Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 277 . mál.


530. Frumvarp til lagaum breytingu á námulögum, nr. 24/1973, með síðari breytingum.

Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Gísli S. Einarsson.1. gr.


    Á eftir 14. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo:
    Við framkvæmd laga þessara skal gæta ákvæða laga um náttúruvernd, nr. 93/1996.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt samhliða frumvarpi til laga um breytingar á lögum um náttúruvernd, nr. 93/1996, en þar er lagt til að nýjum kafla verði bætt við lögin þar sem gerðar eru tillögur um breytingar á ákvæðum náttúruverndarlaga um efnistöku og bætt við nokkrum nýjum ákvæðum. Með frumvarpinu á að tryggja að við framkvæmd námulaga verði tekið fullt tillit til ákvæða laga um náttúruvernd.