Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


430. Breytingartillaga


við frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


Þús.kr.

    Við 4. gr. 06-491 Húsnæði og búnaður sýslumanna. Nýr liður:
    627 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, endurbætur á húsnæði embættisins
að Bjólfsgötu 7     
10.000


Greinargerð.

    Um árabil hefur verið til athugunar á vegum dómsmálaráðuneytis að bæta húsnæðisaðstöðu sýslumannsembættisins á Seyðisfirði. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn flutningsmanns á 120. löggjafarþingi (þskj. 141) kom fram að „á næstunni“ ætti að kanna möguleika á að útvega embættinu annað húsnæði eða athuga hvort ráðist verði í endurbætur á núverandi húsnæði. Ekkert raunhæft hefur gerst í málinu, þrátt fyrir yfirlýsingar, og bitnar það öðru fremur á starfsfólki embættisins. Húsið að Bjólfsgötu 7 hefur mikið minjagildi en þarfnast endurbóta til að vinnuaðstaða og aðbúnaður starfsmanna geti talist viðunandi. Með tillögunni er gert ráð fyrir að byrjað verði á endurbótum á húsinu á árinu 1997 og því komið í sómasamlegt horf á næstu 2–3 árum.