Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 146 . mál.


293. Framhaldsnefndarálit



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin fékk málið aftur til umfjöllunar eftir 2. umræðu.
    Meiri hlutinn leggur til nokkrar breytingar á frumvarpinu. Þær eru eftirfarandi:
    Lögð er til lagfæring á orðalagi 1. gr. til samræmis við gildandi lög.
    Lagt er til að smávægileg breyting verði gerð á orðalagi 3. gr. til að koma í veg fyrir að hægt verði að mistúlka ákvæðið.
    Lagt er til að tekjuskattsprósenta 10. gr. frumvarpsins verði lækkuð um 0,09 prósentustig. Er þetta gert til að auka svigrúm sveitarfélaga til hækkunar á útsvari um sama hlutfall til að mæta auknum kostnaði við fullnustu lífeyrissjóðsskuldbindinga grunnskólakennara vegna flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga.
    Lagðar eru til breytingar á gildistökuákvæði til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu við 2. umræðu.
    Lagt er til að hátekjuskattur verði framlengdur um eitt ár til viðbótar með tillögum til breytinga á ákvæðum til bráðabirgða I og IV í lögunum.

Alþingi, 10. des. 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Pétur H. Blöndal.


form., frsm.



Einar Oddur Kristjánsson.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Kristján Pálsson.