Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 180 . mál.


434. Breytingartillögur



við frv. til l. um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (PHB).



    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  9. gr. laganna, sem verður 10. gr., orðast svo:
                  Stjórn sjóðsins skal árlega láta fara fram tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins. Niðurstöður skulu liggja fyrir 1. maí ár hvert.
                  Tryggingafræðingurinn skal meta hver iðgjaldaprósenta launagreiðenda þarf að vera fyrir A-deild, sbr. 13. gr., og fyrir B-deild, sbr. 23. og 25. gr. Fyrir hvora deild skal gilda: Iðgjaldaprósentan er að lágmarki 6% af iðgjaldastofni deildarinnar. Þó skal hún hækkuð ef þörf krefur þannig að hrein eign deildarinnar til greiðslu lífeyris ásamt núvirði væntanlegra iðgjalda til deildarinnar séu á hverjum tíma jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris. Við mat á væntanlegum iðgjöldum og lífeyri skal miða við sjóðfélaga í hvorri deild á þeim tíma sem athugunin nær til.
                  Stjórn sjóðsins skal ákveða nýja iðgjaldaprósentu launagreiðenda fyrir A-deild og fyrir B-deild fyrir 1. júní ár hvert í samræmi við niðurstöður skv. 2. mgr. og skulu þær gilda frá 1. júlí. Iðgjald launagreiðenda skal námundað að næsta ½% af launum.
                  Nánari reglur um tryggingafræðilega athugun skal setja í samþykktir sjóðsins.
    Við 12. gr.
         
    
    Á eftir „18“ í 2. mgr. komi: 20.
         
    
    Orðin „og 20. gr. verður 32. gr.“ í 4. mgr. falli brott.
    Við 13. gr.
         
    
    Við bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: 3. mgr. orðast svo:
                           Launagreiðandi greiðir iðgjald til B-deildar sem prósentu af launum sjóðfélaga skv. 1. mgr. Iðgjaldaprósentan er ákveðin í samræmi við tryggingafræðilega niðurstöðu, sbr. 10. gr.
         
    
    Í stað orðanna „hans 10% af launum þeim, sem tilgreind eru í 3. mgr. þessarar greinar, í iðgjald“ í b-lið komi: 4% iðgjaldahlut hans.
    Við 16. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. a laganna (sem verður 25. gr.):
         
    
    Í stað „6%“ í 3. mgr. kemur: iðgjald skv. 10. gr.
         
    
    8.–11. mgr. falla brott.
    Við 22. gr.
         
    
    A-liður orðist svo: 1. mgr. fellur brott.
         
    
    C-liður falli brott.
    Við 23. gr. Greinin falli brott.
    Við 25. gr.
         
    
    4. efnismgr. orðist svo:
                            Launagreiðandi greiðir iðgjald til A-deildar sem prósentu af launum sjóðfélaga skv. 1. mgr. Iðgjaldaprósentan er ákveðin í samræmi við tryggingafræðilega niðurstöðu, sbr. 10. gr.
         
    
    5. efnismgr. falli brott.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða III sem orðist svo:
                  Tryggingafræðingur sjóðsins skal meta áfallna skuldbindingu sjóðsins umfram uppreiknaða eign hans vegna sjóðfélaga sem höfðu áunnið sér rétt við gildistöku laga þessara. Skal hann gera tillögur til stjórnar um skiptingu skuldbindingarinnar á launagreiðendur eftir reglum sem hér segir: Skuldbindingunni skal skipt á launagreiðendur í hlutfalli við áunna réttindaprósentu hvers sjóðfélaga hjá hverjum launagreiðanda. Til frádráttar komi núvirt eign sjóðsins við gildistöku laga þessara skipt á launagreiðendur í sömu hlutföllum, sbr. reglur sem tryggingafræðingurinn gerir tillögu um.
                  Skuldbindinguna skulu launagreiðendur gera upp með skuldabréfi til 40 ára með jöfnum ársgreiðslum (annuitet) og með vöxtum sem eru í samræmi við tryggingafræðilega matið. Skuldabréfið verði verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs.
    Við 46. gr. Í stað „6%“ í 3. efnismgr. komi: iðgjald skv. 16. gr.
    Við 51. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
                  Launagreiðandi greiðir iðgjald til sjóðsins sem prósentu af launum sjóðfélaga skv. 1. mgr. Iðgjaldaprósentan er ákveðin í samræmi við tryggingafræðilega niðurstöðu skv. 16. gr.
    Við 54. gr. Greinin orðist svo:
                  16. gr. laganna orðast svo:
                  Stjórn sjóðsins skal árlega láta fara fram tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins. Niðurstöður skulu liggja fyrir 1. maí ár hvert.
                  Tryggingafræðingurinn skal meta hver iðgjaldaprósenta launagreiðenda þarf að vera. Iðgjaldaprósentan er að lágmarki 6%. Þó skal hún hækkuð ef þörf krefur, þannig að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris ásamt núvirði væntanlegra iðgjalda séu á hverjum tíma jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris. Við mat á væntanlegum iðgjöldum og lífeyri skal miða við sjóðfélaga á þeim tíma, sem athugunin nær til.
                  Stjórn sjóðsins skal ákveða nýja iðgjaldaprósentu launagreiðenda fyrir 1. júní ár hvert í samræmi við niðurstöður skv. 2. mgr. og skulu þær gilda frá 1. júlí. Iðgjald launagreiðenda skal námundað að næsta ½% af launum.
                  Nánari reglur um tryggingafræðilega athugun skal setja í samþykktir sjóðsins.
    Við 57. gr. Greinin orðist svo:
                  21. gr. laganna fellur brott.
    Við bætist ný grein, 65. gr., sem orðist svo:
                  18. gr. fellur brott.
    Á eftir 65. gr. kemur ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
                  Tryggingafræðingur sjóðsins skal meta áfallna skuldbindingu sjóðsins umfram uppreiknaða eign hans vegna sjóðfélaga sem höfðu áunnið sér rétt við gildistöku laga þessara. Skal hann gera tillögur til stjórnar um skiptingu skuldbindingarinnar á launagreiðendur eftir reglum sem hér segir: Skuldbindingunni skal skipt á launagreiðendur í hlutfalli við áunna réttindaprósentu hvers sjóðfélaga hjá hverjum launagreiðanda. Til frádráttar komi núvirt eign sjóðsins við gildistöku laga þessara skipt á launagreiðendur í sömu hlutföllum, sbr. reglur sem tryggingafræðingurinn gerir tillögu um.
                  Skuldbindinguna skulu launagreiðendur gera upp með skuldabréfi til 40 ára með jöfnum ársgreiðslum (annuitet) og með vöxtum sem eru í samræmi við tryggingafræðilega matið. Skuldabréfið verði verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs.