Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


450. Breytingartillögur


við frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, StB, ÁJ, ÁMM, ÍGP, HjálmJ, ArnbS).


    Við 6. gr. Nýr liður:
         1.2        Að stofna eignarhaldsfélög um eignarhlut ríkissjóðs í einstökum félögum sem tilheyra starfssviði iðnaðarráðuneytis á móti eignarhlut þriðja aðila með það að markmiði að öflugri eignarhaldsfélög geti átt frumkvæði að stofnun nýrra iðnfyrirtækja m.a. með hlutafjárútboði. Meðferð eignarhluta ríkissjóðs í slíkum eignarhaldsfélögum skal háð sömu takmörkunum og gilda um eignarhlutinn nú.
    Við 6. gr. 2.1 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        2.9         Að fella niður eða endurgreiða tolla, vörugjald og virðisaukaskatt af byggingarefni, vélum, tækjum og búnaði sem keypt er í tengslum við stækkun og breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna í tengslum við framkvæmdirnar. Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt að fella niður eða endurgreiða tolla og virðisaukaskatt af vinnuvélum sem notaðar verða við framkvæmdirnar og skal við ákvörðun um endurgreiðslu gjalda af vinnuvélunum höfð hliðsjón af fyrningu vélanna vegna notkunar þeirra við framkvæmdirnar.
        2.10         Að endurgreiða sveitarfélögum allt að 20 m.kr. vegna kaupa þeirra á slökkvibifreiðum og tækjabúnaði slökkviliða, í samræmi við yfirlýsingu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 1996.
    Við 6. gr. 3.26 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.72 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.74 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.86         Að selja fasteignina Vesturgötu 17, Ólafsfirði, og kaupa annað hentugra húsnæði í staðinn.
        3.87         Að selja fasteignina Þrúðvang 20, Hellu, og kaupa annað hentugra húsnæði í staðinn.
        3.88         Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Laugavegi 24, Reykjavík.
        3.89         Að selja fasteignina Spítalaveg 11 (Brekkudeild), Akureyri, og verja andvirði sölunnar til nauðsynlegra breytinga á húsnæði og aðstöðu fyrir dagdeild geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins.
        3.90         Að selja jörðina Bakkagerði í Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu.
        3.91         Að selja hluta af jörðunum Löngumýri, Lauftúni og Krossanesi í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
        3.92         Að selja jörðina Svínhól í Dalabyggð, Dalasýslu.
        3.93         Að selja eða afhenda eignir ríkissjóðs að Gufuskálum á Snæfellsnesi og semja um nýtingu mannvirkja og rekstur staðarins.
        3.94         Að selja íbúðarhús sem tilheyra Bændaskólanum á Hvanneyri.
        3.95         Að selja jörðina Ausu í Andakílshreppi og verja andvirðinu til endurbóta á skólahúsnæði á Hvanneyri.
        3.96         Að selja jörðina Gauksmýri í Kirkjuhvammshreppi, Vestur-Húnavatnssýslu.
        3.97         Að selja íbúðarhúsið Kollafjörð sem tilheyrir Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, og verja söluandvirði þess til viðhalds á eignum stöðvarinnar.
        3.98         Að selja íbúðarhúsið Arnarhól I, sem tilheyrir Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, og verja söluandvirði þess til greiðslu á skuldum stöðvarinnar við Framkvæmdasjóð Íslands.
        3.99         Að selja fasteignina Sævang 22, Hafnarfirði.
        3.100    Að selja íbúðarhús á jörðinni Felli, Breiðavíkurhreppi.
        3.101    Að selja fasteignir tilraunastöðva Rannsóknastofnunar landbúnaðarins vegna breytinga á rekstri stofnunarinnar og verja andvirði þeirra til uppbyggingar á starfseminni annars staðar.
        3.102    Að selja fasteignina Auðbrekku 6, Kópavogi, og kaupa hentugra húsnæði fyrir embætti ríkislögreglustjóra.
        3.103    Að afhenda safnaðarstjórn Eiðasóknar Eiðakirkju.
        3.104    Að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Hafnarbraut 27, Höfn, og kaupa annað hentugra húsnæði í staðinn.
        3.105    Að selja jörðina Giljur í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu.
        3.106    Að selja jörðina Torfastaði í Biskupstungnahreppi, Árnessýslu.
        3.107    Að selja hluta úr landi Vífilsstaðaspítala og verja andvirði sölunnar til uppbyggingar barnaspítala á Landspítalalóð.
        3.108    Að selja hluta úr lóð Kópavogshælis.
        3.109    Að selja allt að 25% af hlut ríkissjóðs í Sementsverksmiðjunni hf.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.20         Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir starfsemi ríkisskattstjóra.
        4.21         Að kaupa húsnæði fyrir útibú Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Náttúrustofu á Neskaupsstað.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.13         Að taka þátt í stofnun hlutafélags um rekstur verðbréfamiðstöðvar á Íslandi.
        5.14         Að breyta eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum sf. að fullu eða hluta í hlutafé í nýju félagi.
        5.15         Að semja við Íþróttasamband Íslands um að ríkissjóður leysi til sín eignarhluta sambandsins í Laugardalshöll, Laugardal, gegn niðurfellingu skuldar sambandsins að fjárhæð um 40 m.kr. við Endurlán ríkissjóðs vegna láns sem veitt var 20. febrúar 1995.
        5.16         Að ráðstafa, að fengnum tillögum iðnaðarráðherra, allt að 80 m.kr. til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Sérstaklega skal huga að atvinnusköpun á þeim landssvæðum sem ekki njóta góðs af atvinnustarfsemi sem tengist uppbyggingu á orku- og stóriðjusviði.
        5.17         Að taka þátt, í samráði við samgönguráðherra og utanríkisráðherra, í greiðslu kostnaðar allt að 10 m.kr. vegna útsendingar frá Íslandi í sjónvarpsþættinum „Good morning – America“, sem áformað er að gera og sendir verði út frá hverju norrænu landanna.