Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 251 . mál.


486. Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á sérákvæðum í nokkrum lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, PHB, VS, EOK).    Á undan 7. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
    (7. gr.)
                  Í stað orðanna „eða 24. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: eða setja í forföllum skv. 1. málsl. 24. gr.
    (8. gr.)
                  Í stað orðanna „öðrum en embættismönnum“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: öðrum en embættismönnum og þeim sem kjaranefnd ákvarðar laun.

Greinargerð.


    Í 8. gr. frumvarpsins er lögð til sú breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, að heimilt verði að setja mann til reynslu í embætti, áður en hann er skipaður í það, til eins árs í senn, þó aldrei lengur en tvö ár. Hér er í a-lið lögð til sú breyting á 7. gr. laganna að undanþáguheimild frá skyldu til auglýsingar embætta nái ekki til framangreindrar reynsluskipunar. Þá er í b-lið lögð til breyting á orðalagi 9. gr. laganna til að tryggja að heilsugæslulæknar og prófessorar, sem færðir eru undir kjaranefnd skv. 6. gr. frumvarpsins, eigi ekki rétt til viðbótarlauna skv. 2. mgr. 9. gr. laganna.