Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


427. Breytingartillaga


við frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


Þús. kr.

    Við 4. gr. 14-310 Landmælingar Íslands. Nýr liður:
    102 Grunnkortagerð á Fljótsdalshéraði samkvæmt samningi     
5.000


Greinargerð.

    Fyrir nokkrum árum gerðu Landmælingar Íslands, Skipulag ríkisins og ýmsar stofnanir og félög á Fljótsdalshéraði með sér samning um gerð grunnkorta í mælikvarðanum 1:25 000, hliðstæð kortum sem unnin höfðu verið fyrir Suð-Vesturland og eru þar nú undirstöðugögn fyrir skipulag og framkvæmdir. Af tíu kortum sem gera á af Héraði var vinna nokkuð á veg komin við sex þeirra en stöðvaðist þar eð fjármagn til Landmælinga var skorið niður. Til að standa við samninginn og að ljúka verkefninu þyrftu Landmælingar 7,4 millj. kr. til að greiða aðkeypta vinnu og tækjaþjónustu. Landmælingar sóttu um fjárveitingu til þessa við undirbúning fjárlagagerðar 1997. Hér er gert gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið á tveimur árum og framlag ríkisins á næsta ári verði 5 millj. kr. gegn samningsbundnu framlagi heimaaðila.