Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 74 . mál.


241. Nefndarálitum frv. til l. um Löggildingarstofu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Svein Þorgrímsson frá viðskiptaráðuneyti, Aðalstein Guðmannsson og Ásgrím Jónsson frá Rafskoðun ehf., Baldvin Hafsteinsson frá Íslenskri verslun, Jónas Fr. Jónsson frá Verslunarráði Íslands og Berg Jónsson og Kristin Björnsson frá Rafmagnseftirliti ríkisins. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá fyrrnefndum hagsmunaaðilum, Löggildingarstofunni, Íslenskum sjávarafurðum hf., Staðlaráði Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf., Samtökum fiskvinnslustöðva og Neytendasamtökunum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:    Í stað orðanna „yfirfer gjaldskrá“ í 2. málsl. 3. gr. komi: gerir tillögu til ráðherra um gjaldskrá.
    2. mgr. 4. gr. falli brott.

    Til skýringar á hugtökum í 2. gr. frumvarpsins skal tekið fram að lögmælifræði tekur til löggildingar á mælitækjum sem eru löggildingarskyld en hagnýt mælifræði til meðferðar landsmæligrunna og kvörðunarbúnaðar.
    Ásta B. Þorsteinsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 1996.Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.


form., frsm.Pétur H. Blöndal.

Steingrímur J. Sigfússon.

Sólveig Pétursdóttir.Einar Oddur Kristjánsson.

Valgerður Sverrisdóttir.