Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


472. Breytingartillagavið frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur


og Kristínu Halldórsdóttur.Þús. kr.

    Við 4. gr. 02-319 Framhaldsskólar almennt. 118 Námsefnisgerð.
    Fyrir „13.500“ kemur     
25.000


Greinargerð.


    Í kjölfar TIMSS-rannsóknarinnar um árangur skólabarna í raungreinum og stærðfræði er lagt til að sérstakt átak verði gert til að bæta námsefni á sviði stærðfræði og raungreina í grunn- og framhaldsskólum. Lagt er til að Námsgagnastofnun fái framlag til átaksins í grunnskólum en hér er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið fái sérstakt framlag til átaksins í framhaldsskólum. Til greina kemur að veita styrki til þýðinga eða frumsamningar námsefnis eftir því sem menntamálaráðuneyti og fagfólki á þessu sviði þykir þurfa.