Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 174 . mál.


257. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Í frumvarpinu er lagt til að frestur sá, er fram kemur í ákvæði til bráðabirgða í lögum um fjöleignarhús, verði framlengdur frá 1. janúar 1997 til 1. janúar 1999. Samkvæmt því frestast gildistaka fyrirmæla 16. gr. laganna sem kveða á um að þinglýst eignaskiptayfirlýsing skuli vera skilyrði fyrir þinglýsingu á eignayfirfærslum í fjöleignarhúsum. Fresturinn var ætlaður eigendum og húsfélögum til undirbúnings og gerðar eignaskiptayfirlýsinga og hlutaðeigandi stjórnvöldum til fræðslu, kynningar og annarra undirbúningsráðstafana. Ljóst er að þörf er á lengri fresti þar sem enn eru nokkrir annmarkar á því að ákvæði 16. gr. laganna geti tekið gildi.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Arnbjörg Sveinsdóttir og Siv Friðleifsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 1996.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Einar K. Guðfinnsson.

Pétur H. Blöndal.


form., frsm.



Kristján Pálsson.

Magnús Stefánsson.

Sigríður Jóhannesdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.