Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 71 . mál.


240. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 27/1968, um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Magnús Pétursson og Gylfa Ástbjartsson frá fjármálaráðuneyti. Þá fékk nefndin senda umsögn um málið frá Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Í stað orðanna „3% vöxtum“ í 4. gr. komi: sömu vöxtum og húsbréf Húsnæðisstofnunar ríkisins.

    Þá vill meiri hlutinn taka fram að þrátt fyrir orðalag 2. gr. um að húsaleiga skuli miðast við markaðsleigu verði leigugjaldið ekki sett svo hátt að erfitt reynist að fá hæfa starfsmenn til starfa úti á landi.
    Ásta B. Þorsteinsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Pétur H. Blöndal.

Einar Oddur Kristjánsson.



Valgerður Sverrisdóttir.