Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 251 . mál.


501. Frumvarp til laga



um breytingar á sérákvæðum í nokkrum lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

(Eftir 2. umr., 20. des.)



I. KAFLI

FORSÆTISRÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 59/1928, um friðun Þingvalla, með síðari breytingum.

1. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Þingvallanefnd ræður framkvæmdastjóra. Hann ræður annað starfslið.

II. KAFLI

DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 62/1990, um skipan prestakalla og prófastsdæma

og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands, með síðari breytingum.

2. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Þingvallaprestakalli skv. 1. gr. gegnir prestur er ráðherra skipar til fimm ára í senn að fengnum tillögum biskups og Þingvallanefndar.

III. KAFLI

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI

Breyting á lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga

opinberra starfsmanna, með síðari breytingu.

3. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 1. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. tölul. 56. gr. laga nr. 70/1996:
    1. tölul. orðast svo: Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd.
    Í stað orðanna „3.–5. tölul.“ í 5. tölul. kemur: 6.–8. tölul.
    

4. gr.

    1. tölul. 1. mgr. 19. gr. laganna, eins og honum var breytt með 1. tölul. 56. gr. laga nr. 70/1996, orðast svo: Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd.
    

5. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 26. gr. laganna:
    4. tölul. fellur brott og breytist röð annarra töluliða í samræmi við það.
    Í stað orðanna „3.–6. tölul.“ í 5. tölul., sem verður 4. tölul., kemur: 5.–8. tölul.

Breyting á lögum nr. 120/1992, um Kjaradóm


og kjaranefnd, með síðari breytingu.


6. gr.

    Við 2. mgr. 8. gr. laganna, eins og henni var breytt með 2. tölul. 2. tölul. 56. gr. laga nr. 70/1996, bætist nýr málsliður er orðast svo: Enn fremur ákveður nefndin laun og starfskjör heilsugæslulækna og prófessora, enda verði talið að þeir gegni þeim störfum að aðalstarfi.

Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


7. gr.


         Í stað orðanna „eða 24. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: eða setja í forföllum skv. 1. málsl. 24. gr.

8. gr.


         Í stað orðanna „öðrum en embættismönnum“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: öðrum en embættismönnum og þeim sem kjaranefnd ákvarðar laun.

9. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 22. gr. laganna:
    Í stað orðanna „og héraðsdómarar“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: héraðsdómarar og fulltrúar þeirra.
    7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sýslumenn, ríkislögreglustjóri, vararíkislögreglustjóri, lögreglustjórinn og varalögreglustjórinn í Reykjavík, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins og lögreglumenn.
    8. tölul. 1. mgr. orðast svo: Ríkistollstjóri, tollstjórinn í Reykjavík og tollverðir.
    9. tölul. 1. mgr. orðast svo: Forstjóri fangelsismálastofnunar, forstöðumenn fangelsa og fangaverðir.
    Á eftir 9. tölul. 1. mgr. koma fjórir nýir töluliðir, sem orðast svo:
        10.    Ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri ríkisins, yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi og skattstjórar.
        11.     Héraðslæknar og héraðshjúkrunarfræðingar.
        12.     Yfirdýralæknir, héraðsdýralæknar og dýralæknir fisksjúkdóma.
        13.     Forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir.
    Í stað orðsins „9. tölul. þessarar greinar“ í 2. mgr. kemur: 13. tölul. 1. mgr.

10. gr.

    Á eftir 1. málsl. 24. gr. laganna kemur nýr málsliður er verður 2. málsl. og orðast svo: Jafnframt má setja mann til reynslu í embætti, áður en hann er skipaður í það, til eins árs í senn, þó aldrei lengur en tvö ár.

11. gr.

    Við 7. mgr. ákvæðis til bráðabrigða í lögunum bætist nýr töluliður er verður 4. tölul. og orðast svo:
    4.        Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 22. gr. skulu rannsóknarlögreglustjóri og vararannsóknarlögreglustjóri teljast til embættismanna.
    

IV. KAFLI


MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI


Breyting á lögum nr. 29/1988, um Kennaraháskóla Íslands, með síðari breytingum.


12. gr.

    4. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
    Heimilt er að tillögu skólaráðs að ráða dósent eða lektor tímabundið til allt að tveggja ára í senn. Um tilhögun slíkrar ráðningar skal setja ákvæði í reglugerð.

13. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 32. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra ræður prófessora, en rektor ræður dósenta og lektora.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: prófessorsstarf.
    Í stað orðsins „skipa“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ráða.
    

14. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 33. gr. laganna:
    1. mgr. fellur brott.
    1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Rektor ræður annað starfslið skólans en getið er um í 32. gr.

Breyting á lögum nr. 131/1990, um Háskóla Íslands, með síðari breytingum.


15. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna:
    Í stað orðanna „veitingu slíkrar kennarastöðu“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: ráðningu í slíkt kennarastarf.
    3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðning í slíkt starf má vera tímabundin til allt að tveggja ára í senn.
    Í stað orðsins „stöðuveitingu“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: ráðningu.
    Í stað orðsins „stöðuveitinga“ í 6. málsl. 3. mgr. kemur: ráðninga.
    Í stað orðsins „prófessorsembætta“ í 7. málsl. 3. mgr. kemur: prófessorsstarfs.
    4. mgr. orðast svo:
                  Heimilt er, með samþykki háskólaráðs að tillögu háskóladeildar, að ráða dósent eða lektor tímabundinni ráðningu til allt að tveggja ára í senn. Um tilhögun slíkrar ráðningar skal setja ákvæði í reglugerð.
    Í stað orðanna „til tveggja ára hið skemmsta“ í 6. mgr. kemur: tímabundið til allt að tveggja ára í senn.

16. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra ræður prófessora, en rektor ræður dósenta og lektora.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 2. mgr. kemur: prófessorsstörf.
    Orðin „embættinu eða“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
    Orðin „embættinu eða“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 4. málsl. 4. mgr. kemur: prófessorsstarf.
    Orðin „embættið eða“ í 4. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Orðin „embættið eða“ í 6. málsl. 4. mgr. falla brott.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 6. mgr. kemur: prófessorsstarf.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 7. mgr. kemur: prófessorsstarf.

17. gr.

    12. gr. laganna orðast svo:
    Þegar sérstaklega stendur á getur rektor, samkvæmt tillögu háskóladeildar og með samþykki háskólaráðs, boðið vísindamanni að taka við kennarastarfi við háskólann án þess að það sé auglýst laust til umsóknar.
    Rektor skal heimilt, samkvæmt tillögu háskóladeildar, að auglýsa kennarastarf laust til umsóknar, svo að starfið verði veitt ári áður en hinn nýráðni kennari hefur kennslu sína. Kveða skal á um það hverju sinni frá hvaða tíma launagreiðslur hins nýráðna kennara hefjist.

Breyting á lögum nr. 51/1992, um Háskólann á Akureyri, með síðari breytingu.


18. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: ráðherra.

19. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 70/1994:
    2. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra ræður prófessora, en rektor ræður dósenta, lektora og stundakennara.
    Í stað orðsins „skipa“ í 3. mgr. kemur: ráða.
    Í stað orðsins „embættinu“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: starfinu.
    Í stað orðsins „embættið“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: starfið.
    Í stað orðsins „embætti“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: starf.
    Í stað orðsins „prófessorsembætti“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: prófessorsstarf.

V. KAFLI

GILDISTAKA

20. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.