmiði starfsmannastefnunnar að skýra boðleiðir og eyðir misskilningi sem á stundum hefur risið um atbeina forseta við ráðstöfun embætta. Er þetta sama þróun og orðið hefur í Danmörku.
     Ótímabundin ráðning í starf.
    2. mgr. 5. gr. stml. gerir jafnframt ráð fyrir að forstöðumenn ráði aðra starfsmenn stofnana. Í samræmi við þetta er ákvæðum sem fela ráðherra eða stjórn stofnunar að skipa eða ráða annað starfslið breytt og forstöðumanni falin ráðning þess, nema sérstök rök standi til annars. Það á t.d. við um staðgengla forstöðumanna eða næstráðendur, eins og lýst hefur verið, lögreglumenn og aðra þá sem fela má lögregluvald lögum samkvæmt og starfsstéttir sem talist hafa til embættismanna og ekki þykir rétt að breyta að svo stöddu, svo sem presta.
     Tímabundin ráðning afnumin eða stytt.
    Í 1. mgr. 41. gr. stml. er lögfest sú meginregla að ráðning í starf skuli almennt vera ótímabundin með gagnkvæmum uppsagnarrétti með þriggja mánaða fyrirvara. Skv. 2. mgr. sömu greinar er þó heimilt að ráða í starf tímabundið en aldrei lengur en til tveggja ára. Í samræmi við þetta er tímabundin ráðning starfsliðs almennt felld niður nema sérstök rök standi til annars en þá bundin við tveggja ára hámark.
    Loks ber að leggja áherslu á að ákvæði þessa frumvarps leiðir öll af ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og þeim markmiðum sem þau lög stefna að.
    Frumvarpið miðar við gildandi lög þegar það er lagt fram. Í einhverjum tilvikum eru lagðar til breytingar á lögum sem ríkisstjórnin undirbýr viðameiri breytingar á eða eru til endurskoðunar í einstökum ráðuneytum. Meðan slík frumvörp eru ekki komin fram og ekki er ljóst hvaða afgreiðslu þau fá á Alþingi þótti þó ekki önnur leið fær en að halda í þessu frumvarpi öllum þeim breytingum sem nauðsynlegt þykir að gera að svo stöddu. Eftir atvikum þarf síðan að fella brott úr því ákvæði um breytingar á lögum sem þingið kann að afgreiða með öðrum hætti.
    Frumvarpinu er skipt í kafla eftir því undir hvaða ráðuneyti eftirlit með framkvæmd þeirra laga sem leitað er breytinga á heyrir og innan hvers kafla eftir aldursröð viðkomandi laga.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Gildandi ákvæði heimilar Þingvallanefnd að ráða umsjónarmann á Þingvöllum til fimm ára í senn, en tímabundin ráðning til svo langs tíma er almennt óheimil skv. 2. mgr. 41. gr. stml. Þá hafa lög um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkjunnar til skamms tíma falið sóknarpresti Þingvallaprestakalls, sem dóms- og kirkjumálaráðherra skipar, að gegna jafnframt þeim starfa sínum starfi þjóðgarðsvarðar. Í 38. gr. frumvarpsins er lagt til að hin lögbundna tenging þessara starfa verði rofin enda má færa að því gild rök að hún stríði gegn grundvallarreglum stjórnskipunarinnar um skipting starfa og valdmörk ráðherra. Þess í stað er í samræmi við 1. mgr. 41. gr. stml. lagt til að Þingvallanefnd verði falið að ráða sér framkvæmdastjóra ótímabundið, svo sem raunin hefur orðið, og honum falið að ráða annað starfslið, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml.

Um 2. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að sá starfsmaður forsætisráðuneytis, sem forsætisráðherra velur til að gegna jafnframt störfum ritara ráðherrafunda, komi að því starfi sínu með skipun. Við það hugtak eru samkvæmt stml. bundin réttindi sem ekki þykja fara saman við það svigrúm sem rétt þykir að forsætisráðherra og eftir atvikum ríkisstjórn hafi til að ráðstafa þessum trúnaðarstarfa eins og hentast þykir hverju sinni, til að mynda við stjórnarskipti. Af þessum sökum er lagt til að gerðar verði viðeigandi breytingar á ákvæðinu í samræmi við skyldu starfsmanns til að hlíta breytingum á starfi sínu og verksviði skv. 19. gr. stml.

Um 3. gr.


    Aðrar breytingar, sem lagt er til að lög um Stjórnarráð Íslands taki, leiðir allar af þeirri breytingu sem lagt er til að gerð verði á 13. gr. laganna í 6. gr. frumvarpsins. Hún felur í sér að einungis ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar í ráðuneytum komi að störfum sínum með tímabundinni skipun, en deildarstjórar verði ráðnir til starfa eins og annað starfslið ráðuneytanna. Þessi breyting er í samræmi við það stefnumið stml. að einungis æðstu stjórnendur og stundum staðgenglar þeirra eða aðrir næstráðendur verði skipaðir í embætti, sbr. 2. mgr. 5. gr. og hér 2. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. Gildandi starfsmannaákvæði stjórnarráðslaga taka hins vegar mið af öðrum ákvæðum sömu laga um innra skipulag ráðuneyta. Samhliða breytingum á starfsmannaákvæðunum þykir þess vegna nauðsynlegt að gera jafnframt nokkrar breytingar á þeirri tilhögun sem 7. og 11. gr. laganna gera ráð fyrir.
    Í 7. gr. gildandi laga um stjórnarráðið segir að ráðherra kveði á um skiptingu ráðuneytis í starfsdeildir eftir verkefnum og í 1. mgr. 11. gr. að þeim stýri deildarstjórar undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra en ráðherra getur einnig sett þeim erindisbréf skv. 4. mgr. sömu greinar. Þannig teljast grunneiningar ráðuneytanna vera deildir samkvæmt gildandi lögum en ekki er gert ráð fyrir skrifstofum sem sérstökum stjórnunareiningum. Eftir því sem umsvif hins opinbera hafa aukist og stjórnsýslan þróast hefur svo einfalt stjórnskipulag ekki reynst fullnægjandi, a.m.k. ekki í hinum stærri ráðuneytum, sem aftur hefur leitt af sér að innan þeirra hefur verið stofnað til skrifstofa sem sérstaks stjórnunarstigs yfir deildunum. Sú breyting, sem lagt er til að gerð verði á 7. gr., miðar að því að aðlaga lögin þeirri breytingu sem telja verður að þegar sé orðin á stjórnskipulagi ráðuneyta, sbr. niðurstöður könnunar sem forsætisráðuneytið gekkst fyrir í tengslum við gerð frumvarps til nýrra stjórnarráðslaga árið 1989 og lýst er í alþt. 1989–90, A-deild, bls. 4082–83.
    

Um 4. gr.


    Breyting á 1. mgr. 11. gr. samkvæmt a-lið er í samræmi við þær breytingar sem þegar hefur verið lýst og miðar að því að skýra stöðu skrifstofustjóra og deildarstjóra í ráðuneytum.
    Í b-lið er lagt til að felld verði brott heimild til að skipa deildarstjóra ráðuneytis skrifstofustjóra þess ráðuneytis sem taki sjálfkrafa við störfum ráðuneytisstjóra í forföllum hans. Með öðrum breytingum á lögunum þykir þetta ákvæði óþarft en það gerði upphaflega ráð fyrir að aðeins einn skrifstofustjóri gæti starfað í hverju ráðuneyti og hefði sömu stöðu og deildarstjóri nema í forföllum ráðuneytisstjóra að hann tæki við störfum hans. Með brottfalli þessa ákvæðis er gert ráð fyrir að staðgengill ráðuneytisstjóra verði eftir sem áður valinn úr hópi skrifstofustjóra en falið það hlutverk sitt með erindisbréfi ráðherra skv. 4. mgr. 11. gr. laganna.
    3. mgr. 11. gr. hefur geymt því sem næst einstæða undanþáguheimild frá skyldu starfsmannalaga til að auglýsa lausar stöður deildarstjóra og skrifstofustjóra þegar starfsmenn ráðuneyta eru fluttir í þær enda má ætla að þeir myndu oft njóta starfsreynslu sinnar meðal annarra umsækjenda væri staða auglýst. Í c-lið er lagt til að heimild þessi falli brott að því er varðar stöður skrifstofustjóra þannig að þær mun alltaf þurfa að auglýsa, nema í þær sé fluttur annar embættismaður skv. 36. gr., sbr. 1. mgr. 7. gr. stml. Hins vegar er lagt til að undanþágan haldist um stöður deildarstjóra og þjóni áfram hlutverki sem hluti af eðlilegu framgangskerfi starfsmanna ráðuneytanna.

Um 5. gr.


    Það er kunnara en frá þurfi að segja að starfsheiti í stjórnarráðinu eru nú orðin allmiklu fleiri en talin eru í 12. gr. stjórnarráðslaga. Til að koma einhverjum böndum á er lagt til að ráðning starfsmanna undir öðrum starfsheitum en þar greinir verði bundin heimild ráðherra.
    

Um 6. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og ráðherra berum orðum falið að skipa í embættin. Jafnframt er skipun deildarstjóra og annarra starfsmanna ráðuneyta breytt í ráðningu í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml.

Um 7. gr.


    Hér er lagt til að stöðu aðstoðarmanna ráðherra innan ráðuneyta verði breytt úr deildarstjórastöðu í stöðu skrifstofustjóra eins og eðlilegt er með hliðsjón af öðrum breytingum á stjórnarráðslögum og hinum sérstöku trúnaðarskyldum sem aðstoðarmenn hafa við ráðherra. Til að taka af allan vafa þykir hins vegar rétt að taka fram að breyting þessi miðar ekki á nokkurn hátt að því að gera þá að einhvers konar staðgenglum ráðherranna eða aðstoðarráðherrum.

Um 8. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun forstjóra Þjóðhagsstofnunar til fimm ára í senn í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er fellt brott úrelt sérnefni stöðunnar.

Um 9.–10. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæðum er forstjóri Byggðastofnunar ráðinn ótímabundið af stjórn stofnunarinnar með sex mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. og meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að ráðherra skipi forstjórann tímabundið.

Um 11. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er ríkisendurskoðandi ráðinn af forsetum Alþingis í sameiningu til sex ára í senn. Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. og meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er í a-lið lagt til að hann verði skipaður af forseta Alþingis til fimm ára í senn. Hæfisskilyrði ríkisendurskoðanda eru óbreytt, en í ljósi ítarlegra ákvæða VI. kafla stml. um aðdraganda að og skilyrði fyrir brottvikningu skipaðra manna úr embætti er í b-lið lagt til að brott falli sérregla um að forseti verði að njóta tilstyrks meirihluta Alþingis til slíkrar athafnar. Þá er einnig lagt til að brott falli úr þessari grein þýðingarlaust ákvæði um að ríkisendurskoðandi sé starfsmaður Alþingis og beri ábyrgð gagnvart því, enda bætir það engu við það sem þegar er fram komið í 1. gr. laganna og er til þess fallið að valda ruglingi eins og það er staðsett í 2. gr.

Um 12. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er umboðsmaður Alþingis kjörinn á Alþingi til fjögurra ára í senn. Í frumvarpi því er varð að lögum þessum var lagt til að umboðsmanninn skyldi kjósa að loknum hverjum kosningum til Alþingis (alþt. 1986–87, A-deild, bls. 2556 og 2559). Í meðferð þingsins var tenging við kjörtímabil hvers Alþingis rofin en lengd kjörtímabils umboðsmanns þess í stað bundin við fjögur ár. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að kjörtímabil hans verði lengt í fimm ár.

Um 13. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði á umboðsmaður Alþingis rétt til biðlauna í þrjá mánuði eftir að hann lætur af starfi. Rétt þykir að biðlaun hans verði bundin sömu skilyrðum og nú greinir í stml., sbr. einkum 35. gr.

Um 14. gr.


    Samkvæmt fyrri málslið 14. gr. skal umboðsmaður Alþingis sjálfur ráða starfsfólk embættis síns en ber samkvæmt síðari málslið sömu greinar að fara eftir reglum sem Alþingi setur um fjölda þess og launakjör. Í ljósi þeirra meginmarkmiða stml. að færa vald til að taka ákvarðanir um starfsmenn stofnana frá yfirstjórn stofnananna til forstöðumanna þeirra, auka sveigjanleika í starfsmannahaldi og einfalda launakerfi þykir síðari málsliður greinarinnar skerða það sjálfræði sem þau stefna að og fyrri málsliður 14. gr. virðist ætla umboðsmanni. Af þessum sökum er lagt til að síðari málsliðurinn falli brott.

Um 15. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er skrifstofustjóri Alþingis ráðinn af forsætisnefnd til sex ára í senn. Í athugasemdum við þetta ákvæði frumvarps þess er varð að lögum um þingsköp Alþingis er skýrt að sex ára ráðningartími hans sé í samræmi við það sem farið sé að tíðkast um æðstu embættismenn ríkisins (alþt. 1991 vþ., A-deild, bls. 25). Í ljósi þess að gert er ráð fyrir að þessi hópur muni framvegis taka skipun til fimm ára í senn samkvæmt meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að hið sama gildi um skrifstofustjóra Alþingis.

Um 16. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að fela ráðherra veitingarvald embættis umboðsmanns barna berum orðum.

Um 17. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er framkvæmdastjóri almannavarnaráðs skipaður ótímabundið að fengnum tillögum ráðsins en ráðherra er þó heimilt að tímabinda skipun hans. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. stml. er í a-lið lagt til að skipun framkvæmdastjórans verði tímabundin.
    Í stað 2. málsl. málsgreinarinnar, sem geymt hefur heimild, sem nú verður óþörf, til að tímabinda skipun framkvæmdastjóra, er í b-lið lagt til að tekið verði upp nýtt ákvæði þess efnis að framkvæmdastjóri ráði annað starfslið ráðsins eins og 2. mgr. 5. gr. stml. miðar að.
    Loks er í c-lið lagt til að fulltrúar almannavarnaráðs í kjördæmum landsins komi að þeim störfum sínum með ótímabundinni ráðningu í stað skipunar, en þeir geta einir fengið skipun sem taldir eru í 1. mgr. 22. gr. stml.
    

Um 18. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar Reykjavíkur skipaður af borgarstjóra. Samræmis vegna er lagt til að hann verði ráðinn til starfa eins og í öðrum sveitarfélögum sem gert er að hafa framkvæmdastjóra, en um kjör þeirra fer að öðru leyti eftir þeim samþykktum sem sveitarfélögin gera, sbr. sveitarstjórnarlög nr. 8/1986.
    

Um 19. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun forstjóra Landhelgisgæslunnar til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.
    

Um 20. gr.


    Lagt er til að úrelt lagatilvísun verði gerð að eyðuákvæði þannig greinin vísi til þeirra laga sem á hverjum tíma gilda um lögreglumenn og um meðferð opinberra mála. Rétt þykir að gera þessa breytingu nú enda þótt ákvæðinu hafi þegar verið ljáð nýtt orðalag í 3. tölul. 43. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem gildi taka 1. júlí 1997, sbr. 1. mgr. 42. gr. sl.

Um 21. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun lögreglumanna í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Í öðrum ákvæðum frumvarpsins er lagt til að sama regla gildi um aðra þá sem fela má lögregluvald lögum samkvæmt eins og boðað var í athugasemdum við 1. mgr. 22. gr. frumvarps þess er varð að stml., sbr. alþt. 1995–96, A-deild, bls. 3151. Lög þessi falla úr gildi hinn 1. júlí 1997 þegar ný lögreglulög nr. 90/1996 öðlast gildi, sbr. 42. gr. þeirra laga. Lagt er til að þau lög taki samsvarandi breytingum, sbr. 48. gr. frumvarps þessa.

Um 22. gr.


    61. gr. stjórnarskrárinnar virðist ganga út frá því sem meginreglu að dómarar skuli skipaðir í embætti ótímabundið, enda verði þeim ekki að fullu vikið úr embætti nema með dómi. Er því m.a. ætlað að tryggja sjálfstæði dómstólanna gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Vegna meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. um tímabundna skipun í embætti, nema annað sé tekið fram í lögum, er því einu bætt við gildandi ákvæði að skipun hæstaréttardómara skuli vera ótímabundin.

Um 23. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun hæstaréttarritara í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt þykir eðlilegra að veitingarvald þessa embættis og ráðning annarra starfsmanna sé í höndum forseta hæstaréttar í stað réttarins í heild eins og gildandi ákvæði er orðað.
    

Um 24. gr.


    Lagt er til að lagatilvísun verði gerð að eyðuákvæði þannig að starfsgengisskilyrði presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga ráðist af því sem á hverjum tíma gildir um starfsmenn ríkisins, sbr. 6. gr. stml., en þau eru í meginatriðum hin sömu og áður giltu skv. 3. gr. laga nr. 38/1954.
    

Um 25. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst í að tímabinda skipun rannsóknarlögreglustjóra til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.
    Enda þótt almennt sé lagt til að skipun varamanna forstöðumanna verði breytt í ráðningu þykir hlutverk staðgengils rannsóknarlögreglustjóra í öryggisgæslu ríkisins þess eðlis að rétt sé að telja það til embætta. Í b-lið er því lagt að skipun í embætti vararannsóknarlögreglustjóra verði við haldið, en veitingarvaldið fært frá forseta og skipunin tímabundin í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Samkvæmt gildandi ákvæði er annað starfslið rannsóknarlögreglunnar skipað af ráðherra. Í samræmi við þá meginreglu starfsmannalaganna að einungis forstöðumenn komi að starfi sínu með skipun og að þeir ráði annað starfslið er í c-lið lagt til að rannsóknarlögreglustjóri ráði aðra starfsmenn en rannsóknarlögreglumenn, en um þá þykja eftir atvikum eiga við sömu sjónarmið og um lögreglumenn, sbr. 21. og 48. gr. frumvarps þessa og athugasemdir við þær greinar. Rétt er að taka fram að breyting á ráðningarhætti annars starfsliðs þykir ekki hreyfa við stöðu þess innan stofnunarinnar enda þiggur það umboð sitt frá rannsóknarlögreglustjóra, þar á meðal til að mæla fyrir um lögregluaðgerðir.
    Lög um rannsóknarlögreglu ríkisins falla brott hinn 1. júlí 1997 við gildistöku nýrra lögreglulaga nr. 90/1996. Þangað til þykir rétt að færa ákvæði þeirra til samræmis við gildandi stml. Jafnframt er á öðrum stað í frumvarpi þessu lagt til að viðeigandi embætti í 7. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. færist í þann hluta bráðabirgðaákvæðis sömu laga, sbr. b-lið 76. gr. frumvarpsins, sem fellur brott sama dag og lögreglulögin öðlast gildi.
    

Um 26. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun biskupsins yfir Íslandi í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 27. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda veitingu prestsembættis að undangengnu vali í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. hvort heldur valið er með bindandi niðurstöðu samkvæmt a-lið eða án bindandi niðurstöðu samkvæmt b-lið.

Um 28. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að binda tímabundna veitingu prestsembættis samkvæmt köllun við fimm ár í stað fjögurra ára hámarks í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 29. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda veitingu prestsembættis að undangenginni kosningu í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. hvort heldur niðurstaða kjörsins er bindandi samkvæmt a-lið eða ekki samkvæmt b-lið.
    

Um 30. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun framkvæmdastjóra Umferðarráðs til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 31. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun forstjóra fangelsismálastofnunar í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er lagt til að sérhæft starfslið stofnunarinnar verði ráðið af forstjóra í stað ráðherra í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. og það markmið starfsmannastefnunnar að auka ábyrgð og sjálfstæði forstöðumanna stofnana. Gilda þá sömu ráðningarhættir um það og annað starfslið stofnunarinnar, sbr. 3. málsl. greinarinnar.

Um 32. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að ráðherra er í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. falið að skipa forstöðumenn fangelsa í stað þess að ráða þá. Jafnframt er skipun þeirra tímabundin í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    

Um 33. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að fangaverðir koma að störfum sínum með tímabundinni skipun í stað ráðningar ráðherra í samræmi við það sem lagt er til að gildi almennt um þá sem fela má að fara með lögregluvald.
    

Um 34. gr.


    61. gr. stjórnarskrárinnar virðist ganga út frá því sem meginreglu að dómarar skuli skipaðir í embætti ótímabundið, enda verði þeim ekki að fullu vikið úr embætti nema með dómi. Er því m.a. ætlað að tryggja sjálfstæði dómstólanna gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Vegna meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. um tímabundna skipun í embætti, nema annað sé tekið fram í lögum, er því bætt við gildandi ákvæði að skipun héraðsdómara skuli vera ótímabundin og veitingarvaldið falið ráðherra berum orðum.
    

Um 35. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun dómarafulltrúa í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Vegna nýlegra breytinga sem gerðar hafa verið á stöðu fulltrúanna þykir rétt að árétta að þeir starfa í umboði og á ábyrgð dómstjóra eða héraðsdómara, þar sem dómstjóri er ekki skipaður. Tímabinding skipunar þeirra þykir því ekki með nokkru móti vega að stjórnarskrárvörðu sjálfstæði dómstólanna eða tefla í tvísýnu stöðu þeirra til að annast lögmælt störf á óvilhallan hátt.
    

Um 36. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun sýslumanna til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.
    

Um 37. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst einungis í að fela sýslumönnum að ráða deildarstjóra við þau embætti sem skipt er í starfsdeildir, en samkvæmt gildandi ákvæði hefur þurft til þess skipun ráðherra. Er breytingin lögð til í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. og það markmið starfsmannastefnunnar að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna stofnana, en deildarstjórarnir, eins og annað starfslið sýslumannsembættanna, starfa hér eftir sem hingað til í umboði og á ábyrgð sýslumanns eins og lögin mæla gagngert fyrir um.
    Lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði mæla að öðru leyti ekki fyrir um hvernig starfsmenn sýslumannsembætta komi að störfum sínum, heldur aðeins að við þau skuli vera það starfslið sem ráðherra telur þörf á. Í samræmi við framangreind markmið starfsmannastefnunnar er í b-lið lagt til að mat um það verði í höndum sýslumannanna sjálfra.
    Lögreglumenn koma að störfum sínum eftir ákvæðum laga um lögreglumenn, nr. 56/1972, fram til 1. júlí nk. þegar ný lögreglulög nr. 90/1996 taka við, sbr. um breytingar á þeim lögum ákvæði 21. og 48. gr. frumvarps þessa og athugasemdir við þær

Um 38. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun prestsins á Þingvöllum í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er lagt til að fellt verði úr þessum lögum ákvæði um stöðu hans sem þjóðgarðsvarðar, enda þykir eðlilegra og í samræmi við þá stefnu stml. að völd og ábyrgð fari saman að það stjórnvald, sem fer með málefni þjóðgarðsins og er að mestu leyti í höndum þingkjörinnar stjórnar, Þingvallanefndar, ráði ferðinni um hvaða starfslið er nauðsynlegt að halda í þjóðgarðinum á hverjum tíma. Þingvallanefnd getur eftir sem áður falið sama manni að gegna ákveðnum störfum á staðnum eins og um semst hverju sinni.

Um 39. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun sóknarpresta í embætti í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    

Um 40. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að gera það að eyðuákvæði þannig að það vísi til þeirra almennu hæfisskilyrða sem á hverjum tíma gilda samkvæmt lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Áður gildandi hæfisskilyrði í 3. gr. laga nr. 38/1954 eru í meginatriðum óbreytt í 6. gr. stml.

Um 41. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að gera það að eyðuákvæði þannig að það vísi til þeirra laga sem á hverjum tíma gilda um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.

Um 42. gr.


    Greinin sem leitað er breytinga á skyldar sóknarprest til að taka að sér aukaþjónustu sókna innan prófastsdæmis, samkvæmt boði biskups gegn launum skv. 26. gr. eldri laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954. Sú grein mælti fyrir um að starfsmaður, sem gegndi samkvæmt fyrirmælum stjórnvalds jafnhliða sínum starfa öðrum starfa, fengi hálf þau föstu byrjunarlaun sem þeim starfa fylgdu, svo og allar aukatekjur. Breyting sú sem hér er lögð til felst í að gera lagatilvísun ákvæðisins að eyðuákvæði þannig að það vísi til þeirra laga sem á hverjum tíma gilda um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Af því leiðir samkvæmt núgildandi stml. að þóknun fyrir aukastörf sem þessi verður metin af kjaranefnd skv. 1. mgr. 9. gr., sbr. 39. gr. stml.

Um 43. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að binda skipun prófasts við sama tíma og skipun hans í prestsembætti stendur til þegar hann tekur við prófastsembættinu.

Um 44. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun biskups í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Í ljósi sérstöðu þess sem gegnir því embættis sem leiðtoga á sínu sviði þykir hins vegar rétt að ráðherra leiti áfram að formi til eftir atbeina forseta til að veita það.

Um 45. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun vígslubiskupa í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.

Um 46. gr.


    Vegna meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. um að skipun í embætti sé tímabundin, nema annað sé tekið fram í lögum, er því einu bætt við gildandi ákvæði samkvæmt a-lið að skipun ríkissaksóknara sé ótímbundin, en um sjálfstæði hans í starfi þykja gilda sams konar sjónarmið og um dómara. Jafnframt er atbeini forseta við veitingu embættisins felldur niður.
    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt b-lið felst í að tímabinda skipun vararíkissaksóknara og saksóknara í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er ráðherra falið veitingarvaldið berum orðum.
    Samkvæmt gildandi ákvæði er annað starfslið við embættið, þar á meðal löglærðir fulltrúar, ráðið af ráðherra eftir tillögu ríkissaksóknara. Með hliðsjón af 2. mgr. 5. gr. stml. og markmiði starfsmannastefnunnar um aukna ábyrgð og sjálfstæði forstöðumanna stofnana er í c-lið lagt til að atbeini ráðherra við ráðningu þess falli brott.

Um 47. gr.


    Í þessari grein er lagt til að gerðar verði samsvarandi breytingar og í a- og b-lið í 46. gr. frumvarps þessa á lögum nr. 84/1996, sem breyta lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, en taka ekki gildi fyrr en 1. júlí 1997, sbr. 11. gr. fyrrnefndu laganna. Lögin eru samhljóða þeim breytingum sem lagðar eru til að eldri lög taki í c-lið 46. gr. frumvarps þessa.

Um 48. gr.


    Breyting á 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 í a-lið felst í að tímabinda skipun ríkislögreglustjóra, vararíkislögreglustjóra, lögreglustjóra og varalögreglustjóra í Reykjavík í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela veitingarvaldið ráðherra berum orðum. Þá er skipun lögreglumanna tímabundin í b-lið í samræmi við fyrrgreinda meginreglu.

Um 49. gr.


    Breyting á 37. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 felst í að tímabinda skipun stjórnenda Lögregluskóla ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og færa veitingarvaldið á stöðu skólastjóra til ráðherra berum orðum.

Um 50. gr.


    Í samræmi við þá meginreglu starfsmannalaganna að einungis forstöðumenn stofnana komi að starfi sínu með skipun er í a-lið lagt til að vararíkissáttasemjari komi að starfi sínu með ráðningu, þó þannig að veitingarvaldið verði eftir sem áður hjá ráðherra.
    Í b-lið er í samræmi við fyrrgreinda meginreglu lagt til að ríkissáttasemjari tilnefni þá aðstoðarsáttasemjara sem þörf er á hverju sinni.

Um 51. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun forstjóra Vinnueftirlits ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og taka af tvímæli um að tillögur stjórnar stofnunarinnar eru ekki bindandi fyrir ráðherra.

Um 52. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði ræður Jafnréttisráð framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn. Breytingin er í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. um að forstöðumaður sé skipaður af ráðherra en annað starfslið ráðið af forstöðumanni. Jafnframt er lagt til að framkvæmdastjórinn sé skipaður tímabundið í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 53. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að stytta tímabundna skipun brunamálastjóra í fimm ár í stað sex til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 54. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa fyrir málefni fatlaðra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 55. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst annars vegar í að tímabinda skipun forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og hins vegar í að breyta skipun framkvæmdastjóra stöðvarinnar í ráðningu í samræmi við það stefnumið starfsmannastefnunnar að einungis forstöðumenn stofnana komi að störfum sínum með skipun. Eftir atvikum þykir þó rétt að ráðning framkvæmdastjórans sé í höndum ráðherra.

Um 56. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að sytta tímabundna skipun framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins úr sex árum í fimm til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 57. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun ríkisbókara í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 58. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skulu bæði forstjóri og aðrir starfsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vera skipaðir af ráðherra og hann setja þeim erindisbréf. Í breytingunni felst að starfsmenn verða ráðnir af forstjóra í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. en skipun forstjóra er tímabundin í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Þá er fellt niður ákvæði um erindisbréf forstjóra og starfsmanna en um þau fer að almennum ákvæðum starfsmannalaga.

Um 59. gr.


    Lagt er til að lagatilvísun verði gerð að eyðuákvæði þannig að um brot starfsmanns gegn lögum um lántökur ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja fari að ákvæðum starfsmannalaga eins og þau eru á hverjum tíma.

Um 60. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er forstjóri og fast starfsfólk Fasteignamats ríkisins ráðið af ráðherra en starfsfólk til tímabundinna starfa ráðið af forstjóra. Í breytingunni felst að forstjóri verður tímabundið skipaður af ráðherra en starfsfólk ráðið af forstjóra í samræmi við 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 23. gr. stml. Þá þykir ekki ástæða til að halda í sérstaka heimild forstjóra til að ráða starfsfólk til tímabundinna starfa með hliðsjón af meginreglu 1. mgr. 41. gr. stml.

Um 61. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun skattstjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 62. gr.


    Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. stml. er lagt til að umboðsmenn skattstjóra komi að þeim störfum með ráðningu, enda verður einungis skipað í þau störf sem talin eru í 1. mgr. 22. gr. stml. Í ljósi þess að tilteknir starfsmenn sveitarfélaga geta verið skikkaðir til að taka við starfanum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 87. gr. þykir þó rétt að ráðning þeirra verði áfram í höndum ráðherra.

Um 63. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði í a-lið felst einungis í að tímabinda skipun ríkisskattstjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Í b-lið er skipun vararíkisskattstjóra breytt í ráðningu í samræmi við það stefnumið stml. að einungis forstöðumenn stofnana komi að störfum sínum með skipun, sbr. 1. mgr. 22. gr. stml., en eftir atvikum þykir þó rétt að ráðning hans sé í höndum ráðherra.

Um 64. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun skattrannsóknarstjóra ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 65. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun ríkislögmanns í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela veitingarvaldið ráðherra berum orðum.

Um 66. gr.


    Við 1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna er í a-lið því einu við bætt að lögin taki ekki til annarra starfsmanna ríkisins en embættismanna sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Er það nauðsynlegt í ljósi þeirrar breytingar sem lagt er til að þau lög taki í 73. gr. frumvarps þessa.
    Í b-lið er lagfærð augljós villa um tilvísun í þá töluliði er taka til starfsmanna sveitarfélaga.

Um 67. gr.


    Við 1. tölul. 1. mgr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna er því einu bætt að heimild til verkfalls nái ekki til annarra starfsmanna ríkisins en embættismanna sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd, en það fer saman við þá breytingu sem lagt er til að þau lög taki í 73. gr. frumvarps þessa.

Um 68. gr.


    Breytingar sem lagt er til að gerðar verði á 1. mgr. 26. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna færa ákvæðið til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á þeim lögum í 1. tölul. 56. gr. stml. Í a-lið er lagt til að fellt verði brott það ákvæði er felur Félagsdómi að ákvarða hverjir falli undir 29. gr. eldri laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, en þar var tilgreint hvaða störf væru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í stml. er ekki að finna sambærilega tilgreiningu á störfum sem undanþegin eru verkfallsheimild laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þess í stað eru þeir embættismenn ríkisins sem standa utan stéttarfélaga og ekki hafa verkfallsheimild skv. 40. gr. stml. taldir tæmandi talningu í 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Rísi ágreiningur um hverjir talist geti embættismenn í skilningi þess ákvæðis þykir Félagsdómur geta dæmt um það á grundvelli 1. tölul. 26. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en samkvæmt því ákvæði dæmir Félagsdómur í málum sem rísa á milli samningsaðila um samningsaðild einstakra stéttarfélaga og til hvaða starfsmanna samningsaðild þeirra nær.

Um 69. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að lengja tímabundna skipun forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins, sem nú kallast Ríkiskaup, úr fjórum árum í fimm í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 70. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun ríkistollstjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 71. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst einungis í að tímabinda skipun tollstjórans í Reykjavík í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Í b-lið er lagt til að tollverðir komi að starfi sínu með skipun en annað starfslið með ráðningu. Samkvæmt gildandi ákvæði eru tollverðir og annað starfslið ráðið til starfa. Í öðrum ákvæðum frumvarpsins er lagt til að þeir, sem falið er að halda uppi lögum og reglu og sinna öryggisgæslu og eftirliti, komi að jafnaði að störfum sínum með tímabundinni skipun. Af þessum sökum er lagt til að sama regla gildi um tollverði í samræmi við 7. tölul. 1. mgr. 22. gr. og meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 72. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun forstjóra Lánasýslu ríkisins í samræmi við 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvald embættisins berum orðum.

Um 73. gr.


    Í samræmi við yfirlýsingu fjármálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 10. september 1996, sem gefin var í tengslum við gerð kjarasamnings fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands f.h. fastráðinna lækna, er lagt til að kjör heilsugæslulækna verði ákveðin af kjaranefnd.
    Í frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem lagt var fyrir 120. löggjafarþing, var upphaflega gert ráð fyrir að háskólaprófessorar teldust embættismenn í skilningi frumvarpsins. Við meðferð Alþingis var horfið frá því að svo stöddu og málinu vísað til frekari umfjöllunar innan Háskóla Íslands. Varð það niðurstaða funda menntamálaráðherra með fulltrúum Háskóla Íslands að vegna sérstöðu starfa háskólaprófessora þætti rétt að leggja til að laun þeirra sem gegna prófessorsstöðu að aðalstarfi í skilningi stml. verði framvegis ákveðin af kjaranefnd.

Um 74. gr.


    Með þeim breytingum sem lagðar eru til í öðrum ákvæðum frumvarps þessa er nauðsynlegt að bæta eftirtöldum störfum við 1. mgr. 22. gr. stml.:
    Samkvæmt a-lið: Dómarafulltrúum, sbr. 35. gr. frumvarpsins.
    Samkvæmt b-lið: Ríkislögreglustjóra, vararíkislögreglustjóra, varalögreglustjóranum í Reykjavík og skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, sbr. 28. og 37. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 48. og 49. gr. frumvarps þessa. Önnur embætti talin í þessum staflið eru fyrir í 7. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml.
    Samkvæmt c-lið: Engin viðbót en embættismenn tollyfirvalda eru færðir úr 7. tölul. í sérstakan tölulið, 8. tölul.
    Samkvæmt d-lið: Forstöðumenn fangelsa, sbr. 32. gr. frumvarpsins. Önnur embætti í þessum staflið voru áður talin í 8. tölul.
    Samkvæmt staflið e:
    10. tölul.: Við bætast yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi, sbr. 9. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, en önnur embætti sem þar eru talin samræmis vegna hefðu áður fallið undir 9. tölul. gildandi stml.
    11. og 12. tölul.: Þeir sem þar eru taldir, sbr. 83. og 111. gr. frumvarpsins.

Um 75. gr.


    Í 24. gr. stml. var í fyrsta skipti mælt fyrir um skilyrði fyrir setningu í embætti. Þau miðast hins vegar öll við atvik er varða þann sem skipaður er til að gegna embættinu, svo sem fráfall hans eða fjarveru um lengri tíma vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Rétt þykir að stjórnvöldum verði jafnframt gert kleift að setja í embætti til reynslu, t.d. áður en nýr maður er í það skipaður fyrsta sinni.

Um 76. gr.


    Við gildistöku frumvarps þessa, verði það að lögum, hafa þau sérlagaákvæði, sem 1.–3. tölul. 7. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við ákvæði stml. er stefnt gegn, verið aðlöguð og færð til samræmis við almenn ákvæði stml. Af þeim sökum er í a-lið lagt til að sá hluti bráðabirgðaákvæðisins falli brott.
    Við gildistöku nýrra lögreglulaga nr. 90/1996 hinn 1. júlí 1997 verður Rannsóknarlögregla ríkisins lögð niður og saksókn í opinberum málum að hluta lögð til lögreglustjóraembættanna. Af þessum sökum er lagt til að embætti rannsóknarlögreglustjóra og vararannsóknarlögreglustjóra verði færð úr 7. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. og í þá málsgrein ákvæðis til bráðabirgða við stml. sem fellur brott sama dag.

Um 77. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun hagstofustjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er fellt brott úrelt ákvæði um aðstoðarmann hagstofustjóra þar eð hagstofan starfar auk stofnlaga sinna samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands og fer um starfsmannahald að þeim lögum.

Um 78. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felur í sér að skipun áfengisvarnaráðunautar er tímabundin í samræmi við 1. mgr. 23. gr. stml. og veitingarvaldið falið ráðherra þeim er fer með mál er varða áfengisvarnir samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands í stað ríkisstjórnar. Jafnframt er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra falið að setja honum erindisbréf samkvæmt b-lið í stað ríkisstjórnar. Loks segir í gildandi ákvæði að um launakjör áfengisvarnaráðunauts fari samkvæmt ákvæðum laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í c-lið er tilvísun þessari breytt og færð til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en skv. 39. gr. stml. taka embættismenn laun samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.

Um 79. gr.


    Gildandi ákvæði kveður á um að ráðherra skipi yfirlækni og yfirheyrnar- og taluppeldisfræðing, en aðrir starfsmenn eru ráðnir af stjórn stöðvarinnar. Á meðal þeirra starfsmanna er einnig framkvæmdastjóri. Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. stml. er lagt til að framkvæmdastjóri verði skipaður af ráðherra til fimm ára í senn í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml., en annað starfslið ráðið af framkvæmdastjóra í stað stjórnar í samræmi við það markmið stml., sem m.a. birtist í 38. gr. þeirra, að auka á ábyrgð og tækifæri forstöðumanna til að skila betri árangri.

Um 80. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun yfirlæknis Þjónustu- og endurhæfingastöðvar sjónskertra í samræmi við 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 81. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun forstöðumanns Geislavarna ríkisins í samræmi við 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 82. gr.


    Breytingar á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felast í að tímabinda skipun landlæknis í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum. Samkvæmt b-lið er skipun aðstoðarlandlæknis breytt í ráðningu í samræmi við það stefnumið starfsmannalaga að einungis forstöðumenn stofnana komi að störfum sínum með skipun. Eftir atvikum þykir þá rétt að val hans sé í höndum ráðherra.

Um 83. gr.


    Breyting á gildandi ákvæðum felst einungis í að lengja tímabundna skipun héraðslækna og héraðshjúkrunarfræðinga úr fjórum árum í fimm í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 84. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru framkvæmdastjórar heilsugæslustöðva í Reykjavík ráðnir af stjórnum þeirra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er lagt til að þeir verði skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn, sbr. meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er þeim falið að annast starfsmannamál stöðvanna með vísan til 29. gr. laganna, sbr. 8. mgr. 30. gr. eins og lagt er til að því ákvæði verði breytt.

Um 85. gr.


    Með því að lagt er til að forstjóri ríkisspítala og framkvæmdastjórum annarra heilbrigðisstofnana verði falið að ráða yfirlækna og hjúkrunarforstjóra skv. 87. gr. frumvarps þessa og þeir eru við önnur sjúkrahús ráðnir af sjúkrahússtjórnum skv. 3. mgr. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu er jafnframt lagt til að brott falli ákvæði um að ráðherra setji yfirlæknum og hjúkrunarforstjórum erindisbréf, en útgáfa slíkra bréfa er skv. stml. falin veitingarvaldshafa.

Um 86. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst í að tímabinda skipun forstjóra ríkisspítala í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra að ráða þá er mynda framkvæmdastjórn ríkisspítalanna. Samkvæmt gildandi stjórnskipulagi er hún mynduð af framkvæmdastjóra lækninga, hjúkrunarforstjóra, framkvæmdastjóra tæknisviðs og framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs.
    Samkvæmt gildandi ákvæði eru framkvæmdastjórar sjúkrahúsa ráðnir til starfa. Sem forstöðumenn stofnana er í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 9. tölul. 1. mgr. 22. gr., lagt til í b- og c-lið að þeir komi að störfum sínum með skipun til fimm ára, sbr. meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur staðfest sérstakt stjórnskipulag ríkisspítala. Með vísan til þeirra starfsmanna, sem lagt er til að ráðherra skipi samkvæmt a-lið þykir rétt að lögin geri ráð fyrir að slíkt stjórnskipulag sé fyrir hendi. Í d-lið er því lagt til að tekið sé upp ákvæði um það og hvernig að setningu þess skuli staðið.
    Í samræmi við breytingar í b- og c-lið er loks í e-lið lagt til að forstjóra ríkisspítala og framkvæmdastjórum sjúkrahúsa verði falið að annast um starfsmannahald þeirra stofnana sem þeir stýra í stað stjórna þeirra.

Um 87. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að yfirlæknar og hjúkrunarforstjórar við sjúkrahús ríkisins og aðrar heilbrigðisstofnanir skuli vera skipaðir af ráðherra en við önnur sjúkrahús ráðnir af viðkomandi sjúkrahússtjórn.
    Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. stml. og framangreindar breytingar á þessum lögum er í þessari grein lagt til að yfirlæknar og hjúkrunarforstjórar við sjúkrahús ríkisins og aðrar heilbrigðisstofnanir verði ráðnir af forstöðumanni viðkomandi stofnunar. Að svo stöddu þykir hins vegar ekki rétt að færa ráðningu þeirra eða annars starfsliðs úr höndum stjórnar að því er önnur sjúkrahús varðar.

Um 88. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst í að tímabinda skipun forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og breyta skipun tryggingayfirlæknis í ráðningu í samræmi við það stefnumið starfsmannalaga að einungis forstöðumenn stofnana komi að störfum sínum með skipun. Eftir atvikum þykir þó rétt að hún sé í höndum ráðherra.
    Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er í b-lið lagt til að forstjóri ráði annað starfslið.

Um 89. gr.


    Fellt er brott ákvæði sem fært hefur verið í 88. gr. frumvarps þessa og lagt til að verði 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laga um almannatryggingar.

Um 90. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt fyrri málslið felst einungis í að tímabinda skipun forstöðumanns Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Samkvæmt gildandi ákvæði eru sérfræðingar stofnunarinnar skipaðir af ráðherra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er í síðari málslið lagt til að þeir verði ráðnir af forstjóra.

Um 91. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru deildarstjórar rannsóknastofnana atvinnulífsins skipaðir af ráðherra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að þeir verði framvegis ráðnir af forstjóra og honum veittar heimildir til að víkja frá þeim starfsgengisskilyrðum sem í ákvæðinu greinir í stað ráðherra.

Um 92. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun vörumerkjaskráritara í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 93. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun orkumálastjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 94. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru fastir starfsmenn Orkustofnunar skipaðir af ráðherra að fengnum tillögum orkumálastjóra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er í a-lið lagt til að þeir verði ráðnir af orkumálastjóra.
    Í b-lið er felld brott tilvísun í úrelt laganúmer og ákvæðið gert að eyðuákvæði þannig að það vísi til gildandi laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna á hverjum tíma.

Um 95. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði í a-lið felst einungis í að tímabinda skipun rafmagnsveitustjóra ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Samkvæmt gildandi ákvæði eru fastir starfsmenn Rafmagnsveitu ríkisins skipaðir af ráðherra að fengnum tillögum rafmagnsveitustjóra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er í b-lið lagt til að þeir verði ráðnir af rafmagnsveitustjóra.
    Í staflið c er felld brott tilvísun í úrelt laganúmer og ákvæðið gert að eyðuákvæði þannig að það vísi til gildandi laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna á hverjum tíma.

Um 96. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að lengja tímabundna skipun forstjóra Iðntæknistofnunar úr fjórum í fimm ár í senn í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 97. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði ræður stjórn Iðntæknistofnunar framkvæmdastjóra aðaldeilda stofnunarinnar tímabundið til fjögurra ára í senn. Í samræmi við það markmið starfsmannastefnu ríkisstjórnarinnar að auka á ábyrgð og sjálfstæði forstöðumanna ríkisstofnana er lagt til að ráðning þeirra verði falin forstjóra að fengnum tillögum stjórnar. Jafnframt er í samræmi við meginreglu 1. mgr. 41. gr. stml. og skuldbindingu fjármálaráðherra í kjarasamningum við stéttarfélög opinberra starfsmanna frá árinu 1989 lagt til að þessir eins og aðrir starfsmenn verði ráðnir ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarrétti.

Um 98. gr.


    Í samræmi við þá breytingu sem lögð er til í 97. gr. þessa frumvarps og af sömu ástæðum er í a-lið lagt til að brott falli að forstjóri þiggi umboð sitt til að ráða aðra starfsmenn frá stjórn stofnunarinnar.
    Í b-lið er lagt til að felld verði brott úrelt notkun hugtaka um fasta og lausa ráðningu starfsmanna og ákvæðið aðlagað meginreglu 41. gr. stml.

Um 99. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun rafmagnseftirlitsstjóra ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 100. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er starfslið rafmagnseftirlitsins skipað og ráðið af ráðherra að fengnum tillögum rafmagnseftirlitsstjóra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að það verði ráðið af rafmagnseftirlitsstjóra.

Um 101. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun forstöðumanns Garðyrkjuskóla ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og breyta starfsheiti hans í skólastjóra í samræmi við venju sem skapast hefur á staðnum.

Um 102. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun skógræktarstjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela veitingarvaldið ráðherra berum orðum.

Um 103. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru skógarverðir skipaðir af ráðherra að fengnum tillögum skógræktarstjóra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að þeir verði ráðnir af skógræktarstjóra.

Um 104. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst einungis í að tímabinda skipun landgræðslustjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Samkvæmt gildandi ákvæði eru fulltrúar landgræðslustjóra skipaðir af ráðherra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er í b-lið lagt til að þeir verði ráðnir af landgræðslustjóra.

Um 105. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skal landgræðslustjóri leita samþykkis ráðherra til að ráða landgræðsluverði. Í samræmi við markmið starfsmannastefnu ríkisstjórnarinnar um valddreifingu og aukið sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana er lagt til að þetta skilyrði falli brott.

Um 106. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru bæði forstjóri og sérfræðingar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins skipaðir af ráðherra. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að skipun forstjóra verði tímabundin til fimm ára í senn og í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að sérfræðingar stofnunarinnar verði ráðnir af forstjóra.

Um 107. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun veiðimálastjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 108. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun skólastjóra búnaðarskólanna í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 109. gr.


    Gildandi ákvæði veitir heimild til að skipa bústjóra við skólabú búnaðarskólanna. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að heimilað verði að ráða þá þegar svo ber undir.

Um 110. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar landbúnaðarráðherra fasta kennara við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að þeir verði ráðnir af skólastjóra. Jafnframt er felld niður tilvísun í lög nr. 97/1974, um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismálum ríkisstofnana, en þau lög féllu brott við gildistöku stml. skv. 3. tölul. 55. gr. stml.

Um 111. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun héraðsdýralækna og dýralæknis fisksjúkdóma og stytta hámark skipunartíma yfirdýralæknis úr sex árum í fimm í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er veitingarvaldið falið ráðherra berum orðum.

Um 112. gr.


    Gildandi ákvæði geymir úrelta tilvísun í ákvörðun launa héraðsdýralækna samkvæmt launalögum. Skv. 39. gr. stml. skulu laun skipaðra embættismanna, þar á meðal héraðsdýralækna, ákveðin af kjaranefnd. Er því lagt til að ákvæðið taki samsvarandi breytingum en það mælir að öðru leyti fyrir um hámarksstyrk til sveitarfélaga til að greiða mönnum, sem ekki eru dýralæknar að mennt, laun fyrir að annast tiltekin dýralæknisstörf meðan dýralæknir fæst ekki í umdæmi.

Um 113. og 114. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins ráðinn af stjórn stofnunarinnar. Í samræmi við það stefnumið ríkisstjórnarinnar að auka á sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml., er lagt til, að forstöðumaðurinn verði skipaður af ráðherra til fimm ára í senn, sbr. einnig meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 115. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í einungis í að tímabinda skipun forstöðumanns aðfangaeftirlits með fóðri, áburði og sáðvörum í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 116. gr.


    Lagt er til að felld verði brott heimild til að veita íþróttafulltrúa skipun í embætti að liðnum þremur árum í starfi í samræmi við 1. mgr. 22. gr. stml.

Um 117. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru bæði skólastjóri og kennarar Myndlista- og handíðaskólans skipaðir af ráðherra. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er í a-lið lagt til að skipun skólastjóra verði tímabundin og honum falið að ráða kennara í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. stml. Þá er tillöguréttur við val á skólastjóra og kennurum fluttur til skólastjórnar skv. 2. mgr. 9. gr. laganna í stað fræðsluráðs.
    Í b-lið er lagt til að fellt verði brott úrelt ákvæði um að launakjör og kennsluskylda skólastjóra og kennara fari samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda mæla núgildandi lög um það efni ekki fyrir um kennsluskyldu kennara og skólastjóra.

Um 118. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er heimilt að skipa fjóra fasta kennara við skólann en breyta megi þeirri tölu með samþykki menntamálaráðherra og fræðsluráðs. Í samræmi við þá breytingu sem lögð er til í 117. gr. og það markmið starfsmannastefnunnar að auka ábyrgð og sjálfstæði forstöðumanna stofnana, sem m.a. sér stað í 2. mgr. 5. gr. stml., er lagt til að ákvæðið falli brott.

Um 119. gr.


    Samkvæmt 4. gr. laga um æskulýðsmál ræður menntamálaráðherra æskulýðsfulltrúa til að annast framkvæmdastjórn fyrir Æskulýðsráð. Í samræmi við það markmið starfsmannastefnu ríkisstjórnarinnar að auka möguleika forstöðumanna ríkisstofnana til að taka ákvarðanir er varða stjórnun og starfsmannahald er lagt til að ákvæðið falli brott með þeim áhrifum að Æskulýðsráð ræður sjálft framkvæmdastjóra sinn eftir almennum reglum starfsmannalaganna.

Um 120. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar forseti Íslands skólastjóra Íþróttakennaraskólans en ráðherra annað fast starfsfólk. Í a-lið er í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. lagt til að ráðherra verði falið að skipa skólastjórann og skólastjóranum að ráða annað starfslið. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að skipun skólastjóra verði tímabundin til fimm ára í senn.
    Breyting í b-lið leiðir af síðastgreindri breytingu með því að kennarar koma að störfum sínum með ráðningu í stað skipunar.

Um 121. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru launakjör skólastjóra og starfsmanna Íþróttakennaraskólans ákveðin samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Með breytingunni er lagt til að lagatilvísun sé breytt og færð til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 9. gr. stml.

Um 122. og 123. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar menntamálaráðuneytið rektor, kennara og skólanefnd Tækniskóla Íslands. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að skipun rektors verði tímabundin og að kennarar og annað starfslið skólans verði ráðið af honum í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr.

Um 124. gr.


    Gildandi ákvæði kveður á um að heimilt sé að skipa deildarstjóra úr röðum kennara Tækniskóla Íslands. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að heimildin taki til ráðningar þeirra í stað skipunar.

Um 125. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru sérfræðingar Stofnunar Árna Magnússonar skipaðir eða settir af menntamálaráðherra. Breytingin felur annars vegar í sér að forstöðumaður ráði sérfræðinga til starfa í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., og hins vegar að stjórnarnefnd verði umsagnaraðili við ráðningu sérfræðinga og geti þannig haft áhrif á val á umsækjendum.

Um 126. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar forseti Íslands skólastjóra Fósturskóla Íslands, en ráðherra skipar annað fast starfsfólk, að fengnum tillögum skólanefndar. Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst annars vegar í því að gera skipun skólastjóra tímabundna í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og hins vegar að færa veitingarvaldið til ráðherra berum orðum. Einnig er lagt til að skólastjóri ráði kennara og aðra starfsmenn skólans í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr.
    Í b-lið er lagt til að ákvæði um að skólastjóri ráði stundakennara og annað starfsfólk falli brott. Breyting sú sem lögð er til í a-lið gerir gildandi ákvæði óþarft.

Um 127. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að lengja tímabundna skipun skólastjóra Leiklistarskóla Íslands í fimm ár úr fjórum í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 128. gr.


    Hér er lagt til að brott falli lögbundið stöðuheiti sérstaks bókafulltrúa í menntamálaráðuneyti til að annast málefni almenningsbókasafna. Breytingin miðar að því að auka svigrúm ráðuneytisins til að taka ákvarðanir er varða stjórnun og starfsmannahald samkvæmt almennum reglum starfsmannalaga í samræmi við markmið starfsmannastefnunnar.

Um 129. gr.


    Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er lagt til í a-lið að þjóðleikhússtjóri komi að stöðu sinni með skipun og í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. að hún standi til fimm ára í stað fjögurra.
    Í b-lið er gildandi ákvæði einungis breytt til samræmis við þá breytingu sem lögð er til í a-lið.

Um 130. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar menntamálaráðuneytið fjármálafulltrúa Þjóðleikhússins. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að fjármálafulltrúinn verði ráðinn af þjóðleikhússtjóra.

Um 131. gr.


    Gildandi ákvæði gerir ráð fyrir að þjóðleikhússtjóri sé ráðinn til starfa. Breytingin er til að samræma ákvæðið breytingu í a-lið 129. gr. þessa frumvarps.

Um 132. gr.


    Gildandi ákvæði gerir ráð fyrir að þjóðleikhússtjóri sé ráðinn til starfa. Breytingin er til að samræma ákvæðið breytingu í a-lið 129. gr. þessa frumvarps.

Um 133. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru starfsmenn Blindrabókasafns Íslands ráðnir af stjórn Blindrabókasafnsins, að fengnum tillögum forstöðumanns og með samþykki menntamálaráðuneytis. Í samræmi við það markmið starfsmannastefnunnar að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 22. gr. stml., er lagt til að starfsmennirnir verði ráðnir af forstöðumanni. Lagt er til að stjórn Blindrabókasafns Íslands hafi í stað veitingarvalds, tillögurétt um ráðningu starfsmanna og geti með þeim hætti haft áhrif á val þeirra.

Um 134. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í því að tímabundinn skipunartími forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands verður fimm ár í stað þriggja ára í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 135. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Íslands ráðinn af menntamálaráðherra að fengnum tillögum sjóðsstjórnar. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er lagt til að framkvæmdastjórinn verði skipaður af ráðherra til fimm ára í senn, sbr. meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 136. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar menntamálaráðherra skólastjóra og fastráðna kennara Þroskaþjálfaskóla Íslands. Til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til í a-lið að skólastjóri verði skipaður tímabundið. Einnig er lagt til að skipun kennara verði afnumin í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr.
    Í samræmi við það markmið starfsmannastefnunnar að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 22. gr. stml., er í b-lið lagt til að kennarar verði ráðnir af skólastjóra að fengnum tillögum skólastjórnar.

Um 137. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt a-lið felst í að gera skipun þjóðskjalavarðar tímabundna til samræmis við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.
    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar menntamálaráðherra eða setur skjalaverði að fengnum tillögum stjórnarnefndar en þjóðaskjalavörður ræður aðra fasta starfsmenn með samþykki stjórnarnefndar. Í samræmi við það markmið starfsmannastefnunnar að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml., er í b-lið lagt til að þjóðskjalavörður ráði fast starfsfólk, en stjórnarnefnd hafi tillögurétt við ráðningu þess.

Um 138. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að gera skipun útvarpsstjóra tímabundna í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.

Um 139. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að breyta skipun framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins í ráðningu í samræmi við það stefnumið starfsmannalaga að einungis forstöðumenn stofnana komi að störfum sínum með skipun. Eftir atvikum þykir þó rétt að ráðning þeirra verði í höndum ráðherra að fengnum tillögum útvarpsráðs og útvarpsstjóra eins og verið hefur.

Um 140. gr.


    Lagt er til að brott falli lögbundið stöðuheiti sérstaks námsstjóra tónlistarfræðslunnar, en sá er í raun starfsmaður menntamálaráðuneytisins. Breytingin miðar að því að auka svigrúm ráðuneytisins til að taka ákvarðanir er varða stjórnun og starfsmannahald samkvæmt almennum reglum starfsmannalaga í samræmi við markmið starfsmannastefnunnar.

Um 141. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er deildarstjóri Rannsóknadeildar fisksjúkdóma skipaður af menntamálaráðherra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. er lagt til að deildarstjóri verði ráðinn af forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði enda lýtur deildin yfirstjórn hans.

Um 142. gr.


    Gildandi ákvæði veitir heimild til að skipa dósent eða lektor tímabundinni skipun til allt að fimm ára í senn. Með breytingu í 143. gr. þessa frumvarps á 32. gr. laga um Kennaraháskóla Íslands er lagt til að dósentar og lektorar komi að stöðum sínum með ótímabundinni ráðningu í stað skipunar. Af þeim sökum er hér lagt til að heimild þessari verði breytt í tímabundna ráðningu og hún bundin við tveggja ára hámark í samræmi við 2. mgr. 41. gr. stml.

Um 143. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar forseti prófessora og menntamálaráðherra dósenta og lektora. Í samræmi við þá meginreglu stml. að skipun eigi fyrst og fremst við um forstöðumenn stofnana er í a-lið annars vegar lagt til að prófessorar komi að þeim stöðum sínum með ráðningu í stað skipunar. Hins vegar er í samræmi við markmið 2. mgr. 5. gr. stml. um aukið sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna á starfsmannahaldi lagt til að dósentar og lektorar verði ráðnir af rektor. Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. stml. verður ráðning þeirra ótímabundin með gagnkvæmum uppsagnarrétti.
    Breytingar í b- og c-liðum leiðir af framangreindri breytingu.

Um 144. gr.


    1. mgr. 33. gr. laga um Kennaraháskóla Íslands, sem lagt er til að falli brott samkvæmt a-lið, mælir fyrir um tímabundna ráðningu kennslustjóra, fjármálastjóra og endurmenntunarstjóra og ótímabundna skipun aðalbókavarðar. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 41. gr. stml. er í b-lið lagt til að rektor ráði ótímabundið í þessi störf eins og önnur við skólann. Jafnframt felst í breytingu samkvæmt b-lið að ekki þarf að leita samþykkis menntamálaráðherra fyrir ráðningu í stöður enda þykja ákvæði stml., sér í lagi 38. gr. þeirra, og vísun til fjárlaga veita fullnægjandi aðhald hvað það varðar.

Um 145. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er forstöðumaður Listasafns Íslands ráðinn af menntamálaráðherra til fimm ára í senn. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er í a-lið lagt til að hann verði skipaður til fimm ára í senn af menntamálaráðherra, sbr. og meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Breytingar í b-, c- og og d-liðum felast einungis í því að aðlaga lagatextann þeirri breytingu.

Um 146. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði ræður menntamálaráðherra nauðsynlegt starfslið Listasafns Íslands að fengnum tillögum forstöðumanns. Í samræmi við það stefnumið stml. að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml., er lagt til að forstöðumanni verði falið að ráða nauðsynlegt starfslið.

Um 147. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í því að minjaverðir verða ráðnir ótímabundið í stað þess að binda ráðningu þeirra til fimm ára. Er það gert til samræmis við 1. mgr. 41. gr. stml. sem gerir ráð fyrir að starfsmenn ríkisins séu almennt ráðnir ótímabundið.

Um 148. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði ræður menntamálaráðherra safnstjóra til fimm ára í senn, að fengnum tillögum þjóðminjavarðar og þjóðminjaráðs. Í samræmi við það stefnumið starfsmannalaganna að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml., er lagt til í a-lið að þjóðminjavörður ráði safnstjóra að fengnum tillögum þjóðminjaráðs. Ráðning hans verði ótímabundin í samræmi við meginreglu 1. mgr. 41. gr. stml.
    Breyting á gildandi ákvæði í b-lið felst einungis í að fella niður tímabundna ráðningu deildarstjóra við Þjóðminjasafnið, til samræmis við 1. mgr. 41. gr. stml.

Um 149. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar menntamálaráðherra fastráðið starfsfólk Íslenskrar málstöðvar að fengnum tillögum málnefndar. Í samræmi við það stefnumið ríkisstjórnarinnar að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml., er lagt til í a-lið að forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar ráði starfsfólk að fengnum tillögum málnefndar.
    Breyting á gildandi ákvæði samkvæmt b-lið felst einungis í því að 2. og 3. mgr. gildandi ákvæðis eru samræmdar og felldar saman í eina málsgrein með tilliti til þeirrar breytingar sem lögð er til í a-lið.

Um 150. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að fella brott tilvísun í númer gildandi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæðið gert að eyðuákvæði þannig að það vísi til gildandi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á hverjum tíma.

Um 151. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er forstöðumaður Tilraunstöðvar Háskóla Íslands í meinafræði ráðinn til sex ára í senn en um ráðningu hans fer að öðru leyti eins og segir í háskólalögum um prófessora. Breytingin felst einungis í því að vísa um ráðningu hans til háskólalaga enda er hann jafnframt prófessor við læknadeild Háskólans.

Um 152. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar menntamálaráðherra sérfræðinga við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, að fengnu áliti dómnefndar, forstöðumanns og stjórnar. Í a-lið er lagt til að forstöðumaður ráði sérfræðinga í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml. Til samræmis við það er álitsréttur forstöðumanns við ráðningu sérfræðinga felldur brott í b-lið.
    Breyting á gildandi ákvæði í c-lið felst í því að tímabundnar stöður sérfræðinga verði veittar til tveggja ára í stað þriggja í samræmi við 2. mgr. 41. gr. stml., sem kveður á um að tímabundin ráðning skuli aldrei vara lengur en í tvö ár.

Um 153. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að forstöðumaður ræður starfsfók stofnunarinnar að fengnum tillögum stjórnar. Samkvæmt gildandi ákvæði ræður stjórn stofnunarinnar starfsfólk. Breytingin er í samræmi við það stefnumið stml. að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml.

Um 154. gr.


    10. gr. laga um Háskóla Íslands fjallar um kennara við skólann.
    Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. má tengja kennarastöðu tiltekinni stöðu eða starfsaðstöðu við opinbera stofnun utan Háskóla Íslands þegar skólinn hefur ekki tök á koma upp rannsóknaaðstöðu í viðkomandi kennslugrein. Í 3. málsl. er heimilað að veita slíka stöðu tímabundið til allt að fimm ára í senn. Með því að telja verður að hér sé um tímabundna ráðningu að ræða er í samræmi við 2. mgr. 41. gr. stml. lagt til í b-lið að hámark hennar verði bundið við tvö ár. Í a-, c- og d-liðum er orðalag fært til samræmis við ráðningu í stað skipunar. Breytingu í e-lið leiðir af þeirri breytingu sem lögð er til í 155. gr.
    Samkvæmt 4. mgr. 10. gr. má skipa dósent eða lektor tímabundinni skipun til allt að fimm ára í senn. Með því að telja verður að hér sé um tímabundna ráðningu að ræða er í samræmi við 2. mgr. 41. gr. stml. lagt til í f-lið að hámark hennar verði bundið við tvö ár.
    Í g-lið er ákvæði um ráðningartíma aðjúnkta fært til samræmis við 2. mgr. 41. gr. stml. sem setur tímabundinni ráðningu tveggja ára hámark, en ekki lágmark eins og óbreytt ákvæði laganna gerir ráð fyrir.

Um 155. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar forseti prófessora og menntamálaráðherra dósenta og lektora. Í ljósi þess að einungis embættismenn geta komið að stöðum sínum með skipun og hún er samkvæmt stml. einkum ætluð forstöðumönnum stofnana er í a-lið annars vegar lagt til að prófessorar verði ráðnir af ráðherra. Í samræmi við markmið 2. mgr. 5. gr. stml. um aukið sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna á starfsmannahaldi er hins vegar lagt til að dósentar og lektorar verði ráðnir af rektor. Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. stml. verður ráðning þeirra ótímabundin með gagnkvæmum uppsagnarrétti.
    Breytingar í liðum b-i leiðir af framangreindu.

Um 156. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði miðar að því að fela rektor þær heimildir sem ráðherra hefur haft til að ráða vísindamenn til kennarastarfa við háskólann og leiðir af þeirri breytingu sem lagt er til að gerð verði á 11. gr. laga um Háskóla Íslands og þegar hefur verið gerð grein fyrir.

Um 157. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna ráðinn af ráðherra til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum sjóðstjórnar. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr., sbr. 9. tölul. 1. mgr. 22. gr., og meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er með breytingum í a- og b-liðum lagt til að framkvæmdastjórinn verði skipaður til fimm ára í senn.
    Í samræmi við markmið stml. um aukna ábyrgð og sjálfstæði forstöðumanna ríkisstofnana er í c-lið lagt til að brott falli skylda til að leita eftir heimild ráðuneytis til að ráða starfsfólk og tilvísun til laga nr. 97/1974, sem nú eru úr gildi felld með 3. tölul. 55. gr. stml., en 38. gr. stml. þykir veita nægilega leiðbeiningu og aðhald í þeim efnum.

Um 158. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að menntamálaráðuneyti skipi rektor Háskólans á Akureyri til fimm ára í senn. Í raun réttri er embættið veitt af ráðherra og þykir rétt að færa hér orðalag ákvæðisins til betri vegar.

Um 159. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skipar forseti prófessora og menntamálaráðuneytið dósenta, en lektorar eru ráðnir af háskólanefnd og stundakennarar af rektor. Í samræmi við breytingu á prófessorsstöðum við Háskóla Íslands er í a-lið annars vegar lagt til að prófessorar verði ráðnir af ráðherra. Í samræmi við markmið 2. mgr. 5. gr. stml. um aukið sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna á starfsmannahaldi er hins vegar lagt til að dósentar, lektorar og stundakennarar verði ráðnir af rektor. Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. stml. verður ráðning þeirra ótímabundin með gagnkvæmum uppsagnarrétti.
    Breytingarnar í liðum b-f leiðir allar af framangreindu.

Um 160. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála ráðinn til fimm ára í senn. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er lagt til að hann komi að stöðu sinni með skipun ráðherra til sama tíma.

Um 161. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Íslands ráðinn af því sjálfu til fimm ára í senn. Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er lagt til að hann komi að stöðu sinni með skipun ráðherra til sama tíma.

Um 162. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að stytta tímabundna skipun landsbókavarðar úr sex árum í fimm í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum.

Um 163. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er aðstoðarlandsbókavörður ráðinn tímabundinni ráðningu til sex ára í senn. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 41. gr. stml. er lagt til að hann verði ráðinn ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarrétti, enda er tímabundin ráðning til lengri tíma en tveggja ára almennt óheimil skv. 2. mgr. sömu greinar. Af sömu ástæðu er einnig fellt brott ákvæði um endurráðningu aðstoðarlandsbókavarðar.

Um 164. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun flugmálastjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Samkvæmt gildandi ákvæði eru starfsmenn flugmálastjórnar skipaðir og ráðnir af ráðherra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að þeir verði ráðnir af flugmálastjóra, en ráðherra þó falið að ráða framkvæmdastjóra að fengnum tillögum flugmálastjóra og flugráðs.
    Loks er lagt til að fellt verði brott úrelt ákvæði um að ráðherra ákveði laun flugmálastjóra og starfsmanna hans þar til þeir hafi verið teknir í launalög.

Um 165. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að tímabinda skipun vegamálastjóra í samræmi við 1. mgr. 23. gr. stml. og fela ráðherra veitingarvaldið berum orðum. Jafnframt er ráðherra falið að ráða aðstoðarvegamálastjóra, en vegamálastjóra að ráða aðra starfsmenn í samræmi við 5. gr. stml.

Um 166. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er ferðamálastjóri ráðinn af ráðherra til fjögurra ára í senn. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr., 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að ferðamálastjóri verði skipaður til fimm til ára í senn.

Um 167. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að ráðherra skipi forstjóra og tvo aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunar til fimm ára í senn. Í samræmi við 1. mgr. 22. gr. stml. og með hliðsjón af 1. mgr. 5. gr. s.l. þykir eftir atvikum rétt að leggja til að aðstoðarforstjórarnir verði ráðnir af ráðherra. Breyting samkvæmt c-lið felst einungis í að fella brott ákvæði um fimm ára skipunartíma forstjóra og aðstoðarforstjóra úr 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna og flytja það í 1. málsl. að því er forstjóra varðar með a-lið. Með b-lið er skipun aðstoðarforstjóranna breytt í ráðningu.

Um 168. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru bæði forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og sérfræðingar við stofnunina skipaðir af ráðherra. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að sérfræðingarnir og annað starfslið verði ráðið af forstjóra og skipun hans tímabundin í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Þá hefur sjávarútvegsráðuneytið nýverið beitt sér fyrir skipulagsbreytingum innan stofnunarinnar, þar á meðal þeim að aðstoðarforstjóri starfi við hlið forstjóra og sem staðgengill hans. Með hliðsjón af 1. mgr. 5. gr. stml. þykir rétt að leggja til að sá verði ráðinn af ráðherra.
    Loks hefur ráðuneytið kosið að skipta starfsemi stofnunarinnar í svið í stað deilda eins og 2. mgr. 55. gr. laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna gerir ráð fyrir að séu grunneiningar rannsóknastofnana atvinnulífsins. Eftir atvikum þykir því rétt að leggja til að tekið verði upp sérstakt ákvæði um að ráðherra ákveði stjórnskipulag þessarar stofnunar í niðurlagi ákvæðsins og jafnframt að ráðherra ráði forstöðumenn sviða eins og 1. mgr. 5. gr. stml. gefur heimild til. Lagt er til að áhrif stjórnar og forstjóra stofnunarinnar við val þeirra verði tryggð með lögbundinni álitsumleitan.

Um 169. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er fiskistofustjóri ráðinn ótímabundið. Í samræmi við 2. mgr. 5. gr., 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að hann verði skipaður til fimm ára senn.

Um 170. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun skipulagsstjóra ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 171. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er starfslið Veðurstofu Íslands ráðið af ráðherra að fengnum tillögum veðurstofustjóra. Í samræmi við markmið 2. mgr. 5. gr. stml. er lagt til að veðurstofustjóra verði falið að ráða annað starfslið stofnunarinnar.

Um 172. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði er starfslið Landmælinga Íslands ráðið af ráðherra að fengnum tillögum forstjóra stofnunarinnar. Í samræmi við markmið 2. mgr. 5. gr. stml. er lagt til að forstjóra verði falið að ráða annað starfslið stofnunarinnar.

Um 173. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði skv. a-lið felst einungis í að tímabinda skipun framkvæmdastjóra Hollustuverndar ríkisins í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.
    Samkvæmt gildandi ákvæði eru forstöðumenn verkefnasviða stofnunarinnar ráðnir af stjórn stofnunarinnar að fenginni umsögn framkvæmdastjóra. Í samræmi við það markmið starfsmannastefnu ríkisstjórnarinnar að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna stofnana, sbr. 2. mgr. 5. gr. stml., er í b-lið lagt til að forstöðumennirnir verði ráðnir af framkvæmdastjóra að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar.

Um 174. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru deildarstjórar og sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands annaðhvort skipaðir eða fastráðnir af ráðherra. Í samræmi við markmið 2. mgr. 5. gr. stml., sbr. 1. mgr. 22. gr., er lagt til að þeir verði ráðnir af forstjóra stofnunarinnar.

Um 175. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að tímabinda skipun veiðistjóra í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 176. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að ráðuneytisstjóri sjái um dagslegan rekstur utanríkisráðuneytisins ásamt þeim starfsmönnum sem til þess séu skipaðir. Við það hugtak eru samkvæmt starfsmannalögum bundin ákveðin réttindi sem ekki eiga við um ákvörðun verksviðs einstakra starfsmanna. Til að forðast misskilning er því lögð til sú orðalagsbreyting sem í ákvæðinu greinir.

Um 177. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði eru sendiræðismenn valdir úr hópi fastra embættismanna utanríkisþjónustunnar. Með þeirri breytingu sem lögð er til í 178. gr. frumvarps þessa fækkar svo í þeim hópi að rétt þykir að láta ákvæðið ná jafnt til embættismanna sem annarra starfsmanna.

Um 178. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst í að skipun í stöður sendiherra og sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni, sem svarar til stöðu ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í stjórnarráðinu, sbr. skilgreiningu 8. gr. laganna, verður tímabundin í fimm ár í senn í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. Jafnframt er lagt til að ráðherra fari með veitingarvaldið berum orðum.
    Þá er í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. og aðra starfsmenn stjórnarráðsins, eins og lagt er til að lögum um Stjórnarráð Íslands verði breytt, sbr. 6. gr. frumvarps þessa, gert ráð fyrir að aðrir starfsmenn, þar á meðal sendiráðunautar og sendiráðsritarar sem svara til deildarstjóra og fulltrúa í stjórnarráðinu, komi að störfum sínum með ótímabundinni ráðningu.
    Loks er hnykkt á því að kjörræðismenn megi skipa ótímabundið, eins og verið hefur, enda falla þeir utan gildissviðs starfsmannalaga.

Um 179. gr.


    Í ljósi hinna sérstöku aðstæðna í utanríkisþjónustunni þykir rétt að leggja til að sú sérregla gildi um skipunartíma sendiherra og sendifulltrúa að hann framlengist sjálfkrafa við flutning þeirra milli staða og starfa innan sama flokks um fimm ár.

Um 180. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að þeir starfsmenn sem ráðnir eru í utanríkisþjónustuna um tilskilinn tíma til að gegna sérstökum störfum, svo sem viðskiptafulltrúar, fiskifulltúar, blaðafulltrúar eða menningarfulltrúar, skuli eftir því sem við á hlíta sömu reglum og fastir embættismenn utanríkisþjónustunnar í samsvarandi störfum. Með því að þau störf geta svarað til annarra starfa en embættismenn gegna, sbr. breytingar skv. 178. gr. frumvarps þessa, er lagt til að ákvæðið vísi almennt til starfsmanna utanríkisþjónustunnar.

Um 181. gr.


    Gildandi ákvæði mælir fyrir um að forstöðumaður bankaeftirlitsins skuli eigi skipaður til lengri tíma en sex ára í senn. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að hámark skipunartíma hans verði bundið við fimm ár.

Um 182. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skulu bankastjórar Seðlabankans eigi skipaðir til lengri tíma en sex ára í senn. Í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml. er lagt til að hámark skipunartíma þeirra verði bundið við fimm ár.

Um 183. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í að stytta tímabundna skipun forstjóra Samkeppnisstofnunar úr sex árum í fimm í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 184. gr.


    Breyting á gildandi ákvæði felst einungis í því að stytta tímabundna skipun forstöðumanns Vátryggingaeftirlitsins úr sex árum í fimm í samræmi við meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 185. gr.


    Samkvæmt gildandi ákvæði skulu bankastjórar ríkisviðskiptabankanna eigi ráðnir til lengri tíma en sex ára í senn. Í samræmi við stefnumið 2. mgr. 5. gr. og 9. tölul. 1. mgr. 22. gr. stml. er lagt til að þeir komi að störfum sínum með tímabundinni skipun og hún bundin við fimm ára hámark, sbr. meginreglu 1. mgr. 23. gr. stml.

Um 186. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á sérákvæðum


í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að ýmsum sérákvæðum í lögum verði breytt til samræmis við þá reglu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að embættismenn verði aldrei skipaðir til lengri tíma en fimm ára. Enn fremur eru gerðar nokkrar aðrar breytingar á lögum í samræmingarskyni.
    Ekki verður séð að breytingar þessar hafi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, heldur má ætla að takmarkaður skipunartími í æðri embætti ríkisins verði til að koma meiri hreyfingu á stjórnendur ríkisstofnana, auka þannig framtak stjórnenda og verða til hagsbóta fyrir ríkisreksturinn. Þannig geta sparast fjármunir þegar til lengri tíma er litið.