Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 145 . mál.


385. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 17. des.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    Í stað hlutfallstölunnar „1,5%“ í 1. mgr. kemur: 1,3%.
    Í stað 3., 4. og 5. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar er orðast svo:
                  Almennt tryggingagjald skal vera 3,95% af gjaldstofni skv. III. kafla, sbr. þó 4. og 5. mgr.
                  Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal almennt tryggingagjald vera í tveimur gjaldflokkum, almennum gjaldflokki og sérstökum gjaldflokki, við álagningu tryggingagjalds á árunum 1998–2000 og staðgreiðslu þess á árunum 1997–1999.
                  Hundraðshluti almenns tryggingagjalds í sérstökum gjaldflokki, þ.e. fiskveiðar, iðnaður, landbúnaður, hugbúnaðariðnaður, kvikmyndaiðnaður, gisting, veitingarekstur og útleiga bifreiða, sbr. upptalningu atvinnugreinanúmera í viðauka I við lög þessi, skal vera sem hér segir:
         a.    Við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1997 og álagningu á árinu 1998 skal hundraðshlutinn vera 2,5%.
        b.    Við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1998 og álagningu á árinu 1999 skal hundraðshlutinn vera 3,0%.
        c.    Við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1999 og álagningu á árinu 2000 skal hundraðshlutinn vera 3,5%.
                  Hundraðshluti almenns tryggingagjalds í almennum gjaldflokki, þ.e. fyrir allar aðrar atvinnugreinar en falla undir 5. mgr., skal vera sem hér segir:
        a.    Við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1997 og álagningu á árinu 1998 skal hundraðshlutinn vera 4,9%.
        b.    Við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1998 og álagningu á árinu 1999 skal hundraðshlutinn vera 4,6%.
        c.    Við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1999 og álagningu á árinu 2000 skal hundraðshlutinn vera 4,25%.

2. gr.


    Á eftir 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna komi tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    Staðlaráð fái í sinn hlut sem nemi allt að 0,007% af gjaldstofni skv. III. kafla.
    Icepro fái í sinn hlut sem nemi allt að 0,001% af gjaldstofni skv. III. kafla.

3. gr.


    Orðin „umfram 6% af launum“ í 1. tölul. 7. gr. laganna falla brott.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997. Ákvæði a-liðar 1. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tryggingagjalds á árinu 1998 og við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1997.