Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 180 . mál.


432. Breytingartillögur


við frv. til l. um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar

(VE, ÁE, GMS, SJS, VS, JBH, EOK, ÁRÁ).


    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. efnismgr. orðist svo:
                            Sjóðfélagar í A-deild sjóðsins skulu vera allir þeir starfsmenn ríkisins sem náð hafa 16 ára aldri, eiga ekki aðild að B-deild sjóðsins skv. 4. eða 5. gr. og fá greidd laun á grundvelli kjarasamninga samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, eða á grundvelli launaákvarðana samkvæmt lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd. Heimilt er þó að semja svo um í kjarasamningi að tilteknir hópar starfsmanna ríkisins, sem uppfylla þessi skilyrði, greiði í aðra lífeyrissjóði.
         
    
    Orðið „jafnan“ í 1. málsl. 2. efnismgr. falli brott.
         
    
    Við 3. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nánar skal kveðið á um aðild þessa í samþykktum sjóðsins.
         
    
    5. efnismgr. orðist svo:
                            Þeir launagreiðendur, sem greiddu iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á árinu 1996 fyrir starfsmenn sína, hafa heimild til að tryggja þá starfsmenn hjá A-deild sjóðsins sem ekki eiga aðild að B-deild hans skv. 4. gr. Sama gildir um þá starfsmenn þessara launagreiðenda sem áunnu sér réttindi án iðgjaldagreiðslu á árinu 1996.
    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    4. efnismgr. orðist svo:
                            Kjósi sjóðfélagi, sem 2. eða 3. mgr. tekur til, að greiða fremur iðgjald til A-deildar sjóðsins er honum það þó heimilt, enda hafi hann tilkynnt sjóðnum um þá ákvörðun sína fyrir 1. desember 1997. Fellur þá niður réttur hans til að greiða iðgjald til B-deildarinnar. Sjóðfélagi, sem þessi málsgrein eða 5. mgr. taka til og greiðir iðgjald til B-deildar sjóðsins eftir 1. desember 1997, getur einungis hafið greiðslu til A-deildar hans ef hann skiptir um starf, enda uppfylli hið nýja starf hans aðildarskilyrði að sjóðnum, eða ef iðgjaldagreiðslur hans hafa fallið niður af öðrum ástæðum í tólf mánuði eða lengur.
         
    
    Við 5. efnismgr. bætist þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Kjósi sjóðfélagi, sem þessi málsgrein tekur til, að greiða fremur iðgjald til A-deildar sjóðsins er honum það þó heimilt að tilskildu samþykki launagreiðanda hans. Sjóðfélaginn þarf að hafa tilkynnt sjóðnum um þessa ákvörðun sína fyrir 1. desember 1997. Fellur þá niður heimild hans til að greiða iðgjald til B-deildarinnar.
    Við 7. gr. Á eftir 3. málsl. 1. efnismgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórnin skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.
    Við 12. gr. Í stað „18., 21., 23. og 24. gr. laganna falla brott“ komi: 18., 21., 23., 24. og 26. gr. laganna falla brott ásamt lögum nr. 156/1995, um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 29/1963, með síðari breytingum.
    Við 25. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
                  Sjóðfélagar og launagreiðendur þeirra bera eigi ábyrgð á skuldbindingum deildarinnar nema með iðgjöldum sínum.
    Við 27. gr. Í stað „0,8%“ í 4. efnismgr. komi: 0,5%.
    Við 28. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðið „ekki“ í fyrri málslið 2. efnismgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „skv. 9. mgr.“ í 12. efnismgr. komi: skv. 9. eða 10. mgr.
    Við ákvæði til bráðabirgða.
         
    
    Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
                            Þrátt fyrir ákvæði 4. og 5. mgr. 13. gr. laganna skal iðgjald launagreiðenda vera 11,5% á árunum 1997–99.
         
    
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                            Eigi síðar en fimm árum eftir gildistöku laga þessara skal stjórn sjóðsins ákveða nýja hækkunarprósentu skv. 4. mgr. 15. gr. laganna í samræmi við tillögur tryggingafræðinga, þó aldrei hærri en 0,8%. Við þá tillögugerð skal viðbótarkostnaður vegna tilfærslu sjóðfélaga úr B-deild sjóðsins í A-deild skv. 4. og 5. mgr. 4. gr. laganna útreiknaður og metinn til breytingar á annars ákveðinni prósentu.
    Við 41. gr. Á eftir 3. málsl. 1. efnismgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórnin skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.
    Við á 55. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Síðari málsliður 1. efnismgr. falli brott.
         
    
    Á eftir 3. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Kjósi sjóðfélagi, sem 1.–3. mgr. taka til, að greiða fremur iðgjald til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er honum það þó heimilt, enda hafi hann tilkynnt sjóðnum um þá ákvörðun sína fyrir 1. desember 1997. Fellur þá niður réttur hans til að greiða iðgjald til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Eigi sjóðfélagi rétt til aðildar að sjóðnum skv. 2. eða 3. mgr. þarf samþykki launagreiðanda fyrir því að hefja iðgjaldagreiðslur til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Sjóðfélagi, sem greiðir iðgjald til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga eftir 1. desember 1997, getur einungis hafið greiðslu til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins ef hann skiptir um starf, enda uppfylli hið nýja starf hans aðildarskilyrði að þeim sjóði, eða ef iðgjaldagreiðslur hans hafa fallið niður af öðrum ástæðum í tólf mánuði eða lengur.